-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
LASKALÍNA:
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Aukið út um 1 lykkju á undan / eftir 4 lykkjur með prjónamerki í – síðan kallaðar laskalínulykkjur.
Laskalínulykkjur eru prjónaðar brugðið frá réttu / slétt frá röngu.
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn eins og útskýrt er að neðan, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í A.1.
Uppslátturinn er prjónaður frá röngu á undan og á eftir laskalínulykkjum:
Á UNDAN laskalínulykkju:
Prjónið uppsláttinn snúinn brugðið ef síðasta lykkja á undan uppslætti var prjónuð slétt, eða prjónið uppsláttinn snúinn slétt ef síðasta lykkja á undan uppslætti var prjónuð brugðið, það á ekki að myndast gat.
Á EFTIR laskalínulykkju:
Lyftið uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, stingið inn vinstri prjóni í lykkjuna og setjið til baka yfir á vinstri prjón (uppslátturinn er snúinn), prjónið uppsláttinn brugðið ef prjóna á næstu lykkju slétt, eða prjónið uppsláttinn slétt ef prjóna á næstu lykkju brugðið, það á ekki að myndast gat.
ÚTAUKNING (þegar aukið er út jafnt yfir):
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat.
ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum):
Fækkið um 1 lykkju til skiptis á undan og á eftir lykkju með prjónamerki í. Fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman eða 2 lykkjur brugðið saman eftir því hvernig síðasta / næsta lykkja er prjónuð í A.1.
HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo að það myndist gat.
Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu á eftir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8½-9-7½-8-8 cm millibili.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Tvöfaldur kantur í hálsmáli er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Síðan er prjónað hálsmál með stuttum umferðum fram og til baka á hringprjóna. Þegar hálsmálið hefur verið prjónað til loka, er afgangur af berustykki prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er kantur í hálsmáli brotinn niður og festur.
TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Fitjið upp 69-73-75-79-81-87 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Kid-Silk í hverjum lit (4 þræðir). Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka.
Þegar kantur í hálsmáli mælist 5-5-5-6-6-6 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir kanta að framan = 81-85-87-91-93-99 lykkjur.
Prjónið stroff eins og áður með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en 7 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (kantar að framan).
Prjónið þar til kantur í hálsmáli mælist ca 10-10-10-12-12-12 cm – stillið af að næsta umferð sé frá réttu.
Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar).
ATH: Í stærð S, M, L og XXL er hvert prjónamerki sett í brugðna lykkju séð frá réttu, í stærð XL og XXXL er hver prjónamerki sett í slétta lykkju séð frá réttu – lykkjur með prjónamerki eru núna kallaðar laskalínulykkjur. Laskalínulykkjur eru prjónaðar brugðið frá réttu, slétt frá röngu.
Teljið 14-14-16-17-16-19 lykkjur (framstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 17-17-15-17-19-17 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15-19-21-19-19-23 lykkjur (bakstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 17-17-15-17-19-17 lykkjur (ermi), setið 4. prjónamerki í næstu lykkju. Það eru 14-14-16-17-16-19 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (framstykki).
Prjónið 1 umferð slétt og fækkið jafnframt um 4-8-2-0-4-0 lykkjur jafnt yfir þannig: Prjónið eins og áður fram hjá 1. prjónamerki, fækkið um 2-2-0-0-2-0 lykkjur jafnt yfir á milli 1. og 2. prjónamerkis (ekki fækka lykkjum í laskalínulykkjum), fækkið um 0-4-2-0-0-0 lykkjur jafnt yfir á milli 2. og 3. prjónamerkis, fækkið um 2-2-0-0-2-0 lykkjur jafnt yfir á milli 3. og 4. prjónamerkis, prjónið sléttar lykkjur út umferðina = 77-77-85-91-89-99 lykkjur í umferð.
Það eru nú 15-15-15-17-17-17 lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis (ermar) og 15-15-19-19-19-23 lykkjur á milli 2. og 3. prjónamerkis (bakstykki)
HÁLSMÁL:
Skiptið yfir á hringprjón 7. Nú er prjónað hálsmál með stuttum umferðum JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir laskalínu eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA.
UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1, en munið eftir að 4 laskalínulykkjur eru alltaf prjónaðar slétt frá röngu / brugðið frá réttu. Prjónið þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá laskalínulykkju með 1. prjónamerki í (þ.e.a.s. í vinstri hlið í hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð með réttuna út), snúið stykkinu og herðið á þræði.
UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið A.1 og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 laskalínulykkjur – lesið útskýringu að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá laskalínulykkju með 4. prjónamerki (þ.e.a.s. í hægri hlið í hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð = 8 lykkjur fleiri), snúið stykkinu og herðið á þræði.
UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið A.1 þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem snúið var síðast við 1. prjónamerki, snúið stykkinu og herðið á þræði.
UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið A.1 og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 laskalínulykkjur, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem síðast var snúið við 4. prjónamerki (= 8 lykkjur fleiri), snúið stykkinu og herðið á þræði.
UMFERÐ 5 (ranga): Prjónið A.1 þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem síðast var snúið við 1. prjónamerki, snúið stykkinu og herðið á þræði.
UMFERÐ 6 (rétta): Prjónið A.1 og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 laskalínulykkjur, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem síðast var snúið við 4. prjónamerki (= 8 lykkjur fleiri), snúið stykkinu og herðið á þræði.
UMFERÐ 7 (ranga): Prjónið A.1 út umferðina (lykkjur með prjónamerki í eru prjónaðar slétt frá röngu og kantar að framan eru prjónaðar í garðaprjóni).
Stuttar umferðir hafa nú verið prjónaðar til loka og aukið hefur verið út 3 sinnum fyrir laskalínu hvoru megin við 4 laskalínulykkjur = 101-101-109-115-113-123 lykkjur.
Prjónið síðan berustykki fram og til baka yfir allar lykkjur frá miðju að framan eins og útskýrt er að neðan. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan.
BERUSTYKKI:
Haldið áfram með A.1 fram og til baka með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og laskalínulykkjur sem prjónaðar eru brugðið frá réttu / slétt frá röngu JAFNFRAMT heldur útaukning áfram fyrir laskalínu þannig:
Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu), en í annarri hverri umferð sem er aukið út, er einungis aukið út á framstykkjum / bakstykki. Þ.e.a.s. það er aukið út á framstykkjum / bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð (aukið er út til skiptis 4 og 8 lykkjur). Aukið svona út 12-14-18-18-20-20 sinnum á framstykkjum / bakstykki og 6-7-9-9-10-10 sinnum á ermum = 173-185-217-223-233-243 lykkjur.
Útaukning fyrir ermar er nú lokið. Haldið áfram með útaukningu á framstykkjum / bakstykki 4-4-0-1-2-3 sinnum til viðbótar = 189-201-217-227-241-255 lykkjur.
Útaukning fyrir framstykki / bakstykki er nú lokið.
Prjónið áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 19-21-22-22-25-26 cm, mælt eftir stroffi mitt að aftan.
Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig:
Prjónið fyrstu 34-36-38-40-42-46 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 33-35-39-41-43-43 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-7-7-9-11-13 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 55-59-63-65-71-77 lykkjur í A.1 eins og áður (bakstykki), setjið næstu 33-35-39-41-43-43 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-7-7-9-11-13 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 34-36-38-40-42-46 lykkjur eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt!
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 137-145-153-163-177-195 lykkjur.
Setjið 1 prjónamerki í miðju af 7-7-7-9-11-13 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – prjónamerkin eru notuð þegar stykkinu er skipt upp fyrir klauf í hvorri hlið.
Haldið áfram með A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan.
Þegar stykkið mælist 21-21-22-23-22-23 cm frá skiptingu, skiptist fram- og bakstykkið við bæði prjónamerkin og hvert stykki er prjónað til loka hvert fyrir sig. Lykkjur með prjónamerki tilheyra framstykkjum.
VINSTRA FRAMSTYKKI:
= 38-40-42-44-48-52 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 9-9-9-11-11-13 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 47-49-51-55-59-65 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig (frá hlið): 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af. Notið e.t.v. ítalska affellingu – sjá myndband að neðan undir Skýringar & Aðstoð á heimasíðunni okkar. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl.
HÆGRA FRAMSTYKKI.
= 38-40-42-44-48-52 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 9-9-9-11-11-13 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 47-49-51-55-59-65 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig (frá miðju að framan): 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af á sama hátt og á vinstra framstykki.
BAKSTYKKI:
= 61-65-69-75-81-91 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 18-20-20-20-24-24 lykkjur jafnt yfir = 79-85-89-95-105-115 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjón, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af á sama hátt og á framstykkjum.
ERMI:
Setjið 33-35-39-41-43-43 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða á hringprjóna 7.
Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 7-7-7-9-11-13 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 40-42-46-50-54-56 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju af 7-7-7-9-11-13 lykkjum undir ermi.
Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.1 hringinn yfir allar lykkjur.
Þegar ermin mælist 4-4-4-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju á undan prjónamerki – lesið ÚRTAKA. Þegar stykkið mælist 12-12-8-6½-5-5 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju á eftir prjónamerki – munið eftir ÚRTAKA.
Haldið áfram með úrtöku til skiptis á undan og á eftir prjónamerki með 8-8-4-3-2-2 cm millibili alls 4-4-8-10-14-14 sinnum (2-2-4-5-7-7 sinnum á undan prjónamerki og 2-2-4-5-7-7 sinnum á eftir prjónamerki) = 36-38-38-40-40-42 lykkjur.
Prjónið þar til ermin mælist 37-35-35-36-34-32 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14-14-16-16-18-18 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 50-52-54-56-58-60 lykkjur.
Skiptið yfir á sokkaprjóna 5,5. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 10 cm. Fellið af. Notið e.t.v. ítalska affellingu. Ermin mælist ca 47-45-45-46-44-42 cm frá skiptingu.
Prjónið hina ermina á sama hátt.
FRÁGANGUR:
Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið það niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op við miðju að framan í köntum að framan með smáu spori.
Saumið tölur í vinstri kant að framan.
Mynstur
|
= slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu |
|
= brugðin lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu
|

Will try this cardigan! With nepal & air yarns ( I had them at home waiting for an autumn project) First time trying something with buttons :)
31.08.2023 - 16:38