Yvonne Barclay skrifaði:
Would this jumper work well if I omitted the cables or would it affect the sizing?
31.10.2020 - 23:57DROPS Design svaraði:
Dear Yvonne,Yes, you could do this without the cables, however you will have to take into consideration how much the cables pulling in the material. If you are looking to knit a stockinette weater, you can look through our patterns as we have a number of them like this or this or link text Happy Knitting!
01.11.2020 - 00:14
Lise Nauf skrifaði:
Jeg finner ikke oppskriften eller selve fremgangsmåten på denne herregenseren?
27.10.2020 - 18:39DROPS Design svaraði:
Hej Lise, tak for info, den skal vi få lagt ud med det samme :)
28.10.2020 - 11:41
Snow Trail#snowtrailsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með laskalínu úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með köðlum og sléttprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-8 |
||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um laskalínu): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Aukið svona út við öll merkin (= 8 lykkjur fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þ.e.a.s. á bakstykki er prjónað í sléttprjóni, á framstykki eru útaukningar prjónaðar fyrst í sléttprjóni, síðan mynstur A.2a/A.3a og síðan í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um í hlið á fram- og bakstykki og ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur slétt (merkið situr mitt á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kraginn og berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KRAGI: Fitjið upp 80-84-88-96-96-104 lykkjur á hringprjón 4,5 með Nepal. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Byrjun á umferð = mitt að aftan. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 merki í byrjun umferðar, berustykkið er mælt frá þessu merki! BERUSTYKKI: Prjónið 1 umferð slétt og aukið út 5-9-13-5-13-5 lykkjur jafnt yfir = 85-93-101-101-109-109 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig (setjið eitt merki á milli lykkja): Prjónið 13-15-17-17-19-19 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 merki, 14 lykkjur sléttprjón (= ermi), setjið 2. merki, 6-8-10-10-12-12 lykkjur sléttprjón, A.1 (=18 lykkjur), 6-8-10-10-12-12 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið 3. merki, 14 lykkjur sléttprjón (= ermi), setjið 4. merki, prjónið 14-16-18-18-20-20 lykkjur sléttprjón (= seinni helmingur af bakstykki). Látið merkin fylgja með í stykkinu, það á að auka út fyrir laskalínu hvoru megin við hvert merki. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert merki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 19-20-22-24-26-30 sinnum, en eftir að aukið hefur verið út 3-3-2-2-1-1 sinnum, aukið síðan út í mynstur á framstykki. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM! Þegar aukið hefur verið út 3-3-2-2-1-1 sinnum er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið og aukið út eins og áður að 2. merki, prjónið 1 lykkju sléttprjón, A.2a (= 1 lykkja) 7-9-10-10-11-11 lykkjur sléttprjón, A.1 yfir 18 lykkjur eins og áður, 7-9-10-10-11-11 lykkjur sléttprjón, A.3a (= 1 lykkja), 1 lykkja sléttprjón (hér situr 3. merkið), prjónið og aukið út, út umferðina eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2a og A.3a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, aukið út eins og útskýrt er undir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (þ.e.a.s. útaukningar á framstykki er prjónaðar inn í sléttprjóni) þar til aukið hefur verið út alls 19-20-22-24-26-30 sinnum og A.2b og A.3b er prjónað yfir A.2a og A.3a (stillið af að köðlum sé snúið í sömu umferð og A.1) = 237-253-277-293-317-349 lykkjur. Stykkið mælist ca 19-20-22-24-26-29 cm frá merki mitt að aftan. Prjónið mynstur þar til stykkið mælist 20-21-23-25-27-30 cm frá merki. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki hér: Prjónið yfir fyrstu 34-35-39-42-47-52 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 48-54-58-60-62-68 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-10-12-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið yfir næstu 72-74-82-88-98-108 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 48-54-58-60-62-68 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-10-12-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið yfir síðustu 35-36-40-43-48-53 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 161-165-181-197-217-237 lykkjur. Setjið 1 merki mitt á milli 10-10-10-12-12-12 nýjar lykkjur undir ermi (= í hliðum á fram- og bakstykki). Látið merkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum í hliðum. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni og mynstri eins og áður. Þegar stykkið mælist 5 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 9 cm millibili alls 3 sinnum = 149-153-169-185-205-225 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31-32-32-32-32-31 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem JAFNFRAMT er aukið út um 11-15-11-15-11-15 lykkjur jafnt yfir = 160-168-180-200-216-240 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjóna 4,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stroffið mælist 5 cm – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Stykkið mælist ca 36-37-37-37-37-36 cm frá skiptingu. ERMI: Setjið 48-54-58-60-62-68 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 10-10-10-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 58-64-68-72-74-80 lykkjur. Setjið 1 merki mitt á milli 10-10-10-12-12-12 nýjar lykkjur. Látið merkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3-3-4-5-5-5 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 3½-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 10-12-13-15-15-18 sinnum = 38-40-42-42-44-44 lykkjur. Þegar ermin mælist 43-43-41-40-39-38 cm frá skiptingu, aukið út jafnt yfir 2-4-2-6-4-4 lykkjur = 40-44-44-48-48-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stroffið mælist 5 cm – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowtrailsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.