Christine skrifaði:
Bonjour concernant les diminutions du dos. Vous indiquez qu'il faut tricoter ensemble la 5° et 6° maille mais pour le dos, ne faut il pas diminuer de 2 mailles sur chaque coté dans le même rang ? Par exemple : 5° et 6° ensemble + 79° et 80° ? (pour taille M). Merci pour vos précisions
22.11.2022 - 11:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, l'astuce DIMINUTIONS-1 (à intervalles réguliers): explique comment diminuer à intervalles réguliers après les côtes, dans l'exemple cité, on va diminuer 13 mailles sur la base des 79 mailles sur l'aiguille, en fonction de votre nombre de mailles, il faudra ajuster (cf cette leçon). Bon tricot!
22.11.2022 - 15:53
Marjan skrifaði:
Klopt het dat de mouwen korter zijn naarmate de maat groter is. Ik zie bij maat S een lengte van 51 cm en bij maat XXXL een lengte van 46 cm. Ik zou het andersom verwachten.
05.02.2022 - 10:17DROPS Design svaraði:
Dag Marjan,
Ja, dat klopt, want de grotere maten hebben bredere schouders, waardoor de mouwen korter worden.
11.02.2022 - 15:11
Helen Bunter skrifaði:
I can't find a size chart anywhere on your site and one person's small is another person's XL. Can you give me a link or information that will tell me the chest measurement or UK or European dress size equivalent for your S - XXL sizing. Thanks
25.10.2021 - 14:42DROPS Design svaraði:
Hi Helen, The size chart is at the bottom of the pattern. Happy knitting!
26.10.2021 - 07:04
Ellie Marsh skrifaði:
Hi, i am working this pattern and i am using chunky velvet D type yarn. but for some reason i need more then what the pattern requires. it took 1 and a half 200g balls to do the front right peice. i have the right stitch count when i did the swatch. what am i doing wrong? thanks
02.08.2021 - 02:54DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Marsh, are you using DROPS Melody? If not, did you calculate the new amount of yarn required? Read more here. Happy knitting!
02.08.2021 - 07:47
Doreen W skrifaði:
Hallo liebes Team.\r\nleider stimmt irgendwas bei der Anleitung nicht. Ich habe auf Größe M gestrickt, mit dem Garn Melody. Ich stricke auch eher fest, aber die fertige Jacke ist eher Größe L bis XL. Stimmen die Maße bzw. Angaben? Ebenso ist die fertige Jacke nicht so dicht wie auf dem Bild (weswegen ich mich für die Jacke entschieden hatte). Muss man eventuell 2-fädrig Stricken? Kann man das jetzt unauffällig enger nähen oder bleibt mir nur das Auftrennen? Danke für die Hilfe!
22.03.2021 - 07:19DROPS Design svaraði:
Liebe Doreen, stimmt Ihre Maschenprobe? Mit 13 M A.1 = 10 cm sollten die 70 Maschen beim Rückenteil ca 53 cm messen. Die Jacke wird nur mit 1 Faden DROPS Melody getrickt, aber Maschenprobe ist doch wichtig - hier leseen Sie mehr. Viel Spaß beim stricken!
22.03.2021 - 09:47
Rosehip Jam#rosehipjamcardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað í perluprjóni með v-hálsmáli og köntum í stroffi. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-30 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 79 lykkjur), mínus kantlykkjur (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim 77 lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 13) = 5,9. Í þessu dæmi eru prjónaðar ca 5. og 6. hver lykkja brugðið saman og lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur. ÚRTAKA-2 (á við um v-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Í HÆGRA FRAMSTYKKI ÞANNIG: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman eða snúnar brugðið saman, þannig að það passi við A.1 (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Í VINSTRA FRAMSTYKKI ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan kantlykkju, prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman eða brugðið saman, þannig að það passi við A.1, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING-1 (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í A.1. ÚTAUKNING-2 (á við um kanta að framan): Til að koma í veg fyrir að kantar að framan beygist út í botni á v-hálsmáli (þar sem úrtakan byrjaði), aukið út í hverri umferð frá réttu eins og útskýrt er að neðan: Aukið út um 1 lykkju á eftir 1 lykkju slétt með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) prjónið uppsláttinn snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur brugðið frá réttu og slétt frá röngu. MYNSTUR: Sjá mynstur teikningu A.1 (= perluprjón). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað neðan frá og upp í stykkjum. Prjónað er fram og til baka á hringprjóna. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp fyrir kant að framan og kant í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 79-85-91-99-109-117 lykkjur á hringprjón 6 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan stroff fram og til baka frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka þar til stykkið mælist 8 cm og næsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT er fækkað um 13-15-15-17-19-19 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 66-70-76-82-90-98 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir í umferð, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af fyrstu 3-3-4-5-5-6 lykkjur, prjónið eins og áður út umferðina. Snúið stykkinu, fellið af fyrstu 3-3-4-5-5-6 lykkjur, prjónið eins og áður út umferðina = 60-64-68-72-80-86 lykkjur eftir. Haldið áfram með A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm, fellið af miðju 12-12-12-14-14-16 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með A.1 eins og áður. JAFNFRAMT er felld af 1 lykkja í hálsmáli í næstu umferð frá hálsmáli = 23-25-27-28-32-34 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram eins og áður þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar stykkið er mátað): Fitjið upp 41-43-47-51-55-59 lykkjur á hringprjón 6 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan stroff fram og til baka frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkjur í garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka þar til stykkið mælist 8 cm og næsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT er fækkað um 7-7-7-9-9-9 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 34-36-40-42-46-50 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá miðju að framan): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir í umferð, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 3-3-4-4-4-4 sinnum og síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 5-5-5-5-5-6 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm og næsta umferð er prjónuð frá röngu, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af fyrstu 3-3-4-5-5-6 lykkjur, prjónið eins og áður út umferðina. Eftir alla úrtöku fyrir v-hálsmáli og affellingu fyrir handveg eru 23-25-27-28-32-34 lykkjur eftir. Haldið áfram með A.1 eins og áður yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar stykkið er mátað): Fitjið upp 41-43-47-51-55-59 lykkjur á hringprjón 6 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan stroff fram og til baka frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkjur í garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka þar til stykkið mælist 8 cm og næsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT er fækkað um 7-7-7-9-9-9 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 34-36-40-42-46-50 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá hlið): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir í umferð, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni við miðju að framan. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 3-3-4-4-4-4 sinnum og síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 5-5-5-5-5-6 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm og næsta umferð er prjónuð frá réttu, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af fyrstu 3-3-4-5-5-6 lykkjur, prjónið eins og áður og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli við miðju að framan eins og áður. Eftir allar úrtökur fyrir v-hálsmáli og affellingu fyrir handveg eru 23-25-27-28-32-34 lykkjur eftir. Haldið áfram með A.1 eins og áður yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af. ERMI: Fitjið upp 37-39-39-41-43-43 lykkjur á hringprjón 6 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga): Prjónið síðan stroff fram og til baka þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka þar til stykkið mælist 8 cm og næsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá ÚRTAKA-1= 30-32-32-34-36-36 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir í umferð, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-10-9-10-10-10 cm aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út með 5-4½-4-3½-3-2½ cm millibili alls 8-9-10-10-11-12 sinnum í hvorri hlið = 46-50-52-54-58-60 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 49-48-47-46-43-41 cm. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á ermi – prjónamerkin merkja hvar botninn á handveg byrjar. Prjónið áfram þar til ermin mælist alls 51-50-50-50-47-46 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma kant í kant svo saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið ermakúpu við handveg á framstykki og bakstykki – sjá teikningu. Saumið botninn á handveg – prjónamerki sem voru sett í ermar eiga að passa við hliðar á fram- og bakstykki. Saumið saum undir ermum og hliðarsaum í eitt – byrjið neðst á ermi og saumið upp að handveg, saumið síðan niður að uppfitjunarkanti á fram- og bakstykki (saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur). Saumið hina ermina í alveg eins og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt alveg eins. KANTUR Í HÁLSMÁLI AÐ AFTAN: Byrjið frá réttu og prjónið upp ca 21-21-21-23-23-27 meðfram hálsmáli aftan í hnakka, á hringprjón 6 með Melody (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2 + 1). Prjónið stroff fram og til baka frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Lestu allan kaflann um kant að framan áður en þú prjónar! Byrjið frá réttu við öxl og prjónið upp ca 32-32-34-36-38-40 lykkjur innan við 1 kantlykkju með fram v-hálsmáli, prjónið síðan upp ca 56-58-60-60-62-64 lykkjur frá botni á v-hálsmáli og niður meðfram miðju að framan innan við 1 kantlykkju = alls ca 88-90-94-96-100-104 lykkjur frá öxl og niður að uppfitjunarkanti (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff fram og til baka frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir í umferð, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. JAFNFRAMT í hverri umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju við hverja og eina af 3 lykkjum slétt í stroffi sem eru næst botni á v-hálsmáli – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu þar til kantur að framan mælist 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Lestu allan kaflann um kant að framan áður en þú prjónar! Byrjið frá réttu neðst á framstykki og prjónið upp ca 56-58-60-60-62-64 lykkjur innan við 1 kantlykkju með fram miðju að framan upp að botni á v-hálsmáli, prjónið síðan upp ca 32-32-34-36-38-40 lykkjur meðfram v-hálsmáli upp að öxl innan við 1 kantlykkju – alls ca 88-90-94-96-100-104 lykkjur frá öxl og niður að uppfitjunarkanti (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff fram og til baka frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir í umferð, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka. JAFNFRAMT í hverri umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju við hverja og eina af 3 lykkjum slétt í stroffi sem eru næst botni á v-hálsmáli alveg eins og í vinstri kanti að framan. Haldið áfram með útaukningu alveg eins og á vinstri kanti að framan. JAFNFRAMT þegar kantur að framan mælist ca 2 cm fellið af fyrir 5-5-5-6-6-6 hnappagötum jafnt yfir. Efsta hnappagatið er staðsett ca 1 cm undir botni á v-hálsmáli og neðsta hnappagatið er ca 4 cm frá neðri kanti. 1 HNAPPAGAT = Prjónið 2 lykkjur saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt eða brugðið svo að stroffið gangi jafnt upp (það eiga að myndast göt). Fellið laust af allar lykkjur með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar kantur að framan mælist 4 cm. FRÁGANGUR: Saumið stutta endann í kanti að framan við stutta endann í kanti í hálsmáli (við axlir) – saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni með sauminn inn að röngu. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rosehipjamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.