Fiona Van Der Merwe skrifaði:
Hi, lovely pattern, but I am unsure of the instructions to measure 'from the shoulder'. I am making size Small, my width measurement is exactly 50 cm as stated, I measured 23 cm from back marker, (that was easy to follow) but the jacket seems way too short at 48 cm from the shoulder (before the bottom ribbing) - which I assume is where the sleeve meets the neck ribbing. If I measure this length from the centre back marker, this is the 44 cm. Is this correct?
28.07.2025 - 08:37DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Van Der Merwe, shoulder is 5 cm extra to the marker mid back, so when piece measures 48 cm from shoulder the measurement from mid back will be only 43 cm + 4 cm ribbving + 5 cm shoulder = 52 cm in total from shoulder. Hope it can help. Happy knitting!
29.07.2025 - 08:46
Crys skrifaði:
Bonjour Concernant le devant et dos il est écrit "Tricoter jusqu'à ce que l'ouvrage mesure 48-50-52-54-56-58 cm depuis l'épaule" Je ne saisis pas bien à partir de quelle hauteur mesurer. Depuis la fin du col à l'arrière ? Ou ? Merci d avance de votre aide
25.04.2024 - 15:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Crys, posez la veste à plat comme dans le schéma, et mesurez à partir de l'épaule, à côté de l'encolure jusqu'aux mailles sur l'aiguille. Bon tricot!
25.04.2024 - 16:14
Crys skrifaði:
Bonjour Je ne comprends pas les fausses côtes anglaises. L explication ne correspond pas à ce qui est montré dans la vidéo. Et comment faire avec les mailles que l on ajoute Merci d avance pour votre aide
06.04.2024 - 19:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Crys, effectivement, il existe plusieurs façons de les tricoter, ici on a 1 maille point mousse entre chaque maille en côtes anglaises alors que dans la vidéo on va tricoter 1 maille jersey envers entre chaque maille en côtes anglaises, suivez attentivement les explications écrites, et tricotez à l'endroit tous les rangs la maille entre celle en côtes anglaises (alternativement glissée à l'envers avec son jeté sur l'endroit et tricotée ensemble à l'envers avec son jeté sur l'envers). Bon tricot!
08.04.2024 - 07:58
Sarah skrifaði:
Den falske patent er forkert i opskriften på pind 1... Det bør være: FALSK PATENT (frem og tilbage): 1.PIND (= retsiden): * 1 maske vrang, slå om, tag 1 maske løs af pinden som om den skulle strikkes vrang *, strik fra *-* til der er 1 maske tilbage, afslut med 1 maske vrang. 2.PIND (= vrangen): 1 maske ret, * strik den løse maske og omslaget fra forrige pind vrang sammen, 1 maske ret *, strik fra *-*. Gentag 1.og 2.pind.
08.02.2024 - 17:48
Sally skrifaði:
What size is the model wearing in the photo? Thank you!
03.01.2024 - 06:01DROPS Design svaraði:
Dear Sally, most of the time our models are wearing either a size S or a size M; but as our bodies are all different, the best way to find your own size is to measure a similar garment you have and like the shape and compare these measurements to the ones in the chart (in cm - convert here). Read more here. Happy knitting!
03.01.2024 - 08:39
Iwona skrifaði:
''Dalej przerabiać tak samo, w tym samym czasie, w następnym rzędzie na prawej stronie robótki zacząć dodawanie oczek na REGLAN – patrz powyżej. Powtarzać dodawanie oczek w sumie 6-8-11-14-19-23 razy w każdym rzędzie na prawej stronie robótki i 5-5-4-3-1-0 razy co 2 rzędy na prawej stronie robótki (= co 4 rzędy) = 163-179-195-217-241-265 oczek. '' Nie rozumiem gdzie mają być dodane te oczka.
20.03.2023 - 17:53DROPS Design svaraði:
Witaj Iwono, na reglan dodajesz 1 oczko z każdej strony 4 oczek z markerem (to będą 4 linie reglanu), czyli jest dodanych 8 oczek w każdym rzędzie, w którym wg opisu dodajesz oczka. W tym modelu oczka na reglan są dodawane zawsze na prawej stronie robótki: najpierw co 2 rzędy, a następnie co 4 rzędy. Pozdrawiamy!
21.03.2023 - 08:32
Lena Davidian skrifaði:
Hello, I would love to make this jacket but it suggests using circular needles. Can you please tell me how to adapt the pattern to straight needles? Thank you, lena
10.01.2022 - 22:21DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Davidian, only sleeves are worked here in the round, you will find how to adapt a pattern into straight needles here. Happy knitting!
11.01.2022 - 09:09
Else Lindberg-Nielsen skrifaði:
Når jeg klikker på rettelser til opskriften, står der blot, at rettelsen er foretaget online, men ikkehvad rettelsen går ud på. Hvordan får jeg svar på det?\r\nVenlig hilsen, Else Lindberg .
01.03.2021 - 16:43DROPS Design svaraði:
Hei Else. Jo, det står hva rettelsene går ut på og når det ble oppdatert (det er rettet i selve oppskriften og hva det er rettet står under rettelseknappen.: Opdateret online: 22.12.2020. Rettelse: Målene på bærestykket og ryg-& forstykke + måleskitse er opdateret. Opdateret online: 05.02.2021 Antal knaphuller og placeringen af dem er rettet. mvh DROPS design
03.03.2021 - 13:41
Tania skrifaði:
Bonjour, Au moment de la division des différentes parties, il est indiqué de tricoter les 27 premières mailles (taille S) correspondant au devant gauche. Ces mailles incluant les 5 mailles bordures, on se retrouve avec un nombre pair pour les mailles en fausses côtes anglaises (22m.) alors que nous devons toujours finir par une maille endroit les fausses côtes donc avoir un nombre pair de mailles. Comment faire ? Faut-il ajouter une maille pour avoir un nombre pair ? Merci d'avance.
02.02.2021 - 00:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Tania, vous tricotez les 22 mailles du devant en côtes anglaises, mais vous pouvez, si vous le souhaitez, terminer ces mailles par la 1ère maille des fausses côtes anglaises, autrement dit, tricotez la 1ère des mailles montées sous la 1ère manche et la dernière des mailles montées sous la 2ème manche comme la 1ère des mailles des fausses côtes anglaises. Bon tricot!
02.02.2021 - 10:37
Mary skrifaði:
Could you help me with buttonhole placement? I see only 5buttons on the picture and when I reach the measurement to start the rib on the bottom I will have only 5 buttons as the front wil be about 8cm smaller than the back could you tell me where I am going wrong. I am doing the small size and I did a swatch and my tension is OK? Thank you
19.01.2021 - 13:30
Shout for Winter#shoutforwintercardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa með laskalínu og fölsku klukkuprjóni úr 2 þráðum DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 215-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 65 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 5,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju, ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis ca 4. og 5. hver lykkja saman og 5. og 6. hver lykkja saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. FALSKT KLUKKUPRJÓN (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1 (= rétta): * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 lykkju slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 lykkja slétt, * prjónið lyftu lykkjunni og uppsláttinn frá fyrri umferð brugðið saman, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-*. Endurtakið umferð 1 og 2. LASKALÍNA: Aukið út hvoru megin við hverja lykkju með prjónamerki í, útauknar lykkjur á framstykki eru prjónaðar jafnóðum inn í falskt klukkuprjón og útauknar lykkjur á ermum og bakstykki eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið út þannig: Prjónið fram að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju í sléttprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið til að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA (á við um ermi): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), prjónið 2 lykkjur slétt saman. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 11 cm frá uppfitjunarkanti (munið eftir að öll mál eru gerð á bakstykki)fellið síðan af fyrir næstu 4-5-5-5-5-5 hnappagötum með ca 10-8½-9-9-9½-10 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Þegar stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón, skiptið yfir í sokkaprjóna eftir þörf. Allt stykkið er prjónað í 2 þráðum. Vegna mynsturs á framstykki þá kemur stykkið til með að vera styttra að framan en að aftan, öll mál eru gerð á bakstykki á meðan stykkið er prjónað. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 65-65-65-69-69-69 lykkjur með 2 þráðum Air á hringprjón 7. Prjónið stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt og 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið síðan sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón þar til stroffið mælist ca 10 cm í öllum stærðum – stillið af að næsta umferð sé frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 9. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið og aukið JAFNFRAMT út 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA í útskýringu að ofan = 75-75-75-81-81-81 lykkjur. BERUSTYKKI: Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 11-11-11-13-13-13 lykkjur FALSKT KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= vinstra framstykki), 1 lykkja sléttprjón og setjið 1. prjónamerki í þessa lykkju. Prjónið 9 lykkjur sléttprjón (= ermi), prjónið 1 lykkju sléttprjón og setjið 2. prjónamerki í þessa lykkju. Prjónið 21-21-21-23-23-23 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), 1 lykkja sléttprjón og setjið 3. prjónamerki í þessa lykkju. Prjónið 9 lykkjur sléttprjón (= ermi), prjónið 1 lykkju sléttprjón og setjið 4. prjónamerki í þessa lykkju. Prjónið 11-11-11-13-13-13 lykkjur falskt klukkuprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= hægra framstykki). Setjið merkiþráð í stykkið mitt að aftan, látið merkiþráðinn sitja hér – hann er notaður til að mæla frá síðar! Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram með mynstur og í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Endurtakið útaukningu í hverri umferð frá réttu alls 6-8-11-14-19-23 sinnum og síðan í annarri hverri umferð frá réttu 5-5-4-3-1-0 sinnum = 163-179-195-217-241-265 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist 23-26-27-29-30-31 cm í prjónstefnu mælt frá merkiþræði sem settur var í mitt að aftan – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki hér. Prjónið fyrstu 27-29-31-35-38-41 lykkjur (= vinstra framstykki), setjið næstu 33-37-41-45-51-57 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 7 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 43-47-51-57-63-69 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 33-37-41-45-51-57 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 7 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið þær 27-29-31-35-38-41 lykkjur sem eftir eru (= hægra framstykki). Prjónið síðan ermar og fram- og bakstykki hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 111-119-127-141-153-165 lykkjur. Haldið áfram að prjóna 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, falskt klukkuprjón yfir framstykki, sléttprjón yfir nýjar lykkjur undir ermum og á bakstykki. Prjónið þar til stykkið mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá ðxl og niður (mælt á bakstykki) – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið síðan sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón þar til stroffið mælist ca 4 cm í öllum stærðum. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður, stykkið er ca 8-9-9-10-10-10 cm styttra að framan. Fellið laust af. ERMI: Setjið til baka 33-37-41-45-51-57 lykkjur frá þræði í annarri hlið á hringprjóna 9. Prjónið upp 1 lykkju í hverja af 7 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 40-44-48-52-58-64 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju af nýjum lykkjum undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, byrjið úrtöku undir ermi – sjá ÚRTAKA í útskýringu að ofan! Endurtakið úrtöku með 6½-6-5-4-4-3 cm millibili alls 4-4-4-5-7-9 sinnum = 32-36-40-42-44-46 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 35-33-33-32-32-30 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7, prjónið 1 umferð sléttprjón þar til ermin mælist 39 cm í öllum stærðum. Skiptið yfir á hringprjón 7, prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 6-8-12-12-12-14 lykkjur jafnt yfir = 26-28-28-30-32-32 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stroffið mælist 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #shoutforwintercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 215-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.