Ingela Andersson skrifaði:
Mönstret syns inte i text.
25.09.2020 - 22:18DROPS Design svaraði:
Hej Ingela. Tack för info, nu finns mönstret även på svenska. Mvh DROPS Design
29.09.2020 - 07:10
Olena Kostrytsia skrifaði:
Have a desire to knit it! lovely color!
04.06.2020 - 15:39
Heading Back Home#headingbackhomesweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino eða DROPS Daisy. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-18 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði stífari þegar mynsturprjón er prjóna, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og prjónað er of fast, þá kemur flíkin til með að verða of stutt og handvegur of lítill – þetta er hægt að jafna til með því að prjóna auka umferð með jöfnu millibili í einlitu einingunum. Ef prjónað er of laust, þá verður flíkin of löng og handvegur of stór, þá er hægt að prjóna færri umferðir með jöfnu millibili í einlitu einingunum. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn með réttum lit miðað við mynsturteikningu, prjónið 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit í mynsturborða, sláið 1 sinni uppá prjóninn með réttum lit miðað við mynsturteikningu (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki og alls 8 lykkjur fleiri í útauknings umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Þegar berustykkið er lokið, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 96-100-104-108-112-116 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum ljós grár Cotton Merino eða Daisy. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 1 lykkju slétt. Haldið svona áfram með stroff í ca 2 til 2½ cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 24-28-32-32-36-36 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 120-128-136-140-148-152 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). BERUSTYKKI: Setjið 4 merkiþræði í stykkið eins og útskýrt er að neðan – merkiþræðirnir eru settir í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar og þeir eru notaðir þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 25-27-29-30-32-33 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 11 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 49-53-57-59-63-65 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 11 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju). Nú eru 24-26-28-29-31-32 lykkjur eftir á bakstykki eftir síðasta merkiþræði. Að auki er sett 4 prjónamerki í stykkið – þessi 4 prjónamerki eru sett í miðjulykkju á framstykki og bakstykki og í miðjulykkju á hvorri ermi. Þessi prjónamerki eru notuð þegar telja á út hvar mynstrið á að byrja. Prjónið síðan MYNSTUR hringinn, JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 merkiþræðina eins og útskýrt er að neðan. Lesið allan kaflann um berustykki áður en prjónað er áfram! ATH: Berustykkið er nú mælt frá merki mitt að framan. MYNSTUR: Klippið þráðinn frá. Byrjið umferð á undan fyrsta merkiþræði (= hægri öxl að aftan, séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið 0-2-4-6-8-10 umferðir sléttprjón með litnum ljós grár. Sjá LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 á ermum, framstykki og bakstykki – teljið frá miðjulykkju í A.1 hvar mynstrið á að byrja, þ.e.a.s. miðjulykkja í A.1 á að passa við lykkju með prjónamerki í á ermum og framstykki/bakstykki. Mynstrið kemur til með að vera samhverft í hvorri hlið á ermum og í hvorri hlið á framstykki/bakstykki, en ekki hvoru megin við 4 laskalínur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár til loka. LASKALÍNA: JAFNFRAMT í fyrstu umferð á eftir kanti í hálsmáli, aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 24-26-28-33-35-37 sinnum á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 312-336-360-404-428-448 lykkjur í umferð. Prjónið áfram, en án útaukninga þar til berustykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki á eftir kanti í hálsmáli mitt að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Byrjið 1-1-2-2-1-0 lykkjum á undan prjónamerki í byrjun á umferð, setjið næstu 61-65-71-81-83-85 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 95-103-109-121-131-139 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 61-65-71-81-83-85 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið sléttprjón yfir þær 95-103-109-121-131-139 lykkjur sem eftir eru á bakstykki. Takið frá alla gamla merkiþræði og prjónamerki. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 202-218-234-258-282-302 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið merkiþræðina fylgja með í stykkinu – það á að nota þá síðar þegar auka á út í hvorri hlið á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón yfir lykkjur undir ermi fram að fyrri merkiþræði. Umferðin byrjar nú hér. Prjónið síðan sléttprjón hringinn með litnum ljós grár. Þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við báða merkiþræðina – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 7 cm millibili alls 4 sinnum á hæðina = 218-234-250-274-298-318 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 33 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm til loka. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 54-58-62-70-74-78 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 272-292-312-344-372-396 lykkjur. ATH: Lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna, dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI. Setjið 61-65-71-81-83-85 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 - prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 67-71-79-89-93-97 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-1 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferðina við prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós grár. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá AFFELLING. Fækkið lykkjum svona með 3½-3-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 11-12-15-19-20-21 sinnum = 45-47-49-51-53-55 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 41-40-38-37-35-34 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd (peysan á myndinni er með aðeins lengri ermum sem brotið er uppá – ef þú vilt hafa uppábrot, prjónið ermina 4 cm lengri áður en stroffið byrjar). ATH: Það er styttra má á ermi í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykki. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-9-7-9-7-9 lykkjur jafnt yfir = 52-56-56-60-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 45-44-42-41-39-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #headingbackhomesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.