Petra skrifaði:
Meine Maschenprobe stimmt in der Breite aber nicht in der Länge (Anzahl der Reihen). In der Anleitung sollen die Zunahmen etc. nach einer bestimmtem cm-Zahl gemacht werden, soweit ich das beim Querlesen gesehen habe. Ist das richtig ? Ist das der Grund, weshalb im Kapitel "Maschenprobe" nur auf die Breite der Probe eingegangen wird und die Länge/Höhe unberücksichtigt bleibt ? Damit sollte die Anleitung für mich ohne Umrechnung passen, wenn ich nachmesse oder wie seht ihr das ? Danke
18.09.2022 - 10:06DROPS Design svaraði:
Liebe Petra, sollte Ihre Reihenanzahl nicht stimmen, dann brauchen Sie wahrscheinlich auch eine unterschiedliche Garnmenge - hier lesen Sie mehr über Maschenprobe; die Anleitung können Sie aber gerne genau mit der Höhe anpassen, wenn Sie aber mehr Reihen für 10 cm brauchen, dann brauchen Sie auch mehr Wolle. Viel Spaß beim stricken!
19.09.2022 - 10:10
Pia skrifaði:
Olen aloittamassa kaarrokkeen A.1 mallineuletta. Se alkaa nurja silmukka oikealta puolelta, oikea silmukka nurjalta puolelta, mitä tämä tarkoittaa? Oikealta puolelta mitä? Valokuvasta näen että napinläpikaistaleen reunassa kulkee oikea silmukkarivistö ylhäältä alas.
15.01.2021 - 19:22DROPS Design svaraði:
Hei, aloita mallineule piirroksen oikeasta alareunasta. Eli neulo aluksi 1 oikea silmukka seuraavan silmukan alla olevaan silmukkaan. Seuraava silmukka neulotaan nurin, sitten 1 langankierto jne.
22.03.2021 - 17:05
Carine skrifaði:
Begin je met naalden nr 3 na de boordsteek aan de hals ?
23.10.2020 - 15:41DROPS Design svaraði:
Dag Carine,
Pas wanneer je met de PAS begint ga je verder met rondbreinaald 3, zoals ook aangegeven in de eerste zin van die paragraaf.
25.10.2020 - 19:16
Smell of Rain Jacket#smellofrainjacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og áferðamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-16 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 367 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim 357 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 25,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftri 25. og 26. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerkið). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 2 cm. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-7-7-7 næstu hnappagötum með ca 8-8½-9-7½-8-8½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 113-119-125-131-137-143 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 2,5 með Nord. Prjónið 1 umferð brugðið (ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 4 cm, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni = 147-155-163-171-179-187 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið – það eiga ekki að myndast göt. Setjið 1 prjónamerki að innanverðu í kanti mitt að framan. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan, berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið fyrstu umferð þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2-2-2-3-3-3 cm. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð (= 34-36-38-40-42-44 mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið fyrstu lykkjuna í A.1 (þannig að mynstrið byrji og endi alveg eins í hvorri hlið) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Eftir fyrstu umferð í A.1 eru 181-191-201-211-221-231 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur, þ.e.a.s. þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, endurtakið 2 umferðir merktar með stjörnu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9-9-10-10-11-11 cm frá prjónamerki við hálsmál, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, haldið áfram með A.1 yfir fyrstu 5 lykkjurnar, prjónið A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð (= 33-35-37-39-41-43 mynstureiningar með 5 lykkjum), prjónið fyrstu lykkju í A.1 eins og áður og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 313-331-349-367-385-403 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, haldið áfram með A.1 yfir fyrstu 5 lykkjurnar, prjónið A.3 þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð (= 33-35-37-39-41-43 mynstureiningar með 9 lykkjum), prjónið fyrstu lykkju í A.1 og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 11-12-13-14-15-16 cm frá prjónamerkið við hálsmál, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.4A (= 5 lykkjur), prjónið A.4B þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð (= 33-35-37-39-41-42 mynstureiningar með 9 lykkjum), prjónið fyrstu lykkju í A.4A og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Eftir fyrsta umferð í A.4 eru 347-367-387-407-427-447 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur, þ.e.a.s. þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 2 umferðir endurteknar með stjörnu. Þegar stykkið mælist 14-15-17-17-19-20 cm frá prjónamerki við hálsmál, prjónið næstu umferð þannig: S, M og L: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið fyrstu lykkju í A.5 og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni – mynstrið á nú að passa fallega yfir hinar lykkjurnar. Prjónið svona þar til stykkið mælist ca 18-19-21 cm frá prjónamerkið við hálsinn (A.5 mælist ca 4 cm á hæðina). Farið áfram yfir í ALLAR STÆRÐIR! XL, XXL og XXXL: Prjónið 2 umferðir fram og til baka eins og áður – JAFNFRAMT er aukið út um 38-40-42 lykkjur jafnt yfir með því að auka út um 2 lykkjur í annarri hverri einingu með 1 klukkuprjónslykkju + 3 lykkjur brugðið + 1 klukkuprjónslykkja (= sjá A.6 fyrir staðsetningu á útaukningu) = 445-467-489 lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið fyrstu lykkju í A.5 og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni – mynstrið á nú að passa fallega yfir hinar lykkjurnar. Prjónið svona þar til stykkið mælist ca 22-24-25 cm frá prjónamerki við hálsmál (A.5 mælist ca 4 cm á hæðina). Farið áfram yfir í ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR: Prjónið 2 umferðir sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan, EN í fyrstu umferð (rétta) halda klukkuprjónslykkjurnar áfram eins og áður (þ.e.a.s. klukkuprjónslykkjur verða aðeins sýnilegar í þessum 2 umferðum, en koma til með að falla betur inn í skiptingunni á milli áferðar og sléttprjóns). Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan - JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 2-14-26-8-18-32 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 349-381-413-453-485-521 lykkjur. Þegar stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 55-60-64-70-76-83 lykkjur í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður (= framstykki), setjið næstu 70-76-84-92-96-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 99-109-117-129-141-155 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 70-76-84-92-96-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 55-60-64-70-76-83 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað síðan hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 221-241-261-285-313-341 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 58-63-68-74-81-88 lykkjur inn frá hvorri hlið (= í hliðar á fram- og bakstykki). Það eru 105-115-125-137-151-165 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 4 cm millibili alls 5 sinnum = 241-261-281-305-333-361 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 27 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 58-65-69-75-83-88 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING-1 = 299-326-350-380-416-449 lykkjur. Það er aukið út um lykkjur til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna, dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 70-76-84-92-96-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-92-100-106-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3-2-2-2-1-1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-2-1½-1½-1 cm millibili alls 13-15-18-21-22-24 sinnum = 50-52-56-58-62-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 41-39-38-36-34-33 cm frá skiptingu. Nú eru eftir cm 4 cm til loka, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-11-10-11-13-13 lykkjur jafnt yfir = 60-63-66-69-75-75 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 45-43-42-40-38-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #smellofrainjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.