Olga skrifaði:
Very nice!
23.07.2020 - 20:22
Karin Madsen skrifaði:
Hygge hele vejen
18.06.2020 - 06:52
Susanna skrifaði:
Mi fa pensare ai pescatori/uomini-donne di mare, quindi il mio nome è proprio modello PESCATORE DEI FIORDI
06.06.2020 - 10:47
Uschi skrifaði:
Schön find ich hier den Stehkragen!
04.06.2020 - 16:37
Slippery Slopes Sweater#slipperyslopessweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa í klukkuprjóni úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með axlarsæti. Stærð XS - XXL.
DROPS 217-14 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4 (prjónað í klukkuprjóni). ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 62 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 6,2. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 5. og 6. hverja lykkju brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir öxl á berustykki áður en stykkið skiptist og framstykki og bakstykki er prjónað hvort fyrir sig til loka. Framstykkið er styttra en bakstykkið. Að lokum eru prjónaðar ermar. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 66-66-70-74-74-78 lykkjur á hringprjón 6 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið og fækkið um 10 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 56-56-60-64-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 9 cm. Setjið 1 prjónamerki hér, stykkið er nú mælt héðan. BERUSTYKKI: Prjónið mynstur þannig: Prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir fyrstu 6-6-6-8-8-8 lykkjur (= hálft bakstykki), A.2 (= 2 lykkjur), A.1 yfir 14 lykkjur, A.3 (= 2 lykkjur) (= öxl), A.1 yfir 10-10-12-14-14-16 lykkjur (= framstykki), A.2 yfir 2 lykkjur, A.1 yfir 14 lykkjur, A.3 yfir 2 lykkjur (= öxl) og A.1 yfir síðustu 4-4-6-6-6-8 lykkjurnar (= hált bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1a á hæðina. Þegar A.2 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.2a og A.3a á hæðina, þ.e.a.s. haldið áfram með útaukningu í 6. hverri umferð, útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í klukkuprjónsmynstur. Þegar A.2a og A.3a hefur verið prjónað alls 8-9-9-10-11-12 sinnum á hæðina, eru 136-144-148-160-168-180 lykkjur í umferð. Prjónið A.1a yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 24-25-25-25-26-26 cm þar sem stykkið er lengst (mælt meðfram öxl), stillið af að næsta umferð sé umferð þar sem prjónað er brugðið. Nú skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og axlalykkjur eru felldar af þannig: Prjónið 26-28-28-32-34-36 lykkjur klukkuprjónsmynstur, 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= hálft bakstykki), setjið næstu 15 lykkjur á þráð (prjónið þær fyrst), prjónið 1 lykkju garðaprjón, prjónið 51-55-57-63-67-73 lykkjur klukkuprjónsmynstur, 1 lykkja garðaprjón (= framstykki), setjið næstu 15 lykkjur á þráð (prjónið þær fyrst), prjónið 1 lykkju garðaprjón og prjónið klukkuprjónsmynstur yfir síðustu 25-27-29-31-33-37 lykkjur (= hálft bakstykki). Klippið frá. Geymið lykkjur fyrir framstykki á prjóninum. BAKSTYKKI: = 53-57-59-65-69-75 lykkjur. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón A.4 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir (þ.e.a.s. klukkuprjónsmynstur byrjar og endar með 1 klukkuprjónslykkju brugðið) og endar með 1 lykkju garðaprjón. Haldið áfram með mynstur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 12-13-14-15-16-17 cm frá skiptingu, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, þau merkja handveg. Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm, frá prjónamerki í hálsmáli, fellið af með sléttum lykkjum, uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja (þetta er gert til að affellingarkanturinn verði ekki of stífur og herði á stykkinu). FRAMSTYKKI: Prjónið yfir 53-57-59-65-69-75 lykkjur á framstykki á sama hátt og á bakstykki, en fellið af þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm frá prjónamerki í hálsmáli (framstykkið er 21 cm styttra en bakstykkið). FRÁGANGUR: Byrjið við prjónamerkin í hlið og saumið bakstykkið og framstykkið saman frá prjónamerkjum og ca 20-21-22-23-24-25 cm niður. Neðstu 20 cm = klauf. VINSTRI ERMI: Byrjið í hlið á framstykki, við prjónamerkið og prjónið upp frá réttu þannig: Prjónið upp 1 lykkju, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið upp 1 lykkju, prjónið upp 1 lykkju *, endurtakið frá *-* alls 6-6-7-7-8-8 sinnum, setjið til baka 15 lykkjur af þræði af vinstra prjóni og prjónið klukkuprjón yfir þessar lykkjur (þetta er umferð sem er prjónuð slétt), prjónið upp 1 lykkju frá bakstykki, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið upp 1 lykkju, prjónið upp 1 lykkju *, endurtakið frá *-* alls 6-6-7-7-8-8 sinnum niður að prjónamerki í hlið á bakstykki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið upp 1 lykkju = 42-42-46-46-50-50 lykkjur (uppslátturinn er ekki talinn sem eigin lykkja). Í næstu umferð er prjónað þannig: * prjónið 1 lykkju slétt, prjónið uppsláttinn og næstu lykkju brugðið saman *, endurtakið frá *-* yfir næstu 12-12-14-14-16-16 lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið klukkuprjón yfir 15 lykkjur eins og áður (þessi umferð er prjónuð brugðið), * prjónið 1 lykkju slétt, prjónið uppsláttinn og næstu lykkju brugðið saman *, endurtakið frá *-* yfir næstu 14-14-16-16-18-18 lykkjur. Prjónið síðan hringinn yfir allar lykkjur eftir A.1a. Þegar ermin mælist 43-43-43-44-44-44 cm, fellið af með sléttum lykkjum, uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja (þetta er gert til að affellingarkanturinn verði ekki stífur og herði á stykkinu). HÆGRI ERMI: Prjónið upp lykkjur á sama hátt og á vinstri ermi, en byrjað er á bakstykki og lykkjur eru prjónaðar upp frá réttu upp að lykkjum af þræði. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #slipperyslopessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.