Olivia skrifaði:
Hej, när man stickar a1 runt i början när man stickar halsen , ska det stickas en vänlig tät maska varje gång diagrammet börjar om eller ska denna stickas rät med omslaget som alla andra varv? \r\n\r\nSen har jag väl egentligen samma fråga som rör delen när man ska börja sticka oket. När man börjar sticka oket och stickar 6 maskor A1 och sen 2 maskor A2 ska man börja A1 och A2 med en vanlig rät maska eller ska man sticka med omslaget här?
22.01.2025 - 15:48
Lisbeth skrifaði:
I forklaringen til opskriften står der at det er ret strik frem og tilbage + at der strikkes ret på alle pinde. Længere nede i start arbejdet her: står der der strikkes rundt. Jeg syntes det er ret misvisende og lidt øv når man ikke er rutineret strikker. I har så mange fede bluser, men jeg syntes jeres forklaringer er ret forvirrende og en af grundene til at jeg ikke bruger jeres side så ofte, som jeg gerne ville.
18.08.2024 - 08:33
Marie Flodman skrifaði:
Hej, jag är vid OK:et, förstår inte. A1a 6 maskor, A2a 2 maskor, A1a 14 maskor, A3a 2 maskor, A1a 12 maskor, A2a 2 maskor, A1a 14 maskor, A3a 2 maskor, A1a 6 maskor. Ökningen på diagrammet A2a sker i maska 5 men i ok:et stickas bara 2 maskor av diagrammet. Innebär det att ökningen endast sker i diagrammet A3a? Eller missförstår jag allt? //Marie
05.08.2024 - 22:34DROPS Design svaraði:
Hej Marie, har du set videoerne vi har lavet til oket? Klik på Video øverst i mønsteret, her ser du hvordan man gør :)
14.08.2024 - 14:38
Karina skrifaði:
Esta página es lo más en excelencia, felicitaciones desde Argentina
20.06.2024 - 13:50
José skrifaði:
Bij de hals van 217-14 begin ik met rondbreinaald 6-40 cm en brei daar 1 toer averechts mee. Minder ik in die toer averechts gelijk of komt dat in een tweede toer averechts? Daarna ga ik verder met rondbreinaald 7. Is dit ook weer een 40 cm of pak ik nu de 80 cm? of gebruik ik die 80 cm later?
15.01.2024 - 16:17DROPS Design svaraði:
Dag José,
Je mindert direct in de eerste naald averecht 10 steken. Je kunt daarna verder breien met naald 40 cm. Wanneer je op een gegeven moment te veel steken hebt, stap je over op een langere rondbreinaald. Dat merk je vanzelf.
17.01.2024 - 18:12
Sophie skrifaði:
Hallo, ich beginne grade die Halsblende, wo A1 gestrickt werden soll (mit Nr. 7 steht in der Anleitung, in einem der Kommentare schreiben Sie mit Nr.6 -> was stimmt denn?). In der ersten Reihe werden Umschläge gemacht (ich lese das Diagramm von unten nach oben und links nach rechts), für Größe M dann 30 Umschläge. Das führt am Ende zu 90 Maschen, was mir nicht richtig erscheint. Außerdem, was meint hier das Hinreihe Symbol ?
09.01.2024 - 10:13DROPS Design svaraði:
Liebe Sophie, die Maschen werden mit Nadeln Nr 6 angeschlagen, und die 1. Runde wird links mit Abnahmen gestrickt. Danach stricken Sie mit Nadeln Nr 7 weiter. Die Umschläge zählen nicht extra einzeln als Maschen, die werden zusammen mit den abgehobenen gezählt. als die gehörten zusammen. Viel Spaß beim stricken!
11.01.2024 - 08:55
Jeanette Lund skrifaði:
Hej Jeg har strikke de 66 cm på bagstykket og 45 cm på forstykket og skal nu sy sammen i siden under ærmemarkeringen. Jeg har kun 11 cm at sy sammen på forstykket og 32 cm på bagstykket. Hvad gør jeg galt. Jeg har målt de 66 og de 45 fra Hals markeringen.
31.12.2023 - 00:11DROPS Design svaraði:
Hej Jeanette, kan du have strikket stykkerne for kort... Se målene i måleskitsen nederst i opskriften :)
09.01.2024 - 14:21
Anu skrifaði:
Hei! Kiitos ihanasta ohjeesta! Kysymykseni koskee hihan silmukoita. Poimittuani ne, neulotaanko kaikilla silmukoilla normisti patenttia? Minun oli vaikeaa saada silmukoita tässä vaiheessa täsmäämään ohjeistetun kanssa ja neuloa ohjeen mukaan nuo ensimmäiset 2 kerrosta.
27.12.2023 - 17:08
Maria skrifaði:
Aiuto!! Ho seguito lo schema alla lettera, ho riguardato i video e non vedo niente di diverso da quello che ho fatto io, eppure la spalla sx è venuta perfetta (sia davanti che dietro) mentre quella destra è "cresciuta" nel verso opposto, ovvero si è allargata la spalla e non il davanti/dietro!! per farlo capire meglio dovrei inviare una foto ma non è possibile in questo box. Vi ho scritto su instagram.. Per favore aiutatemi a capire dove ho sbagliato
22.08.2023 - 16:23DROPS Design svaraði:
Buonasera Maria, per lavorare la spalla destra deve riprendere le maglie nel verso opposto di quella sinistra. Buon lavoro!
22.08.2023 - 22:29
Veronika skrifaði:
Bei anderen Anleitungen wird für drops Air die Nadelstärke 5 angegeben. Ist bei dem Modell 217-14 Nadelstärke 7 wirklich richtig? Vielen Dank
14.03.2023 - 21:10DROPS Design svaraði:
Liebe Veronika, ja es stimmt so, beachten Sie nur, daß Ihre Maschenprobe stimmt (siehe hier), es kann auch sein, daß Sie eine andere Nadelgröße brauchen. Viel Spaß beim stricken!
15.03.2023 - 09:51
Slippery Slopes Sweater#slipperyslopessweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa í klukkuprjóni úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með axlarsæti. Stærð XS - XXL.
DROPS 217-14 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4 (prjónað í klukkuprjóni). ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 62 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 6,2. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 5. og 6. hverja lykkju brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir öxl á berustykki áður en stykkið skiptist og framstykki og bakstykki er prjónað hvort fyrir sig til loka. Framstykkið er styttra en bakstykkið. Að lokum eru prjónaðar ermar. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 66-66-70-74-74-78 lykkjur á hringprjón 6 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið og fækkið um 10 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 56-56-60-64-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 9 cm. Setjið 1 prjónamerki hér, stykkið er nú mælt héðan. BERUSTYKKI: Prjónið mynstur þannig: Prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir fyrstu 6-6-6-8-8-8 lykkjur (= hálft bakstykki), A.2 (= 2 lykkjur), A.1 yfir 14 lykkjur, A.3 (= 2 lykkjur) (= öxl), A.1 yfir 10-10-12-14-14-16 lykkjur (= framstykki), A.2 yfir 2 lykkjur, A.1 yfir 14 lykkjur, A.3 yfir 2 lykkjur (= öxl) og A.1 yfir síðustu 4-4-6-6-6-8 lykkjurnar (= hált bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1a á hæðina. Þegar A.2 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.2a og A.3a á hæðina, þ.e.a.s. haldið áfram með útaukningu í 6. hverri umferð, útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í klukkuprjónsmynstur. Þegar A.2a og A.3a hefur verið prjónað alls 8-9-9-10-11-12 sinnum á hæðina, eru 136-144-148-160-168-180 lykkjur í umferð. Prjónið A.1a yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 24-25-25-25-26-26 cm þar sem stykkið er lengst (mælt meðfram öxl), stillið af að næsta umferð sé umferð þar sem prjónað er brugðið. Nú skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og axlalykkjur eru felldar af þannig: Prjónið 26-28-28-32-34-36 lykkjur klukkuprjónsmynstur, 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= hálft bakstykki), setjið næstu 15 lykkjur á þráð (prjónið þær fyrst), prjónið 1 lykkju garðaprjón, prjónið 51-55-57-63-67-73 lykkjur klukkuprjónsmynstur, 1 lykkja garðaprjón (= framstykki), setjið næstu 15 lykkjur á þráð (prjónið þær fyrst), prjónið 1 lykkju garðaprjón og prjónið klukkuprjónsmynstur yfir síðustu 25-27-29-31-33-37 lykkjur (= hálft bakstykki). Klippið frá. Geymið lykkjur fyrir framstykki á prjóninum. BAKSTYKKI: = 53-57-59-65-69-75 lykkjur. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón A.4 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir (þ.e.a.s. klukkuprjónsmynstur byrjar og endar með 1 klukkuprjónslykkju brugðið) og endar með 1 lykkju garðaprjón. Haldið áfram með mynstur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 12-13-14-15-16-17 cm frá skiptingu, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, þau merkja handveg. Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm, frá prjónamerki í hálsmáli, fellið af með sléttum lykkjum, uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja (þetta er gert til að affellingarkanturinn verði ekki of stífur og herði á stykkinu). FRAMSTYKKI: Prjónið yfir 53-57-59-65-69-75 lykkjur á framstykki á sama hátt og á bakstykki, en fellið af þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm frá prjónamerki í hálsmáli (framstykkið er 21 cm styttra en bakstykkið). FRÁGANGUR: Byrjið við prjónamerkin í hlið og saumið bakstykkið og framstykkið saman frá prjónamerkjum og ca 20-21-22-23-24-25 cm niður. Neðstu 20 cm = klauf. VINSTRI ERMI: Byrjið í hlið á framstykki, við prjónamerkið og prjónið upp frá réttu þannig: Prjónið upp 1 lykkju, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið upp 1 lykkju, prjónið upp 1 lykkju *, endurtakið frá *-* alls 6-6-7-7-8-8 sinnum, setjið til baka 15 lykkjur af þræði af vinstra prjóni og prjónið klukkuprjón yfir þessar lykkjur (þetta er umferð sem er prjónuð slétt), prjónið upp 1 lykkju frá bakstykki, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið upp 1 lykkju, prjónið upp 1 lykkju *, endurtakið frá *-* alls 6-6-7-7-8-8 sinnum niður að prjónamerki í hlið á bakstykki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið upp 1 lykkju = 42-42-46-46-50-50 lykkjur (uppslátturinn er ekki talinn sem eigin lykkja). Í næstu umferð er prjónað þannig: * prjónið 1 lykkju slétt, prjónið uppsláttinn og næstu lykkju brugðið saman *, endurtakið frá *-* yfir næstu 12-12-14-14-16-16 lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið klukkuprjón yfir 15 lykkjur eins og áður (þessi umferð er prjónuð brugðið), * prjónið 1 lykkju slétt, prjónið uppsláttinn og næstu lykkju brugðið saman *, endurtakið frá *-* yfir næstu 14-14-16-16-18-18 lykkjur. Prjónið síðan hringinn yfir allar lykkjur eftir A.1a. Þegar ermin mælist 43-43-43-44-44-44 cm, fellið af með sléttum lykkjum, uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja (þetta er gert til að affellingarkanturinn verði ekki stífur og herði á stykkinu). HÆGRI ERMI: Prjónið upp lykkjur á sama hátt og á vinstri ermi, en byrjað er á bakstykki og lykkjur eru prjónaðar upp frá réttu upp að lykkjum af þræði. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #slipperyslopessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.