Back to School#backtoschoolvest |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónað vesti / slipover með pepitamynstri úr DROPS Alpaca. Stærð S - XXXL.
DROPS 218-22 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 118 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 5,9. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 lykkju í hlið með því að slá einu sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. LEIÐBEININGAR: Þegar aukið er út í hlið á mynstrið að halda áfram yfir hvert annað eins og áður, það sama á við um þegar lykkjum er fækkað fyrir handveg og hálsmáli. Ef ysta lykkjan að hliðum eða hálsmáli er lykkja sem á að lyfta af, skiptið út þessari lykkju með sléttri lykkju þeim lit sem umferðin er prjónuð í. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykki og framstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Stykkið er saumað saman á öxlum og í hliðum, síðan er prjónaður kantur í hálsmáli og kantur í handvegi í hring á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 118-130-142-154-170-186 lykkjur á hringprjón 3 með litnum dökk grár. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Prjónið síðan stroff með byrjun frá röngu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón þar til stroffið mælist ca 5 cm í öllum stærðum. Skiptið yfir á hringprjón 3,5, prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 20-24-28-28-28-32 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA í útskýringu að ofan = 98-106-114-126-142-154 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið nú áfram eftir mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3 frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju A.1, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir í umferð og prjónið A.3 yfir 1 lykkju. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 8 cm frá uppfitjunarkanti í öllum stærðum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Sjá LEIÐBEININGAR og ÚTAUKNING í útskýringu að ofan! Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið með því að prjóna 2 lykkjur í ystu lykkju (útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur). Endurtakið útaukningu með 9-9½-10-10½-11-11½ cm millibili þar til aukið hefur verið út alls 3 sinnum í öllum stærðum = 104-112-120-132-148-160 lykkjur. Prjónið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist ca 30-31-32-33-34-35 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af 5-6-7-9-11-14 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg, fækkið síðan um 1 lykkju í byrjun á hverri umferð alls 4-4-5-7-10-11 sinnum = 86-92-96-100-106-110 lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið yfir fyrstu 22-24-26-27-29-31 lykkjur eins og áður (= hægri öxl) og setjið síðan þessar lykkjur á þráð. Fellið af næstu 42-44-44-46-48-48 lykkjur fyrir hálsmáli, prjónið yfir síðustu 22-24-26-27-29-31 lykkjur í umferð eins og áður. Prjónið síðan hvora öxl fyrir sig. VINSTRI ÖXL (bakstykki): Byrjið frá röngu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 21-23-25-26-28-30 lykkjur. Prjónið síðan áfram mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm frá uppfitjunarkanti, fellið af með sléttum lykkjum í sama lit og fyrri umferð. Klippið frá og festið enda. HÆGRI ÖXL (bakstykki): Setjið til baka 22-24-26-27-29-31 lykkjur af þræði á prjón 3,5. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu og felld er af 1 lykkja er í byrjun á fyrstu umferð = 21-23-25-26-28-30 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm frá uppfitjunarkanti(passið uppá að prjónaðar séu jafn margar einingar á hæðina á báðum öxlum), fellið af með sléttum lykkjum í sama lit og fyrri umferð. Klippið frá og festið enda. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 118-130-142-154-170-186 lykkjur á hringprjón 3 með litnum dökk grár. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Prjónið síðan stroff með byrjun frá röngu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón þar til stroffið mælist ca 5 cm í öllum stærðum. Skiptið yfir á hringprjón 3,5, prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 20-24-28-28-28-32 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA í útskýringu að ofan = 98-106-114-126-142-154 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið nú áfram eftir mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3 frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju A.1, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir í umferð og prjónið A.3 yfir 1 lykkju. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 8 cm frá uppfitjunarkanti í öllum stærðum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Sjá LEIÐBEININGAR og ÚTAUKNING í útskýringu að ofan! Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið með því að prjóna 2 lykkjur í ystu lykkju (útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur). Endurtakið útaukningu með 9-9½-10-10½-11-11½ cm millibili þar til aukið hefur verið út alls 3 sinnum í öllum stærðum = 104-112-120-132-148-160 lykkjur. Prjónið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist ca 30-31-32-33-34-35 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af 5-6-7-9-11-14 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg, fækkið síðan um 1 lykkju í byrjun á hverri umferð alls 4-4-5-7-10-11 sinnum = 86-92-96-100-106-110 lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 42-44-45-47-48-50 cm frá uppfitjunarkanti, í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið yfir fyrstu 30-33-34-36-38-40 lykkjur eins og áður (= vinstri öxl) og setjið síðan þessar lykkjur á þráð. Fellið af næstu 26-26-28-28-30-30 lykkjur fyrir hálsmáli, prjónið yfir síðustu 30-33-34-36-38-40 lykkjur í umferð eins og áður (= hægri öxl). Prjónið síðan hvora öxl fyrir sig. HÆGRI ÖXL (framstykki): = 30-33-34-36-38-40 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu og fellið af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá réttu: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1-2-2-2-2-2 sinnum og 1 lykkja 4-3-2-3-3-3 sinnum = 21-23-25-26-28-30 lykkjur. Prjónið áfram mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm frá uppfitjunarkanti, fellið af með sléttum lykkjum í sama lit og fyrri umferð og sama lit og á bakstykki. Klippið frá og festið enda. VINSTRI ÖXL (framstykki): Setjið til baka 30-33-34-36-38-40 lykkjur af þræði á prjóninn. Prjónið mynstur eins og áður, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu og fellið af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá röngu: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1-2-2-2-2-2 sinnum og 1 lykkja 4-3-2-3-3-3 sinnum = 21-23-25-26-28-30 lykkjur. Prjónið áfram mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm frá uppfitjunarkanti (passið uppá að prjónaðar séu jafn margar einingar á báðum öxlum), fellið af með sléttum lykkjum í sama lit og fyrri umferð. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með sama lit og fellt var af með. Saumið hliðarsauma, byrjið þar sem fellt var af fyrir handveg og saumið niður að uppfitjunarkanti innan við 1 lykkju. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3 og litinn dökk grár. Byrjið frá réttu við axlasaum og prjónið upp ca 144-160 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum allt hálsmálið. Prjónið 1 umferð brugðið og jafnið e.t.v. lykkjufjöldann út þannig að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið nú stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist ca 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klipið frá og festið enda. KANTUR Í HANDVEGI: Notið hringprjón 3 og litinn dökk grár. Byrjið frá réttu í hlið við hliðarsaum. Prjónið upp ca 124-180 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum allan handveginn. Prjónið 1 umferð brugðið og jafnið e.t.v. lykkjufjöldann út þannig að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið nú stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist ca 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kant í handvegi á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #backtoschoolvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.