Lisbeth Caspersson skrifaði:
Stämmer verkligen mönsterrapport A.5 med verkligheten? Det ser ut som det antingen fattas ett varv eller är ett varv för mycket. Om man skall upprepa diagrammet på höjden flera ggr så blir det fel.
01.09.2020 - 14:01DROPS Design svaraði:
Hej Lisbeth, Jeg tror du har ret i at der mangler en pind i A.5. Vi skal få rettet - tak for info :)
01.09.2020 - 14:06
ALMA MONICA RAMIREZ HERNANDEZ skrifaði:
MUY BELLA LABOR, SE VE MUY PRACTICO .
20.08.2020 - 19:01
Amanda skrifaði:
Hej! Vilken storlek är tröjan som modellen bär stickad i?
17.08.2020 - 21:56DROPS Design svaraði:
Hej Amanda. Det är storlek S eller M som modellen har på sig (jag vet dessvärre inte vilken av dem). Mvh DROPS Design
18.08.2020 - 11:02
Gels skrifaði:
Wanneer is dit patroon beschikbaar. Ik popel om eraan te beginnen!
17.08.2020 - 14:43
Irma skrifaði:
Super mooi! Wanneer is het patroon beschikbaar? Wil er zo graag aan beginnen!
10.08.2020 - 12:39
Zita Radakovits skrifaði:
Traumhaft schon -
05.08.2020 - 12:40
Mimi M Routh skrifaði:
Almost a gansey -- my heritage! Pretty neck, sleeves push up, and not a damned tunic!
04.06.2020 - 18:50
Ice Castles Sweater#icecastlessweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Puna eða DROPS Soft Tweed. Stykkið er prjónað með áferðamynstri og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 218-3 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 225 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 9) = 25. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 25. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð í þessu dæmi 24. og 25. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndist gat, nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.2. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg, síðan skiptist stykkið og framstykkið og bakstykkið er prjónað til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, áður en lykkjum er fækkað fyrir ermakúpu og ermin heldur áfram og er prjónuð fram og til baka. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 207-225-243-261-288-315 lykkjur á hringprjón 4 með Puna eða Soft Tweed. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan mynstur yfir allar lykkjur eftir A.1 (= 23-25-27-29-32-35 mynstureiningar með 9 lykkjum í umferð). Haldið áfram með A.1 yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist ca 15-16-17-18-19-20 cm, stillið af eftir heila mynstureiningu af A.1 á hæðina. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan, í síðustu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út til 204-216-240-264-288-312 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, eitt í byrjun á umferð og eitt eftir 102-108-120-132-144-156 lykkjur = hliðar. Prjónið síðan mynstur þannig – frá byrjun á umferð: A.2 yfir fyrstu 14-17-23-29-35-41 lykkjur (endið með 2 fyrstu lykkjurnar í A.2), A.3 (= 12 lykkjur), A.4 (= 8 lykkjur), A.5 (= 34 lykkjur), A.4, A.3, A.6 yfir næstu 28-34-46-58-70-82 lykkjur (endið með fyrstu lykkjur í A.6), A.3, A.4, A.5, A.4, A.3, A.6 yfir síðustu 14-17-23-29-35-41 lykkjur (endið á 2 fyrstu lykkjum í A.6). Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 25-26-27-28-29-30 cm, prjónið næstu umferð þannig: Fellið af 3-3-3-4-4-4 fyrstu lykkjurnar í umferð, prjónið 96-102-114-124-136-148 lykkjur, fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur, prjónið 96-102-114-124-136-148 lykkjur, fellið af síðustu 3-3-3-4-4-4 lykkjurnar. Hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig, fram og til baka. Setjið fyrstu 96-102-114-124-136-148 lykkjur á þráð og prjónið síðan yfir síðustu 96-102-114-124-136-148 lykkjur á bakstykki. BAKSTYKKI: = 96-102-114-124-136-148 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður og haldið áfram með úrtöku fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umferð þannig: 2 lykkjur 1-1-2-3-4-5 sinnum og 1 lykkja 1-2-4-5-6-8 sinnum = 90-94-98-102-108-112 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, fellið af miðju 38-40-40-42-42-44 lykkjur fyrir hálsmáli og axlir eru prjónaðar til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð við háls = 25-26-28-29-32-33 lykkjur. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm (= 23-24-25-26-27-28 cm frá byrjun á handveg), fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 96-102-114-124-136-148 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og fellið af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 90-94-98-102-108-112 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-44-46-48-49-51 cm, setjið miðju 30-32-32-34-34-36 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 3 sinnum = 25-26-28-29-32-33 lykkjur eftir á hvorri öxl. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm (= 23-24-25-26-27-28 cm frá byrjun á handveg), fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. ERMI: Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp, í hring á sokkaprjóna/hringprjón. Stykkið skiptist þegar fellt er af fyrir ermakúpu og síðan er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 54-54-54-63-63-63 lykkjur á sokkaprjóna 4 með Puna eða Soft Tweed. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan mynstur yfir allar lykkjur eftir A.1 (= 6-6-6-7-7-7 mynstureiningar með 9 lykkjum í umferð). Haldið áfram með A.1 yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist ca 11 cm, stillið af eftir heila mynstureiningu af A.1 á hæðina. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan, í síðustu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út til 54-56-58-60-64-66 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Haldið síðan áfram þannig: 1 lykkja sléttprjón, prjónið A:2 yfir næstu 52-54-56-58-62-64 lykkjur, endið með 1 lykkju sléttprjón. Haldið áfram með þetta mynstur, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12 cm, er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið út með 2-1½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 17-18-20-21-23-24 sinnum = 88-92-98-102-110-114 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-46-45-43-42-40 cm, fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki (= 6 lykkjur felldar af mitt undir ermi), prjónið síðan ermi fram og til baka. Fækkið lykkjum fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 4-4-4-5-5-6 sinnum, 1 lykkja 0-0-1-2-3-4 sinnum. Síðan er fækkað um 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 52 cm í öllum stærðum, fellið af 3 lykkjur í hvorri hlið, síðan eru felldar af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist 53 cm í öllum stærðum. Prjónið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu með Puna eða Soft Tweed og stutta hringprjóna 4 – prjónið upp ca 96 til 106 lykkjur (meðtaldar lykkjur frá þræði og deilanlegar með 2). Prjónið 1 umferð brugðið, 1 umferð slétt, 1 umferð brugðið, 1 umferð slétt. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 10 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið ermar í. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #icecastlessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.