Janine skrifaði:
Is het niet mooier om de hals te verhogen, zodat deze mooier zit? Ik zie dat eigenlijk nooit bij de Drops patronen, die ik wel prachtig vind en fijn om te maken!
10.11.2020 - 20:57DROPS Design svaraði:
Dag Janine,
De hals wordt wel eens verhoogd bij DROPS patronen, maar niet altijd. In dit geval is er blijkbaar niet voor gekozen en ik denk dat de reden daarvoor is dat dan het patroon verbroken wordt.
14.11.2020 - 10:29
Abélia skrifaði:
Bonsoir, j’ai réalisé ce pull en associant Baby Mérino et Kid-Silk avec des aiguilles n° 5. Très beau résultat. J’aime bcp la qualité Népal mais je ne la trouvais pas adaptée pour mettre en valeur l’empiècement de ce joli modèle.
25.10.2020 - 22:03
Olga skrifaði:
Ég er að prjóna L, byrja með 84 lykkjur og búin að prjóna mynstur sem verða 3x28 mynstur=84 lykkjur A.1 og í lokin eru 252 lykkjur sjá mynsturmynd (9 lykkjurx28=252) en skv. uppskrift eiga að vera 238 lykkjur. Ég fæ þetta ekki til að passa, getið þið leiðbeint mér?
07.10.2020 - 10:18DROPS Design svaraði:
Blessuð Olga: Það á að prjóna A.1 og A.2 til skiptis = 6 lykkjur x 14 mynstureiningar. Þegar mynstri er lokið er A.1 = 9 lykkjur og A.2 = 8 lykkjur (= alls 17 lykkjur saman). 17 lykkjur x 14 mynstureiningar = 238 lykkjur. Gangi þér vel
09.10.2020 - 14:38
Diana Gelotte skrifaði:
Det går inte att se diagram A1 eller A2. Måste jag skriva ut mönstret för att kunna se? Har inte behövt det på andra mönster.
31.08.2020 - 20:12DROPS Design svaraði:
Hej Diana. Tack för info, nu ska du kunna se diagrammen. Mvh DROPS Design
01.09.2020 - 10:48
Kelly Crane skrifaði:
This is lovely and reminds me of flowers that radiate to the wearer smile. Spring Radiance.
03.07.2020 - 19:59
Elisa skrifaði:
Il motivo del collo sembra una collana di piume di pavone, suggestivo.
09.06.2020 - 10:28
Viviana skrifaði:
Motivo del collo molto bello
08.06.2020 - 20:54
Viviana skrifaði:
Motivo del collo molto bello
08.06.2020 - 20:53
Herbstblätter skrifaði:
Die Rundpasse erinnert an Blätter und ist wunderschön!
05.06.2020 - 03:48
Mercedes Marzo Gracia skrifaði:
Flor de otoño
05.06.2020 - 00:03
White Peacock#whitepeacocksweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-4 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 221 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 5) = 44,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 44. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 78-78-84-90-90-96 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með Nepal. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið nú stroff þannig: 1 lykkja brugðið, * prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið. Haldið svona áfram hringinn þar til stroffið mælist 3½-4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= ca mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Nú er mynstur prjónað þannig: Prjónið * A.1, A.2 *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Mynstrið á að ganga jafnt upp með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur í stroffi. Haldið áfram hringinn svona. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 221-221-238-270-270-288 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 19 cm frá prjónamerki. Prjónið nú sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT er aukið út mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð S, M og L: Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 5-17-16 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 226-238-254 lykkjur. Prjónið áfram þar til berustykkið mælist 20-22-23 cm frá prjónamerki sem var sett í eftir kant í hálsmáli. Prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan. Stærð XL, XXL og XXXL: Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 6-16-18 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 276-286-306 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 23-25-27 cm. Prjónið nú 1 umferð þar sem aukið er út um 6-16-18 lykkjur jafnt yfir = 282-302-324 lykkjur. Prjónið áfram þar til berustykkið mælist 25-27-29 cm. Prjónið áfram eins og útskýrt er að neðan. Allar stærðir: Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 25-38-32-39-33-44 lykkjur (= ca hálft bakstykki), setjið næstu 48-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 65-69-73-81-89-98 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 48-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 40-31-41-42-56-54 lykkjur eins og áður. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 142-154-166-182-202-220 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 26-26-27-27-27-27 cm, aukið út um 20-23-26-28-32-35 lykkjur jafnt yfir = 162-177-192-210-234-255 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið ) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 48-50-54-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 5,5 – og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-8-10-10-12-12 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 54-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 3-4-5-5-6-6 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 4-3½-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 8-9-11-13-15-15 sinnum = 38-40-42-44-44-46 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til ermin mælist 34-33-32-30-29-28 cm. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Nú er aukið út um 4-5-6-7-7-8 lykkjur jafnt yfir = 42-45-48-51-51-54 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 7 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist alls 41-40-39-37-36-35 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #whitepeacocksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.