Reuhl skrifaði:
Hallo, ich habe eine Frage zu dem Teil bei den Ärmeln. Wie funktioniert es, dass man zusätzlich je 1 Masche aus den 6 neuen Maschen auffassen soll? Verstehe nicht wie und wann ich es immer auffassen soll? Danke im voraus!
11.07.2022 - 22:03DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Reuhl, in dieser Lektion können Sie ab Bild 18B sehen, wie man die Maschen under der Ärmel auffassen wird. Hoffentlich kann das Ihnen helfen. Viel Spaß beim stricken!
12.07.2022 - 08:54
FRANCINE skrifaði:
MERCI :-)
02.07.2022 - 13:04
FRANCINE skrifaði:
Je ne comprends pas très bien les diminutions sous la manche. 1 m de chaque côté du fil marqueur, tricote jusqu'à 3 m avant fil marqueur????? dois-je diminuer toujours de cette façon???? merci
30.06.2022 - 21:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Francine, cette vidéo montre comment diminuer au milieu sous la manche en commençant 3 mailles avant le marqueur (= 1 maille à la fin du tour + 1 maille au début du tour suivant). Répétez ces diminutions de cette façon le nombre de fois indiqué. Bon tricot!
01.07.2022 - 08:03
FRANCINE skrifaði:
Bonjour, lorsque je reprends les mailles de la manche j'augmente 6 m sur les 6 déjà montées = 12 m et je place le marqueur où exactement? au milieu des 12 (total) ou au milieu des 6 que je viens tout juste d'ajouter? merci
30.06.2022 - 21:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Francine, lorsque vous tricotez la manche, vous reprenez les mailles de la manche et relevez 1 maille dans chacune des 12 mailles montées lors de la division - cf photo 18B de cette leçon. Et vous continuez ensuite en rond, en jersey, avec A.1 comme avant. Bon tricot!
01.07.2022 - 08:02
K4ate skrifaði:
Hi! I am looking at doing this sweater in Drops Air, instead of KidSilk+Alpaca. How many grams would I need? Thanks!
03.06.2022 - 22:14DROPS Design svaraði:
Dear K4ate, you would need at least 6 balls of DROPS Air, for the smallest size, if you have the same gauge as recommended. Happy knitting!
04.06.2022 - 18:33
FRANCINE skrifaði:
Merci encore
20.05.2022 - 13:09
FRANCINE skrifaði:
Merci. Concernant les augmentations du raglan, après la première augmentation, je tricote un rang en jersey, pour la 2e augmentation dois-je la faire avant la première maille après le marqueur et après la dernière maille avant le marqueur?
19.05.2022 - 12:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Francine, vous augmenterez toujours de la même façon = comme indiqué sous RAGLAN; autrement dit, de chaque côté de la maille avec 1 fil marqueur. Vous augmentez ainsi le nombre de mailles: de 2 sur le dos/le devant et sur les manches (soit 1 m en plus avant la torsade et 1 m en plus après la torsade). Bon tricot!
19.05.2022 - 16:35
FRANCINE skrifaði:
Désolée :-( je viens juste de voir la charte. J'ai ma réponse
18.05.2022 - 20:57
FRANCINE skrifaði:
Est-ce que les torsades se font sur du jersey envers c'est à dire torsades de 2 m, jersey envers, torsades de 8 m, jersey envers, torsades de 2 m ou si tout est en jersey endroit?
18.05.2022 - 20:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Francine, les torsades se tricotent sur un total de 26 mailles (cf A.1) soit: 4 mailles endroit (torsade en mettant 2 mailles derrière), 3 mailles envers, 12 mailles endroit (torsade alternativement sur les 8 dernières mailles (= 4 mailles derrière) et sur les 8 premières mailles (= 4 mailles devant), 3 mailles envers, 4 mailles endroit (torsade en mettant2 mailles devant). Répétez les 8 rangs du diagramme. Bon tricot!
19.05.2022 - 09:01
FRANCINE skrifaði:
Merci beaucoup
18.05.2022 - 12:27
Deep Woods Sweater#deepwoodssweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og kaðlamynstri á ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 215-5 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju í sléttprjóni (lykkja með prjónamerki) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 88-92-96-100-104-108 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Kid-Silk og 1 þræði Alpaca (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið yfir allar lykkjur í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og setjið 1 prjónamerki hér, stykkið er nú mælt héðan. Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Teljið 11-12-13-14-15-16 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 22-24-26-28-30-32 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, það eru 11-12-13-14-15-16 lykkjur á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (= hálft bakstykki). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6 lykkjur jafnt yfir hvorri ermi = 100-104-108-112-116-120 lykkjur (26 lykkjur á hvorri ermi). Prjónið síðan sléttprjón yfir lykkjur á framstykki og bakstykki og A.1 (= 26 lykkjur) yfir lykkjur á hvorri ermi. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 22-25-27-29-33-36 sinnum hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki = 276-304-324-344-380-408. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er prjónað án útaukninga þar til stykkið mælist 20-23-25-27-31-34 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 34-38-41-44-49-53 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 70-76-80-84-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 68-76-82-88-98-106 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 70-76-80-84-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 34-38-41-44-49-53 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148-164-176-192-216-236 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 27-26-26-26-24-23 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt yfir allar lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. ERMI: Setjið 70-76-80-84-92-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-86-92-102-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-10-12 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.1 og sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-3-2-1½-1-1 cm millibili alls 10-11-13-16-19-21 sinnum = 56-60-60-60-64-68 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 38-36-35-33-30-28 cm frá skiptingu – eða að óskaðri lengd (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 12 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.1 = 44-48-48-48-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með sokkaprjónum 5. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #deepwoodssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 215-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.