Detollenaere Martine skrifaði:
Heb 92 st van model 215-5 opgezet. Heb mijn 3cm gebreid voor de pas. Dan 4 markeerders geplaatst zoals beschreven na 12 st.- 20 st.- 24 st.- 20 st. - 12st. maar heb 4 over. Deze steekverdeling komt overeen voor een S. maar ik brei een M. Wat moet ik doen? Mvg. Martine
18.01.2025 - 00:23DROPS Design svaraði:
Dag Martine,
Heb je de markeerdraden in de steken gevoegd, en niet tussen twee steken? Vermoedelijk zorgt dit voor het verschil van 4 steken.
20.01.2025 - 20:37
Nathalie Kolb skrifaði:
Sollen beim Ärmel die letzten 12 Maschen wirklich nur über A1 abgenommen werden (das wäre ja ca. jede 2. Masche) oder über die ganze Runde (ca. jede 5. Masche) ?
02.01.2025 - 14:24DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Kolb, diese 12 Maschen nehmen Sie über A.1 ab, man braucht mehr Maschen für Zöpfe als fürs Glattrechts, deshalb muss man die Maschen von den Zöpfe/A.1 abnehmen. Viel Spaß beim Stricken!
02.01.2025 - 16:29
Marsja skrifaði:
Ik wil maat S breien, en moet daarvoor 88 steken opzetten. Met het verdelen van voor/achter/mouwen kom ik op 84 steken. Dan moet ik er 6 per mouw meerderen dus word het ; 22-26-22-26 volgens het patroon moet ik aan 100 steken komen, terwijl ik dan op 96 kom Wat gaat er niet goed?
04.12.2024 - 21:00DROPS Design svaraði:
Dag Marsja,
Wanneer je 4 markeerdraden in het werk plaatst, dan plaats je de markeerdraden in de steken zelf en niet tussen twee steken. Vermoedelijk veroorzaakt dit het verschil van 4 steken.
04.12.2024 - 21:23
Magda skrifaði:
Is it possible to swap kid silk fot brushed alpaca silk in size M?
03.12.2024 - 15:24DROPS Design svaraði:
Hi Magda, it is possible. Please remember to make a swatch and adjust the size of needles if necessary. It is very important when you choose your size later on. Happy knitting!
04.12.2024 - 09:46
Cassie skrifaði:
I want to make it fully with one of: alpaca, baby merino, nord or flora yarn. If its possible, how many skein for size M? my calculations said its 9skeins flora yarn
02.12.2024 - 10:33DROPS Design svaraði:
Hi Cassie, you will need 500 g (10 skeins) of DROPS Nord, baby Merino, Alpaca or 400-450 g (8-9 skeins) of DROPS Flora. Happy knitting!
02.12.2024 - 12:31
Cassie skrifaði:
I would like to knit this with one of this yarn: alpaca, baby merino, flora or nord. How much yarn I need for size M?
01.12.2024 - 15:09DROPS Design svaraði:
Hi Cassie, do you want to combine one of these yarns with Kid-Silk?
02.12.2024 - 08:37
Diane skrifaði:
Can I knit this in Drops Sky OR Drops Kid Silk If Kid Silk …..how many strands please
19.09.2024 - 04:58DROPS Design svaraði:
Dear Diane, you can replace 1 strand Alpaca with 1 strand Kid-Silk (same yarn group) and work together with 2 strands Kid-Silk - just make sure, how usual - to get the right tension. You will then need the double amount of yarn Kid-Silk as stated. Happy knitting!
19.09.2024 - 09:36
Airi skrifaði:
Passe alguses on viga. Kui kududa esimene ring, siis tuleks kasvatada 12 silma, mitte 6 nagu kirjas. Parimat Airi
29.08.2024 - 09:45
Iris skrifaði:
Wenn ich die Maschen für die Raglanzunahmen markiere, muss ich dann für den Ärmelzopf die 26 Mustermaschen zusätzlich markieren? Der Logik entsprechend macht das Sinn, weil sich durch die Zunahmen am Ärmel das Muster verschieben würde. Zuerst habe ich ja die 26 Maschen, die auch den Mustersatz bilden. Nach der ersten Zunahme sind es dann aber schon 28 Maschen, dann 30 usw. Aber ich muss doch innerhalb meines Mustersatzes bleiben?
09.07.2024 - 13:08DROPS Design svaraði:
Liebe Iris, ja, Sie bleiben in Ihrem Mustersatz, d.h. das Zopfmuster stricken Sie stets über die gleichen 26 Maschen, mit denen Sie begonnen haben. Die zugenommenen Maschen werden glatt rechts gestrickt. Sie können sich für eine bessere Übersichtlichkeit den Mustersatz mit Markierern kennzeichnen, am besten farblich abgesetzt von den Raglanmarkierern. Viel Spaß beim Weiterstricken!
12.07.2024 - 10:35
Claudia Wettstein Kvaale skrifaði:
Guten Tag Gibt es diesen Pullover auch mit Anleitung von unten nach oben gestrickt?
14.06.2024 - 09:25DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Wettstein Kvaale, hier finden Sie alle unsere Pullover, die von unten nach oben gestrickt werden, gerne können Sie filtern - genau das gleiche gibt es wahrscheinlich nicht aber sicher finden Sie eine große Auswahl von Modellen. Viel Spaß beim Stricken!
14.06.2024 - 16:20
Deep Woods Sweater#deepwoodssweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og kaðlamynstri á ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 215-5 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju í sléttprjóni (lykkja með prjónamerki) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 88-92-96-100-104-108 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Kid-Silk og 1 þræði Alpaca (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið yfir allar lykkjur í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og setjið 1 prjónamerki hér, stykkið er nú mælt héðan. Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Teljið 11-12-13-14-15-16 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 22-24-26-28-30-32 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, það eru 11-12-13-14-15-16 lykkjur á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (= hálft bakstykki). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6 lykkjur jafnt yfir hvorri ermi = 100-104-108-112-116-120 lykkjur (26 lykkjur á hvorri ermi). Prjónið síðan sléttprjón yfir lykkjur á framstykki og bakstykki og A.1 (= 26 lykkjur) yfir lykkjur á hvorri ermi. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 22-25-27-29-33-36 sinnum hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki = 276-304-324-344-380-408. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er prjónað án útaukninga þar til stykkið mælist 20-23-25-27-31-34 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 34-38-41-44-49-53 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 70-76-80-84-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 68-76-82-88-98-106 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 70-76-80-84-92-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 34-38-41-44-49-53 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148-164-176-192-216-236 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 27-26-26-26-24-23 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt yfir allar lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. ERMI: Setjið 70-76-80-84-92-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-86-92-102-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-10-12 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.1 og sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-3-2-1½-1-1 cm millibili alls 10-11-13-16-19-21 sinnum = 56-60-60-60-64-68 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 38-36-35-33-30-28 cm frá skiptingu – eða að óskaðri lengd (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 12 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.1 = 44-48-48-48-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með sokkaprjónum 5. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #deepwoodssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 215-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.