Sofie Møller skrifaði:
I would be nice to have the knitting pattern for this one:)
02.04.2020 - 15:40
Amy skrifaði:
So schön, ich würde gerne sofort anfangen :-)
28.03.2020 - 08:47
Birgitta skrifaði:
Kommer detta mönster
17.03.2020 - 12:32
Britt skrifaði:
Den längtar jag efter-
11.03.2020 - 13:05
Annelies skrifaði:
Kan niet wachten om dit te maken! I cannot wait to make this!
29.02.2020 - 11:08
Birgitta skrifaði:
Den hoppas jag att mönstret kommer på
19.02.2020 - 13:49
Gloria Sanders skrifaði:
This is absolutely adorable! Love it! The neck line is really sharp. Something a little different for everyone. Thank you!!
09.02.2020 - 19:48
Helle skrifaði:
Nice cut.
22.01.2020 - 17:56
Sweet Paris skrifaði:
Dieses Top möchte ich unbedingt stricken. Da es sowieso Mode ist crop-tops und hohe Röcke zu tragen.... Ein Muss 😍
30.12.2019 - 19:34
Claudia skrifaði:
So sweet
12.12.2019 - 07:22
Spiced Breeze#spicedbreezetop |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður toppur úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 211-15 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um handveg): Fækkið lykkjum innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu: Fækkið lykkjum á eftir 2 kantlykkjur í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan 2 kantlykkjum í garðaprjóni þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan 2 kantlykkjum og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig. Að lokum eru axlasaumar saumaðir. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 136-148-164-180-200-220 lykkjur á hringprjón 4,5 með Paris. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 68-74-82-90-100-110 lykkjur. Prjónamerkin merkja hliðar á fram- og bakstykki. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir miðju 10-10-14-14-20-24 lykkjur í hvorri hlið (prjónamerin sitja mitt í þessum 10-10-14-14-20-24 lykkjum – aðrar lykkjur í umferð eru prjónaðar í sléttprjóni). Í fyrstu umferð á eftir 4 umferðum garðaprjón, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 3-3-5-5-8-10 lykkjur, prjónið 62-68-72-80-84-90 lykkjur sléttprjón, fellið af 6-6-10-10-16-20 lykkjur (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6-6-10-10-16-20 lykkja), prjónið 62-68-72-80-84-90 lykkjur sléttprjón og fellið af þær 3-3-5-5-8-10 lykkjur sem eftir eru. Klippið frá. Framstykkið og bakstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig til loka. FRAMSTYKKI: = 62-68-72-80-84-90 lykkjur. Byrjið frá röngu og haldið áfram í sléttprjóni fram og til baka og 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 4-5-5-7-7-8 sinnum í hvorri hlið = 54-58-62-66-70-74 lykkjur eftir. Á eftir síðustu úrtöku fyrir handveg, prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 2 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Í næstu umferð frá réttu, fellið af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur garðaprjón, fellið síðan af næstu 34-38-42-38-42-46 lykkjur fyrir hálsmáli (fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur), prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Nú eru 10-10-10-14-14-14 lykkjur eftir í hvorri hlið fyrir hlýra. Hlýrarnir eru prjónaðir til loka hvor fyrir sig. HLÝRI: = 10-10-10-14-14-14 lykkjur. Prjónið stroff fram og til baka eins og áður með 2 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið þar til allt stykkið mælist 38-40-42-44-46-48 cm frá uppfitjunarkanti (eða að óskaðri lengd). Fellið af. Prjónið hinn hlýrann á sama hátt. BAKSTYKKI: = 62-68-72-80-84-90 lykkjur. Byrjið frá röngu og haldið áfram í sléttprjóni fram og til baka og 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð (ekki í hverri umferð eins og á framstykki) alls 4-5-5-7-7-8 sinnum í hvorri hlið = 54-58-62-66-70-74 lykkjur. Á eftir síðustu úrtöku fyrir handveg, prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 2 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Í næstu umferð frá réttu, fellið af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur garðaprjón, fellið síðan af næstu 34-38-42-38-42-46 lykkjur fyrir hálsmáli (fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur), prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Nú eru 10-10-10-14-14-14 lykkjur eftir í hvorri hlið fyrir hlýra. Hlýrarnir eru prjónaðir til loka hvor fyrir sig á sama hátt og á framstykki. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #spicedbreezetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 211-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.