Marie Madeleine skrifaði:
Merci beaucoup . Bonne fin d\'après-midi 🌿🌷🌿
19.06.2024 - 17:18
Marie Madeleine skrifaði:
Bonjour ,je fais cette jolie salopette ,mais voilà pour décaler les mailles où cela se trouve ? au milieu d s augmentations que j'ai faites je ne comprends pas trop bien (car l'extérieur de la jambe se trouve sur les côtés,et non l'entrejambe ? J'aimerai que vous m'éclairez un peu quel côté où il faut décaler le marqueur . Merci de votre réponse.ce modèle est très mignon ,j'aimerai le réussir .
19.06.2024 - 15:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie-Madeleine, les tours commencent au niveau de l'intérieur des jambes, on va donc placer un marqueur après la moitié des mailles = ce marqueur se trouve sur le côté extérieur de la jambe = côté de la salopette. Bon tricot!
19.06.2024 - 16:28
Aimee skrifaði:
Just started on the elevation. I'm confused on what to do for the elevation. I finished the first bit of elevation. Just finished pulling 34 stitches. It says continue like this, working 8 more stitches each time you turn. Do I start again from knit 9 just adding 8 stitches at the turn?
16.05.2024 - 08:13
Hannah skrifaði:
Thanks for the very cute free pattern. Although, this seems a very odd shape! I followed the pattern exactly and the legs are alarmingly long compared to the torso. I see that the cuffs are turned up in the modelled pictures, but still. I made the 1-3 months size. Are the rest like this?
17.03.2024 - 22:25DROPS Design svaraði:
Dear Hanna, please check your knitting gauge, and compare your piece to the measurements given on the schematic drawing at the bottom of the pattern. At the same time, we have to note that the legs are intentionally longer than usual, because they are turned up, so the garnment fits the small ones for longer time. Happy Knitting!
17.03.2024 - 22:55
Marita skrifaði:
Hei! Jeg har kommet til dette punktet i oppskriften: «Strikk 1 omgang rett og juster maskeantallet til (95) 115-120-140-145 (160-165) masker (dvs det økes (0) 3-0-4-1 (4-1) masker og felles (1) 0-0-0-0 (0-0) maske).» Spørsmålet mitt er nå i dette tilfellet ang størrelse 3/4 år, men er like gjeldene for de andre gangene det skal økes (og den ene fellingen). Hvor skal økningene skje for at det skal stemme ut videre i oppskriften?
10.02.2024 - 21:27DROPS Design svaraði:
Hei Marita, I størrelsen 3/4 år øker du bare 1 maske (ingen felte masker). Denne masken kan økes på begynnelsen av omgangen. God fornøyelse!
12.02.2024 - 08:17
Nele skrifaði:
2 vragen; 1; Plaats je de markeerder in tweede pijp in spiegelbeeld t.o.v. de eerste pijp? 2; komt de markeerder na het verplaatsen in het midden van de pijp uit? Volgens de instucties namelijk niet (maat 80/86); na het meerderen heb ik 8 van de 70 steken rechts van de markeerder, dus als ik 35 steken verplaats heeft de markeerder 27 steken enerzijds en 43 steken anderzijds. Wat is de bedoeling?
15.01.2024 - 14:35
Katharina skrifaði:
Hallo, ich habe leider meinen Markierer für die hintere Mitte verloren, haben Sie vielleicht einen Tipp, wie ich die richtige Stelle abmessen kann, um Rücken- und Vorderteil korrekt zu platzieren? Liebe Grüße Katharina
06.12.2023 - 18:03DROPS Design svaraði:
Liebe Katharina, legen Sie die Arbeit flach und zählen Sie die Maschen so daß die hintere Mitte ist zwischen die beiden Markierungen an den Seiten. Viel Spaß beim stricken!
07.12.2023 - 08:31
Helen skrifaði:
Je veux faire ce modèle mais pour une taille 3-6 mois. Comment je peux convertir votre modèle ? Merci
22.11.2023 - 16:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Helen, nos modèles sont généralement disponibles uniquement soit en 1/3 mois soit en 6/9 mois; pour vous aider à mieux choisir la taille, vérifiez les mesures d'après le schéma en bas de page - retrouvez plus d'infos sur les tailles ici. Bon tricot!
23.11.2023 - 08:25
Ilona skrifaði:
Buonasera. Parlate di Ferri a doppia punta all inizio della gambina. Ma mi sembra di capire che devo lavorare in tondo. Sbaglio?
03.08.2023 - 19:45DROPS Design svaraði:
Buonasera Ilona, si, corretto, si lavora in tondo. Buon lavoro!
03.08.2023 - 20:26
Lisa skrifaði:
Hi, ich bin mit der Erhöhung fertig. Für mich ist unklar, wann die Teilung in Vorder- und Rückseite erfolgt. In einem Kommentar von 2020 steht, dass dies am Ende vom Abschnitt "Hose" erklärt wird, dieser Teil scheint aber nicht mehr in der Anleitung so vorhanden zu sein. Vielen Dank!
15.05.2023 - 00:00DROPS Design svaraði:
Liebe Lisa, wenn alle verkürzten Reihen fertig sind, stricken Sie 1 Reihe bis Anfang der Runde. Dann stricken Sie 1 Runde mit Zu- oder Abnahmen (siehe Größe) und dann wird der Anfang der Runde verschoben, so daß Vorderteil und Rückenteil richtig passen; stricken Sie dann 4 cm Rippenmuster und dann wird die Arbeit für Vorder- und Rückenteil verteilt. Viel Spaß beim stricken!
15.05.2023 - 09:00
Afternoon Playdate#afternoonplaydatejumpsuit |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónaðar buxur fyrir börn með axlaböndum úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað í stroffprjóni og sléttprjóni. Stærð fyrirburar – 4 ára.
DROPS Baby 36-4 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um hliðar á skálmum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Fækkið lykkjum svona við bæði prjónamerkin. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hvor skálm er prjónuð fyrir sig á sokkaprjóna áður en þær eru settar saman, fitjaðar eru upp lykkjur fyrir klofi og stykkið er síðan prjóna í hring á stuttan hringprjón. Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka. SKÁLM: Fitjið upp (40) 44-48-48-56 (60-64) lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með Flora. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 5 cm, skipt er yfir í sokkaprjóna 3 og prjónið síðan í sléttprjóni. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið merkir innan á skálm, það á að auka út lykkjur hvoru megin við prjónamerkið síðar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm, aukið út (0) 1-1-1-1 (1-1) lykkjur hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með (0) 2-2-2-3 (5-7) cm millibili alls (0) 4-7-8-7 (6-5) sinnum = (40) 52-62-64-70 (72-74) lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist (16) 18-25-26-31 (39-42) cm. Færið prjónamerkið um (20) 26-31-32-35 (36-37) lykkjur (= ytri hlið á skálm). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið merkir ytri hlið á skálm, það á að fækka lykkjum hvoru megin við prjónamerkið síðar. Klippið frá. Prjónið hina skálmina á sama hátt. BUXUR: Setjið nú báðar skálmarnar saman og prjónið síðan í hring á stuttan hringprjón 3 þannig: Fitjið upp (8) 8-8-10-10 (12-12) lykkjur, prjónið yfir lykkjurnar frá annarri skálminni, fitjið upp (8) 8-8-10-10 (12-12) lykkjur, prjónið yfir lykkjurnar frá hinni skálminni = (96) 120-140-148-160 (168-172) lykjur. Byrjun á umferð er fyrir miðju að aftan, á milli fyrstu (8) 8-8-10-10 (12-12) lykkja. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkin voru sett saman, fækkið um (0) 1-1-1-1 (1-1) lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með (0) 8-3-6-4 (8-10) cm millibili alls (0) 2-5-3-4 (3-2) sinnum = (96) 112-120-136-144 (156-164) lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist (11) 13-14-17-18 (19-20) cm frá þar sem stykkin voru sett saman. Prjónið nú upphækkun að aftan þannig: Prjónið (7) 7-9-9-9 (9-9) sléttar lykkjur, snúið, herðið á þræði, prjónið (14) 14-18-18-18 (18-18) lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði, prjónið (20) 20-26-26-26 (26-26) lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði, prjónið (26) 26-34-34-34 (34-34) lykkjur brugðið til baka. Haldið svona áfram með því að prjóna (6) 6-8-8-8 (8-8) lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls (50) 50-66-66-82 (82-82) lykkjur. Snúið, prjónið til baka að byrjun á umferð (= mitt að aftan). Prjónið 1 umferð slétt og jafnið lykkjufjöldanum út til (95) 115-120-140-145 (160-165) lykkjur (þ.e.a.s. aukið út (0) 3-0-4-1 (4-1) lykkjur og fækkið um (1) 0-0-0-0 (0-0) lykkjur). Til að framstykki og bakstykki passi vel, færið því byrjun á umferð þannig: Tilfærsla á umferð fyrir fyrirbura: Prjónið fram þar til 1 lykkja er eftir í umferð, umferðin byrjar núna hér. Tilfærsla fyrir stærð 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mánaða (2 - 3/4) ára: Prjónið 1 lykkju slétt, umferðin byrjar núna hér. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 2,5. Prjónið nú áfram í öllum stærðum þannig: Prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt) yfir allar lykkjur. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af lykkjur þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, fellið af næstu (19) 24-24-34-34 (39-39) lykkjur, 2 lykkjur garðaprjón, haldið áfram með stroff yfir næstu (33) 38-43-43-48 (53-58) lykkjur, 2 lykkjur garðaprjón (= framstykki), fellið af næstu (19) 24-24-34-34 (39-39) lykkjur, 1 lykkja garðaprjón og prjónið stroff yfir þær (8) 13-13-13-13 (13-13) lykkjur sem eftir eru. BAKSTYKKI: = (20) 25-25-25-25 (25-25) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í stroffprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki, þar til stykkið mælist (2) 3-3-4-4 (5-5) cm frá skiptingu. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja garðaprjón, fellið af næstu (0) 5-5-5-5 (5-5) lykkjur, 1 lykkja garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt og 1 lykkja garðaprjón = 10 lykkjur eftir fyrir hvort axlaband. AXLABAND: Haldið áfram með stroff og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, fram og til baka þar til axlabandið mælist ca 18-24 cm (eða e.t.v. að óskaðri lengd). Fellið af og endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: = (37) 42-47-47-52 (57-62) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í stroffprjóni og 2 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist (4) 6-7-9-10 (11-12) cm, fellið af fyrir 2 hnappagötum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið eins og áður þar til 10 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón. Þegar stykkið mælist (5) 7-8-10-11 (12-13) cm, skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið lykkjurnar saman í klofi. Saumið 1 tölu í hvort axlaband. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #afternoonplaydatejumpsuit eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 36-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.