Anne skrifaði:
Jeg strikker omslagsjakka Pearl Pointe, skjønner ikke hvor jeg tar opp masker til båndene.. Skal masker til begge båndene tas opp på høyre forstykke
10.03.2025 - 21:32DROPS Design svaraði:
Hei Anne, Nei, du strikker et knytebånd på hver forstykke, 8 cm ovenfor avfellingskant nederst. Strikke opp 6-7 masker langs kanten av forstykke og strikke båndet som beskrevet i teksten (forskjellig lengde på høyre og venstre siden). God fornøyelse!
11.03.2025 - 06:28
Julia skrifaði:
Welche Seite ist bei A1 innen wenn man auf die Zeichnung schaut, links oder rechts?
06.03.2025 - 15:25DROPS Design svaraði:
Liebe Julia, die Diagramme zeigen alle Reihen, dh die Hin- sowie die Rückreihen. Die erste A.1 (und alle diagramme) sind eine Hin-Reihe, die liest man rechts nach links. Die Rückreihen werden links nach rechts gelesen. Viel Spaß beim Stricken!
06.03.2025 - 16:17
Caroline skrifaði:
Als het werk 17-14-8-12-10-7 cm meet, meerder dan 1 steek aan elke kant richting de armsgaten – Vanaf waar gemeten??? Schouder of de middelste steken???
01.02.2025 - 15:05DROPS Design svaraði:
Dag Caroline,
Dit is vanaf het opzetten van de schouder.
05.02.2025 - 20:20
Rania skrifaði:
Hello. I'm having trouble with A1. I'm making the large size. Do I start from right to left or left to right? Also it says to start with 3 edge stitches in garter, then 2 stocking stitches. But on the return row there is one missing stitch. Thank you.
14.01.2025 - 07:33DROPS Design svaraði:
Dear Rania, diagram is worked from bottom up, read right side rows (1,3,5 etc) from the right towards the left and wrong side rows (2,4,6, etc) from the left towards the right. From the wrong side, the 2 sts in stocking stitch will be purled and the 3 sts garter stitch will be knitted. Happy knitting!
14.01.2025 - 10:38
Lone Mørch skrifaði:
Hej - jeg har noget drops melody tilovers. Kan jeg på nogen måde bruge det til den her opskrift? evt med en kidsilk i?
03.01.2025 - 12:46DROPS Design svaraði:
Hei Lone. Du kan evnt strikke en prøvelapp og se om du får den oppgitte strikkefastheten som er i oppskriften, men DROPS Melody er nok litt for tykt til denne modellen (enda tykkere om den strikkes sammen med Kid-Silk). mvh DROPS Design
07.01.2025 - 13:35
CHRISTINE C skrifaði:
Bonjour, très joli ce modèle. Mais je n'arrive pas à voir la correction du 09.12.2024 concernant l'assemblage.... Pouvez vous m'aider ? Merci
22.12.2024 - 09:39DROPS Design svaraði:
Bonjour, CHRISTINE C ! La correction fait déjà partie du texte que vous voyez sur le site web, alors suivez les instructions du manuel. Bon tricot!
29.12.2024 - 11:38
Kathe Kristiansen skrifaði:
Hei! Har strikket denne omslags jakken! Lurer på hvordan jeg skal tre inn knytebåndene, siden det skal være åpning i begge sider🤔 Føler jeg skal tre høyre inn i venstre side, men hva med høyre side🙈
04.12.2024 - 08:28DROPS Design svaraði:
Hei Kathe. Her er det nok tenkt at har man hull i begge sider, kan man variere hvilket forstykke som skal ligge fremst. Men siden knytebåndene har ulike lengder er det kun høyre forstykke (kortest bånd) som kan ligge fremst og da trenger man bare hull i høyre side (som venstre knytebånd tres inn i). Takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette. mvh DROPS Design
09.12.2024 - 09:22
Ponzanelli Marusca skrifaði:
Buongiorno bellissimi i vs capi le spiegazioni non sono di mio gradimento mai riuscita a farne uno
07.11.2024 - 22:41
Ponzanelli Marusca skrifaði:
Bellissimi i vs lavori anzi direi capolavori non sono di mio gradimento le spiegazioni infatti non sono mai riuscita a fare un vs capo a maglia
07.11.2024 - 22:40
Lebigot skrifaði:
Bonjour, Je cherche un modèle de gilet sans couture, ce n'est pas le cas de ce modèle? Un modèle top and down n'est pas toujours sans couture? Merci!
02.10.2024 - 14:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lebigot, non effectivement, dans ce modèle, les manches sont cousues le long des emmanchures, pour des modèles sans coutures, consultez principalement les empiècements arrondis/raglans/épaules européennes (très peu de couture) dans la catégorie Vestes & Gilets. Bon tricot!
02.10.2024 - 16:58
Pearl Pointe#pearlpointewrap |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð vafningspeysa úr DROPS BabyAlpaca Silk eða DROPS Baby Merino og DROPS Kid-Silk . Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 212-9 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um handveg): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út innan við 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2 (á við um hálsmál að framan): Aukið út fyrir hálsmáli innan við 20 lykkjur í A.1/A.2. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING -3 (á við um hlið á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VAFNINGSPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Að lokum eru prjónaðar upp lykkjur fyrir snúru. Ermakúpan er prjónuð fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Síðan er afgangur af ermi prjónaður í hring á hringprjón / sokkaprjóna ofan frá og niður. HÆGRI ÖXL AFTAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5 og haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist ca 2 cm, í síðustu umferð frá röngu eru fitjaðar upp 16-18-18-20-22-24 nýjar lykkjur í umferð = 38-40-40-42-44-46 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl aftan. VINSTRI ÖXL AFTAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist ca 2 cm, stillið af að síðasta umferðin sé prjónuð frá röngu. Nú eru bæði stykkin sett saman og bakstykkið er prjónað eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Setjið hægri – og vinstri öxl á sama hringprjón 5 þannig að þær 16-18-18-20-22-24 lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmáli eru í miðju = 60-62-62-64-66-68 lykkjur. Byrjið frá réttu og prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju á handveg. Þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin fyrir handveg – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í 4.-4.-4.-2.-2.-2. hverri umferð alls 2-4-8-11-15-19 sinnum í hvorri hlið. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm. Fitjið nú upp 3 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok 2 næstu umferða = 70-76-84-92-102-112 lykkjur. Nú er stykkið mælt héðan! Prjónið 4 umferðir sléttprjón með 6 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-1 (= 2 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm = 64-70-78-86-96-106 lykkjur. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjóni í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm = 70-76-84-92-102-112 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið jafnframt út 8-8-9-10-12-14 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð frá röngu = 78-84-93-102-114-126 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Bakstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. HÆGRA FRAMSTYKKI (séð þegar stykkið er mátað): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni að handveg, 2-2-2-2-2-2 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 17 lykkjur í fyrstu umferð) = 25-25-25-25-25-25 lykkjur þegar fyrsta umferð í A.1 hefur verið prjónuð til loka. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka, A.1 er endurtekið á hæðina frá 3. umferð. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út fyrir hálsmáli innan við A.1 við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 8-8-9-11-12-13 sinnum, í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 14-16-15-14-14-14 sinnum og að lokum í 4. hverri umferð 2-2-2-2-2-2 sinnum. Jafnframt, þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju í hlið fyrir handveg – haldið áfram að auka út á sama hátt og á bakstykki. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok næstu umferða frá röngu. Haldið áfram eins og áður með A.1 við miðju að framan, útaukningu fyrir hálsmáli og sléttprjón, en yfir ystu 6 lykkjurnar að hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón (þ.e.a.s. þetta er gert í 4 næstu umferðum). Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið og A.1 við miðju að framan (útaukningin heldur áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hlið – munið eftir ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm. Þegar allar útaukningar innan við A.1 hafa verið gerðar til loka er haldið áfram með mynstur eins og áður þar til útaukning í hlið hefur verið gerð til loka. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka eru 54-58-62-66-71-76 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið út 6-8-7-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 60-66-69-72-78-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 20 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 yfir síðustu 20 lykkjurnar (það er fækkað um 2 lykkjur í mynsturteikningu = 18 lykkjur) = 58-64-67-70-76-82 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Framstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. VINSTRA FRAMSTYKKI (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.2 (= 17 lykkjur í fyrstu umferð), prjónið 2-2-2-2-2-2 lykkjur sléttprjón og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg = 25-25-25-25-25-25 lykkjur þegar fyrsta umferð í A.2 hefur verið prjónuð til loka. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. A.2 er endurtekið á hæðina frá 3. umferð. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út fyrir hálsmáli innan við A.2 við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 8-8-9-11-12-13 sinnum, í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 14-16-15-14-14-14 sinnum og að lokum í 4. hverri umferð 2-2-2-2-2-2 sinnum. Jafnframt, þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju í hlið fyrir handveg – haldið áfram að auka út á sama hátt og á bakstykki og hægra framstykki. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok næstu umferða frá röngu. Haldið áfram eins og áður með A.2 við miðju að framan, útaukningu fyrir hálsmáli og sléttprjón, en yfir ystu 6 lykkjur í hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón (þ.e.a.s. þetta er gert í 4 næstu umferðum). Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið og A.2 við miðju að framan (útaukningin heldur áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hlið – munið eftir ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm. Þegar öll útaukning innan við A.2 hefur verið gerð til loka er haldið áfram með mynstur eins og áður þar til útaukning í hlið hefur verið gerð til loka. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka eru 54-58-62-66-71-76 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið út 6-8-7-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 60-66-69-72-78-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff þannig: A.4 yfir fyrstu 20 lykkjur (nú hefur fækkað um 2 lykkjur í mynsturteikningu = 18 lykkjur), * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón = 58-64-67-70-76-82 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Framstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. ERMI: Fitjið upp 22-24-26-28-24-26 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið sléttprjón fram og til baka fyrir ermakúpu og fitjið jafnframt upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið, 1 lykkja 0-1-2-3-3-5 sinum í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið og að lokum 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið = 58-62-66-70-74-80 lykkjur. Setjið stykkið saman og prjónið síðan hringinn á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Setjið 1 prjónamerki þar sem stykkið var sett saman = mitt undir ermi. Það á að nota prjónamerkið síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem það var sett saman er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 4-3-2-1½-1-1 cm millibili alls 3-4-5-6-7-9 sinnum = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-18-18-17-16-14 cm frá þar sem það var sett saman. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 2-0-1-2-0-1 lykkjur jafnt yfir í umferð = 54-54-57-60-60-63 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 29-29-30-30-31-31 cm frá uppfitjunarkanti og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju, en skiljið eftir smá op í hægri hlið til að þræða vinstri snúruna í gegn – opið er staðsett 8 cm frá neðri kanti og 2½–3 cm upp að handveg. Endurtakið í hinni hliðinni. Leggið ermarnar undir kant með garðaprjóni meðfram handveg og saumið niður frá réttu (það á að vera aðeins laus kantur þar sem saumað er og saumað er í ystu lykkju með garðaprjóni frá réttu, svo að kanturinn í garðaprjóni liggi fallega ofan á ermi). SNÚRA: Prjónið upp á prjón 4 með 1 þræði af hvorri tegund: Ca 6-7 lykkjur meðfram stroffkanti að framan, þannig að það verða 8 cm frá affellingarkanti neðst og upp að fyrstu af þeim 6-7 lykkjum. Á hægra framstykki er prjónað garðaprjón fram og til baka þar til snúran mælist ca 40 cm. Fellið af. Á vinstra framstykki er prjónað garðaprjón fram og til baka þar til snúran mælist ca 84-94 cm. Fellið af. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pearlpointewrap eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.