JACQUELINE PEYRE skrifaði:
POUR LE MODELE 205-50 JE VOUDRAIS SAVOIR A QUEMµL MOMENT ON TRICOTE LE DIAGRAMME A3 ? J'AI TERMINE LE RAGLAN ET JE NE COMPRENDS PAS OU ON PLACE LE A3 MERCI POUR VOS EXPLICATIONS
31.10.2022 - 08:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Peyre, le diagramme A.3 est cité sous le paragraphe ASTUCE TRICOT-2, autrement dit, on tricote A.3 le long des raglans lorsque les augmentations des raglans sont terminés mais que l'on veut prolonger les rangs ajourés le longs des raglans. Bon tricot!
31.10.2022 - 09:33
Vu skrifaði:
Je souhaiterais faire ce modèle mais en tricotant de bas en haut. Comment faire pour adapter les explications données ? Merci pour votre réponse.
17.11.2021 - 14:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vu, nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande; merci de bien vouloir vous rapprocher de votre magasin DROPS ou d'un forum spécialisé pour toute assistance complémentaire. Merci pour votre compréhension, bon tricot!
17.11.2021 - 16:47
Halina skrifaði:
Czy we wzorze nie na rzędów skróconych podnoszących karczek na plecach?
02.11.2021 - 20:09DROPS Design svaraði:
Witaj Halinko, w tym wzorze nie ma takiego podwyższenia na dekolt z tyłu, ale oczywiście jak tylko chcesz możesz je wykonać. Pozdrawiamy!
03.11.2021 - 09:32
Kelly skrifaði:
I’m making the XXL and the math isn’t working for me in the yoke. The number of stitches (112) and the math with stitches and additions is good but then when adding in markers that math is less than 112. Please advise.
04.04.2020 - 22:51DROPS Design svaraði:
Hi Kelly, The first marker is in stitch 2, the second in stitch 12, the third in stitch in stitch 58, the fourth in stitch 68. This leaves you with 44 stitches to the end of the round. Happy knitting!
06.04.2020 - 07:54
Sabine skrifaði:
Bonjour Vous avez beaucoup de modèles intéressants cependant je ne comprends pas pourquoi sur la majorité des modèles depuis un moment vous faites des emmanchures très larges, c'est désagréable car lorsque l'on lève le ou les bras tout le tricot remonte.
15.02.2020 - 18:41
House skrifaði:
Bonjour. Je voudrais tricoter ce modèle avec le fil sky uniquement. Par conséquent je le tricoterai avec des aiguilles n°4. Pouvez-vous m'aider pour convertir le nombre de mailles, d'augmentations etc.. merci beaucoup d'avance.
21.10.2019 - 06:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme House, nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande. On tricote ici avec 1 fil Sky + 1 fil Kid-Silk, vous pouvez remplacer le fil Kid-Silk par un autre fil du groupe A si vous le souhaitez, tant que vous avez le même échantillon. Bon tricot!
21.10.2019 - 11:48
Diana skrifaði:
Please delete my previous comment, I was reading the pattern wrong lol
20.10.2019 - 09:25
Diana skrifaði:
Neck edge has 92 stitches for size s, but start of the yoke is 89... please advise.
20.10.2019 - 09:16DROPS Design svaraði:
Dear Diana, yoke starts with 92 sts: 1 stitch, 1 stitch with marker, 9 sts (sleeve), 1 stitch with marker, 35 sts (front piece), 1 stitch with marker, 9 sts (sleeve), 1 stith with marker, 34 sts (back piece) = 1+1+9+1+35+1+9+1+34= 92 sts. Happy knitting!
21.10.2019 - 12:49
Anna Maria skrifaði:
Come fare per lavorarlo dal basso verso l'alto
08.10.2019 - 19:25DROPS Design svaraði:
Buonasera Anna Maria, questo modello è stato disegnato per essere lavorato top down, cioè dall'alto in basso e non ci è possibile riscrivere le istruzioni per un'altra costruzione, ma nel nostro sito troverà sicuramente altri modelli con la costruzione che preferisce. Buon lavoro!
08.10.2019 - 19:30
Claire skrifaði:
J'adore ce modèle ! Assez large et comfortable , et en même temps il est très élégant !
31.08.2019 - 17:39
Rise Up#riseupsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, gatamynstri, klauf í hliðum og tvöföldu perluprjóni á ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-50 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 3,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. A.3 á við um LEIÐBEININGAR-2. LEIÐBEININGAR-1: Ef þú vilt hafa kúlur í gatamynstri, getur lykkjan með tákni fyrir kúlur verið prjónuð í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR-2: Í stykkinu á myndinni endar gataumferðin í laskalínu þegar útaukning fyrir laskalínu endar. Ef þú vilt að gataumferðin haldi áfram meðfram allri laskalínunni (niður þar sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar), er hægt að prjóna A.3 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þegar útaukning fyrir laskalínu endar (prjónamerkið á að sitja í miðju lykkjunni í A.3). LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (þ.e.a.s. aukið út hvoru megin við 4 prjónamerkin) þannig: Byrjið 1 lykkju á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt (prjónamerki situr í miðju á þessum 3 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við hvert prjónamerki og alls 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni á framstykki og bakstykki og í tvöföldu perluprjóni (A.1) á ermum. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman, prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón þar til það skiptist með klauf í hvorri hlið. Prjónið síðan framstykki og bakstykki fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Allt stykkið er prjónað með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-72-78-84-84-90 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með 1 þræði Sky + 2 þráðum Kid-Silk (= 3 þræðir). Takið frá annan þráðinn af Kid-Silk og prjónið síðan með 1 þræði Sky + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið stroff hringinn (= 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-28-30-28-28-30 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 92-100-108-112-112-120 lykkjur. Setjið 1 prjónmerki í umferð. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan – berustykkið mælist frá prjónamerki! BERUSTYKKI: Lesið allan kaflann um berustykki áður en byrjað er að prjóna! Skiptið yfir á hringprjón 6. Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjur): Setjið 1 prjónamerki í aðra lykkjuna í umferð, teljið 9 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 35-39-43-45-45-49 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 9 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju. Nú eru 34-38-42-44-44-48 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= bakstykki). Prjónamerkin eru notuð þegar aukið er út fyrir laskalínu. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 3 lykkjur í sléttprjóni (prjónamerki situr í miðju á þessum 3 lykkjum), prjónið A.1A yfir 6 næstu lykkjur, prjónið A.1B (= 1 lykkja), prjónið 3 lykkjur í sléttprjóni (prjónamerki situr í miðju á þessum 3 lykkjum), prjónið 5-7-8-9-7-9 lykkjur í sléttprjóni, prjónið A.2 (= 23-23-25-25-29-29 lykkjur), prjónið 5-7-8-9-7-9 lykkjur í sléttprjóni, prjónið 3 lykkjur í sléttprjóni (prjónamerki situr í miðju á þessum 3 lykkjum), prjónið A.1A yfir 6 næstu lykkjur, prjónið A.1B (= 1 lykkja), prjónið 3 lykkjur í sléttprjóni (prjónamerki situr í miðju á þessum 3 lykkjum), prjónið 5-7-8-9-7-9 lykkjur í sléttprjóni, prjónið A.2 (= 23-23-25-25-29-29 lykkjur) og endið með 5-7-8-9-7-9 lykkjur í sléttprjóni. Haldið svona áfram með mynstur – sjá LEIÐBEININGAR-1 og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í næstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 prjónamerkin – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 16-18-19-21-23-25 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 220-244-260-280-296-320 lykkjur í umferð. Lesið LEIÐBEININGAR-2 og prjónið síðan án útaukninga þar til stykkið mælist ca 22-24-26-28-30-32 cm frá prjónamerki í hálsmáli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ S og XXL: Prjónið eins og áður fram að fyrstu lykkju með prjónamerki í, setjið næstu 41-55 lykkjur á 1 þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 69-93 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 41-55 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-10 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður út umferðina (= bakstykki). Klippið frá og takið frá prjónamerkin í laskalínunni. STÆRÐ M og XL: Prjónið eins og áður fram að fyrstu lykkju með prjónamerki í, setjið næstu 47-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 75-87 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 47-53 lykkjur á 1 þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður út umferðina (= bakstykki). Klippið frá og takið frá prjónamerkin í laskalínunni. STÆRÐ L: Setjið fyrstu 51 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 79 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 51 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður út umferðina (= bakstykki). Klippið frá og takið frá prjónamerkin í laskalínunni. STÆRÐ XXXL: Prjónið eins og áður yfir 3 lykkjur í laskalínu (þ.e.a.s. til og með lykkju eftir lykkju með prjónamerki í), setjið næstu 57 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 103 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 57 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður út umferðina (= bakstykki). Klippið frá og takið frá prjónamerkin í laskalínu. ALLAR STÆRÐIR: Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 150-162-174-190-206-226 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í hvorri hlið (= 75-81-87-95-103-113 lykkjur á framstykki og 75-81-87-95-103-113 lykkjur á bakstykki). Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 3 lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið 23-26-28-32-34-39 lykkjur í sléttprjóni, haldið áfram með A.2 eins og áður, prjónið 23-26-28-32-34-39 lykkjur í sléttprjóni, prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), prjónið 23-26-28-32-34-39 lykkjur í sléttprjóni, haldið áfram með A.2 eins og áður, prjónið 23-26-28-32-34-39 lykkjur í sléttprjóni og endið með 3 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 16 cm frá skiptingu undir ermum (nú eru ca 20 cm til loka, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Nú skiptist stykkið við prjónamerkin í hliðum, þ.e.a.s. framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig til loka (passið uppá að stykkið skiptist eftir að prjónuð hefur verið 1 umferð með mynstri til að koma í veg fyrir að mynstur umferð komi á röngu). FRAMSTYKKI: = 75-81-87-95-103-113 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið 23-26-28-32-34-39 lykkjur í sléttprjóni, haldið áfram með A.2 eins og áður, prjónið 23-26-28-32-34-39 lykkjur í sléttprjóni og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 34 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur (1. umferð er prjónuð frá réttu). Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með 1 þræði Sky og 2 þráðum Kid-Silk (= 3 þræðir). Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. BAKSTYKKI: = 75-81-87-95-103-113 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið 23-26-28-32-34-39 lykkjur í sléttprjóni, haldið áfram með A.2 eins og áður, prjónið 23-26-28-32-34-39 lykkjur í sléttprjóni og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist ca 34 cm frá skiptingu (stillið af eftir framstykki). Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur (1. umferð er prjónuð frá réttu). Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu á sama hátt og á framstykki. ERMI: Setjið 41-47-51-53-55-57 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 6 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 47-53-59-61-65-67 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað aðeins síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjón, haldið áfram með A.1A hringinn þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð (passið uppá að mynstrið haldi áfram rétt miðað við þar sem það endaði á berustykki), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3-3-3-3-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2-1½-1½-1½-1½ cm millibili alls 5-7-9-9-10-10 sinnum = 37-39-41-43-45-47 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 41-40-38-36-35-33 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 2 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Skiptið yfir á sokkaprjón 5. Prjónið 4 umferðir með stroffi (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið), en passið uppá að stroffið þannig að fyrsta umferðin sé prjónuð brugðið yfir slétt og slétt yfir brugðið í A.1. Eftir 4 umferðir með stroffi er fellt laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með 1 þræði Sky og 2 þráðum Kid-Silk (= 3 þræðir). Ermin mælist ca 43-42-40-38-37-35 cm frá skiptingu undir ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #riseupsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-50
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.