Michaela Hochfeld skrifaði:
Wunderschön- ich warte sehnsüchtig auf die Strickanleitung um endlich loslegen zu können! Hoffe ist bald aktiv
13.08.2019 - 03:47
Olympia skrifaði:
It's the Fana pull, traditional of BERGEN region.
04.08.2019 - 09:12
Olympia skrifaði:
C'est le pull Fana, pull norvégien traditionnel de la région de Bergen. Je l'avais reproduit pour une fillette d'après une photo juste avec les grilles . J'avais tout recalculé en largeur et en hauteur surtout pour les diminutions de l'encolure, en comparant avec un modèle de pull norvégien en français qui n'avait pas le même échantillon ni les mêmes motifs. Merci à Drops de nous donner le modèle gratuitement en français.
04.08.2019 - 09:01
Kirsten skrifaði:
Sehr schön, aber warum so kurz ?
13.07.2019 - 12:22
Marita skrifaði:
Denne var kjempefin.
12.06.2019 - 23:53
Bente skrifaði:
Just in the eye. The collagers is the same as in our danish flag
10.06.2019 - 23:29
Ellis skrifaði:
Nice!
09.06.2019 - 20:39
Ise skrifaði:
Superschön 😊 Ein bisschen Schwedisch 🇸🇪
08.06.2019 - 22:22
Ingela skrifaði:
Underbar!
08.06.2019 - 16:30
Ursula SCHWAB skrifaði:
Diesen Pullover muss ich unbedingt stricken, genauso wie er dargestellt ist!!!! Wunderschön!!!!
06.06.2019 - 15:23
Candy Cane Lane#candycanelanesweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með norrænu Fana mynstri úr DROPS Karisma eða DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-22 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til þess að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt að aftan. Byrjið frá réttu með litnum vínrauður og prjónið 12-13-14-15-15-16 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-26-28-30-30-32 lykkjur brugðið. Snúið herðið á þræði og prjónið 36-39-42-45-45-48 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-52-56-60-60-64 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 60-65-70-75-75-80 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 72-78-84-90-90-96 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af er hægt að fella af með grófari prjónum. Eða það er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 96-100-104-108-112-116 lykkjur á hringprjón 3 með litnum vínrauður/rauður. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-28-32-36-36-36 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 120-128-136-144-148-152 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í umferð – mitt framan á peysu, berustykkið á að mætast frá prjónamerki. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN – sjá útskýringu að ofan. Ef ekki er óskað eftir upphækkun, þá er hægt að fara beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Lesið LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 hringinn (= 30-32-34-36-37-38 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1, aukið út lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan: Ör-1: Aukið út 44-44-44-52-52-56 lykkjur jafnt yfir = 164-172-180-196-200-208 lykkjur (nú er pláss fyrir 41-43-45-49-50-52 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjur). Ör-2: Aukið út 40-40-44-48-52-52 lykkjur jafnt yfir = 204-212-224-244-252-260 lykkjur (nú er pláss fyrir 51-53-56-61-63-65 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjur). Ör-3: Aukið út 36-36-40-44-48-48 lykkjur jafnt yfir = 240-248-264-288-300-308 lykkjur (nú er pláss fyrir 60-62-66-72-75-77 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjur). Ör-4: Aukið út 0-8-8-16-20-28 lykkjur jafnt yfir = 240-256-272-304-320-336 lykkjur (nú er pláss fyrir 15-16-17-19-20-21 mynstureiningar A.1 með 16 lykkjur). Ör-5: Aukið út 24-28-28-24-28-32 lykkjur jafnt yfir, en passið uppá að aukið sé út með natur svo að stjarnan skemmist ekki = 264-284-300-328-348-368 lykkjur (nú er pláss fyrir 66-71-75-82-87-92 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjur). Ör-6: Aukið út 16-16-20-20-20-24 lykkjur jafnt yfir = 280-300-320-348-368-392 lykkjur (nú er pláss fyrir 70-75-80-87-92-98 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjur). Ör-7: Aukið út 12-12-12-16-16-20 lykkjur jafnt yfir = 292-312-332-364-384-412 lykkjur (nú er pláss fyrir 73-78-83-91-96-103 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjur). Ör-8: Aukið út 8-12-8-12-12-16 lykkjur jafnt yfir = 300-324-340-376-396-428 lykkjur (nú er pláss fyrir 75-81-85-94-99-107 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjur). Haldið áfram með A.X án útaukninga þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við háls. Nú skiptist berustykki fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. í næstu umferð er prjónað þannig: Prjónið 45-49-51-56-61-67 lykkjur eins og áður (= ½ bakstykki), setjið næstu 60-64-68-76-76-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 90-98-102-112-122-134 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 60-64-68-76-76-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 45-49-51-56-61-67 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 196-212-228-248-276-300 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-12-12-16-16 lykkjur undir ermi í annarri hlið á stykki. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið síðan A.X eins og áður (passið uppá að byrja í réttri umferð miðað við þar sem berustykkið endaði). Þegar stykkið mælist ca 3 cm frá skiptingu, aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir (aukið út í umferð með einum lit með litnum vínrauðum/rauður). Aukið svona út með ca 6 cm millibili alls 5 sinnum = 216-232-248-268-296-320 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 28 cm frá skiptingu, en stillið af að endað sé eftir heila rönd með litnum natur (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt með litnum vínrauður/rauður þar sem aukið er út um 48-52-56-60-68-72 lykkjur jafnt yfir = 264-284-304-328-364-392 lykkjur (aukið er út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjónast, dragist saman). Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-64-68-76-76-80 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-12-12-16-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-12-12-16-16 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Þau eru notuð aðeins síðar þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið A.X hringinn (passið uppá að byrja rétt miðað við þar sem berustykki endaði. Þegar ermin mælist ca 4-4-4-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 12-12-16-18-20-20 sinnum = 44-48-48-52-52-56 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 41-40-38-37-35-34 cm, en stillið af þannig að endað sé eftir heila rönd með litnum natur (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengdra berustykkis. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 með litnum vínrauður/rauður. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-4-8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-60-60-64 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 45-44-42-41-39-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #candycanelanesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.