Hersir skrifaði:
Góðan dag. hvar fæst þessi peysa?
09.09.2025 - 20:09DROPS Design svaraði:
Blessaður Hersir. Uppskriftin á peysunni er frí á síðunni okkar og garnið í peysuna fæst hjá DROPS söluaðilum.
10.09.2025 - 11:56
Francine skrifaði:
2 questions: when it says measuring from the neck edge, is that from the top of the neck or from where the neck joins the yolk? “20-23-25-25-26 cm from the neck-edge.” 2. Regarding the yoke once increases are finished. “ next round work is worked as follows, start 1 stitch ( L) before beginning round? Is that a cast on stitch?
05.09.2025 - 06:21DROPS Design svaraði:
Dear Francine, you measure from the marker thread inserted in the neck, right before starting the yoke. That is, the neck rib section is not included. Secondly, you don't cast on new stitches; you displace the beginning of the round 1 stitch back. You do this by moving the last worked stitch (the last stitch of the round) back into the left needle and is now considered the first stitch; start working from this stitch. Happy knitting!
15.09.2025 - 01:26
Mh skrifaði:
Hei! Olen nyt neulonut paitaa niin, että siinä on 176 silmukkaa. En tajua kuitenkaan, että miten jatkan nyt kuviota eteenpäin? Aloitanko kuvion riviltä 1 tai 4? Vai teenkö lisäykset niin sanotusti päästä niin, että lisäys tulee aina yhden eteen päin, kuten tähän saakka? Eli viimeksi olen neulonut 10 silmukkaa ennen tai jälkeen lisäyksiä. Teenkö seuraavaksi 11 vai palaanko alkuun jotenkin? Kiitos jo valmiiksi!
06.08.2025 - 01:04DROPS Design svaraði:
Hei, jatka piirrosten 4. riviltä. Neulo piirrosten A.2 ja A.4 mukaan kuten aiemmin ja tee nyt työhön 2 piirroksen A.3 mallikertaa enemmän.
07.08.2025 - 18:05
Annica Kruukka skrifaði:
Diagrammet för 205-18: Hur många gånger upprepas A3 mitt fram och bak på tröjan? Är första varvet vitt? Hur många maskor på första diagramvarver?
27.03.2025 - 17:47DROPS Design svaraði:
Hej Annica. A.3 upprepas 4 gånger (5 i de 2 största storlekarna) på framstycket och samma på bakstycket på första varet med diagram och det stämmer att första varvet är vitt. När du stickat första varvet med diagram så har du 104-104-104-120-136-136 maskor på varvet (se din storlek). Mvh DROPS Design
28.03.2025 - 14:22
Agneta Feurst skrifaði:
Hej! Jag stickar storlek xl Jag har stickat och kommit till när fram och bakstycke och ärmar skall stickas var för sig. Vad menas med att man ska börja 3 markor, ska det stå maskor? Och skall jag först sticka vita maskor och sedan börja med mönstret eller hoppa över 3 maskor? Kan jag få svar på svenska vore det toppen! Hälsningar Agneta
02.02.2025 - 21:39DROPS Design svaraði:
Hej Agneta. Ja det ska stå "maskor" (detta är nu rättat). Nu ska du fortsätta mönstret som tidigare varv men nu ska du dela upp arbetet i ärmar och fram och bakstycke. Du börjar alltså börja räkna maskor 3 maskor innan varvets början och så stickar du 104 maskor som blir framstycke, sätt de nästa 80 maskorna på 1 tråd till ärm och så fortsätter du så enligt beskrivningen. Mvh DROPS Design
04.02.2025 - 13:18
Karin Borgen Nilsen skrifaði:
Hvor finner jeg oversikt over hvor mange cm.det er på overvidde og andre mål på denne genseren? Hvilken størrelse skal jeg strikke da? Skal strikke i garnet Sterk,må jeg gå opp i størrelse?
13.01.2025 - 21:59
Johanna skrifaði:
Hej! Jag stickar storlek L och är precis klar med att ha stickat 24 cm från delningen. Hur är tanken att man ska öka maskor nu? Det står att jag ska öka totalt 40 maskor jämnt fördelat, men förstår inte riktigt hur. Och varför ska man byta till den mindre rundstickan?
12.01.2025 - 09:34DROPS Design svaraði:
Hej Johanna, du kan tage ud ved at strikke 2 masker i ca hver 5.maske 40 gange :)
14.01.2025 - 14:14
Lina skrifaði:
Mönstret stämmer inte för Ok:et storlek XL.
30.12.2024 - 18:52DROPS Design svaraði:
Hei Lina. Har du riktig antall masker (hva er maskenatallet ditt der du mener det er feil) og hvor i Oket er du? mvh DROPS Design
07.01.2025 - 08:15
Johanna skrifaði:
Hej! Jag stickar tröjan i storlek L och har precis stickat klart ökningen så att jag har ökat totalt 30 gånger. Det står att jag ska ha 336 maskor när ökningen är klart men jag tror jag har närmare 400. Vad kan det ha gått snett? Mönstret ser helt rätt ut men får inte antalet maskor att stämma. Tack på förhand!
08.12.2024 - 21:41DROPS Design svaraði:
Hei Johanna. I str L har du 96 masker og så skal du øke til raglan. Du øker med 8 masker på hver økeomgang og det skal økes totalt 30 ganger. 8 masker x 30 ganger = 240 masker + de 96 maskene du startet med = 336 masker. Har du kanskje økt 30 ganger etter at du har strikket A.2 til A.4 1 gang i høyden? Da vil maskeantallet være over 400 masker. mvh DROPS Design
10.12.2024 - 13:04
Inken Norberg skrifaði:
Hab's gefunden. Wer lesen kann ist klar im Vorteil:)
04.12.2024 - 13:07
Reykjavik#reykjaviksweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með norrænu íslensku mynstri með laskalínu úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-18 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynstur A.1 er prjónað í stroffprjóni. Mynstur A.2 til A.6 er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 11. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 11. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN (á við um aftan í hnakka): Hoppaðu yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir að hafa upphækkun. Byrjið frá röngu með litnum natur og prjónið brugðið þar til prjónaðar hafa verið 9-9-9-10-11-11 lykkjur fram hjá prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, snúið, herðið á þræði og prjónið 18-18-18-20-22-22 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 27-27-27-30-33-33 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið 36-36-36-40-44-44 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 45-45-45-50-55-55 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið 54-54-54-60-66-66 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið brugðið til baka þar til prjónaðar hafa verið 17-17-17-17-21-21 lykkjur fram hjá prjónamerki í byrjun á umferð. Færið prjónamerkið hingað. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum natur (prjónamerki situr hér), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt með litnum natur, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmálli með uppábroti, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Eftir kant í hálsimáli er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði aðeins hærra í hnakka. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu í uppskrift. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-92-96-104-108-112 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með litnum dökk grár. Skiptið yfir í litinn natur og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm, prjónið síðan A.1 í stroffprjóni. Prjónið 1 umferð slétt með litnum natur þar sem aukið er út um 8-4-0-8-20-16 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 96-96-96-112-128-128 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan ef prjóna á UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan, eða farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.2 (= 1 lykkja), A.3 yfir næstu 32-32-32-32-40-40 lykkjur (= 4-4-4-4-5-5 mynstureiningar með 8 lykkjum) og A.4 (= 1 lykkja) = bakstykki, prjónið A.5 (= 2 lykkjur) = laskalína, prjónið A.2 (= 1 lykkja), A.3 yfir næstu 8-8-8-16-16-16 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 8 lykkjum) og A.4 (= 1 lykkja) = ermi, prjónið A.5 (= 2 lykkjur) = laskalína, prjónið A.2 (= 1 lykkja), A.3 yfir næstu 32-32-32-32-40-40 lykkjur (= 4-4-4-4-5-5 mynstureiningar með 8 lykkjum) og A.4 (= 1 lykkja) = framstykki, prjónið A.5 (= 2 lykkjur) = laskalína, prjónið A.2 (= 1 lykkja), A.3 yfir næstu 8-8-8-16-16-16 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 8 lykkjum) og A.4 (= 1 lykkja) = ermi, prjónið A.5 (= 2 lykkjur) = laskalína. Nú er fyrstu útaukningu fyrir laskalínu lokið og það eru 104-104-104-120-136-136 lykkjur á prjóni (það eru 36-36-36-36-44-44 lykkjur á bakstykki og á framstykki, 12-12-12-20-20-20 lykkjur á hvorri ermi og 2 lykkur í hverri af 4 laskalínum). Haldið áfram með þetta mynstur upp úr. Þ.e.a.s. aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 og A.4 (= alls 8 lykkjur fleiri í annarri hverri umferð). Sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 176-176-176-192-208-208 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur á saman hátt upp úr, þ.e.a.s. mynstrið endurtekur sig eins og útskýrt er í A.2/A.4. Mynsturteikning A.3 er prjónuð 2 sinnum fleiri á breiddina fyrir hvert skipti sem 16 umferðirnar eru endurteknar á hæðina. Haldið svona áfram með útaukningu þar til aukið hefur verið út alls 22-26-30-32-32-34 sinnum á hæðina hvoru megin við A.2/A.4. Þegar síðasta útaukningin hefur verið gerð eru 272-304-336-368-384-400 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 17-20-23-25-25-26 cm frá kanti í hálsmáli. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en án útaukninga þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá kanti í hálsmáli. Næsta umferð er prjónuð þannig, byrjið 1-1-1-3-3-5 lykkjum á undan byrjun á umferð: Prjónið 80-88-96-104-112-120 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 56-64-72-80-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-8-8-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 80-88-96-104-112-120 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 56-64-72-80-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-8-8-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 176-192-208-224-256-272 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í aðra hliðina mitt í 8-8-8-8-16-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, prjónamerkið merkir byrjun á umferð. Prjónið A.6 hringinn (= 22-24-26-28-32-34 mynstureiningar með 8 lykkjum) – byrjið á sléttri lykkju og réttri umferð í mynsturteikningu, þannig að mynstrið endurtaki sig eins og áður á breiddina og á hæðina. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 24 cm frá skiptingu – stillið af eftir 1 heila mynstureiningu á hæðina. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð slétt með litnum natur þar sem aukið er út um 36-36-40-44-48-52 lykkjur jafnt yfir = 212-228-248-268-304-324 lykkjur. Prjónið A.1 í stroffprjóni (= 2 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur með litnum dökk grár – sjá AFFELLING. ERMI: Setjið 56-64-72-80-80-80 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjón/sokkaprjóna 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-8-8-16-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 64-72-80-88-96-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-8-8-16-16 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota prjónamerkið aðeins síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki. Prjónið A.6 hringinn (= 8-9-10-11-12-12 mynstureiningar með 8 lykkjum) – byrjið á sléttri lykkju og í réttri umferð í mynsturteikningu, þannig að mynstrið endurtakið sig eins og áður á breiddina og á hæðina, en fyrsta og síðasta lykkjan í umferð er alltaf prjónuð í litnum natur (þetta er gert til að fá fallega úrtöku undir ermi). Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-2½-2-1½-1-1 cm millibili alls 11-14-17-20-23-22 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur eftir í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 41-39-38-36-34-33 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 4 cm að loka máli – ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis) – stillið af eftir heila mynstureiningu á hæðina. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt með litnum natur þar sem aukið er út um 2-0-2-0-2-0 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-48-52-52 lykkjur. Prjónið A.1 í stroffprjóni (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur með litnum dökk grár – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið uppá hálsmálið inn að röngu. Saumið við uppfitjunarkantinn með litnum dökk grár – saumið með smáu, fallegu spori innan á peysunni (passið uppá að saumurinn sjáist ekki á framhlið og að saumurinn verði ekki of stífur). |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #reykjaviksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.