Bullermor skrifaði:
Vil lave den, bare længere.
19.06.2019 - 23:43
Alicja Rucinska skrifaði:
Very pretty; simple and feminine. And so delicate in lace - love it!
06.06.2019 - 14:46
Ellis skrifaði:
Same as 040 (+039 = twinset) this is a sadle shoulder wich is half the same as a raglan. please some more differences
05.06.2019 - 23:17
Simply Confident#simplyconfidentsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu og v-hálsmáli úr DROPS Lace og DROPS Kid-Silk eða DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-14 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR-1 (á við um hægri kant í hálsmáli): Byrjið frá réttu og prjónið þannig: * 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 3 fyrstu lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. STUTTAR UMFERÐIR-2 (á við um vinstri kant í hálsmáli): Byrjið frá röngu og prjónið þannig: * 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 3 fyrstu lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið síðan 1 umferð slétt frá röngu yfir allar 4 lykkjur. LASKALÍNA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (merkiþráðurinn situr hér), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við hvern merkiþráð sem eftir er (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. V-HÁLSMÁL: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 4 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið á stykki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru allir uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru prjónaðir 2 lausir kantar í hálsmáli. Þeir eru settir inn á hringprjóninn þegar fitjaðar eru upp lykkjur fyrir hálsmáli eins og útskýrt er í uppskrift (kantar í hálsmáli eru síðar saumaðir saman við miðju að aftan og saumaðir síðan við hálsmál aftan í hnakka). Prjónið síðan berustykki fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður, JAFNFRAMT er aukið út fyrir v-hálsmáli og laskalínu. Þegar útaukning fyrir v-hálsmáli er lokið er prjónað áfram í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón 3,5 með Lace + Kid-Silk (= 2 þræðir) eða 1 þræði Sky og prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan (1. umferð = rétta). Þegar kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6½-6½-7-7½ cm, prjónið STUTTAR UMFERÐIR-1 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka, prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur í 6 cm í öllum stærðum, endið eftir 1 umferð slétt frá röngu (allur hægri kantur í hálsmáli mælist nú ca 14-14-14½-14½-15-15½ cm innst þar sem stykkið er styst). Klippið frá og geymið kantinn í hálsmáli. Prjónið vinstri kant í hálsmáli á sama hátt, en þegar kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6½-6½-7-7½ cm, prjónið STUTTAR UMFERÐIR-2 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka eins og útskýrt er að ofan, prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur í 6 cm í öllum stærðum, endið eftir 1 umferð slétt frá réttu (allur vinstri kantur í hálsmáli mælist nú ca 14-14-14½-14½-15-15½ cm innst þar sem stykkið er styst). Setjið lykkjur á hringprjón 4, ekki klippa þráðinn frá, en fitjið nú upp 66-66-68-68-70-72 lykkjur á sama hringprjón strax eftir vinstri kant í hálsmáli og prjónið nú síðan slétt frá röngu yfir 4 lykkjur í hægri kanti í hálsmáli = 74-74-76-76-78-80 lykkjur í umferð. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 4 lykkjur garðaprjón, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), prjónið brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur garðaprjón = 76-76-78-78-80-82 lykkjur. Setjið eitt merki fyrir miðju í 4 lykkjur fyrir kant í hálsmáli í annarri hliðinni. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið 1 merkiþráð í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 merkiþræðir) þannig: Setjið einn merkiþráð eftir 5 lykkjur inn frá hvorri hlið, þ.e.a.s. eftir 4 lykkjur garðaprjón + 1 lykkja slétt (= í skiptinguna á milli framstykkis og erma), setjið næstu 2 merkiþræði eftir 16 nýjar lykkjur í hvorri hlið (= í skiptinguna á milli erma og bakstykkis). Nú eru 34-34-36-36-38-40 lykkjur á milli 2 síðustu merkiþráða sem voru settir í stykkið (= bakstykki). Prjónið sléttprjón með 4 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið við v-hálsmál fyrir miðju að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! LASKALÍNA: Í fyrstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 24-28-31-34-36-38 sinnum. V-HÁLSMÁL: Í 3. umferð byrjar útaukning fyrir V-HÁLSMÁL – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í 4. hverri umferð 4-5-6-7-8-8 sinnum, síðan í annarri hverri umferð 10-9-9-8-8-9 sinnum (= alls 14-14-15-15-16-17 lykkjur fleiri fyrir v-hálsmái í hvorri hlið). Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka, klippið frá. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju að aftan á peysunni. Þetta er núna byrjun á umferð. Prjónið nú stykkið áfram hringinn frá réttu og yfir 8 lykkjur í garðaprjóni er prjónað mynstur A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina hefur fækkað um 4 lykkjur í mynsturteikningu. Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli og laskalínu (+ 4 úrtökur í A.1) er lokið eru 292-324-352-376-396-416 lykkjur í umferð. Prjónið nú áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 19-21-23-25-28-30 cm frá prjónamerki. Endið umferð fyrir miðju á bakstykki. Næsta umferð er prjónuð þannig: ATH: Stykkið skiptist fyrir ermar og fram- og bakstykki og 1-1-1-2-4-6 lykkjur frá hvorri hlið á ermum eru prjónaðar inn á prjóninn fyrir fram- og bakstykki, þannig að skiptingin á milli fram- og bakstykkis og ermar er ekki lengur við merkiþræðina: Prjónið fyrstu 42-46-50-54-59-64 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 62-70-76-80-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 84-92-100-108-118-128 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 62-70-76-80-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 42-46-50-54-59-64 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hálft bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-200-220-236-260-288 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn á hringprjón 4. Þegar stykkið mælist 30-30-30-30-29-29 cm, skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 62-70-76-80-80-80 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4. Prjóni að auki upp 1 lykkju í hverja af nýjum 8-8-10-10-12-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 70-78-86-90-92-96 lykkjur. Setjið einn merkiþráð fyrir miðju í nýjar lykkjur (= 4-4-5-5-6-8 nýjar lykkjur hvoru megin við merkiþráð). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 10-13-16-17-17-18 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Þegar ermin mælist 44-43-42-41-38-37 cm, skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Ermin mælist ca 45-44-43-42-39-38 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman kant í hálsmáli mitt að aftan þannig að saumurinn komi á röngu. Strekkið aðeins á kantinum í hálsmáli og saumið við hálsmál aftan í hnakka. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #simplyconfidentsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.