Michèle Gaultier skrifaði:
Tout d abord merci pour la réponse à ma question précédente. Bien, maintenant pourriez vous m expliquer pourquoi le bas du corps terminé en côtes mousse tourne vers l'extérieur tout le tour?sur la photo le tour est plat. A l'avance merci
24.02.2021 - 17:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gaultier, lorsque le pull est terminé, humidifiez-le avec un spray pour plantes par exemple (ou bien lavez-le en suivant bien les consignes de l'étiquette) et laissez-le sécher à plat, avec des épingles pour maintenir le bord si besoin. La bordure du bas ne devrait plus s'enrouler après séchage complet. Bonne continuation!
25.02.2021 - 07:08
Anne skrifaði:
Goedendag Ik probeerde steeds weer. Ik kom er niet uit met de twee geribbelde halsranden. Ik heb ze aan de uiteinden van de 66 steken aan de naalden hangen. Moeten ze uiteindelijk niet ergens aan vast komen te zitten of blijven het twee bungelende lapjes? Dat zal toch niet? Vriendelijke groeten. PS Dit is een enorm onduidelijk patroon. Dat moet toch helderder kunnen worden uitgelegd? En zoal seen andere klant hier al eerder vroeg: moeten de lapjes of zo: >...< Dank u
14.02.2021 - 23:22DROPS Design svaraði:
Dag Anne,
Deze uitstekende lapjes worden aan het einde aan het achterpand vastgenaaid, zie het stukje onderaan de beschrijving over 'afwerking'.
15.02.2021 - 09:34
Anne Voerman skrifaði:
Goedendag Ik heb de halsranden gebreid en ben nu bezig ze op een rondbreinaald te zetten, met dan daartussen de 66 steken. Ik weet echter niet hoe ik de halsranden op de naald moet zetten. Met de boogjes naar buiten of naar binnen . Ik snap hier niks van. Is er ergens een filmpje ? Vriendelijke groeten Anne
14.02.2021 - 13:33
Michèle Gaultier skrifaði:
Encore moi ok pour votre réponse ,mais dans la description de l empiecement il est écrit placer un marqueur à 5 mailles de chaque côté et dans votre explication ce serait 4 m pour la fin du rang ?
09.02.2021 - 12:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gaultier, il manquait en fait 1 maille endroit... vous allez augmenter ainsi: 1 jeté, 1 m end, le marqueur, 1 m end, 1 jeté - les augmentations seront ainsi symétriques et il y a 2 mailles endroit (et non 1 seule) entre les augmentations du raglan. Merci pour votre retour, la correction a été faite. Bonne continuation!
09.02.2021 - 15:09
Michèle Gaultier skrifaði:
Merci, pour votre réponse mais je ne comprends pas au début du rang 4mousse 1 jeté 1maille endroit le marqueur et 1 jeté mais à la fin cela donne le marqueur 1 jeté 1endroit 4mousse ça n'est pas symétrique. Donc au début avant le jeté j'ai 4 mailles et à la fin après le jeté j'ai 5 mailles ?
08.02.2021 - 14:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gaultier, en début de rang vous tricotez ainsi la toute première augmentation: 4 m point mousse, 1 jeté, 1 maille endroit, marqueur, 1 jeté et vous tricotez la dernière augmentation ainsi quand il reste 5 mailles: 1 jeté, 1 maille endroit, marqueur, 1 jeté, 4 m point mousse. Vos augmentations sont symétriques. Bon tricot!
08.02.2021 - 15:52
Michèle Gaultier skrifaði:
Voilà je ne comprends pas le raglan. Est ce qu' il faut partager le 1er rang et le faire en miroir . C est bien 1m avant le fil marqueur 1 jeté ensuite la maille endroit ,le fil marqueur et 1jeté .si je regarde votre tutoriel c est 1 jeté 1 maille endroit le marqueur 1 m endroit 1 jeté. A l'avance merci.
06.02.2021 - 11:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gaultier, augmentez pour le raglan comme expliqué sous RAGLAN dans ce modèle (la vidéo et la leçon montre une technique standard, il faut toutefois suivre la technique correspondant au modèle), autrement dit, vous augmentez ainsi: 1 jeté, 1 m end, le fil marqueur, 1 jeté. Bon tricot!
08.02.2021 - 08:07
Marie Ganting skrifaði:
Jag avser sticka December Moon 206-12 i mörkgrått. Blir det tokmelerat om jag tar en tråd Kid Silk askgrå (hittar inte mörkgrått) och en tråd Flora (alternativt Alpacka) mörkgrå? Vill inte ge ett brokigt intryck.
11.01.2021 - 18:54DROPS Design svaraði:
Marie. Fargevalg er ganske personlig,men vil mene at de fargene du skriver vil passe fint sammen. Både DROPS Flora, mørk grått og DROPS Kid-Silk, askgrått har litt melert i seg, slik at de vil gå fint sammen uten noen merkbare overgang. mvh DROPS design
18.01.2021 - 14:42
Chan skrifaði:
Hello, yarn DROPS Lace is no longer available. What would be the best alternative, to get the same frothy look and feel as on the picture jumper? Thanks
04.01.2021 - 16:22DROPS Design svaraði:
Dear Chan, you could try with 2 strands Kid-Silk or 1 strand Flora + 1 strand Kid-Silk - try out swatching these to check if you like the fabric/texture - or any yarn from yarn group B - as DROPS Sky suggested here. Happy knitting!
05.01.2021 - 11:51
Kitty skrifaði:
Bonjour,je ne sais pas tricoter avec des aiguilles circulaires est il possible de réaliser ce pull avec des aiguilles droites ? merci
22.11.2020 - 19:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Kitty! Bien sur, regardez la lecon DROPS ICI. Bon tricot!
22.11.2020 - 19:36
Catlady101 skrifaði:
Hi, is there any size guide, I found none in the FAQ and what exactly incm or inches are sizes S-XXL???
25.10.2020 - 17:12DROPS Design svaraði:
Dear Catlady101, there is no one that is good for all kind of size guide, as every style is, however at every pattern you will find the scamatics drawing, which has all the measurements you need to decide which size to make. Happy Knitting!
25.10.2020 - 21:24
Simply Confident#simplyconfidentsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu og v-hálsmáli úr DROPS Lace og DROPS Kid-Silk eða DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-14 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR-1 (á við um hægri kant í hálsmáli): Byrjið frá réttu og prjónið þannig: * 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 3 fyrstu lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. STUTTAR UMFERÐIR-2 (á við um vinstri kant í hálsmáli): Byrjið frá röngu og prjónið þannig: * 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 3 fyrstu lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið síðan 1 umferð slétt frá röngu yfir allar 4 lykkjur. LASKALÍNA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (merkiþráðurinn situr hér), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við hvern merkiþráð sem eftir er (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. V-HÁLSMÁL: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 4 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið á stykki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru allir uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru prjónaðir 2 lausir kantar í hálsmáli. Þeir eru settir inn á hringprjóninn þegar fitjaðar eru upp lykkjur fyrir hálsmáli eins og útskýrt er í uppskrift (kantar í hálsmáli eru síðar saumaðir saman við miðju að aftan og saumaðir síðan við hálsmál aftan í hnakka). Prjónið síðan berustykki fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður, JAFNFRAMT er aukið út fyrir v-hálsmáli og laskalínu. Þegar útaukning fyrir v-hálsmáli er lokið er prjónað áfram í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón 3,5 með Lace + Kid-Silk (= 2 þræðir) eða 1 þræði Sky og prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan (1. umferð = rétta). Þegar kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6½-6½-7-7½ cm, prjónið STUTTAR UMFERÐIR-1 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka, prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur í 6 cm í öllum stærðum, endið eftir 1 umferð slétt frá röngu (allur hægri kantur í hálsmáli mælist nú ca 14-14-14½-14½-15-15½ cm innst þar sem stykkið er styst). Klippið frá og geymið kantinn í hálsmáli. Prjónið vinstri kant í hálsmáli á sama hátt, en þegar kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6½-6½-7-7½ cm, prjónið STUTTAR UMFERÐIR-2 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka eins og útskýrt er að ofan, prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur í 6 cm í öllum stærðum, endið eftir 1 umferð slétt frá réttu (allur vinstri kantur í hálsmáli mælist nú ca 14-14-14½-14½-15-15½ cm innst þar sem stykkið er styst). Setjið lykkjur á hringprjón 4, ekki klippa þráðinn frá, en fitjið nú upp 66-66-68-68-70-72 lykkjur á sama hringprjón strax eftir vinstri kant í hálsmáli og prjónið nú síðan slétt frá röngu yfir 4 lykkjur í hægri kanti í hálsmáli = 74-74-76-76-78-80 lykkjur í umferð. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 4 lykkjur garðaprjón, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), prjónið brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur garðaprjón = 76-76-78-78-80-82 lykkjur. Setjið eitt merki fyrir miðju í 4 lykkjur fyrir kant í hálsmáli í annarri hliðinni. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið 1 merkiþráð í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 merkiþræðir) þannig: Setjið einn merkiþráð eftir 5 lykkjur inn frá hvorri hlið, þ.e.a.s. eftir 4 lykkjur garðaprjón + 1 lykkja slétt (= í skiptinguna á milli framstykkis og erma), setjið næstu 2 merkiþræði eftir 16 nýjar lykkjur í hvorri hlið (= í skiptinguna á milli erma og bakstykkis). Nú eru 34-34-36-36-38-40 lykkjur á milli 2 síðustu merkiþráða sem voru settir í stykkið (= bakstykki). Prjónið sléttprjón með 4 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið við v-hálsmál fyrir miðju að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! LASKALÍNA: Í fyrstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 24-28-31-34-36-38 sinnum. V-HÁLSMÁL: Í 3. umferð byrjar útaukning fyrir V-HÁLSMÁL – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í 4. hverri umferð 4-5-6-7-8-8 sinnum, síðan í annarri hverri umferð 10-9-9-8-8-9 sinnum (= alls 14-14-15-15-16-17 lykkjur fleiri fyrir v-hálsmái í hvorri hlið). Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka, klippið frá. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju að aftan á peysunni. Þetta er núna byrjun á umferð. Prjónið nú stykkið áfram hringinn frá réttu og yfir 8 lykkjur í garðaprjóni er prjónað mynstur A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina hefur fækkað um 4 lykkjur í mynsturteikningu. Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli og laskalínu (+ 4 úrtökur í A.1) er lokið eru 292-324-352-376-396-416 lykkjur í umferð. Prjónið nú áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 19-21-23-25-28-30 cm frá prjónamerki. Endið umferð fyrir miðju á bakstykki. Næsta umferð er prjónuð þannig: ATH: Stykkið skiptist fyrir ermar og fram- og bakstykki og 1-1-1-2-4-6 lykkjur frá hvorri hlið á ermum eru prjónaðar inn á prjóninn fyrir fram- og bakstykki, þannig að skiptingin á milli fram- og bakstykkis og ermar er ekki lengur við merkiþræðina: Prjónið fyrstu 42-46-50-54-59-64 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 62-70-76-80-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 84-92-100-108-118-128 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 62-70-76-80-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 42-46-50-54-59-64 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hálft bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-200-220-236-260-288 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn á hringprjón 4. Þegar stykkið mælist 30-30-30-30-29-29 cm, skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 62-70-76-80-80-80 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4. Prjóni að auki upp 1 lykkju í hverja af nýjum 8-8-10-10-12-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 70-78-86-90-92-96 lykkjur. Setjið einn merkiþráð fyrir miðju í nýjar lykkjur (= 4-4-5-5-6-8 nýjar lykkjur hvoru megin við merkiþráð). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 10-13-16-17-17-18 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Þegar ermin mælist 44-43-42-41-38-37 cm, skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Ermin mælist ca 45-44-43-42-39-38 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman kant í hálsmáli mitt að aftan þannig að saumurinn komi á röngu. Strekkið aðeins á kantinum í hálsmáli og saumið við hálsmál aftan í hnakka. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #simplyconfidentsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.