BIBI skrifaði:
Merci DROPS pour la réponse rapide! Je m'en doutais mais préférais que la correction soit effective pour tous.
25.09.2019 - 12:18
BIBI skrifaði:
Le 20 juillet, Ben vous a demandé si la rehausse était correcte et il vous a donné une solution; vous n'y avez pas répondu à ma connaissance. J'en suis au même point de reflexion et j'abonde dans son sens! merci de signifier l'erreur et attend pour continuer. Car le modèle est superbe..
24.09.2019 - 19:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Bibi, nos stylistes vont vérifier la réhausse pour qu'il y ait le même nombre de rangs de chaque côté du milieu dos. Edit 11:27: la correction a été faite, vous la retrouverez dans les explications et en rouge sous "corrections". Bon tricot!
25.09.2019 - 07:56
Ben skrifaði:
Hi DROPS, Thanks for this great pattern. Just a comment regarding the elevation - I think the instructions result in an asymmetrical elevation. After the 75 knit stitches there needs to be 90 purl stiches, then turn and knit 45 stitches - which will return the working yarn to the mid back. Is this correct?
20.08.2019 - 00:21
Birgit skrifaði:
Hvor er diagrammet til denne genseren? Jeg strikker den og plutselig er diagrammet borte???
22.07.2019 - 10:57DROPS Design svaraði:
Hei Birgit, Diagrammene er på bunnen av oppskriften. God fornøyelse!
23.07.2019 - 07:38
Susanne skrifaði:
Vielen lieben Dank für die prompte Hilfe!! Da ist mir wohl doch eine Zunahme entwischt. Ich stricke sehr viel, auch Norwegermuster, nach Ihren Anleitungen und auch mit der tollen Wolle-ich bin immer SEHR zufrieden!
21.06.2019 - 17:29
Susanne skrifaði:
Hallo, leider komme ich bei der Größe 146/152 nicht auf 270 Maschen am Ende der Passe, kann es sein, daß im Diagramm Zunahmen fehlen? Am Anfang komme ich noch auf 135 Maschen, im Diagramm sind 5 Zunahmereihen angegeben, aber mir fehlen ca. 40 Maschen
21.06.2019 - 15:02DROPS Design svaraði:
Liebe Susanne, Diagram beginnt mit 5 M und es wird 27 Mal wiederholt = 135 Maschen. Dann nehmen Sie 5 Mal 1 Masche in jedem A.1 = es sind 10 Maschen in jedem A.1 vor der Reihe mit dem Pfeil, dh 10 Maschen x 27 = 270, bei der Reihe mit dem Pfeil nehmen Sie 38 M regelmäßig verteilt zu = 308 M. Viel Spaß beim stricken!
21.06.2019 - 16:08
Marijke skrifaði:
Bij mij niet hoor, alleen de kleuren met bijbehorende figuurtjes!
01.06.2019 - 01:19
Marijke skrifaði:
Waar is het telpatroon van deze trui?
21.05.2019 - 22:54DROPS Design svaraði:
Dag Marijke,
Het telpatroon staat helemaal onderaan het patroon.
22.05.2019 - 12:43
Dalvik#dalviksweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð 2-12 ára. Prjónuð húfa fyrir börn úr DROPS BabyMerino með norrænu mynstri.
DROPS Children 34-18 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 27) = 3,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá eru prjónaðar ca önnur hver og þriðja hver lykkja slétt saman. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til þess að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Byrjið frá réttu mitt að aftan og prjónið með litnum dökk grár þannig: Prjónið 15-15-16-16-17-17 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið 30-30-32-32-34-34 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 45-45-48-48-51-51 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið 60-60-64-64-68-68 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 75-75-80-80-85-85 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið brugðið 90-90-96-96-102-102 lykkjur. Snúið og prjónið að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (A.2 á einungis við stærð 2 ára – þessi mynstureining hefur verið prjónuð á berustykki í hinum stærðunum). Húfa: Sjá mynstureiningu A.3. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjóni. Eða hægt er að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-90-92-94-96-98 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með litnum dökk grár Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 27-30-33-31-34-37 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 115-120-125-125-130-135 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = miðja að aftan. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu þá beint áfram í berustykki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið A.1 hringinn (= 23-24-25-25-26-27 mynstureiningar með 5 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í umferð á undan umferð merktri með ör í A.1, eru 230-240-250-250-260-270 lykkjur í umferð. Í umferð merktri með ör í A.1, er aukið út um 10-20-22-30-36-38 lykkjur jafnt yfir = 240-260-272-280-296-308 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 14-16-16-16-16-16 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni og í litnum grár þar til stykkið mælist 14-16-16-17-18-19 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 35-38-40-42-44-46 lykkjur sléttprjón með litnum grár (= ½ bakstykki), setjið næstu 50-54-56-56-60-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 70-76-80-84-88-92 lykkjur sléttprjón með litnum grár (= framstykki), setjið næstu 50-54-56-56-60-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 35-38-40-42-44-46 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni með litnum grár (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-172-184-192-200 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi í aðra hlið á stykki. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið A.2 hringinn (á einungis við um stærð 2 ára – þessi mynstureining hefur verið prjónuð í berustykki í hinum stærðunum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum grár (á við um allar stærðir). Prjónið með litnum grár þar til stykkið mælist ca 15-17-21-24-27-30 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, það eru ca 5 cm til loka). Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 50-54-56-56-60-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 3 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar vor upp undir ermi = 56-60-62-64-68-70 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-8-8 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið A.2 hringinn (á einungis við um stærð 2 – þessi mynstureining hefur verið prjónuð í berustykki í hinum stærðunum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum grár (á við um allar stærðir). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-3-3½-4-4-4½ cm millibili alls 6-7-7-7-8-8 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Prjónið síðan með litnum grár þar til ermin mælist 18-21-26-29-33-37 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 5 cm að loka máli). Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Ermin mælist ca 23-26-31-34-38-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir í sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 138-144-150 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með litnum dökk grár Baby Merino. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 26-28-30 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 112-116-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið A.3 hringinn (= 28-29-30 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í umferð merktri með ör í A.3 er fækkað um 1-2-0 lykkjur jafnt yfir = 111-114-120 lykkjur. Haldið áfram með mynstur (nú er pláss fyrir 37-38-40 mynstureiningar með 3 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 11 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið síðan sléttprjón með litnum grár. Þegar stykkið mælist 13-15-17 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 1-4-0 lykkjur jafnt yfir = 110-110-120 lykkjur. Setjið nú 10 prjónamerki í stykkið með 11-11-12 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman (= 10 lykkjur færri). Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 9 sinnum í öllum stærðum = 20-20-30 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 10-10-15 lykkjur eftir. Prjónið 1 umferð til viðbótar þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 5-5-8 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 19-21-23 cm ofan frá og niður. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dalviksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.