ROUSSEAU Anne skrifaði:
Merci, c'est compris. AR
02.10.2023 - 16:29
ROUSSEAU Anne skrifaði:
Je ne comprends pas votre réponse; c'est à dire que je prends les deux extrémités de la pelote que je tricote ensemble ( 2 fils) ou la laine est-t-elle constituée déjà de deux fils par pelote?
28.09.2023 - 16:32DROPS Design svaraði:
Bonjour, Vous pouvez prendre les 2 extremités de la pelote ou la diviser en 2 pelotes plus petites. Bon tricot!
29.09.2023 - 09:48
ROUSSEAU ANNE skrifaði:
Bonjour, Pour ce modèle, j'ai commandé la laine en respectant les quantités et couleurs données dans le chapitre Fournitures. Pour 5 coloris de rayures, il n'y a besoin que d'une pelote de 50g. Comment dois-je procéder pour tricoter avec 2fils? Merci pour votre réponse. Cordialement. AR
28.09.2023 - 14:29DROPS Design svaraði:
Bonjour, Chaque rayure du diagramme se tricote avec 2 fils Air de la même couleur (donc, de la même pelote) Bon tricot!
28.09.2023 - 15:10
Jette skrifaði:
Jeg vil strikke på pinde nr.4 med merino cotton. Kan jeg få opskriften lavet om så vil det være dejligt.
18.09.2023 - 10:53DROPS Design svaraði:
Hei Jette. Vi har dessverre ikke muligheten til å omregne en allerede publisert oppskrift til en annen pinnestr. og garn. Det vil bli et helt annet design/målskisse/garnmengde osv osv. Men bruk vår søkemotor og søk på damegenser, striper og garn i garngruppe B. Mange oppskrifter vil dukke opp. mvh DROPS Design
18.09.2023 - 11:02
Claudine Deman skrifaði:
Par quelle qualité peut-on remplacer la Drops Air please? Merci
14.08.2023 - 11:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Deman, vous pouvez remplacer 1 fil DROPS Air par une autre laine du groupe de fils C ou bien 2 fils du groupe de fils A ou bien 2 fils DROPS Air par une laine du groupe de fils E - utilisez notre convertisseur pour voir les alternatives et les quantités correspondantes, pensez à bien sélectionner "1 fil" ou "2 fils" au choix. Bon tricot!
14.08.2023 - 13:11
Elena skrifaði:
Se voglio realizzare il modello happy stripes in tinta unita taglia M quanta lana devo acquistare?
13.08.2023 - 10:25DROPS Design svaraði:
Buonasera Elena, per un'assistenza così personalizzata può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
15.08.2023 - 20:49
Mona Rønnest skrifaði:
Hej. Strikker str small. Kan ikke få masketallet til at passe efter de 12 udtagninger, jeg har kun 150 masker, men skal have 156. Hvad er der galt?
14.04.2023 - 07:07DROPS Design svaraði:
Hei Mona I str. S legger du opp 54 masker og strikker halskanten, deretter økes det med 6 masker jevnt fordelt = 60 masker når du bytter pinnestr. og starter på bærestykket. På hver økeomgang økes det med 8 masker og du skal øke 12 ganger = 8x12= 96 + de 60 maskene du hadde = 96+60= 156 masker når alle økninger er ferdig. mvh DROPS Design
17.04.2023 - 14:35
Birgitte skrifaði:
Jeg kan ikke få det til at passe, at jeg i str. L kun skal starte med 58 masker. Det kan næsten ikke kommer over hovedet og på billedet er halsen mere åben og jeg kan tælle en del flere masker . Kan i mon hjælpe?
15.01.2023 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hei Birgitte. Det stemmer med 58 masker. Selv om det kan virke noe trangt er garnet ganske tøyelig. Og med 2 tråder er det litt tyngde, slik at plagget vil sige litt ned. mvh DROPS Design
16.01.2023 - 13:27
Tanja skrifaði:
Jeg forstår ikke hvad jeg gør galt! Når jeg har strikket de første 25 cm og taget ud efter opskriften og skal dele op i for og bag ser det ud som om 1. ærme starter og slutter før raglanudtagninger? Har jeg startet omgangen forkert? Skal man skifte tråd ved at slå om?
04.01.2023 - 21:19DROPS Design svaraði:
Hei Tanja. Omgangen starter 2 masker før 1. merketråd og når alle økningene er gjort, strikker du i str. L 2 masker før 1. merketråd + 50 masker (opprinnelig 20 masker som er økt med 15 masker på hver side) + 2 masker etter 2. merketråd = 54 masker. Sette de neste 36 maskene på 1 tråd til erme. Det er nå 2 masker før 3. merketråd. Legg opp 6 nye masker på pinnen. Strikk de 2 maskene før 3. merketråd + 50 masker + 2 masker etter 4. merketråd = 54 masker. Sette de neste 36 maskene på 1 tråd til erme. Legg opp 6 nye masker på pinnen. mvh DROPS Design
06.01.2023 - 11:55
Mieke Van Oort skrifaði:
Op 31-01-2021 is de vraag van Corry beantwoord en gezegd dat het patroon aangepast gaat worden. Dat vind ik niet terug in de beschrijving. Is het overigens niet lelijk dat de overgang van de strepen op de mouw komt te liggen? Zou het midden achter niet mooier uitvallen?
14.12.2022 - 23:04
Happy Stripes#happystripessweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu, blöðuermum og röndum. Stykkið er prjónað úr 2 þráðum DROPS Air, ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-1 |
||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. RENDUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni með 2 þráðum Air. Prjónið A.1 einu sinni, síðan er prjónað A.2 eins langt og hægt er til loka (á við um bæði fram- og bakstykki og ermar). LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 merkin þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkið situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri og alls 8 lykkjur fleiri í útaukningsumferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um fyrir miðju undir ermum): Aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr fyrir miðju í þessum 4 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónaður í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður til loka. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. Allt stykkið er prjónað úr 2 þráðum Air. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 54-56-58-62-64-66 lykkjur á stuttan hringprjón 7 með 2 þráðum í litnum blár. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-2-6-4-2 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 = 60-60-60-68-68-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 9 og prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið 4 merki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Teljið 2 lykkjur, setjið 1 merki á undan næstu lykkju (= ermi), teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur, setjið 1 merki á undan næstu lykkju (= bakstykki), teljið 10 lykkjur í öllum stærðum, setjið 1 merki á undan næstu lykkju (= ermi), teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur, setjið 1 merki á undan næstu lykkju (= framstykki), teljið síðustu 8 lykkjur í öllum stærðum (= ermi). Prjónið síðan þannig: Prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 12-14-15-16-17-19 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 156-172-180-196-204-220 lykkjur í umferð. Haldið áfram með rendur þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 48-52-54-60-64-70 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 30-34-36-38-38-40 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 48-52-54-60-64-70 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 30-34-36-38-38-40 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 104-112-120-132-144-156 lykkjur. Byrjið umferð í annarri hliðinni á fram- og bakstykki, mitt í 4-4-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur í A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 eins langt og hægt er til loka. Þegar stykkið mælist 25 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 7 og 2 þræði í litnum blár. Prjónið garðaprjón hringinn í 3 cm og endið með 1 umferð brugðið. Fellið laust af með sléttum lykkjum, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjóni. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 30-34-36-38-38-40 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 34-38-42-44-46-48 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju í 4-4-6-6-8-8 lykkjur undir ermi og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Merkiþráðurinn er notaður síðar þegar aukið er út fyrir miðju undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur á sama hátt og á fram- og bakstykki (mikilvægt er að halda áfram í sömu umferð og á fram- og bakstykki eftir berustykki). Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 4-5-5-5-4½-4½ cm millibili alls 8-7-6-6-6-6 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist ca 45-44-42-40-39-37 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 23-24-25-26-27-28 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 7. Prjónið garðaprjón hringinn í 3 cm og endið eftir 1 umferð brugðið. Fellið af með sléttum lykkjum, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Ermin mælist ca 49-48-46-44-43-41 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #happystripessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.