Eva Magashazi skrifaði:
Wie oft wird das Muster A.1 gestrickt und besteht A.1 nur aus 2 Runden??
02.01.2019 - 12:54DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Magashazi, A.1 wird nur einmal in der Höhe gestrickt = 2 Runde nur. Dann wird A.2 über A.1 gestrickt (und in der Höhe wiederholt). Viel Spaß beim stricken!
02.01.2019 - 13:08
Suzanne Rodskier skrifaði:
På bildet av modellen er det en skillelinje tvers over ermet på høyde med der bærestykket begynner. Hva er dette?
02.01.2019 - 12:04DROPS Design svaraði:
Hei Suzanne. Det ser ut som det er noe rart med bildet her, det blir ikke noen sånn linje i plagget. God fornøyelse
25.01.2019 - 11:00
Liv Haram skrifaði:
196/29 oppskrift. Skal man felle hver 4.omgang fra begynnelsen av A2 raglanfellinga? Hva menes med raglanlinja?
20.11.2018 - 09:59DROPS Design svaraði:
Hei Liv. ja, den første fellingen til raglan gjøres på 1 omgang av A.2, deretter hver 4 omgang til du har felt totalt på totalt 9-8-8-8-8-9 omganger. Deretter feller du på annenhver omgang til du har felt på 11-16-19-22-25-26 omganger til. Raglanlinjen er overgangen mellom bol og ermer, der du feller til raglan (Altså, A.2 går over hver raglanlinje) God fornøyelse
20.11.2018 - 11:59
Linda Balliet skrifaði:
I have an advertisement for your yarn that I had kept from a creative knitting magazine May 2006. Their was a picture of a girl wearing a pull over striped sweater. It is beautiful!! Would you still have the pattern and yarn for this sweater? On the picture it says Drops 77,Model 17. Your yarn and patterns are certainly top notch. I wish you had a store here in the US. Thank you for your help
16.11.2018 - 21:09
Monique skrifaði:
Sehr schöner Pullover! Die Raglan-Schräge ist toll gemacht!
13.07.2018 - 09:02
Green Wood#greenwoodsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð aðsniðin peysan úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með laskalínu og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-29 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 264 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 64) = 14,1. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 3. og 4. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og mitt undir ermum): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (þ.e.a.s. fækkið lykkjum hvoru megin við A.2) = 8 lykkjur færri í hverri umferð með úrtöku. Fækkið lykkjum á undan A.2 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.2, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á eftir A.2 þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. Síðan eru fram- og bakstykki og ermar sett á sama hringprjón og berustykkið er prjónað í hring til loka. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 264-292-320-352-388-424 lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 64-72-80-88-96-104 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA-1 = 200-220-240-264-292-320 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6 cm í öllum stærðum er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 100-110-120-132-146-160 lykkjur (= í hliðum). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin – lesið ÚRTAKA-2 = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í öðrum hverjum cm alls 5 sinnum á hvorri hlið = 180-200-220-244-272-300 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 20 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚTAUKNING = 4 lykkjur fleiri. Aukið svona út í öðrum hverjum cm alls 5 sinnum í hvorri hlið = 200-220-240-264-292-320 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 30 cm í öllum stærðum. Í næstu umferð eru felldar af 10-10-12-12-14-16 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 5-5-6-6-7-8 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin). Nú eru 90-100-108-120-132-144 lykkjur eftir á fram- og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar eins og útskýrt er að neðan. ERMI: Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Fitjið upp 56-60-60-64-68-68 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-12-10-12-12-10 lykkjur jafnt yfir = 46-48-50-52-56-58 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 8 cm í öllum stærðum er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 9-9-11-10-11-7 sinnum og síðan með 1 cm millibili alls 5-9-11-13-13-18 sinnum = 74-84-94-98-104-108 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 45-44-42-41-39-37 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Í næstu umferð eru felldar af 10-10-12-12-14-16 lykkjur mitt undir ermi fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 5-5-6-6-7-8 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 64-74-82-86-90-92 lykkjur eftir í umferð. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón 3 eins og fram- og bakstykki og felldar eru af lykkjur fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 308-348-380-412-444-472 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma = 4 prjónamerki. Hugsið að stykkið sé á líkamanum og byrjið umferð við prjónamerki í skiptingunni á milli bakstykkis og vinstri ermi, þ.e.a.s. byrjið 9-9-9-10-10-10 lykkjum á undan þessu prjónamerki og prjónið fyrstu umferð þannig: Prjónið A.1 (= 17-17-17-19-19-19 lykkjur sem auknar eru til 23-23-23-27-27-27 lykkjur), prjónið sléttprjón yfir ermi þar til eftir eru 8-8-8-9-9-9 lykkjur á undan næsta prjónamerki, prjónið A.1 (= 17-17-17-19-19-19 lykkjur sem auknar eru til 23-23-23-27-27-27 lykkjur), prjónið sléttprjón yfir framstykki þar til eftir eru 9-9-9-10-10-10 lykkjur á undan næsta prjónamerki. Prjónið A.1 (= 17-17-17-19-19-19 lykkjur sem auknar eru til 23-23-23-25-25-25 lykkjur), prjónið sléttprjón yfir ermi þar til eftir eru 8-8-8-9-9-9 lykkjur á undan næsta prjónamerki, prjónið A.1 (= 17-17-17-19-19-19 lykkjur sem auknar eru til 23-23-23-27-27-27 lykkjur) og prjónið sléttprjón yfir bakstykki að byrjun á umferð = 332-372-404-444-476-504 lykkjur í umferð. Haldið svona áfram með mynstur, en þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað A.2 yfir 23-23-23-27-27-27 lykkjur í hverri laskalínu (vegna mynsturs kemur lykkjufjöldi í A.2 að breytast á milli 23 og 21 lykkju í S, M og L og á milli 27 og 25 lykkjur í XL, XXL og XXXL). JAFNFRAMT í sömu umferð og A.2 byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram með úrtöku fyrir laskalínu í 4. hverri umferð alls 9-8-8-8-8-9 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 11-16-19-22-25-26 sinnum. Eftir síðustu úrtöku eru 172-180-188-204-212-224 lykkjur eftir í umferð og stykkið mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Í næstu umferð eru prjónaðar sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 6-6-6-8-8-8 lykkjur jafnt yfir A.2 í hverri laskalínu = 148-156-164-172-180-192 lykkjur eftir í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 24-28-32-32-36-40 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA-1 = 124-128-132-140-144-152 lykkjur. Prjónið síðan kant í hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #greenwoodsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.