Katja skrifaði:
Under beskrivningen ok, fjärde raden. ´börja 9 maskor FÖR markör`. För? Vadå för? Eller ska det stå före?
22.12.2021 - 22:09DROPS Design svaraði:
Hej Katja. Ja vi menar före. Tack för info, detta är nu rättat. Mvh DROPS Design
23.12.2021 - 07:24
Njusja skrifaði:
Hoi ik wil dit patroon zonder kabel breien,hoe verloopt dan de mindering van de raglan? Met vriendelijke groet Njusja
30.11.2020 - 21:40DROPS Design svaraði:
Dag Njusja,
Je kunt dit op dezelfde manier doen als aangegeven in het patroon. Als je het patroon zonder kabel wilt breien, brei je in plaats van het telpatroon tricotsteek, maar brei wel minder steken over het gedeelte van het patroon omdat je voor kabelwerk altijd meer steken in de breedte nodig hebt. Dus het gedeelte in het telpatroon waar de kabel zit de helft minder steken ongeveer.
04.12.2020 - 19:10
Valborg Opsahl skrifaði:
Hei. Det står at flettingen skal begynne slik. Sitat: \"...dvs start 9-9-9-10-10-10 masker før dette merket og strikk første omgang slik: Strikk A.1...\"Sitat slutt. Jeg ville begynt ca. midt i, fletten, 8m. til venstre for 1. markør ( altså fra 1.m. i omgangen) og avsluttet med de første ni m. i slutten av omgangen. Blir det feil? Takk, mvh. Valborg.
18.11.2020 - 18:28DROPS Design svaraði:
Hei Valborg. Anbefaler at man starter slik det står i oppskriften, da kan man følge oppskriften hele veien. Da vil man starte omgangen med diagram A.1. mvh DROPS design
30.11.2020 - 09:35
Bjørg Øhrn Christensen skrifaði:
Jeg la inn et spørsmål den 13.1, men har ikke fått svar??
20.01.2020 - 20:07DROPS Design svaraði:
Hei Bjørg. Vi beklager så mye at du ikke har fått svar. Bolen på genseren er 30 cm i alle størrelser, mens bærestykket varierer i lengde i de forskjellige størrelsene. I størrelse L er bærestykket 28 cm langt og bolen er 30 cm, dette utgjør en total lengde på 58 cm. Om du er usikker på lengden anbefaler vi å måle et plagg du vet passer deg godt for å dobbelsjekke målene. Lykke til!
22.01.2020 - 15:26
Bjørg Øhrn Christensen skrifaði:
Strikker genseren Green Wood! Står i oppskriften (for alle str!!!) at når arbeidet måler 30 cm skal det felles til ermhull?? Stemmer dette! Blir ikke genseren da litt kort? Jeg strikker L! Mvh Bjørg
13.01.2020 - 11:08DROPS Design svaraði:
Hei Bjørg. På denne modellen er det 30 cm, ønsker du den lengre (og har nok garn), kan du strikke den lengre før du deler til ermhull. Et tips er å ta en titt på målskissen og mål på deg selv. God Fornøyelse!
03.02.2020 - 15:00
Elke skrifaði:
Hallo, sind in A1 und A2 nur die Hinreihen oder auch die Rückreihen angegeben? HG Elke
01.01.2020 - 19:48DROPS Design svaraði:
Liebe Elke, die Diagramme zeigen alle Reihen, die Diagramme sind hier in der Runde gestrickt, dh alle Reihen rechts nach links stricken. hier lesen Sie mehr über Diagramme. Viel Spaß beim stricken!
02.01.2020 - 15:33
Alice Dingemans skrifaði:
Geachte hier ben ik nogmaals met een vraag. Na de mindering en voor de raglan in patroon A2 moet men nogmaals 6 steken minderen in de raglan lijn van A2. Wat bedoelen ze daarmee? Vriendelijke groet en bedankt. Alice
25.12.2019 - 19:10DROPS Design svaraði:
Dag Alice,
Het is de bedoeling dat je boven elke A.2 6 steken mindert (dus 24 steken geminderd in totaal op de naald). Dit wordt gedaan omdat de raglanlijn een kabel is. Een kabel neemt meer steken in de breedte en door te minderen voordat je de boord breit, blijft het mooi in vorm.
26.12.2019 - 16:28
Alice Dingemans skrifaði:
Hallo hier ben ik weer, sorry voor de vele vragen. Maar is het normaal na het bijzetten van de mouwen op de rondbreinaald de eerste toeren zeer moeilijk te breien zijn of doe ik iets verkeerd en zoja hoe kan ik dit oplossen. Vriendelijke groeten en dank bij voorbaat. Groetjes Alice
14.12.2019 - 19:14DROPS Design svaraði:
Dag Alice,
Bij de overgang van de mouw het pand kan het inderdaad lastig breien zijn als je net alles bij elkaar hebt gezet. Het handigst is om een langere rondbreinaald te gebruiken en dan steeds de rechter naald er uit te trekken, een lus maken met de draad en dan opnieuw insteken. Dit wordt ook wel de magic loop genoemd en uitgelegd in deze video.
16.12.2019 - 16:40
Christel skrifaði:
Äntligen en modell som stickas nerifrån och upp! Går det att översätta beskrivningen till Puna, garngrupp B?
05.12.2019 - 19:53DROPS Design svaraði:
Hej Christel, garngruppe B er tykkere end A og hvis du strikker blusen i Puna med 21 m på 10 cm, så vil blusen blive 14% større. Vi kan desværre ikke hjælpe dig med at regne opskriften om, men du kan jo evt vælge en størrelse mindre... :)
06.12.2019 - 08:02
Alice skrifaði:
Hallo ik begrijp iets niet goed (denk ik) in verband met de mindering van de armsgaten van de mouwen, doe ik deze mindering bij het breien van de mouw of tijdens het plaatsen van de mouw op de rondbreinaald van voor en achterpand, daar er staat in het patroon voor het maken van de PAS : plaats de mouwen op dezelfde rondbreinaald als het lijf, terwijl u steken afkanten voor de armsgaten, doe dit zonder de steken te breien? Ik brei de M maat. Vriendelijke groet en dank bij voorbaat. Alice
03.12.2019 - 18:51DROPS Design svaraði:
Dag Alice,
Er stond een vertaalfoutje in. Er moet staan waar steken zijn afgekant, in plaats van terwijl u steken afkant. Waarschijnlijk zorgde dit voor de verwarring, het is nu aangepast!
05.12.2019 - 20:05
Green Wood#greenwoodsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð aðsniðin peysan úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með laskalínu og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-29 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 264 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 64) = 14,1. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 3. og 4. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og mitt undir ermum): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (þ.e.a.s. fækkið lykkjum hvoru megin við A.2) = 8 lykkjur færri í hverri umferð með úrtöku. Fækkið lykkjum á undan A.2 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.2, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á eftir A.2 þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. Síðan eru fram- og bakstykki og ermar sett á sama hringprjón og berustykkið er prjónað í hring til loka. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 264-292-320-352-388-424 lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 64-72-80-88-96-104 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA-1 = 200-220-240-264-292-320 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6 cm í öllum stærðum er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 100-110-120-132-146-160 lykkjur (= í hliðum). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin – lesið ÚRTAKA-2 = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í öðrum hverjum cm alls 5 sinnum á hvorri hlið = 180-200-220-244-272-300 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 20 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚTAUKNING = 4 lykkjur fleiri. Aukið svona út í öðrum hverjum cm alls 5 sinnum í hvorri hlið = 200-220-240-264-292-320 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 30 cm í öllum stærðum. Í næstu umferð eru felldar af 10-10-12-12-14-16 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 5-5-6-6-7-8 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin). Nú eru 90-100-108-120-132-144 lykkjur eftir á fram- og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar eins og útskýrt er að neðan. ERMI: Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Fitjið upp 56-60-60-64-68-68 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-12-10-12-12-10 lykkjur jafnt yfir = 46-48-50-52-56-58 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 8 cm í öllum stærðum er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 9-9-11-10-11-7 sinnum og síðan með 1 cm millibili alls 5-9-11-13-13-18 sinnum = 74-84-94-98-104-108 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 45-44-42-41-39-37 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Í næstu umferð eru felldar af 10-10-12-12-14-16 lykkjur mitt undir ermi fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 5-5-6-6-7-8 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 64-74-82-86-90-92 lykkjur eftir í umferð. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón 3 eins og fram- og bakstykki og felldar eru af lykkjur fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 308-348-380-412-444-472 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma = 4 prjónamerki. Hugsið að stykkið sé á líkamanum og byrjið umferð við prjónamerki í skiptingunni á milli bakstykkis og vinstri ermi, þ.e.a.s. byrjið 9-9-9-10-10-10 lykkjum á undan þessu prjónamerki og prjónið fyrstu umferð þannig: Prjónið A.1 (= 17-17-17-19-19-19 lykkjur sem auknar eru til 23-23-23-27-27-27 lykkjur), prjónið sléttprjón yfir ermi þar til eftir eru 8-8-8-9-9-9 lykkjur á undan næsta prjónamerki, prjónið A.1 (= 17-17-17-19-19-19 lykkjur sem auknar eru til 23-23-23-27-27-27 lykkjur), prjónið sléttprjón yfir framstykki þar til eftir eru 9-9-9-10-10-10 lykkjur á undan næsta prjónamerki. Prjónið A.1 (= 17-17-17-19-19-19 lykkjur sem auknar eru til 23-23-23-25-25-25 lykkjur), prjónið sléttprjón yfir ermi þar til eftir eru 8-8-8-9-9-9 lykkjur á undan næsta prjónamerki, prjónið A.1 (= 17-17-17-19-19-19 lykkjur sem auknar eru til 23-23-23-27-27-27 lykkjur) og prjónið sléttprjón yfir bakstykki að byrjun á umferð = 332-372-404-444-476-504 lykkjur í umferð. Haldið svona áfram með mynstur, en þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað A.2 yfir 23-23-23-27-27-27 lykkjur í hverri laskalínu (vegna mynsturs kemur lykkjufjöldi í A.2 að breytast á milli 23 og 21 lykkju í S, M og L og á milli 27 og 25 lykkjur í XL, XXL og XXXL). JAFNFRAMT í sömu umferð og A.2 byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram með úrtöku fyrir laskalínu í 4. hverri umferð alls 9-8-8-8-8-9 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 11-16-19-22-25-26 sinnum. Eftir síðustu úrtöku eru 172-180-188-204-212-224 lykkjur eftir í umferð og stykkið mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Í næstu umferð eru prjónaðar sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 6-6-6-8-8-8 lykkjur jafnt yfir A.2 í hverri laskalínu = 148-156-164-172-180-192 lykkjur eftir í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 24-28-32-32-36-40 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA-1 = 124-128-132-140-144-152 lykkjur. Prjónið síðan kant í hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #greenwoodsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.