Valeria Madau skrifaði:
Nella spiegazione dello sprone non capisco cosa significa” lavorare1(=manica)” . Si intende 1 maglia,1motivoA oppure 1 gettato? Grazie in anticipo per la risposta è grazie per tutti i bellissimi modelli che proponete!
10.02.2019 - 13:41DROPS Design svaraði:
Buonasera Valeria, abbiamo corretto il testo, deve lavorare 1 maglia diritto per le maniche. Grazie pera segnalazione. Buon lavoro!
10.02.2019 - 15:27
Alexandre skrifaði:
Bonjour, Il y a une petite imprecision au niveau des cotes du col, à mon avis, (= 1 maille endroit 3 / 2 mailles envers) doit être lu (= 3 mailles endroits / 2 mailles envers). Bien à vous, Alex
10.02.2019 - 12:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Alex et merci pour votre retour, cette faute de frappe a été corrigée. Bon tricot!
11.02.2019 - 12:18
Nadia skrifaði:
Seguendo le Vs.istruzioni,non riesco a capire come dividere i punti per le maniche, davanti e dietro. I 69 punti delle maniche includono anche parte del motivo A1 e se si quanti punti? Grazie.
05.12.2018 - 17:36DROPS Design svaraði:
Buongiorno Nadia. Sì i 69 punti per le maniche comprendono 49 m lavorate a diritto più 10 maglie (a destra e a sinistra delle 49 m) lavorate seguendo il motivo A1. In tutto 69 maglie. Buon lavoro!
06.12.2018 - 11:38
Marzella Parth skrifaði:
Frage zu: Anleitung DROPS 196-30 Hallo! Ich würde gerne den Pulli häkeln, nicht stricken, meine Frage ist, wie viel Garn brauche ich von dem Garn Drops Puna 100% Alpaka für Gr. 44 ? lg Marcella
27.11.2018 - 06:03DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Parth, wir haben leider nur die Garnmenge für diesen Pullover als gestrickt und nich als gehäkelt - gerne können Sie von unsere gehäkelte Pullover inspirieren. Gerne wird Ihnen Ihr DROPS Laden auch telefonisch oder per E-Mail weiterhelfen. Viel Spaß beim häkeln!
27.11.2018 - 09:00
Janet skrifaði:
Ein tolles, schlichtes Modell, welches durch kleine Akzente stark zur Wirkung kommt --> Raglanlinie und kleine Seitenschlitze
13.06.2018 - 18:44
Wednesday Mood#wednesdaymoodsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Puna eða DROPS Daisy. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með áferð. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-30 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 27,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 27. og 28. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.1 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppsláturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (prjónamerki situr hér), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Fram- og bakstykki skiptist við klauf, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-115-120-125-135-145 lykkjur á hringprjón 3,5 með Puna eða Daisy. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-7-10-9-11-17 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 114-122-130-134-146-162 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 18-22-26-28-34-42 lykkjur slétt (= bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 (= 19 lykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 (= 19 lykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 18-22-26-28-34-42 lykkjur slétt (= framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 (= 19 lykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 (= 19 lykkjur). Fyrsta útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út í annarri hverri umferð alls 24-27-30-33-36-39 sinnum = 306-338-370-398-434-474 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll útaukning fyrir laskalínu er lokið mælist stykkið ca 17-19-21-24-26-28 cm. Prjónið síðan mynstur og sléttar lykkjur, en án útaukningar þar til stykkið mælist 19-21-23-24-26-29 cm (stillið af að næsta umferð í mynstri sé prjónuð með sléttum lykkjum). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 75-85-95-103-115-129 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 69-75-81-87-93-99 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 84-94-104-112-124-138 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 69-75-81-87-93-99 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 9 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-204-224-240-264-292 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út. Haldið áfram hringinn og prjónið A.2 (= 26 lykkjur) yfir 8 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum og 9 lykkjur hvoru megin við þær (þ.e.a.s. 13 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist stykkið ca 7½ cm. Haldið síðan áfram hringinn með sléttum lykkjum og í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út svona með 3 cm millibili alls 3 sinnum = 196-216-236-252-276-304 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 16-16-16-17-17-16 cm. Nú skiptist stykkið í fram- og bakstykki og stykkin eru prjónuð til loka fram- og til baka hvort fyrir sig. Setjið 98-108-118-126-138-152 lykkjur á milli prjónamerkja í hliðum á 1 band fyrir framstykki. Prjónið bakstykkið þannig: BAKSTYKKI: = 98-108-118-126-138-152 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 5 lykkjum í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 23-23-23-24-24-23 cm er aukið út um 30-30-30-37-40-41 lykkjur jafnt yfir (en ekki yfir lykkjur í garðaprjóni) = 128-138-148-163-178-193 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 2 umferðir garðaprjón. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 5 lykkjur garðaprjón, * 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 3 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Prjónið svona stroff í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með prjón 4. Öll peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. FRAMSTYKKI: = 98-108-118-126-138-152 lykkjur. Setjið til baka lykkjur á hringprjón 4 og prjónið alveg eins og bakstykki. ERMI: Setjið 69-75-81-87-93-99 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 77-83-89-95-101-107 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað síðar þegar lykkjum fækkar mitt undir ermi. Prjónið A.3 (= 28 lykkjur) mitt undir ermi (þ.e.a.s. 14 lykkjur af A.3 hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi). Aðrar lykkjur í umferð eru prjónaðar slétt. Þegar allt A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina hefur fækkað um 18 lykkjur = 59-65-71-77-83-89 lykkjur. Haldið síðan áfram hringinn með sléttum lykkjum og í næstu umferð er fækkað um 2 lykkjur undir ermi. Haldið síðan áfram hringinn með sléttum lykkjum og í næstu umferð er fækkað um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 10.-7.-6.-5.-4.-3. hverri umferð alls 7-9-11-13-15-17 sinnum = 45-47-49-51-53-55 lykkjur. Prjónið síðan með sléttum lykkjum þar til ermin mælist 37-35-34-33-32-29 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 5-8-6-9-7-10 lykkjur jafnt yfir = 50-55-55-60-60-65 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan stroff (= 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með prjón 4. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wednesdaymoodsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.