Celine skrifaði:
Bonjour pouvez vous me donner un peu plus d'informations sur les manchettes dans le début des explications s'est 18 maille ou rangs et comment on fait le retour. Merci
22.03.2019 - 05:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, les manchettes se tricotent en rond (= tous les tours sur l'endroit), on tricote les 47 mailles ainsi: répétez 9 fois *1 m torse à l'end, 1 m env* (= 18 m), puis tricotez A.1 (= 10 m) et terminez en répétant 9 fois *1 m env, 1 m torse à l'end) (= 18 m). Au tour suivant, tricotez les mailles en côtes de la même façon, tout en suivant le diagramme A.1 (lisez le diagramme de droite à gauche tous les tours). Bon tricot!
22.03.2019 - 09:03Adrija Laha Mukherji skrifaði:
Hi. Need couple of clarifications - 1. Do I follow the diagram from bottom to top? 2. Do I follow the rows from left to right?
21.11.2018 - 09:51DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Laha Mukherji, read diagram bottom up starting on the right corner and read each row from the right towards the left (since you are working in the round). Happy knitting!
21.11.2018 - 10:20
Marga Valkenburg skrifaði:
Hoe maak ik de omslag als ik daarna 1 steek averecht moet breien?
29.10.2018 - 22:02DROPS Design svaraði:
Dag Marga,
Je maakt dan eerst de omslag zoals je gewend bent en daarna breng je het garen voor het werk, zodat je de averechte steek kunt brein (Je hebt dan a.h.w. anderhalve omslag)
31.10.2018 - 14:42
Ruth M skrifaði:
NOTE: This pattern is written in American English. All measurements in charts are in cm. For conversion from inches to cm - click here. All your patterns I read in American English have this statement above. YET, American English would mean your charts should be in inches, not centimeters. So I am already confused by your statement. It gets worse, because your very next line says to convert from in. to cm. see here--but the pattern is in cm already! PLEASE remedy this confusion.
26.10.2018 - 22:26
Winter Dunes#winterdunesset |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð húfa, hálsskjól og handstúkur úr DROPS Puna. Settið er prjónað í stroffprjóni og sólfjaðramynstri.
DROPS 192-21 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Hálsskjól: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): 1 kantlykkja í garðaprjóni = prjónið lykkjuna slétt frá réttu og slétt frá röngu. ÚTAUKNING (á við um hálsskjól): Útaukningar eru gerðar frá réttu! Aukið út um 1 lykkju á undan hverri snúinni lykkju slétt með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skipt er yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 120-130 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með Puna. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 12-13 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram í stroffprjóni, en passið uppá að sléttu lykkjurnar séu prjónaðar snúnar slétt. Þegar stykkið mælist 3 cm í báðum stærðum er skipt yfir á stuttan hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu þannig að þú vitir allan tímann hvar byrjunin á umferðinni er. Prjónið síðan A.2 hringinn (= 12-13 mynstureiningar með 10 lykkjum – passið uppá að prjóna mynstur í hverri umferð). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.2 einu sinni til viðbótar á hæðina, en nú færist byrjun á umferð til um 1 lykkju til vinstri, þ.e.a.s. lyftið yfir fyrstu lykkjunni á vinstri prjón yfir á hægri prjón án þess að prjóna lykkjuna, færið jafnframt prjónamerkið þannig að nú byrjar umferðin hér. Prjónið A.2 hringinn eins og áður, lykkjan sem var færð yfir á hægri prjón er nú prjónuð eins og síðasta lykkja í síðustu mynstureiningu með A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3 hringinn (= 12-13 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með snúna lykkju slétt yfir snúna lykkju slétt og brugðna lykkju yfir brugðna lykkju þar til húfan mælist 22-24 cm. Prjónið A.4 hringinn (= 12-13 mynstureiningar með 10 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka eru 12-13 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið 1 umferð þar sem allar lykkjur eru prjónaðar snúnar slétt saman 2 og 2 = 6-7 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 25-27 cm ofan frá og niður. ---------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 150-170 lykkjur á hringprjón 3 með Puna. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 15-17 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið áfram í stroffprjóni, en passið uppá að sléttu lykkjurnar séu prjónaðar snúnar slétt. Þegar stykkið mælist 3-4 cm er skipt yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu þannig að þú vitir allan tímann hvar byrjunin á umferðinni er. Prjónið síðan A.2 hringinn (= 15-17 mynstureiningar með 10 lykkjum – passið uppá að prjóna mynstur í hverri umferð). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.2 einu sinni til viðbótar, en nú færist byrjunin á umferðinni um 1 lykkju til vinstri, þ.e.a.s. lyftið yfir fyrstu lykkjunni á vinstri prjón yfir á hægri prjón án þess að prjóna lykkjuna, færið jafnframt prjónamerkið þannig að nú byrjar umferðin hér. Prjónið A.2 hringinn eins og áður, lykkjan sem var færð yfir á hægri prjón er nú prjónuð eins og síðasta lykkja í síðustu mynstureiningu með A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3 hringinn (= 15-17 mynstureiningar með 10 lykkjum), en eftir 2 umferð með A.3 skiptist stykkið við prjónamerkið, fitjið JAFNFRAMT upp 1 lykkju í lok síðustu umferðar = 151-171 lykkjur. Prjónið síðan stroffprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan (lykkjur sem prjónaðar voru snúnar slétt frá réttu eru nú prjónaðar snúnar brugðið frá röngu og lykkjurnar sem prjónaðar voru brugðið frá réttu eru nú prjónaðar slétt frá röngu). JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu eru auknar allar 1 lykkja brugðin til 2 lykkjur brugðnar – sjá ÚTAUKNING = 225-255 lykkjur í umferð. Haldið áfram í stroffprjóni fram og til baka í 6-7 cm. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Hálsskjólið mælist ca 22-24 cm frá uppfitjunarkanti og niður. ---------------------------------------------------------- HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. HANDSTÚKA: Fitjið upp 47-51 lykkjur á sokkaprjóna 3 með Puna. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir fyrstu 18-20 lykkjur, prjónið A.1 (= 10 lykkjur), * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja snúin slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 18-20 lykkjur og endið með 1 lykkju brugðið. Haldið áfram í stroffprjóni. Þegar stykkið mælist 2½-3 cm skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Næsta umferð er prjónuð þannig: Haldið áfram í stroffprjóni eins og áður yfir fyrstu 18-20 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, prjónið A.2 (= 10 lykkjur), setjið 1 prjónamerki (lykkjur í A.2 eru nú merktar þannig að auðveldara er að prjóna mynstur), haldið áfram með stroff eins og áður yfir síðustu 19-21 lykkjur. Haldið áfram í stroffprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er næsta umferð prjónuð þannig: * 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir fyrstu 18-20 lykkjur eins og áður, prjónið 1 umferð snúna slétt, færið fyrra prjónamerkið hingað, prjónið A.5 (= 10 lykkjur), færið seinna prjónamerkið hingað, * 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 18-20 lykkjur. Haldið áfram í stroffprjóni þar til A.5 hefur verið prjónað til loka. Skiptið til baka yfir á sokkaprjón 3. Prjónið síðan stroffprjón hringinn með snúnar sléttar lykkjur yfir snúnar sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur (fellið af með grófari prjónum til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur). Handstúkan mælast ca 18-19 cm ofan frá og niður. Prjónið hina handstúkuna á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterdunesset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 192-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.