Susan Greenfield skrifaði:
Can I make this in just brushed alpaca silk? Plus can I buy a printed pattern?
16.11.2018 - 20:24DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Greenfield, this jacket is worked with 2 strands yarn group C (= Air + Brushed Alpaca Silk), you could replace Air by Brushed Alpaca Silk working then with 2 strands Brushed Alpaca Silk, but remember the texture will be different - read more about alternatives here. Our patterns can be printed for free - you may ask your DROPS Store for any printed version. Happy knitting!
19.11.2018 - 07:54
Tine Vanderheyden skrifaði:
In het patroon staat: \"Ga zo verder heen en weer gebreid door steeds 3 steken minder te breien dan de vorige naald en meerder 1 steek na elke kabel/A.4 iedere 4e naald tot u 7 herhalingen van A.4 in de hoogte heeft gebreid (= 42 naalden). Het werk meet ongeveer 72-72-77-77-84-84 cm vanaf het midden van de cirkel en naar beneden midden achter. De laatste naald wordt aan de verkeerde kant gebreid. Knip de draad niet af.\" Is die naald aan de verkeerde kant over alle steken ?
15.11.2018 - 21:51DROPS Design svaraði:
Dag Tine,
Je breit verder zoals beschreven staat bij NAALD 1 t/m NAALD 4, dat betekent dus dat je zowel op de heengaande als de teruggaande naald 3 steken minder breit.
19.11.2018 - 08:56
Ursula skrifaði:
Hello Rachael, I had the same problem (look below in German) - there is missing only one word in the description: ROW 3 (right side): Work until there are 4 stitches MORE left before the cable/A.4 with the marker thread mid back, turn. That ist the solution.
15.11.2018 - 18:50
Rachael skrifaði:
I have followed the short row basic video and still have this hole as you purl into this stitch every odd row. (Even row it is a slipped stitch)
15.11.2018 - 09:42DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, don't forget to tighten the yarn wen working first stitch - you can also use the technique with wrap & turns if you rather.
15.11.2018 - 13:36
Rachael skrifaði:
Hi again. I think you misunderstood my question. In row 3 of your instructions for lower front, you say to work till 4 stitches before cable with marker thread in it. This is the same instruction as row 1. I have done this with the repeats (18 rows)and it leave a huge hole when you knit stitches together. Is this an error and should read 4 more stitches before cable? .
15.11.2018 - 09:40DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, your question has been forwarded to our design team. Thanks in advance for your patience.
15.11.2018 - 13:36Rachael skrifaði:
Hi. I’m a little confused with the description for the lower left front. If I’m always turning with 4 stitches left before mid back for 18 rows this is going to leave a huge hole when all are knitted together. Is this supposed to be staggered like the other side? Eg 4 more stitches before mid back (8 stitches total; then 12; 16 etc. thanks
15.11.2018 - 09:02DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, after you have worked the short rows on the left side, you'll work the right side mirored, then work an edge placing all sts on the circle back on needle - the final piece should look like as the measurement chart thanks to the short rows. Happy knitting!
15.11.2018 - 09:32Rachael skrifaði:
Hi. I’m a little confused with the description for the lower left front. If I’m always turning with 4 stitches left before mid back for 18 rows this is going to leave a huge hole when all are knitted together. Is this supposed to be staggered like the other side? Eg 4 more stitches before mid back (8 stitches total; then 12; 16 etc. thanks
15.11.2018 - 09:00
Ursula skrifaði:
Es ist ein Fehler in der Anleitung: Es muss bei Vorderteile/unterer Rücken beim zweiten Mal 3. Reihe richtig heißen: 3. REIHE (Hin-Reihe): Stricken, bis noch 4 Maschen MEHR vor dem Zopf/A.4 mit dem Markierungsfaden an der hinteren Rückenmitte übrig sind, wenden. Dies ergibt sich erst aus dem folgenden Text: über den unteren Teil ... gegengleich, d.h. in jeder Rück-Reihe wenden, wenn noch 4 Maschen MEHR als beim letzten Mal vor dem Zopf übrig sind
13.11.2018 - 08:35
Ursula skrifaði:
Ich habe die gleiche Frage wie Kerstin Bengtsson: Ich verstehe nicht, ob ich bis 3 Maschen vor den Markierfaden zurückstricken soll, also die ganze Reihe, oder nur 3 Maschen über die Stelle hinaus, wo ich das letzte Mal gewendet habe Und ich verstehe nicht, dass ich immer 4 Maschen vor dem Mittelzopf wenden soll, also immer an der gleichen Stelle - das gibt doch eine große Beule oder nicht? Für Aufklärung bin ich dankbar!
11.11.2018 - 17:24DROPS Design svaraði:
Liebe Ursula, bei den VORDERTEILE und UNTERER RÜCKEN stricken Sie jetzt verkürzten Reihen, dh Sie stricken 3 Maschen weniger am Ende jeder Reihe - gleichzeitig 1 Masche nach jedem Zopf/A.4 in alle 4. Reihe zunehmen (wie unter Reihe 3 beschrieben). Viel Spaß beim stricken!
12.11.2018 - 10:21
Tine Vanderheyden skrifaði:
Klopt het dat ik na het afkanten voor de armsgaten eert een naald met minder steken moet breien en nadien pas steken opzetten? Het lijkt me raar dat ik dan eerst een kleine cirkel heb? Of zet ik die 20 nieuwe steken op onmiddellijk nadat ik de 2 steen heb afgekant zodat de cirkel even groot blijft?
10.11.2018 - 16:41DROPS Design svaraði:
Dag Tine,
Na de naald dat je hebt afgekant voor de armsgaten, zet je gelijk weer steken op waar je steken had afgekant. Op die manier heb je de armsgaten gecreëerd.
11.11.2018 - 12:34
Empress#empressjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð síð hringpeysa úr 1 þræði DROPS Air og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað í hring með áferð. Stærð S - XXXL.
DROPS 194-17 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um ermar): Öll úrtaka er gerð frá hlið með brugðnum lykkjum. Fækkið um lykkju með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HRINGPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna frá miðju á baki og út. Skiptið yfir á hringprjón þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Prjónið síðan fram og til baka með stuttum umferðum fyrir framstykki og niður yfir bak. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður í sléttprjóni með rönguna út. Vegna þyngdar á garninu þá kemur flíkin til með að teygjast við notkun. HRINGUR: Fitjið upp 8 lykkjur á sokkaprjón 8 með 1 þræði Air og 1 þræð Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Skiptið lykkjunum yfir á 4 sokkaprjóna þannig að það verða 2 lykkjur á hverjum sokkaprjón. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónamerki fylgir með í stykkinu. Prjónið mynstur í hring eftir A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, alls 8 sinnum í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 er lokið eru 48 lykkjur í umferð. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið A.2 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, alls 16 sinnum hringinn í umferð. Eftir næst síðustu umferð í A.2 eru 128-128-144-144-160-160 lykkjur í umferð. Síðasta umferð í A.2 er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 39-39-45-45-49-49 lykkjur (nú eru eftir 1-1-0-0-1-1 lykkja í síðustu mynstureiningu A.2 sem var prjónuð), setjið eitt nýtt prjónamerki hér (það fylgir með í stykkinu og er notað síðar þegar stuttar umferðir eru prjónaðar fyrir framstykki og niður yfir bol á bakstykki), fellið af næstu 20-21-22-23-24-25 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 49-47-55-53-63-61 lykkjur, fellið af síðustu 20-21-22-23-24-25 lykkjur (= handvegur). Stykkið mælist ca 39-39-41-41-47-47 cm að þvermáli. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 8-8-9-9-10-10 lykkjur í fyrstu umferð í mynsturteikningu) alls 16 sinnum hringinn í umferð og fitjið jafnframt upp 20-21-22-23-24-25 nýjar lykkjur á prjóninn þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg = 128-128-144-144-160-160 lykkjur. Haldið áfram hringinn með A.3 þar til öll mynstureiningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Nú eru 304-304-352-352-400-400 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 87-87-97-97-111-111 cm að þvermáli. Klippið frá. Setjið fyrstu 94-94-110-110-124-124 lykkjur í umferð (= lykkjur á milli 2 prjónamerkja) á þráð. FRAMSTYKKI OG NIÐUR YFIR BOL Á BAKSTYKKI: Nú eru 210-210-242-242-276-276 lykkjur fyrir framstykki og niður yfir bol á bakstykki. Byrjið frá réttu eftir annað prjónamerki og prjónið stuttar umferðir fram og til baka fyrir framstykki og niður yfir bol á bakstykki þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og A.4 (= 3 lykkjur) yfir hvern kaðal þar til 3 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki (þ.e.a.s. að byrjun á umferð), snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið til baka þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og A.4 yfir hvern kaðal þar til eftir eru 6 lykkjur á undan prjónamerki, JAFNFRAMT er auki út um 1 lykkju brugðið á eftir hverjum kaðli/A.4, snúið. UMFERÐ 4: Prjónið til baka þar til 6 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, snúið. Haldið áfram fram og til baka svona með því að prjóna yfir 3 lykkjur færri en í fyrri umferð og aukið út um 1 lykkju á eftir hverjum kaðli/A.4 í 4. hverri umferð þar til prjónaðar hafa verið 7 mynstureiningar með A.4 á hæðina (= 42 umferðir). Stykkið mælist ca 72-72-77-77-84-84 cm frá miðju á hring og niður yfir miðju á baki á hringpeysu. Síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Klippið ekki frá. Setjið eitt prjónamerki í miðju kaðal/A.4 miðja aftan á hringpeysu. Prjónið nú áfram fram og til baka með mynstri eins og áður yfir neðri hluta á vinstra framstykki þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan kaðli/A.4 með prjónamerki í miðju aftan á hringpeysu, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið þar til eftir eru 3 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á undan prjónamerki (byrjun á umferð), JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju brugðna á eftir hverjum kaðli/A.4, snúið. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið þar til eftir eru 4 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á undan kaðli/A.4 með prjónamerki í miðju baki á hringprjóni, snúið. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið þar til eftir eru 3 lykkjur fleiri en í fyrri umferð á undan prjónamerki, snúið. Haldið áfram fram og til baka svona með mynstri og útaukningu á eftir hverjum kaðli/A.4 í 4. hverri umferð þar til prjónaðar hafa verið 3 mynstureiningar A.4 á hæðina (= 18 umferðir). Klippið frá. Byrjið frá réttu og eftir A.4 (miðja að aftan) og prjónið stuttar umferðir fram og til baka yfir neðri hluta á hægra framstykki alveg eins, nema spegilmynd, þ.e.a.s. í hverri umferð frá röngu er snúið við þegar eftir eru 4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð á undan kaðli/A.4 með prjónamerki í miðju að aftan á hringpeysu og í hverri umferð frá réttu er snúið við þegar eftir eru 3 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. KANTUR: Setjið til baka allar lykkjur á hring á hringprjóna og prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í kringum allan hringinn. Fellið af, en til að affellingarkanturinn verði ekki stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja. ERMI: Ermar eru prjónaðar með sléttprjóni og í frágang eru þær með rönguna út. Fitjið upp 11-11-12-12-14-14 lykkjur á hringprjón 8 með 1 þræði Air og 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið sléttprjón fram og til baka, JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá hvorri hlið þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 2 sinnum, 1 lykkja 3-4-5-6-6-7 sinnum, 2 lykkjur 1 sinni og 4 lykkjur 1 sinni = 37-39-42-44-46-48 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 7-6-6-5-5-4 cm millibili alls 6-7-7-8-8-9 sinnum = 25-25-28-28-30-30 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-42-40-40-39-39 cm aukið út um 7-7-4-9-7-7 lykkjur jafnt yfir = 32-32-32-37-37-37 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið stroff með byrjun frá hlið með brugðið (sléttprjón með rönguna út) þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni (2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 5 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 55-56-55-56-56-57 cm frá ermakúpu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við affellingar-/uppfitjunarkantinn. Saumið saum undir ermum. Passið að saumurinn verði ekki stífur. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #empressjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.