DROPS / 194 / 14

Drakkar by DROPS Design

Prjónað sjal úr DROPS Air með klukkuprjóni í tveimur litum.

Leitarorð: klukkuprjón, rendur, sjal,

DROPS Design: Mynstur ai-149
Garnflokkur C eða A + A
-------------------------------------------------------

Mál: 40 cm mælt í miðju og ca 200 cm mælt meðfram kantlykkju efst
Efni:
DROPS AIR frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
150 g litur 10, þoka
150 g litur 02, hveiti

-------------------------------------------------------

FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
13 lykkjur á breidd og 18 umferðir (talið í miðjulykkju) á hæðina með klukkuprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 6: lengd 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (2)

65% Alpakka, 28% Polyamide, 7% Ull
frá 1188.00 kr /50g
DROPS Air mix DROPS Air mix 1188.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Air uni colour DROPS Air uni colour 1188.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7128kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

KLUKKUPRJÓN Í TVEIMUR LITUM:
UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið með þoka þannig:
1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir (meðtalinn uppsláttur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri) og 1 kantlykkja með garðaprjóni. Snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið með þoka þannig:
1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir (meðtalinn uppsláttur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri) og 1 kantlykkja með garðaprjóni.
Færið lykkjurnar til baka á hringprjóninum þannig að prjónað sé frá sömu hlið einu sinni til viðbótar og skiptið um lit – sjá LEIÐBEININGAR-1.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið með hveiti þannig:
1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðna saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir (meðtalinn uppsláttur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri) og 1 kantlykkja með garðaprjóni. Snúið stykkinu.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið með þoka þannig:
1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðna saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir (meðtalinn uppsláttur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri) og 1 kantlykkja með garðaprjóni.
Færið lykkjurnar til baka á hringprjóninum þannig að prjónað sé frá sömu hlið einu sinni til viðbótar og skiptið um lit.
UMFERÐ 5 (= ranga): Prjónið með hveiti þannig:
1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir (meðtalinn uppsláttur), endið með 1 uppslætti, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), og 1 kantlykkja með garðaprjóni. Snúið stykkinu.
Endurtakið síðan umferð 2-5.

LEIÐBEININGAR-1:
Ef þú ert í einhverjum vafa um hvaða lit þú átt að prjóna næst með, þá getur þú alltaf séð hvaða lit fyrri umferð var prjónuð með á litnum á kantlykkjunni.

ÚTAUKNING:
Allar útaukningar eru gerðar í umferð með þoka frá réttu.
Prjónið 5 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn þannig: * Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að steypa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var yfir á hægri prjón, sláið 1 sinni uppá hægri prjón *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 5 lykkjur (= 4 lykkjur fleiri).
Í næstu umferð eru lykkjurnar prjónaðar inn í mynstur.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SJAL – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.

SJAL:
Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 6 með þoka. Prjónið 1 umferð slétt.
UMFERÐ 1 (= frá röngu): 1 kantlykkja með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 kantlykkja, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 kantlykkja með garðaprjóni.
Þ.e.a.s. aukið út um 1 lykkju með því að prjóna 1 uppslátt innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið, uppsláttur án útaukningar er klukkuprjóns uppsláttur, þ.e.a.s. prjóna á hann saman með lykkju við hlið á næstu umferð.
UMFERÐ 2 (= frá réttu): Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 kantlykkja með garðaprjóni.
UMFERÐ 3: 1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja slétt, * sláið sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir (meðtalinn uppsláttur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 kantlykkja með garðaprjóni.
UMFERÐ 4: 1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir (meðtalinn uppsláttur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 kantlykkja með garðaprjóni = 13 lykkjur (fyrir utan klukkuprjóns uppslátt).
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Prjónið síðan KLUKKUPRJÓN Í TVEIMUR LITUM – sjá útskýringu að ofan, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu.
Þ.e.a.s. aukið út um 2 lykkjur í hverri umferð, innan við 1 kantlykkju.
Þegar umferð 1 til 5 hefur verið prjónað 1 sinni eru 23 lykkjur í umferð (fyrir utan klukkuprjóns uppslátt). Setjið 1 prjónamerki í hverja og eina af 3 miðju lykkjum slétt séð frá réttu (þ.e.a.s. slétt lykkja með þoka). Nú er einnig auki út í þessar 3 lykkjur í 2. umferð í klukkuprjóni – sjá ÚTAUKNING (= 14 lykkjur fleiri alls).
Haldið áfram með útaukningu á hvorri hlið innan við 1 kantlykkju í hverri umferð og aukið út í 3 lykkjur með prjónamerki í 8. Hverri umferð. Þ.e.a.s. það verða fleiri lykkjur á milli hverra og einna af sléttum lykkjum með prjónamerki í. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 40 cm, mælt fyrir miðju á sjali.
Fellið af með hveiti, með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja með sléttum lykkjum, þetta er gert til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur.

Athugasemdir (2)

Dea 10.11.2018 - 22:44:

Scusate, mi sono accorto di aver letto male spiegazioni. In ogni caso ho trovato un piccolo errore al FERRO 3 della spiegazione dello Scialle. Dice di passare una maglia a diritto, ma le maglie se si devono passare le si passa solo a rovescio.

DROPS Design 11.11.2018 kl. 15:50:

Buongiorno Dea. Abbiamo corretto il testo. La ringraziamo per la segnalazione. Buon lavoro!

Dea 10.11.2018 - 21:10:

Buonasera. Il ferro 1 delle tecniche e il ferro 1 dello scialle non combaciano come procedimento perchè? In quello delle tecniche dice così FERRO 1 (= rovescio del lavoro): Lavorare con il colore nebbia come segue:..... lavorare insieme a diritto la maglia gettata e la maglia passata *, ripetere da ..." nell'altro questa frase FERRO 1 (= rovescio del lavoro): ".. lavorare insieme a diritto la maglia gettata e la maglia passata.." non c'è.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-14

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.