Angelika skrifaði:
Hej Hur många varv ska det vara på sulan? Jag får det till 6 varv när jag kollar diagramet. Virkar jag efter beskrivningen för storlek 38/40 får jag mer än 76 fm. Ska jag öka i varje varv och på näst sista varvet? Hur många maskor ska det vara efter varje varv på sulan? Tack på förhand
07.12.2019 - 03:14DROPS Design svaraði:
Hei Angelika! Ja, sålen består av 6 omganger. På siste omgang skal det være 76 fastmasker, 6. omgang skal se slik ut: A.1a = 1 luftmaske + 7 fastmasker, A.1b = 8 fastmasker, A.1c = 22 fastmasker, A.1d 8 fastmasker, A.1e = 8 fastmasker, A.1f 22 fastmasker. Dette utgjør 76 masker (inkludert 1 luftmaske). Lykke til!
09.12.2019 - 09:14
Anja skrifaði:
Had graag dergelijk patroon gehad om te breien.
30.03.2019 - 22:36
Devra skrifaði:
Hi - I'm making a pair of Cool Kicks for a friend of mine and he's a size 47. Could you please let me know how many metres of yarn I need for each of the colours pictured ie grey, black and off white. I would also appreciate amended pattern instruction for a size 47. Thanks in advance.
21.03.2019 - 06:38DROPS Design svaraði:
Dear Devra, we are unfortunately not able to adjust every pattern to every single request. For any further individual assistance adjusting to the desired size you are welcome to contact your DROPS store (even per mail or telephone) or any crochet forum. Happy crocheting!
21.03.2019 - 09:12
Vanja Johannessen skrifaði:
Kan noen hjelpe meg med å lese diagrammet. Skjønner ikke bæret. Hvor ble det av omg-oppskrift? 🤦🏽♀️Hvor begynner og hvor slutter oppskriften? Hvordan skal alle disse maskene i A1 a og b havne i samme maske?
19.02.2019 - 22:08DROPS Design svaraði:
Hei Vanja. Du har allerede heklet 1 luftmaskerad (sorte stjerner med grå bakgrunn i A.1). Du skal nå hekle rundt denne luftmaskeraden (først langs den ene siden, og så langs den andre siden) - slik at du hekler i en oval med luftmaskeraden i midten. Diagrammet leses slik: begynn med den sorte ovalen innerst i A.1a. Du hekler mot klokkeretningen (fra høyre mot venstre) og hekler deg symbol for symbol bortover, rad for rad utover. På 1 første omgang vil stavene i A.1a og A.1b hekles i samme luftmaske, det samme gjelder A.1d og A.1e. Når du har heklet rundt hele luftmaskeraden er du tilbake der du startet. Hekle etter rad 2, begynn med den sorte ovalen osv. God fornøyelse.
22.02.2019 - 14:32
MALHERBE skrifaði:
Bonjour, pour ce modèle vous prescrivez la laine DROPS Eskimo, qui me semble effectivement bien adaptée, mais qui se crochète avec un crochet 8. Par contre dans les explications vous parlez d'un échantillon avec un crochet 5, et je suppose donc que le nombre de mailles indiqué correspond à une utilisation du crochet 5 et non 8. C'est bien ça, avant que je me lance ? Merci d'avance.
15.02.2019 - 14:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Malherbe, on crochète effectivement ici avec un crochet plus petit que d'habitude pour obtenir la texture souhaitée, votre échantillon doit être de 14 ms x 17 rangs = 10 x 10 cm, ce que vous pouvez obtenir avec un crochet 5, ou + ou - gros en fonction de votre façon de crocheter, ajustez la taille du crochet si besoin. Bon crochet!
15.02.2019 - 15:53Carola skrifaði:
I really enjoyed making these slippers, but now that they're finished, they seem very big and bulky (more so than in the picture). Would you recommend some kind of finishing, washing or blocking, to make them fit a bit more tightly? I made a pair sized 38-40, and used the exact hook and yarn the pattern calls for.
06.01.2019 - 00:50DROPS Design svaraði:
Hi Carola, Have you checked your knitting tension? If you knit too loosely, you need to go down a needle size to get the right measurements. Happy knitting!
07.01.2019 - 08:21
Cool Kicks#coolkicksslippers |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaðar tátiljur úr DROPS Snow. Stærð 35 - 43.
DROPS 193-6 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Svæðið merkt með gráu hefur nú þegar verið heklað, þetta sýnir einungis hvernig hekla á næstu umferð í lykkjurnar/umferðina. HEKLLEIÐBEININGAR-1 (hringinn): Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju, þ.e.a.s. hoppið yfir 1. lykkju frá fyrri umferð. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð. LITASKIPTI-1: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit er síðasta fastalykkjan hekluð áður en skipt er um lit þannig: Stingið heklunálinni í síðustu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum um heklunálina með nýja litnum og dragið þráðinn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni. Haldið áfram með nýja litinn. LITASKIPTI-2 (skraut): Heklið keðjulykkju í lok fyrstu umferðar með nýja litnum. HEKLLEIÐBEININGAR-2 (á við þegar heklað er fram og til baka): Allar umferðir byrja með 1 loftlykkju, loftlykkjan kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju. 2 FASTALYKKJUR SAMAN: * Stingið heklunálinni í næstu lykkju, sækið þráðinn *, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (= 1 fastalykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá sóla og upp yfir kant. Síðan er heklaður hálfur hringur ofan á tá, þetta er heklað saman með kanti á sóla. Síðan er heklað band, hliðar/bakstykki fram og til baka og kantur að framan við reimarnar. Að lokum er spællinn heklaður og skrautið, gerð er tvinnuð snúar fyrir reim. Athugið vel litaskipti sem koma jafnóðum inn í stykkið og lesið MYNSTUR að ofan. SÓLI: Sólinn er heklaður í hring með byrjun mitt undir sóla. Heklið loftlykkjuröð með 22-24-28 loftlykkjur (= svæðið er merkt með gráum í mynsturteikningu A.1) með heklunál 5 með litnum svartur. Heklið síðan í hring (þ.e.a.s. hvoru megin við þessa loftlykkjuröð) þannig: Heklið A.1a yfir fyrstu loftlykkju, setjið 1 prjónamerki hér (= mitt framan á tá), heklið A.1b yfir sömu loftlykkju, heklið A.1c yfir næstu 20-22-26 loftlykkjur (= 10-11-13 mynstureiningar með 2 lykkjum), heklið A.1d og A.1e yfir síðustu loftlykkju, heklið síðan hringinn á gangstæðri hlið við loftlykkjuröð, þ.e.a.s. heklið A.1f yfir þessar 20-22-26 loftlykkjur (= 10-11-13 mynstureiningar með 2 lykkjum). Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið heklað til loka eru 72-76-84 fastalykkjur í síðustu umferð. Klippið frá og festið enda. ATH: Ef prjónamerkið hefur færst aðeins til, verður að færa þetta merki þannig að það sitjið mitt framan á tá. KANTUR Á SÓLA: Kanturinn er heklaður hringinn. Byrjið næstu umferð mitt á annarri hlið á sóla, þ.e.a.s. byrjið í 18.-19.-21. fastalykkju á undan prjónamerki. Heklað er að tá með litnum natur þannig: UMFERÐ 1: Lesið HEKLLEIÐBEININGAR-1. Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju. UMFERÐ 2: Heklið nú venjulegar fastalykkjur í gegnum báða lykkjubogana – heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. UMFERÐ 3: Heklið nú hálfa rönd í lok umferðar á hæl þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 36-38-42 fastalykkjum, skiptið yfir í svartur – sjá LITASKIPTI og heklið 1 fastalykkju í hverja af síðustu 36-38-42 fastalykkjum. UMFERÐ 4: Skiptið yfir í litinn natur og heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju= 72-76-84 fastalykkjur. Klippið frá og festið enda. Geymið stykkið. OFAN Á TÁ – HÁLFUR HRINGUR: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 5 með litnum natur og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið síðan fram og til baka eftir mynsturteikningu A.2. Þegar A.2 hefur verið heklað til loka eru 20 fastalykkjur í síðustu umferð – klippið ekki frá! Setjið 1 prjónamerki við miðju að framan (= 10 fastalykkjur hvoru megin við prjónamerki). Fylgið ör í mynsturteikningu, nú er heklað þversum, þ.e.a.s. um umferð á A.2. Heklið A.3 fram og til baka yfir þessar lykkjur. Þegar A.3 hefur verið heklað til loka eru 7 fastalykkjur í síðustu umferð. Skiptið yfir í litinn svartur – næsta umferð í frágang byrjar hér – frá réttu! FRÁGANGUR (kantur á sóla og hálfur hringur): Leggið hálfa hringinn ofan á kantinn á sóla, prjónamerki á hálfa hring á að mæta prjónamerki við miðju framan á kanti. Þ.e.a.s. byrjað er á 13. lykkju á undan prjónamerki á sóla, heklið 1 umferð með litnum svartur í gegnum bæði lögin eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.4 (= 25 fastalykkjur og 1 loftlykkja sem jafngildir 1 fastalykkju), haldið áfram með 1 fastalykkju í hverja af 46-50-58 fastalykkjum sem eftir eru á sóla = 72-76-84 fastalykkjur. Klippið frá og festið enda. Geymið stykkið. SNÚRA: Hekluð er lítil snúra sem síðar er hekluð saman með síðustu umferð á hliðarstykki. Heklið fram og til baka með litnum natur þannig: UMFERÐ 1: Heklið 5 loftlykkjur, snúið og heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 3 loftlykkjum = 4 fastalykkjur. UMFERÐ 2-9: Sjá HEKLLEIÐBEININGAR-2! Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. Klippið frá og festið enda. Geymið snúruna. HLIÐAR/BAKSTYKKI: Heklið hliðarstykki fram og til baka frá síðustu umferð á kanti. Nú er ekki lengur heklað yfir 18 fastalykkjur við miðju að framan (9 fastalykkjur hvoru megin við prjónamerki að framan). Heklið nú yfir þær 54-58-66 fastalykkjum – með byrjun frá réttu. UMFERÐ 1: Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR-2. Heklið með litnum dökk grár. Heklið 2 FASTALYKKJUR SAMAN – sjá útskýring að ofan, 1 fastalykkja í hverja fastalykkju þar til 2 fastalykkjur eru eftir í umferð, heklið 2 fastalykkjur saman (= 2 fastalykkjur færri). UMFERÐ 2: Endurtakið umferð 1= 50-54-62 fastalykkjur. UMFERÐ 3: Heklið 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 19-21-25 fastalykkjum, 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 4 fastalykkjum, 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 19-21-25 fastalykkjum, endið með 2 fastalykkjur saman (= 4 fastalykkjur færri) = 46-50-58 fastalykkjur. UMFERÐ 4: Endurtakið umferð = 44-48-56 fastalykkjur. UMFERÐ 5: Heklið 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 16-18-22 fastalykkjum, 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 4 fastalykkjum, 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 16-18-22 fastalykkjum, endið með 2 fastalykkjur saman (= 4 fastalykkjur færri) = 40-44-52 fastalykkjur. UMFERÐ 6: Endurtakið umferð 1 = 38-42-50 fastalykkjur. UMFERÐ 7: Endurtakið umferð 1 = 36-40-48 fastalykkjur. UMFEÐR 8-11: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju = 36-40-48 fastalykkjur. Setjið 1 prjónamerki í þessa umferð – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! UMFERÐ 12: Heklið 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 2-1-4 fastalykkjum, * 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja af næstu 3 fastalykkjum *, heklið frá *-* alls 6-7-8 sinnum, endið með 2 fastalykkjum saman (= 8-9-10 fastalykkjur færri) = 28-31-38 fastalykkjur. UMFERÐ 13: Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 7-7-10 fastalykkjum, heklið 2 fastalykkjur í hverja af næstu 14-16-18 fastalykkjum og 1 fastalykkja í hverja af síðustu 7-8-10 fastalykkjum = 42-47-56 fastalykkjur. Heklið síðan fram og til baka með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju þar til stykkið mælist ca 9-10-11 cm frá prjónamerki. Næst umferð er hekluð þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 7-7-10 fastalykkjum, heklið 2 fastalykkjur saman alls 14-16-18 sinnum, heklið 1 fastalykkju í hverja af síðustu 7-8-10 fastalykkjum = 28-31-38 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð saman með snúru (snúran er staðsett á réttu á tátilju) frá réttu þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 12-13-17 fastalykkjum, leggið snúruna saman og heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 4 fastalykkjum í gegnum öll 3 lögin, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja af síðustu 12-14-17 fastalykkjum. Klippið ekki frá! KANTUR AÐ FRAMAN FYRIR REIM: Heklið 1 kant niður yfir umferð þar sem er útaukning/úrtaka, þannig: Heklið * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 umferð, heklið 1 fastalykkju um næstu umferð *, endurtakið frá *-* meðfram öllum hallandi kantinum, endið með 1 keðjulykkju í síðustu umferð. Klippið frá og festið enda. Heklið 1 kant í hinni hallandi hliðinni alveg eins, nema gagnstætt, þ.e.a.s. byrjið neðst með 1 keðjulykkju í fyrstu umferð, endið með 1 keðjulykkju í toppnum á hallandi kantinum. Klippið frá og festið enda. SPÆLL: Heklið spæl fram og til baka í 7 fastalykkjum sem heklaðar voru þversum ofan á hálfa hringnum. Heklið með litnum dökk grár. UMFERÐ 1: Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR-2! Heklið 2 fastalykkjur í fyrstu fastalykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 5 lykkjum, heklið 2 fastalykkjur í síðustu fastalykkju = 9 fastalykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 2 fastalykkjur í fyrstu fastalykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 7 lykkjum, heklið 2 fastalykkjur í síðustu fastalykkju = 11 fastalykkjur. Endurtakið 2. umferð 0-1-1 sinnum = 11-13-13 fastalykkjur. Heklið síðan 1 fastalykkju í hverja fastalykkju þar til spællinn mælist ca 14-15-16 cm. Heklið síðan þannig: * 1 fastalykkja í hverja fastalykkju, snúið og heklið 2 fastalykkjur saman, 1 fastalykkja í hverja fastalykkju þar til 2 fastalykkjur eru eftir, heklið 2 fastalykkjur saman (= 2 fastalykkjur færri) *, heklið frá *-* alls 2 sinnum = 7-9-9 fastalykkjur. Klippið frá og festið enda. SKRAUT: Heklið 3 loftlykkjur með litnum natur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur (= 1 hálfur stuðull), heklið 11 hálfa stuðla um hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju, skiptið yfir í litinn svartur = 12 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju (= 1 fastalykkja), 1 fastalykkja í fyrsta hálfa stuðul, heklið 2 fastalykkjur í hvern af þeim 11 hálfu stuðlum sem eftir eru = 24 fastalykkjur. Saumið skrautið með smáu, fallegu spori ca mitt í annarri hlið á hliðarstykki. SNÚRA: Gerið eina tvinnaða snúru þannig: Klippið 2 þræði í litnum natur ca 4 metra. Tvinnið þræðina saman þar til taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna í gegnum loftlykkjubogana alveg eins og gert er með strigaskó, hnýtið slaufu. Heklið aðra tátilju á sama hátt, en saumið skrautið í gagnstæða hlið á hliðarstykki. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #coolkicksslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 193-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.