Birgitte skrifaði:
I række 1 i mønster A.3b - skal de 3 db stm i midten hækles i samme maske? Ellers må der mangle m at hækle i på de 15m. På forhånd tak Birgitte
26.03.2023 - 11:39DROPS Design svaraði:
Hej Birgitte, ja det stemmer i A.3b skal de hækles i den midterste maske :)
12.04.2023 - 07:39
Elena skrifaði:
Ich habe Probleme mit der Sohle. In der letzten Runde ist mir nicht ganz klar ob ich bei A1.a nach der Verdoppelung zusammen nehmen muss. Es sieht so aus als würde entweder eine Masche fehlen oder das zusammen genommen werden muss. Wie soll das gehäkelt werden?
22.02.2023 - 09:25DROPS Design svaraði:
Liebe Elena, damit die Maschenanzahl stimmt häkeln Sie genau wie im Diagram gezeigt, dh 6 Maschen in A.1a, A.1c und A.1f (j e 1 Zunahme und 1 M überpsringen) und 7 Maschen in A.1d (2 Zunahmen). Viel Spaß beim häkeln!
22.02.2023 - 13:24
Warm Detour#warmdetourslippers |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaðar og þæfðar tátiljur úr DROPS Polaris. Stykkið er heklað með röndum. Stærð 35 – 43.
DROPS 193-17 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Svæði merkt með gráum lit hefur nú þegar verið heklað, það sýnir bara hvernig næsta umferð er hekluð í lykkjurnar. LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit þá er síðasta fastalykkjan hekluð áður en skipt er um lit þannig: Stingið heklunálinni í síðustu lykkju, sækið þráðinn með nýja litnum, bregðið þræðinum um heklunálina með nýja litnum og dragið þráðinn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni. Haldið áfram með nýja litinn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá miðju á sóla og upp yfir fót. Takið vel eftir litaskiptingu í stykkinu og lesið MYNSTUR. SÓLI: Sólinn er heklaður í hring með byrjun mitt undir sóla. Heklið loftlykkjuumferð með 17-19-23 loftlykkjum (= svæðið merkt með gráum lit í mynsturteikningu A.1) með heklunál 7 með litnum rauður. Heklið síðan í hring (þ.e.a.s. hvoru megin við þessa loftlykkjuumferð) þannig: (Byrjun á umferð = mitt aftan á hæl). Heklið A.1a yfir fyrstu 2 loftlykkjur, heklið A.1b yfir næstu 13-15-19 loftlykkjur, heklið A.1c yfir síðustu 2 loftlykkjur, heklið síðan hringinn í gagnstæðri hlið á loftlykkju umferð, þ.e.a.s. heklið A.1d yfir fyrstu 2 loftlykkjur, heklið A.1e yfir næstu 13-15-19 loftlykkjur og endið með A.1f yfir síðustu 2 loftlykkjur = 34-38-46 fastalykkjur á eftir fyrstu umferð. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið heklað til loka eru 51-55-63 fastalykkjur í síðustu umferð. Sólinn mælist ca 27-29-33 cm á lengd. FÓTUR: Haldið áfram frá miðju aftan á hæl með litnum dökk grár og heklið næstu umferð þannig: Heklið A.2a yfir fyrstu 4 lykkjur, endurtakið A.2b yfir næstu 13-15-19 lykkjur, heklið A.2c yfir næstu 17 lykkjur, endurtakið A.2d yfir næstu 13-15-19 lykkjur og endið með A.2e yfir síðustu 4 lykkjur. Haldið svona áfram þar til allt A.2 er lokið á hæðina – skiptið um lit eins og útskýrt er í mynsturteikningu = 41-45-53 fastalykkjur í síðustu umferð. Heklið A.3a yfir fyrstu lykkju, A.3c yfir næstu 11-13-17 lykkjur, heklið A.3b yfir næstu 17 lykkjur, endurtakið A.3c yfir 12-14-18 lykkjur sem eftir eru. Haldið áfram þar til öll mynsturteikning A.3 er lokið á hæðina – skiptið um lit eins og útskýrt er í mynsturteikningu = 31-35-43 fastalykkjur í síðustu umferð. Klippið frá og festið enda. Heklið aðra tátilju á sama hátt. ÞÆFING: Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #warmdetourslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 193-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.