Carmen Arteaga skrifaði:
Muchas gracias por sus lindos patrones. en este modelo la oveja me queda c al reves,(con las patas para arriba ) que estoy haciendo mal?
15.05.2024 - 01:10
Deborah Ogle skrifaði:
Is the sheep hat available in adult sizes?
09.05.2024 - 21:20DROPS Design svaraði:
Dear Deborah, we are sorry, but the sheep hat is not available in adult size. HERE you can find our colorwork hats, maybe you find something you like. Happy Crafting!
09.05.2024 - 23:16
Marlies Merk skrifaði:
Ik snap het kopje meerderen niet ik wil de xxxl maat maken die staat onder A1 ,maar dan lees ik iets onder het kopje meerderen waar ik echt niks van snap bijv. Brei A1 is 5steken over de eerste 10 st.en dan staat er =in totaal 2x enz maar ik heb geen idee wat er hier bedoelt wordt. De teltekening is geen probleem maar de geschreven tekst snap ik helemaal niks van.☹️ Help AUB
14.03.2024 - 22:12DROPS Design svaraði:
Dag Marlies,
Je leest het telpatroon van onder naar boven, dus A.1 begint voor jou met 5 steken. Je breit A.1 over de eerste 10 steken. Dat betekent dus 2 herhalingen in de breedte van A.1.
20.03.2024 - 12:48
Lecomte skrifaði:
Bonjour , j ai acheté le fils flora pour la réalisation de ce modèle. ce modèle est-il tricoté en fils double ? Le fils Flora est à tricoter avec des aiguilles plus fines .
28.02.2024 - 00:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lecomte, en fait Flora appartient au groupe de fils A alors que ce pull a été réalisé dans un fil du groupe B, autrement dit, pour utiliser Flora ici il faudrait entièrement recalculer les explications pour la tension correspondante; retrouvez ici tous les pulls que vous pouvez réaliser en ou avec Flora, ou bien utilisez notre convertisseur pour voir les alternatives possibles. Bon tricot!
28.02.2024 - 09:28
Mable skrifaði:
Can I sell items made from any of your patterns, not commercially just for a Charity Craft Sale. Many thanks
23.02.2024 - 10:57DROPS Design svaraði:
Dear Mable, "The sale of garments based on DROPS patterns is permitted as long as they are sold as single items or per order. Further commercial use of the patterns is not permitted. It has to be clearly stated that the garment is made based on a design from DROPS DESIGN. " For further details, please see the framed text ("small print" ) below the pattern. Happy Knitting!
07.03.2024 - 22:47
Ute skrifaði:
Maßtabelle.\r\nIch kann in der Anleitung die Maßtabelle nicht finden und weiß deshalb nicht, welche Größe für mich richtig wäre. Welchem Brustumfang entspricht Größe L?
11.10.2023 - 01:38DROPS Design svaraði:
Liebe Ute, messen Sie einen ähnlichen Pullover, den Sie gerne tragen und vergleichen Sie die Maßen mit den in der Skizze, so finden Sie die passende Größe - hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim stricken!
11.10.2023 - 08:41
Amber Sarno skrifaði:
Hello, I would love to have this Sheep Happens pattern in crochet. Is it possible to convert it? Thanks!
14.03.2023 - 09:06DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Sarno, it might be possible, but we unfortunately are not able to adapt every pattern to every request, please contact your yarn store or any crochet forum for any individual assistance. Thanks for your comprehension.
14.03.2023 - 10:14
Eva Callaghan skrifaði:
The sheep happens pattern in cm or inches what size is XXXL
16.02.2023 - 01:55
Marie Louise skrifaði:
Bonjour Je cherche le chauffe épaules avec l intégration des moutons est-ce que vous pouvez me référer le numéro, serait grandement apprécié merci
01.01.2023 - 20:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie-Louise, nous n'avons pas ce type de modèles, si vous l'avez vu réalisé, contactez directement la personne qui l'a tricoté, elle pourra probablement vous aider. Bon tricot!
02.01.2023 - 15:57
Margitta skrifaði:
Liebest Drops Team, ich stricke eure Anleitungen unheimlich gerne vor allem weil man wirklich immer Hilfe bekommt. Dafür möchte ich euch danken. Ich wünsche euch ein schönes Weihnachtsfest und alles gute fürs neue Jahr 🥂viele Grüße Margitta
17.12.2022 - 06:02
Sheep Happens!#sheephappenssweater |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Merino Extra Fine eða Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í norrænu mynstri með kindum. Stærð S - XXXL.
DROPS 194-2 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning er prjónuð með sléttprjóni. Þar sem það eru löng hopp á milli litaskipta, verður að tvinna þræðina saman við hvern annan eftir ca 7. hverja lykkju, svo að ekki verði eins langir lausir endar á bakhliðinni. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 90 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 31) = 2,9. Í þessu dæmi þá er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður. Berustykkið skiptist við ermar og fram- og bakstykki. Fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 92-96-100-104-112-120 lykkjur á hringprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið stroff í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 28-24-32-30-32-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 120-120-132-134-144-154 lykkjur. Prjónið síðan mynstur þannig (umferðin byrjar við miðju að aftan): Prjónið A.1 (= 6-6-6-5-5-5 lykkjur) yfir næstu 12-12-12-10-10-10 lykkjur (= alls 2 sinnum), A.2 (= 12 lykkjur), A.1 yfir næstu 42-42-48-50-55-60 lykkjur (= alls 7-7-8-10-11-12 sinnum), A.2 yfir næstu 12 lykkjur, A.1 yfir síðustu 42-42-48-50-55-60 lykkjur (= alls 7-7-8-10-11-12 sinnum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 244-244-270-322-348-374 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 16 cm (meðtalið stroff). Prjónið með ljós grár 1 umferð slétt og aukið út um 11-11-15-8-12-1 lykkjur jafnt yfir = 255-255-285-330-360-375 lykkjur. Prjónið A.3 (= 15 lykkjur) yfir allar lykkjur (= alls 17-17-19-22-24-25 sinnum á breidd). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 306-340-361-396-432-450 lykkjur í umferð. Stykkið er prjónað með litnum ljós grár til loka. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 21-23-25-26-28-30 cm (meðtalið stroff). Síðan skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki þannig: Prjónið 44-48-50-56-62-67 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), setjið næstu 64-72-79-84-90-90 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-10-14 lykkjur undir ermi, prjónið 89-99-102-115-127-135 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 64-72-79-84-90-90 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-10-14 lykkjur undir ermi, 45-49-51-57-63-68 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki) = 194-212-223-248-272-298 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 26-26-26-27-27-27 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út um 26-32-33-32-40-42 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 220-244-256-280-312-340 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur (uppslátturinn er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 4 cm (þ.e.a.s. stykkið mælist ca 30-30-30-31-31-31 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum). Peysan mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm, mælt frá öxl. ERMI: Setjið 64-72-79-84-90-90 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og takið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-10-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-80-89-94-100-104 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-10-14 lykkja undir ermi. Prjónið í hring í sléttprjóni með grár. Þegar stykkið mælist 1 cm frá þar sem ermarnar skiptu fram- og bakstykki, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 11-15-18-19-22-23 sinnum = 50-50-53-56-56-58 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-38-37-36-35-33 cm frá þar sem ermar skiptu fram- og bakstykki, aukið út um 2-2-3-0-4-2 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stykkið mælist 44-42-41-40-39-37 cm frá þar sem ermin skipti fram- og bakstykki (= ca 4 cm stroff). Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sheephappenssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.