Trisha-Anne Hopkins skrifaði:
Please do you do an actual printed pattern for your socks ? I really want to knit them.I do take a very long time.
26.09.2022 - 18:09DROPS Design svaraði:
Hi Trisha-Anne, To the right of the 3rd set of photos there is a button which will allow you to print the pattern. If you do not have a printer your local library should be able to help. Happy knitting!
27.09.2022 - 07:28
Catherine McKernan skrifaði:
Is it possible to convert a double needle pattern to a loom pattern?
30.05.2022 - 11:51DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McKernan, this might be possible but we unfortunately cannot help there, feel free to ask your DROPS Store (even per mail or telephone), or try asking other knitters in our DROPS Workshop. Happy knitting!
30.05.2022 - 13:37
Diane Rogers skrifaði:
How do I avoid a hole at the beginning of a round on DPN when changing colors for this pattern, Winter Carnival Socks? Should I be cutting off, but leaving a long tail of previous color to be woven in later? Thanks for any tips!
06.02.2020 - 17:01DROPS Design svaraði:
Hi Diane, To avoid holes when changing colours, you can twist the two different coloured strands together before continuing. Happy knitting!
07.02.2020 - 07:19
Caromok skrifaði:
Bonjour, J'ai tricoter mes chaussette mais si je tricote le pied à 16 cm depuis le marqueur du talon je ne peux plus tricoté A5 le pied est beaucoup trop long j'ai du arrêter 11 cm.
13.01.2020 - 12:12
Diana Bonnier skrifaði:
Hoe voorkom ik gaatjes en een heleboel draden aan de achterkant van de kous.
14.06.2019 - 14:51DROPS Design svaraði:
Dag Diana,
Voor het voorkomen van gaatjes (grote steken) bij het wisselen van kleur, heb je misschien wat aan deze video.
De losse draadjes kun je meteen wegewerken tijdens het breien door ze mee te weven. Zie deze video 17.06.2019 - 14:54
Helena skrifaði:
Dobrý den, mohli byste, prosím, přeložit i návod na svetr Winter Carnival? Děkuji.
16.01.2019 - 10:50
Susanne skrifaði:
Varför sätter ni inte ut de olika tecknen för vilken färg man ska använda. Istället har ni tomma rutor på flera ställen. Mönstret blir ju omöjligt att sticka.
30.12.2018 - 15:59
Gunhild Falkevik skrifaði:
Flotte
05.07.2018 - 11:48
Kristina Hemstreet skrifaði:
Its nice that these are knee highs!
06.06.2018 - 23:50
Winter Carnival Socks#wintercarnivalsocks |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með röndum og norrænu mynstri. Stærð 35 - 46.
DROPS 193-1 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 12) = 6,3. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 5. og 6. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. LEIÐBEININGAR-2: Til að styrkja hælin er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtökuna með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 12-14-14-14 lykkjur eru eftir á prjóni. ÚRTAKA (á við um tá): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Ftijið upp 76-80-84-92 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum sægrænn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan 1 umferð stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Skiptið yfir í litinn ljós eik og haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 4-4-5-5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt með litnum ljós eik og fækkið JAFNFRAMT um 12 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – lesið LEIÐBEININGAR-1 = 64-68-72-80 lykkjur. Lesið LEIÐBEININGAR-1 og prjónið A.1 hringinn (= 16-17-18-20 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-1 í A.1 er fækkað um 4-8-0-8 lykkjur jafnt yfir = 60-60-72-72 lykkjur. Haldið áfram með A.1 (nú er pláss fyrir 5-5-6-6 mynstureiningar með 12 lykkjum). Í umferð merktri með ör-2 er fækkað um 4-4-8-0 lykkjur jafnt yfri = 56-56-64-72 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 16-16-17-17 cm. Prjónið síðan A.2 hringinn (= 7-7-8-9 mynstureiningar með 8 lykkjur). Í umferð merktri með ör-3 í A.2 er fækkað um 2-2-4-6 lykkjur jafnt yfir = 54-54-60-66 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 22-22-23-23 cm. Prjónið síðan A.3 hringinn (= 9-9-10-11 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-4 í A.3 er fækkað um 6-0-0-6 lykkjur jafnt yfri = 48-54-60-60 lykkjur (nú er pláss fyrir 8-9-10-10 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-5 er fækkað um 0-2-4-4 lykkjur jafnt yfir = 48-52-56-56 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 34-34-35-35 cm frá uppfitjunarkanti. Haldið eftir fyrstu 12-13-14-14 lykkjur á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 24-26-28-28 lykkjur á þráð (= mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 12-13-14-14 lykkjum á prjóni fyrir hæl. Lesið LEIÐBEININGAR-2 og prjónið sléttprjón fram og til baka með litnum ljós eik yfir 24-26-28-28 hællykkjurnar í 5-5½-6-6½ cm. Setjið eitt prjónamerki mitt í síðustu umferð, prjónamerki á að nota síðar til að mæla lengd á fæti frá merki. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig (byrjið umferð mitt í 12-14-14-14 hællykkjum og prjónið með litnum ljós eik): Prjónið 6-7-7-7 lykkjur slétt, prjónið upp 11-12-13-14 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið sléttar lykkjur yfir 24-26-28-28 lykkjur af þræði, prjónið upp 11-12-13-14 lykkjur meðfram hinni hlið á hæl og prjónið sléttar lykkjur yfir 6-7-7-7 hællykkjur sem eftir eru = 58-64-68-70 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki hvoru megin við 24-26-28-28 lykkjur ofan á fæti. Prjónið A.4 hringinn og fækkið lykkjum hvoru megin við 24-26-28-28 lykkjur ofan á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman og prjónið 2 lykkjur á eftir seinna prjónamerki ofan á fæti slétt saman (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 7-8-8-7 sinnum = 44-48-52-56 lykkjur. Haldið áfram með A.4 þar til stykkið mælist ca 14-16-18-21 cm frá prjónamerki á hæl, en endið eftir 3 umferðir með litnum ljós eik. Prjónið A.5 hringinn (= 11-12-13-14 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka eru eftir ca 4-4-5-5 cm til loka. Skiptið yfir í litinn sinnepsgulur. Mátið e.t.v. sokkinn og prjónið sléttprjón hringinn að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 22-24-26-28 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Í næstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-4-5-5 sinnum, síðan í hverri umferð alls 5-6-6-7 sinnum = 8 lykkjur eftir í öllum stærðum. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 8 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum allar lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintercarnivalsocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 193-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.