Brenda skrifaði:
When casting off for armholes it looks like they come in the middle of the back and front. Is the number of stitches knitted before casting off correct?
02.05.2018 - 13:30DROPS Design svaraði:
Dear Brenda, your feedback has been forwarded to our design team. Thank you in advance for your patience. Happy knitting!
02.05.2018 - 13:38
May Brith Finsrud skrifaði:
Hei, Når jeg skal felle til armene på bolen står det at jeg skal strikke 47 masker og felle til armen.Men da blir det midt bak eller foran på bolen og ikke i sidene der jeg har felt for hver 8.cm .?
24.04.2018 - 00:47DROPS Design svaraði:
Hei May Brith. Det har du helt rett i, dette var en feil i oppskirften. Den er nå rettet, og det skal felles slik: Fell av 4-4-5-5-6-7 masker til ermehull, strikk 79-89-95-105-115-127 masker rett (= bakstykke), fell av 8-8-10-10-12-14 masker til ermehull, strikk 79-89-95-105-115-127 masker rett (= forstykke) og fell av de resterende 4-4-5-5-6-7 maskene til ermehull. Takk for beskjed og god fornøyelse
02.05.2018 - 15:01
Camilla skrifaði:
Super skøn trøje. Jeg har lige købt opskriften til min mor, som jeg har sat i sving. Glæder mig til resultatet - som dog nok først er klar efter sommer, men så passer det også bedre til vejret.
17.04.2018 - 08:56Elisabeth skrifaði:
Ich habe den jetzt fertig, von den Maßen her ist er sehr großzügig geschnitten. Das Garn ist mir für einen "Sommerpullover" zu "warm". Da mir das Muster sehr gut gefällt, werde ich den auch noch mit dünnerem Garn stricken, die selbe Größe dann passt er auch besser.
09.04.2018 - 08:44
Bettina skrifaði:
Hej ! Skal symbolet for "2 ret sammen" ikke vende den anden vej ?
26.03.2018 - 19:43DROPS Design svaraði:
Hej Bettina, jo jeg kan se at vi er kommet til at vende stregen i symbolforklaringen den anden vej. Vi skal få det rettet, men du skal stadigvæk strikke 2 ret sammen ;)
09.04.2018 - 11:34
Karoline skrifaði:
Bliver siderne til midt ryk/forstykke når man lukker til ærmegab?
02.03.2018 - 22:55DROPS Design svaraði:
Hej, Siderne er der hvor du har sat mærketrådene. Men når du strikker rundt, begynder omgangen midt bagpå ryggen. God fornøjelse!
08.03.2018 - 16:22Caroline Södergård-Hahn skrifaði:
Visst är diagramförklaringen fel? Stjärnan ska väl vara blå?
27.02.2018 - 16:38DROPS Design svaraði:
Hej Caroline, ja det stemmer og det er blevet rettet i opskriften. God fornøjelse!
06.03.2018 - 15:49
Lene skrifaði:
Er det feil i diagrammet? Ser ut for meg at stjerne markerer det blå garnet i A2 , men det står at stjerne er naturfargen, og virker som det egentlig skal være motsatt i deler av A1, det virker feil/ forvirrende uansett? Hva er galt? + en kommentar: Dere lager fine modeller! Kunne blidene av modellene vise mere av strikkemodellen enn damen? Er ikke så lett å se modellen ordentlig!
24.02.2018 - 21:10DROPS Design svaraði:
Hei Lene. Lys gråblå og natur har blitt forvekslet i symbolforklaringen. Vi har laget en rettelse til oppskriften. Vi skal forsøke å legge til flere bilder av plaggene og mønstrene fremover. Takk for tilbakemeldingen og god fornøyelse!
26.02.2018 - 12:48
Martha skrifaði:
Ein feines Muster, ein feines Garn, ganz nach meinem Geschmack.
06.01.2018 - 19:37
Elisabeth Valenta skrifaði:
Mein absoluter Favorit
03.01.2018 - 13:52
Periwinkle#periwinklesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, marglitu norrænu mynstri og A-formi. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 191-1 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 200 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 20. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki í hlið, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir slétt svo ekki myndast göt. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstur er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar prjónað saman og berustykkið er síðan prjónað í hring á hringprjón. Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði hærra í hnakkanum. Hægt er að sleppa við upphækkunina, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu á upphækkun neðar í uppskrift. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 200-220-238-258-284-312 lykkjur á hringprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 = 190-210-226-246-270-298 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 95-105-113-123-135-149 lykkjur (= í hliðar), látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón í hring. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 8 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 174-194-210-230-254-282 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 36 cm í öllum stærðum. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur fyrir handveg og prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (bakstykki), fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (= framstykki) og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. ERMI: Fitjið upp 44-46-48-52-52-54 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (= mitt undir ermi) og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 9-7-9-7-9-7 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 11-13-16-17-19-20 sinnum (skiptið yfir á stuttan hringprjón eftir þörf) = 66-72-80-86-90-94 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 46-45-43-41-40-38 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur, prjónið 58-64-70-76-78-80 lykkjur slétt og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 274-306-330-362-386-414 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Lesið LEIÐBEININGAR! Byrjið umferðina við miðju að aftan þar sem fram- og bakstykki endaði. Haldið áfram með litnum ljós gráblár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-6-0-2-6-4 lykkjur jafnt yfir = 270-300-330-360-380-410 lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 1-2-3-3-4-6 cm frá þar sem fram og bakstykki og ermar voru settar saman er prjónað A.1 hringinn (= 27-30-33-36-38-41 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.1 fækkið um 10-0-10-20-20-30 lykkjur jafnt yfir = 260-300-320-340-360-380 lykkjur. ATH: Í stærð S og L er lykkjum fækkað í einingum með litnum natur. Prjónið nú A.2 hringinn (= 13-15-16-17-18-19 mynstureiningar með 20 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 130-150-160-170-180-190 lykkjur í umferð. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram með að prjóna kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju í umferð = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með litnum natur og prjónið 15-16-17-18-19-20 lykkjur slétt fram hjá lykkju með prjónamerki í, snúið við, herðið á þræði og prjónið 30-32-34-36-38-40 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 45-48-51-54-57-60 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 60-64-68-72-76-80 lykkjur brugðið. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 75-80-85-90-95-100 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 90-96-102-108-114-120 lykkjur brugðið, snúið við, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt með litnum natur og fækkið jafnframt um 24-40-44-48-54-58 lykkjur jafnt yfir = 106-110-116-122-126-132 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #periwinklesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.