Jinan skrifaði:
Thanks alot. i'm gonna to try knit it top down. Do u think it is going to be good experience?
22.11.2018 - 19:52DROPS Design svaraði:
Dear Jinan, I think it is a good idea. It is easier to adjust the length of the yoke, body and sleeves to personal measurements particularly when working a raglan or round yoke, and it is easier to try the garment on while working. Good luck!
22.11.2018 - 20:19
Karen skrifaði:
Hei! Jeg forsøker å finne ut hvilken str jeg skal strikke denne i, men finner ingen størrelsesguide. Vanskelig å vite når det står at modellen har på seg S eller M
12.11.2018 - 11:20DROPS Design svaraði:
Hei Karen. Helt nederst på siden, sammen med diagrammene, finner du en målskisse med alle plaggets mål i de forskjellige størrelsene. God fornøyelse.
12.11.2018 - 15:33
Ellen skrifaði:
Hei! Jeg lurer på om bærestykke blir feil hvis jeg strikker bolen lenger?
17.10.2018 - 11:25DROPS Design svaraði:
Hei Ellen. Lengden på bolen har ingen innvirking på bærestykket - det forblir det samme. Mønsteret begynner ikke før på bærestykke så om du vil strikke flere cm på bolen før du begynner på bærestykke må du gjerne gjøre det. Vær obs på at det vil gå med mer garn (avhengig av hvor mye lenger du vil ha bolen kan dette være relevant). God fornøyelse.
18.10.2018 - 11:54
Mette skrifaði:
Hei Hvordan mener de vrangborden skal strikkes? Annenhver omgang rett skjønner jeg, men er det rett over vrang på de andre omgangene (2,46 osv), eller er det rett over rett og vrang over vrang? Sljønner ikke de * forklaringene...
30.09.2018 - 18:15DROPS Design svaraði:
Hei Mette. Ja det stemmer: 1 omgang strikkes alle masker rett, 2 omgang strikkes annenhver 1 rett og 1 vrang ut omgangen. 3 omgang strikkes alle masker rett, og 4 omgang strikkes 1 rett, 1 vrang ut omgangen sånn som omgang 2. På omgangene med 1 rett, 1 vrang strikkes de rette og vrange maskene på samme sted hver gang. God fornøyelse.
01.10.2018 - 12:07
Diane Taylor skrifaði:
I printed off this pattern to make a start on this sweater. the pattern has printed but the charts haven't. how can i get these.
10.09.2018 - 12:20DROPS Design svaraði:
Hi Diane. We’re currently having some technical issues with our site, resulting in photos and diagrams not loading correctly. We are working on solving this issue and hopefully the page will be back to normal soon. Please see our twitter and facebook accounts for updates. Apologies for any inconvenience caused.
10.09.2018 - 12:49
Adri skrifaði:
Hi I'm knitting size L and i've tried to decrease the yoke in the contrast color but when I keep knitting the pattern isn't coming out how it's supposed to. How do I fix this?
24.07.2018 - 07:19DROPS Design svaraði:
Dear Adri, when working diagrams A.1-A.3, the decreases are worked with off white, ie Knit 2 stitches together with off white to decrease 1 stitch as shown in diagram. Happy knitting!
24.07.2018 - 09:35
Gabby skrifaði:
Hello! This is a beautiful pattern. Just to clarify: Am I supposed to start in the middle of the back and not where I joined the sleeves?
23.07.2018 - 06:37DROPS Design svaraði:
Hi Gabby, Yes, the beginning of the round is mid back. Happy knitting!
23.07.2018 - 08:12
Ked skrifaði:
This sweater asks if I want an elevation at the back neck: what does that mean? (Sorry, I'm new to sweater knitting.) Thanks!
19.07.2018 - 11:09DROPS Design svaraði:
Dear Ked, working an elevation on back piece will make the neckline on back piece somewhat higher than the neckline on front piece, ie you will work short rows on the sts on back piece for some rows. The video below shows how to work an elevation (top down but you'll see how it looks). Happy knitting!
19.07.2018 - 11:55
Bretelle Kathleen skrifaði:
Bonjour j aimerais pouvoir avoir les catalogues drops sur papier comment puis je faire pour les recevoir s\'il vous plait merci de votre reponse
17.07.2018 - 16:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bretelle, les nouveaux catalogues ne sont plus imprimés en version papier, seulement en version brochure (avec photos) - votre magasin DROPS a peut être encore en stock d'anciens catalogues, n'hésitez pas à lui demander. Bon tricot!
17.07.2018 - 17:04
Francoise skrifaði:
Bonjour, Je m'étonne que le modèle indique de commencer les emmanchures à 36 cms de haut, il me semble que cela va donner un pull vraiment très court. Je regrette que le mannequin soit assise, on ne voit pas bien sur l'image quelle est le type de longueur du pull. Du coup je vais attendre d'être à 45 cms environ pour que le pull corresponde à ce que je souhaite, mais je me demande si j'aurai assez de laine?
05.06.2018 - 17:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Françoise, la hauteur jusqu'aux emmanchures est bien de 36 cm pour toutes les tailles, la longueur totale du pull est de 58-60-62-64-66-68 cm (voir aussi schéma). Si vous allongez le pull avant les emmanchures, la longueur totale en sera affectée et vous risquez effectivement de manquer de laine car la quantité est calculée en fonction des mesures indiquées dans les explications. Bon tricot!
06.06.2018 - 10:12
Periwinkle#periwinklesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, marglitu norrænu mynstri og A-formi. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 191-1 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 200 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 20. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki í hlið, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir slétt svo ekki myndast göt. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstur er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar prjónað saman og berustykkið er síðan prjónað í hring á hringprjón. Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði hærra í hnakkanum. Hægt er að sleppa við upphækkunina, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu á upphækkun neðar í uppskrift. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 200-220-238-258-284-312 lykkjur á hringprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 = 190-210-226-246-270-298 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 95-105-113-123-135-149 lykkjur (= í hliðar), látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón í hring. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 8 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 174-194-210-230-254-282 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 36 cm í öllum stærðum. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur fyrir handveg og prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (bakstykki), fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (= framstykki) og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. ERMI: Fitjið upp 44-46-48-52-52-54 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (= mitt undir ermi) og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 9-7-9-7-9-7 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 11-13-16-17-19-20 sinnum (skiptið yfir á stuttan hringprjón eftir þörf) = 66-72-80-86-90-94 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 46-45-43-41-40-38 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur, prjónið 58-64-70-76-78-80 lykkjur slétt og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 274-306-330-362-386-414 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Lesið LEIÐBEININGAR! Byrjið umferðina við miðju að aftan þar sem fram- og bakstykki endaði. Haldið áfram með litnum ljós gráblár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-6-0-2-6-4 lykkjur jafnt yfir = 270-300-330-360-380-410 lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 1-2-3-3-4-6 cm frá þar sem fram og bakstykki og ermar voru settar saman er prjónað A.1 hringinn (= 27-30-33-36-38-41 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.1 fækkið um 10-0-10-20-20-30 lykkjur jafnt yfir = 260-300-320-340-360-380 lykkjur. ATH: Í stærð S og L er lykkjum fækkað í einingum með litnum natur. Prjónið nú A.2 hringinn (= 13-15-16-17-18-19 mynstureiningar með 20 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 130-150-160-170-180-190 lykkjur í umferð. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram með að prjóna kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju í umferð = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með litnum natur og prjónið 15-16-17-18-19-20 lykkjur slétt fram hjá lykkju með prjónamerki í, snúið við, herðið á þræði og prjónið 30-32-34-36-38-40 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 45-48-51-54-57-60 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 60-64-68-72-76-80 lykkjur brugðið. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 75-80-85-90-95-100 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 90-96-102-108-114-120 lykkjur brugðið, snúið við, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt með litnum natur og fækkið jafnframt um 24-40-44-48-54-58 lykkjur jafnt yfir = 106-110-116-122-126-132 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #periwinklesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.