Pia Koch Nyekjær skrifaði:
Kære drops design. Jeg kommer i tvilv - jeg laver altid strikkeprøve. I opskriften skriver i 21 m og 23 m. nr 4 – eller de pinde du skal bruge for at få 21 masker og 28 pinde glatstrik på 10 cm i bredden og 10 cm i højden. nr 3 til rib - eller de pinde du skal bruge for at få 23 masker og 32 pinde glatstrik på 10 cm i bredden og 10 cm i højden. Hvilket m skal jeg bruge 21 m eller 23 m. Vh Pia Nyekjær
14.12.2019 - 16:41DROPS Design svaraði:
Hej Pia, når du laver din strikkeprøve så er det en god ide at gøre det i glatstrik, og da bruger du strikkefastheden for glatstrik i opskriften altså 21 masker og 28 pinde skal måle 10x10 cm. God fornøjelse!
17.12.2019 - 12:17
Marita skrifaði:
Skal mønsteret A1 starte midt bak på ryggen ryggen, når omgangen begynner bak på venstre arm?
14.10.2019 - 17:31DROPS Design svaraði:
Hej Marita, ja ifølge opskriften skal du starte mønsteret midt bagpå. Hvis du hellere vil flytte starten af omgangen ud i den ene side, så kan du bare gøre det. God fornøjelse!
16.10.2019 - 15:04
Andrea skrifaði:
Hallo, ist es möglich diesen Pulli auch mit Drops Babymerino zu stricken? Wenn ich ihn einfach eine Nummer größer stricke?
24.07.2019 - 11:48DROPS Design svaraði:
Liebe Andrea, Sie sollten am besten bei der angegeben Garngruppe bleiben und nicht die Garngruppe wechseln. Auch wenn Sie den Pullover eine Nummer größer stricken, kann es sein, dass die Proportionen nicht richtig passen. Merino Extra Fine (Garngruppe B) ist Baby Merino (Garngruppe A) aber in der Struktur sehr ähnlich , nur etwas dicker, aber auch sehr weich zu tragen und superwash-behandelt. Alternativ schauen Sie sich einfach mal bei den Anleitungen für Garngruppe A um, ob Sie dort auch ein Modell finden, das Ihnen gefällt, vielleicht 196-2?
24.07.2019 - 16:55
Anne Lise Weigand skrifaði:
Habe A1 fertig gestrickt und habe in die letzte Reihe (grösse L) soll ich trotzdem in d erste Reihe A2 gleich abnehmen?
06.07.2019 - 09:16DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Weigand, in A.1 nehmen Sie bei der vorletzten Reihe ab, dann stricken Sie die letzte Reihe in A.1 (mit natur), und jetzt stricken Sie A.2 und nehmen ab, wie im Diagram gezeigt, dh schon bei der 1. Reihe. Viel Spaß beim stricken!
08.07.2019 - 08:58
Rosemarie skrifaði:
Hallo, ihr habt so viele schöne Modelle zum Nachstricken dafür mal Daumen hoch!!! Was mir aber aufgefallen ist, dass die Wolle in Österreich doch um einiges teurer ist als in Deutschland - warum ist das so??
13.06.2019 - 17:19DROPS Design svaraði:
Liebe Rosemarie, je nach dem Land haben wir unterschiedlichen Preisstrukturen, deshalb sind sie unterschiedlich je nach dem Land. Viel Spaß beim stricken!
14.06.2019 - 09:06
Polleke skrifaði:
Kan ik dit patroon ook gebruiken op de breimachine ? Dank je wel voor het antwoord
07.04.2019 - 22:14DROPS Design svaraði:
Dag Polleke,
Nee, helaas hebben we alleen patrooninstructies voor breien met de hand.
09.04.2019 - 21:01
Ka76 skrifaði:
Hejsan! Jag har stickat tröjan i drops merino extra fine och nu när jag tvättat den är den helt förstörd. Jättetråkigt! Tröjan har helt tappat formen. Jag har följt tvättrekommendationerna. Kan man göra något? Vår det inte att tvätt merino extra fine garnen?
04.02.2019 - 19:48DROPS Design svaraði:
Hej, om du har råkat tvätta fel, går det kanske att rädda. Tvättas på fintvätt 40°C / Använd aldrig sköljmedel / Torkas plant Använd en liten dos tvättmedel för ull (utan enzymer och optiskt blekmedel). Använd ALDRIG sköljmedel (ullfibrerna blir för mjuka och kan glida ifrån varandra). Tvättas separat, med mycket vatten. Låt ALDRIG våta plagg bli liggande länge i tvättmaskinen! Häng ALDRIG plagget på tork utan forma det och plantorka det.
07.05.2019 - 11:50
Andrea skrifaði:
Schön und flott zu stricken.
20.01.2019 - 17:45
Solveig Charlotte Sivertsen skrifaði:
Er garnet jeg valgte avsent?? Jeg syns det er vanskelig og kommunisere med dere, helst på meil adr min. Forventer å få svar på spørsmål på min meil. Finner heller ikke en e-meil adr på dere. Kan dere svare meg???
19.01.2019 - 18:36
Solveig Charlotte Sivertsen skrifaði:
Er garnet jeg valgte avsent?? Jeg syns det er vanskelig og kommunisere med dere, helst på meil adr min. Forventer å få svar på spørsmål på min meil. Finner heller ikke en e-meil adr på dere. Kan dere svare meg???
19.01.2019 - 18:31DROPS Design svaraði:
Hei Solveig. Vi selger ikke garn direkte til kunder, så du har nok bestilt det i en av nettbutikkene som selger vårt garn (kanskje var det strikkenett.no? ) Vi har derfor ikke oversikt over bestillingen din. Jeg vil tro du skal ha mottatt en bekreftelsesemail fra nettbutikken? hvis ikke, kan du se om du finner den rikitge butikken om du trykker på "bestill" her, og ta direkte kontakt med dem. God fornøyelse
21.01.2019 - 08:46
Periwinkle#periwinklesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, marglitu norrænu mynstri og A-formi. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 191-1 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 200 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 20. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki í hlið, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir slétt svo ekki myndast göt. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstur er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar prjónað saman og berustykkið er síðan prjónað í hring á hringprjón. Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði hærra í hnakkanum. Hægt er að sleppa við upphækkunina, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu á upphækkun neðar í uppskrift. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 200-220-238-258-284-312 lykkjur á hringprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 = 190-210-226-246-270-298 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 95-105-113-123-135-149 lykkjur (= í hliðar), látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón í hring. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 8 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 174-194-210-230-254-282 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 36 cm í öllum stærðum. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur fyrir handveg og prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (bakstykki), fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (= framstykki) og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. ERMI: Fitjið upp 44-46-48-52-52-54 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (= mitt undir ermi) og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 9-7-9-7-9-7 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 11-13-16-17-19-20 sinnum (skiptið yfir á stuttan hringprjón eftir þörf) = 66-72-80-86-90-94 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 46-45-43-41-40-38 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur, prjónið 58-64-70-76-78-80 lykkjur slétt og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 274-306-330-362-386-414 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Lesið LEIÐBEININGAR! Byrjið umferðina við miðju að aftan þar sem fram- og bakstykki endaði. Haldið áfram með litnum ljós gráblár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-6-0-2-6-4 lykkjur jafnt yfir = 270-300-330-360-380-410 lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 1-2-3-3-4-6 cm frá þar sem fram og bakstykki og ermar voru settar saman er prjónað A.1 hringinn (= 27-30-33-36-38-41 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.1 fækkið um 10-0-10-20-20-30 lykkjur jafnt yfir = 260-300-320-340-360-380 lykkjur. ATH: Í stærð S og L er lykkjum fækkað í einingum með litnum natur. Prjónið nú A.2 hringinn (= 13-15-16-17-18-19 mynstureiningar með 20 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 130-150-160-170-180-190 lykkjur í umferð. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram með að prjóna kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju í umferð = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með litnum natur og prjónið 15-16-17-18-19-20 lykkjur slétt fram hjá lykkju með prjónamerki í, snúið við, herðið á þræði og prjónið 30-32-34-36-38-40 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 45-48-51-54-57-60 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 60-64-68-72-76-80 lykkjur brugðið. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 75-80-85-90-95-100 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 90-96-102-108-114-120 lykkjur brugðið, snúið við, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt með litnum natur og fækkið jafnframt um 24-40-44-48-54-58 lykkjur jafnt yfir = 106-110-116-122-126-132 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #periwinklesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.