Malin Olsen skrifaði:
Hei! I oppskriften står det: Fell av 5 masker til ermehull, strikk 95 masker rett (= bakstykke), fell av 10 masker til ermehull, strikk 95 masker rett (= forstykke) og fell av de resterende 5 maskene til ermehull. Når jeg skal felle de 5 resterende maskene, får jeg ikke til det uten at det blir en maske igjen mellom de første fellede og de siste. Hjelp!
25.10.2022 - 22:40
Henny Van Der Leer skrifaði:
Ik heb de mouwen en het lijf af en moet ze nu op 1 naald zetten. Dat lukt niet: de mouwen lijken te krap. Ik kan met geen mogelijkheid verder breien, ik heb het idee dat er meer steken afgekant moeten worden voordat de steken op 1 naald gezet worden. Graag jullie advies
01.04.2022 - 18:48DROPS Design svaraði:
Dag Henny,
In het begin kan het erg krap zijn, maar gaandeweg als je verder breit met de pas krijg je meer ruimte. Het kan helpen om bij de overgangen de magic loop techniek toe te passen. Zie deze video. Na een paar naalden zul je zien dat het al makkelijker gaat.
04.04.2022 - 12:10
Zoe Williams skrifaði:
Firstly, I absolutely love your patterns! I have recently finished Christmas Greetings, Ice Island and Stone Cables and am currently knitting Periwinkle. I will shortly be starting the yoke and unsure where to begin the round. Do I find the middle stitch of the back (I have an odd number of stirches) or do I start where the back finishes and the sleeve begins? I hope that is understandable! Thanks for your help. Zoe x
02.03.2022 - 09:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Williams, start yoke with the middle stitch on mid back, ie in the 45th stitch mid on back piece. Happy knitting!
02.03.2022 - 10:06
Kate Grant skrifaði:
What size (in UK sizing) is Small and Medium please?
23.01.2022 - 21:35DROPS Design svaraði:
Dear Kate, please see the schematic draing at the bottom of the pattern, on which you can find teh finishd measurements (in cm). We suggets taking a sweater that fits the intended wearer and compare the measurements. Happy Stitching!
24.01.2022 - 00:40
Suzanne Voyer skrifaði:
Pourquoi faire une réhausse ?
21.10.2021 - 17:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Voyer, une réhausse consiste à tricoter des rangs raccourcis à partir du milieu dos pour que la partie dos d'un pull/d'un gilet soit plus haute que celle du/des devant/s. cette vidéo montre comment procéder - suivez bien le nombre de mailles indiqué dans les explications du modèle. Bon tricot!
22.10.2021 - 07:11
Mahsa skrifaði:
Hei. Jeg har begynt å strikke ermer med rund pinnetre, kan jeg forsette med det? har kommet ganske langt. Så nettopp at det stod settpinne 4.
22.08.2021 - 09:40DROPS Design svaraði:
Hei Mahsa, Da får du trangere ermer enn på bildet, så det er opp til deg om du fortsetter eller ikke. God fornøyelse!
23.08.2021 - 09:12
Suzanne Voyer skrifaði:
Vous dites qu’il y a une correction pour le dos et le devant concernant les emmanchures. Je nevles vois pas et ça ne fonctionne pas avec le patron. Que dois-je faire ?
15.08.2021 - 19:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Voyer, si vous avez imprimé les explications après la date de la correction, alors la répartition des mailles à rabattre pour les emmanchures est correcte, autrement dit: on rabat 8-8-10-10-12-14 m de chaque côté, soit 4-4-5-5-6-7 m de chaque côté de chaque marqueur et on tricote 79-89-95-105-115-127 m pour le devant et le dos. Bon tricot!
16.08.2021 - 08:02
Elina Kerälä skrifaði:
Haluaisin tietää koot esim rinnanympäryssentteinä, jotta voin valita oikean koon. Puikot jo tanassa kutomista varten😊
01.05.2021 - 09:41
June Elise Laugsand skrifaði:
Hvorfor får jeg ikke lastet ned rettelsen?
01.05.2021 - 09:06DROPS Design svaraði:
Hei June. Om du klikker på den røde linken, kommer det opp beskrivelse på hva som er blitt rettet og når. Disse rettelsene står allerede i selve oppskriften eller diagrammet. Så om du skal skrive ut oppskriften er oppskriften korrekt. mvh DROPS design
03.05.2021 - 13:51
Outi skrifaði:
Kun aletaan tekemään kaarroketta, ohjeessa on että kerroksen vaihtumiskohta on takana, kohdassa jossa etu ja takakappale loppui. Eikö se kerroksen vaihtumiskohta ole ollut sivulla??
04.04.2021 - 10:50DROPS Design svaraði:
Kerroksen vaihtumiskohta oli aiemmin sivussa, mutta kaarrokkeessa vaihtumiskohta on keskellä takana.
06.04.2021 - 17:08
Periwinkle#periwinklesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, marglitu norrænu mynstri og A-formi. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 191-1 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 200 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 20. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki í hlið, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir slétt svo ekki myndast göt. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstur er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar prjónað saman og berustykkið er síðan prjónað í hring á hringprjón. Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði hærra í hnakkanum. Hægt er að sleppa við upphækkunina, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu á upphækkun neðar í uppskrift. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 200-220-238-258-284-312 lykkjur á hringprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 = 190-210-226-246-270-298 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 95-105-113-123-135-149 lykkjur (= í hliðar), látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón í hring. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 8 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 174-194-210-230-254-282 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 36 cm í öllum stærðum. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur fyrir handveg og prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (bakstykki), fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (= framstykki) og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. ERMI: Fitjið upp 44-46-48-52-52-54 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (= mitt undir ermi) og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 9-7-9-7-9-7 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 11-13-16-17-19-20 sinnum (skiptið yfir á stuttan hringprjón eftir þörf) = 66-72-80-86-90-94 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 46-45-43-41-40-38 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur, prjónið 58-64-70-76-78-80 lykkjur slétt og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 274-306-330-362-386-414 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Lesið LEIÐBEININGAR! Byrjið umferðina við miðju að aftan þar sem fram- og bakstykki endaði. Haldið áfram með litnum ljós gráblár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-6-0-2-6-4 lykkjur jafnt yfir = 270-300-330-360-380-410 lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 1-2-3-3-4-6 cm frá þar sem fram og bakstykki og ermar voru settar saman er prjónað A.1 hringinn (= 27-30-33-36-38-41 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.1 fækkið um 10-0-10-20-20-30 lykkjur jafnt yfir = 260-300-320-340-360-380 lykkjur. ATH: Í stærð S og L er lykkjum fækkað í einingum með litnum natur. Prjónið nú A.2 hringinn (= 13-15-16-17-18-19 mynstureiningar með 20 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 130-150-160-170-180-190 lykkjur í umferð. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram með að prjóna kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju í umferð = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með litnum natur og prjónið 15-16-17-18-19-20 lykkjur slétt fram hjá lykkju með prjónamerki í, snúið við, herðið á þræði og prjónið 30-32-34-36-38-40 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 45-48-51-54-57-60 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 60-64-68-72-76-80 lykkjur brugðið. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 75-80-85-90-95-100 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 90-96-102-108-114-120 lykkjur brugðið, snúið við, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt með litnum natur og fækkið jafnframt um 24-40-44-48-54-58 lykkjur jafnt yfir = 106-110-116-122-126-132 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #periwinklesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.