Nicky skrifaði:
How do I make sure the sock leg part retains some stretch in order to get the sock over the heel when knitting fair-isle patterns. The carried yarn seems to make stretching very difficult
24.04.2020 - 00:29DROPS Design svaraði:
Hi Nicky, It could be that the strands you are carrying at the back are too tight. You can try twisting the strands together at the back more frequently, so the carried yarn is longer, and make sure they are a little loose at the back, but not so loose as to be caught when putting the sock on! Happy knitting!
24.04.2020 - 08:13
Marjan Roest skrifaði:
Hallo, ik heb een vraag over de sokken nr. 184-20. \r\n\r\nWat wordt bedoelt met achter op de sok? \r\nKomen er twee patronen naast elkaar op de achterkant?\r\nB.v.d. Marjan.
03.10.2018 - 22:59
Sandrine skrifaði:
Wool is wonderful, pattern fun to make... but sizes are really too small. I am wearing a size 9 (40) and I had to cast on 80 st on 3mm needle
19.02.2018 - 15:34DROPS Design svaraði:
Dear Sandrine, remember to always check and keep your gauge, ie you should have here 26 sts x 34 rows in stocking st = 10 x 10 cm. Happy knitting!
19.02.2018 - 15:42
Andean Caravan Socks#andeancaravansocks |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar með mynstri af lama / alpakka og með marglitu norrænu mynstri úr DROPS Nord. Stærð 35-43.
DROPS 184-20 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning er prjónuð í sléttprjóni nema lit merktu með brugðið. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig fækka/auka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 60 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukningar sem á að gera (t.d. 4) = 15. Í þessu dæmi eru prjónaðar 14. og 15. hver lykkja slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn eftir 15. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR-2 (á við um hæl): Til að styrkja hælin er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtöku með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði. HÆLÚRTAKA: Hælúrtaka er prjónuð í sléttprjóni þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14-14-16 lykkjur eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um tá): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjuna yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 60-64-68 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með litnum ljós grár DROPS Nord. Prjónið 2 umferð sléttprjón. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-8-4 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 56-56-64 lykkjur. Prjónið A.1 hringinn (= 7-7-8 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör í A.1 er aukið út um 4-4-0 lykkjur jafnt yfir = 60-60-64 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er mynstureining A.2 prjónuð þannig: Prjónið A.2 0-0-1 sinni (= 2 lykkjur aftan á sokknum), prjónið A.2b (= 6-6-6 mynstureiningar með 10 lykkjum) og A.2a 0-0-1 sinni (= 2 lykkjur aftan á sokknum). Í umferð merktri með ör í A.2 er fækkað um 4-4-0 lykkjur jafnt yfir = 56-56-64 lykkjur. Þegar A.2 er lokið á hæðina er prjónað A.3 (= 7-7-8 mynstureiningar með 8 lykkjum). Þegar A.3 er lokið á hæðina er prjónuð 1 umferð slétt með litnum grár þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 54-58-62 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Sokkurinn er síðan prjónaður með grár og sléttprjóni til loka. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 22-24-26 cm. Haldið nú eftir fyrstu 13-14-15 lykkjum á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 28-30-32 lykkjur á þráð (= mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 13-14-15 lykkjum á prjóni fyrir hæl. Lesið LEIÐBEINING og prjónið sléttprjón fram og til baka yfir 26-28-30 hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í stykkið í síðustu umferð – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Þegar hælúrtaka hefur verið gerð eru prjónaðar upp 13-14-16 lykkjur hvoru megin við hæl og 28-30-32 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 68-72-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 28-30-32 lykkjur ofan á fæti. Fækkið lykkjum hvoru megin við 28-30-32 lykkjur ofan á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á UNDAN fyrra prjónamerki ofan á fæti slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á EFTIR seinna prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8-8-10 sinnum = 52-56-60 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 18-19-21 cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir 4-5-6 cm að loka máli). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 26-28-30 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-7-9 sinnum og síðan í hverri umferð alls 6-3-2 sinnum = 12-16-16 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 6-8-8 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #andeancaravansocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 184-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.