Simone Reinhard skrifaði:
Der er en fejl i mønstret! Lige efter 2. indtagning, altså på hvid pind ( pind 19) skal man strikke 2 m mellemgrå 1 hvid o.s.v. Det slutter med 2 m mellemgrå. Hvilket betyder, at der med mellemrum skal være 4 m mellemgrå. Men zoomer du ind på billedet af blusen, er der ingen steder, der er 4 m i træk. Og strikker du skiftevis 2 grå, 1 hvid passer maskeantal ikke. Den indtagning på hvid pind skulle førstvære kommet ved næste hele hvide pind ( pind 22)
26.02.2018 - 15:54
Ulli Thuot skrifaði:
Une fois le col terminé doit on le replier vers l’extérieur ou vers l’intérieur pour le coudre? Merci
13.02.2018 - 18:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Thuot, on le replie vers l'intérieur (= sur l'envers). Bon tricot!
14.02.2018 - 08:39
Oddbjørg Davidsen skrifaði:
Jeg undres om oppskriften er rett på feks armene. Kruset skal strikkes med eks. 76 m, så skal det felles til 54 m. Er dette rett? Er i så fall noe nytt. Nå arbeidet er 7 cm skal det økes med 2 m hver 8 omgang 14 ganger. Da blir det en svært lang arm. Det samme gjelder på bolen. Lurer på om mønsteret er utprøvd?
04.02.2018 - 12:30DROPS Design svaraði:
Hei Oddbjørg. Det er riktig og helt vanlig i våre oppskrifter å felle etter vrangbord, ikke noe nytt. Vi mener det blir penest. I f.eks erme på 185-1 skal det økes etter 7 cm og deretter på hver 8. omgang totalt 14 ganger. Om du ser på strikkefastheten i oppskriften og hvor mange pinner du skal ha i høyden for å få 10 cm, så gir ikke de 14 økningen en veldig lang arm (du øker på hver 8. omgang, ikke hver 8.cm). Genseren er strikket/utprøvd. Mvh Drops Design
13.02.2018 - 14:43
Kathi Tulloch skrifaði:
Eine Frage zur Maschenprobe: 21 Maschen und 28 Reihen glatt rechts mit Nadel Nr. 4 (fuer eine Probe 10x10 cm) und 23 Maschen und 32 Reihen glatt rechts mit Nadel Nr. 3 (fuer eine Probe 10x10cm). Die Maschenprobe mit Nadel Nr. 3 klappt bei mir, aber ich verstehe nicht, wie die Maschineprobe mit Nadel Nr. 4, also dickeren Nadeln aber nur 2 Maschinen weniger, funktioniert. Bei mir klappt das nicht.
30.01.2018 - 17:43DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Tulloch, die beiden Maschenproben (mit Nadeln 3 und 4) zuerst waschen und trocken lassen (= wie Sie später mit dem Pullover machen werden), und dann die beiden Strickstück neu messen. Dann können Sie die Nadelgrösse anpassen wenn nötig. Viel Spaß beim stricken!
31.01.2018 - 08:32Ekaterina skrifaði:
Ich habe auch eine Frage bzgl. Hoehe: in der Anleitung heisst es: "Bei einer Länge von 35-36-37-37-39-40 cm je 8-8-10-10-12-14 Maschen an beiden Seiten für die Armausschnitte abketten". Woher sollte die 35-36-37-37-39-40 cm gemessen werden - vom Anschlagrand, d.h. incl. 7 cm des Rippenmusters? Fast in jeder Anleitung gibt es Worte "Bei einer Länge von ... cm", aber leider ist fuer mich nicht immer klar, ob ich vom Anschlagsrand messen muss oder vom Anfang des laufenden Musters/Diagramm.
03.01.2018 - 18:58DROPS Design svaraði:
Liebe Ekaterina, es wird von der Anschlagskante gemessen. Viel Spaß beim stricken!
04.01.2018 - 13:23
Bohlig Monika skrifaði:
Ich stricke gerade den Dalvik in Karisma. Leider komme ich mit der Höhe wie angegeben nicht hin. Das Rumpfteil soll bei Gr. L 37 cm hoch werden. Ich bin jetzt bei der dritten Zunahme und habe schon ca.32 cm. Bis zur letzten Zunahme muss ich ja noch 24 Reihen stricken, das sind noch mal ca. 8 cm. Ich komme also auf 41 cm statt 37 cm laut Anleitung. Somit wird das Muster oben folglich länger. Bitte um Überprüfung der Anleitung.
02.01.2018 - 17:09DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Bohlig, Stimmt Ihre Maschenprobe in der Höhe? Mit 28 Reihe = 10 cm, wird die letzte Aufnahme bei ca 34 cm gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
03.01.2018 - 13:57
Ina Jensen skrifaði:
Kunne man få denne fine trøje som et hæklemønster/ opskrift?
10.10.2017 - 20:53DROPS Design svaraði:
Hej Ina, prøv at søge på "nordisk" og hæklet, så får du et par stykker som er hæklet med rundt bærestykke. God fornøjelse!
11.10.2017 - 15:16
Dalvik#dalviksweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Settið samanstendur af: Prjónaðri peysu fyrir herra með laskalínu, hringlaga berustykki og marglitu norrænu mynstri, prjónaðri húfu með marglitu norrænu mynstri. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Karisma.
DROPS 185-1 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 230 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 46) = 5. Í þessu dæmi eru prjónaðar ca 4. og 5. hver lykkja slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 5. hverri lykkju, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn inn í mynstur svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Lykkjum er fækkað fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki er staðsett hér, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. Húfa: Sjá mynsturteikningu A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum aftan á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það strekkist á því. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 230-252-270-300-332-362 lykkjur á hringprjón 3 með litnum milligrár Karisma. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 7 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 46-50-50-60-70-72 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 184-202-220-240-262-290 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Haldið áfram í sléttprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð er sett 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 92-101-110-120-131-145 lykkjur (= í hliðar). Nú er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið svona út í hvorri hlið í 22.-23.-24.-24.-28.-28. hverri umferð alls 4 sinnum = 200-218-236-256-278-306 lykkjur. Þegar stykkið mælist 35-36-37-37-39-40 cm, fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 92-101-108-118-127-139 lykkjur eftir á fram- og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 66-66-76-76-76-84 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum milligrár Karisma. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 18-18-22-22-22-24 lykkjur jafnt yfir = 48-48-54-54-54-60 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= mitt undir ermi). Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælis 6-7-9-7-6-10 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í 10.-8.-9.-8.-7.-6. hverri umferð alls 12-14-12-14-16-16 sinnum = 72-76-78-82-86-92 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-48-48-46-47-46 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af miðju 8-8-10-10-12-14 lykkjurnar undir ermi = 64-68-68-72-74-78 lykkjur eftir í umferð. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 312-338-352-380-402-434 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Prjónið sléttprjón með milligrár. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýring að ofan (= 8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 296-322-328-356-378-410 lykkjur. Eftir síðustu umferð með úrtöku er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 24-34-24-32-36-32 lykkjur jafnt yfir = 272-288-304-324-342-378 lykkjur eftir í umferð. Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð = 17-18-19-18-19-21 mynstureining í umferð). Lesið LEIÐBEININGAR! Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka (endið eftir umferð merktri með ör í mynsturteikningu fyrir rétta stærð) eru 119-126-133-126-133-147 lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka eða að fara beint áfram og prjóna kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir að hafa upphækkun. UPPHÆKKUN AFTAN Í HNAKKA: Til að flíkin passi betur er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka með litnum dökk grár. Setjið 1 prjónamerki í miðju að aftan í hnakka. Prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 14-15-16-15-16-18 lykkjur fram hjá prjónamerki. Snúið, herðið á þræði og prjónið 28-30-32-30-32-36 lykkjur brugðið til baka. Snúið og prjónið 42-45-48-45-48-54 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið 56-60-64-60-64-72 lykkjur brugðið til baka. Snúið og prjónið 70-75-80-75-80-90 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið 84-90-96-90-96-108 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt með litnum dökk grár þar sem fækkað er um 25-30-35-26-29-39 lykkjur jafnt yfir = 94-96-98-100-104-108 lykkjur í kringum kant í hálsmáli. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3. Prjónið 5 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 22-22-24-26-26-26 lykkjur jafnt yfir = 116-118-122-126-130-134 lykkjur. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 8 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón. Fellið laust af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Brjótið uppá kant í hálsmáli saman tvöfaldan og saumið niður að innanverðu, garðaprjón við garðaprjón. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. Skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 132-154 lykkjur á hringprjón 3 með litnum dökk grár Karisma. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 24-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 108-120 lykkjur. Prjónið A.2 (= 9-10 mynstureiningar með 12 lykkjum) – lesið LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað áfram með litnum milligrár til loka. Þegar stykkið mælist 17-18 cm er fækkað um 8-0 lykkjur jafnt yfir í umferð og jafnframt eru sett 10 prjónamerki í stykkið með 10-12 lykkjur á milli hverra lykkja = 100-120 lykkjur. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman (= 10 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 9-11 sinnum = 10-10 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 5 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið enda. Húfan mælist ca 24-26 cm á hæðina. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dalviksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 185-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.