Ben Romdhane skrifaði:
Je n'ai pas compris le symbole: pas de maille sauter cette case
12.09.2017 - 13:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Ben Romdhane, ce symbole signifie qu'à ce niveau du diagramme, il n'y a pas de mailles, elle sera augmentée pluls haut dans le diagramme (dans la partie B). Bon tricot!
12.09.2017 - 13:13
Midnight Cables#midnightcablessweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með köðlum, gatamynstri og klauf úr DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 184-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermi): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. Stærð S, M og L: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í garðaprjón þar til alls 6 lykkjur eru í garðaprjóni á undan A.8 og alls 6 lykkjur garðaprjón á eftir A.10, prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. Stærð XL,XXL og XXXL: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna upp að klauf. Síðan er fram- og bakstykki prjónað í hring upp að handveg, fram- og bakstykki er síðan prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp 88-92-104-112-116-124 lykkjur á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu a ofan, prjónið 2-0-2-2-0-0 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 0-1-2-3-4-5 sinnum, A.1A (= 14 lykkjur), A.2A (= 8 lykkjur), A.3A (= 12 lykkjur), A.4A (= 10 lykkjur), A.5A (= 12 lykkjur), A.6A (= 8 lykkjur), A.7A (= 14 lykkjur), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 0-1-2-3-4-5 sinnum, prjónið 2-0-2-2-0-0 lykkjur slétt, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú eftir mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S-M-L-XL: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 2-4-10-14 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 0-0-2-3 lykkjur yfir þessar, prjónið A.1B yfir A.1A, A.2B yfir A.2A, A.3B yfir A.3A, A.4B yfir A.4A, A.5B yfir A.5A, A.6B yfir A.6A, A.7B yfir A.7A, prjónið 2-4-10-14 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 0-0-2-3 lykkjur yfir þessar og 3 lykkjur garðaprjón. Þegar A.1B-A.7B er lokið eru 102-106-114-120 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 2-4-8-11 lykkjur sléttprjón, A.1C yfir A.1B, A.2C yfir A.2B, A.3C yfir A.3B, A.4C yfir A.4B, A.5C yfir A.5B, A.6C yfir A.6B, A.7C yfir A.7B, prjónið 2-4-8-11 lykkjur sléttprjón og 3 lykkjur garðaprjón. Nú eru 102-106-114-120 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 18 cm í þessum stærðum. Geymið stykkið. STÆRÐ XXL-XXXL: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið 5-9 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 1-0 lykkjur yfir þessar, prjónið A.6C (= 11 lykkjur), prjónið A.1B yfir A.1A, A.2B yfir A.2A, A.3B yfir A.3A, A.4B yfir A.4A, A.5B yfir A.5A, A.6B yfir A.6A, A.7B yfir A.7A, prjónið A.2C (= 11 lykkjur), prjónið 5-9 lykkjur lykkjur garðaprjón eins og áður og fækkið um 1-0 lykkjur yfir þessar, 3 lykkjur með garðaprjóni. Þegar A.1B-A.7B er lokið eru 128-138 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið 4-9 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með A.6C (= 11 lykkjur), A.1C yfir A.1B, A.2C yfir A.2B, A.3C yfir A.3B, A.4C yfir A.4B, A.5C yfir A.5B, A.6C yfir A.6B, A.7C yfir A.7B, haldið áfram með A.2C (= 11 lykkjur), prjónið 4-9 lykkjur sléttprjón og 3 lykkjur garðaprjóni. Nú eru 128-138 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 18 cm í báðum stærðum. Geymið stykkið. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 2 stykkin saman á sama hringprjón 6 = 204-212-228-240-256-276 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið og látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið síðan hringinn yfir allar lykkjur eins og áður, en þær lykkjur sem eru í garðaprjóni í hvorri hlið eru nú prjónaðar í sléttprjóni héðan. Þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm – passið uppá að næsta umferð sé umferð án uppsláttar í mynsturteikningu, fellið af 2-2-4-6-8-10 lykkjur í hvorri hlið (= 1-1-2-3-4-5 lykkjur hvoru megin við hvert prjónamerki). Fram- og bakstykki er nú prjónað áfram hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 100-104-110-114-120-128 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið). Byrjið frá réttu og haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm byrjar aflíðandi öxl JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 63-65-67-69-71-73 cm er fellt af fyrir hálsmáli, prjónið þannig: AFLÍÐANDI ÖXL: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið þar til eftir eru 6-6-6-7-7-8 lykkjur á prjóni (að öxl), snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið þar til 6-6-6-7-7-8 lykkjur eru eftir á prjóni (að öxl), snúið og herðið á þræði. Endurtakið 1. og 2. umferð 3 sinnum til viðbótar þannig: Prjónið þar til eftir eru 6-6-6-7-7-8 lykkjur fleiri en í fyrri umferð frá sömu hlið, snúið (= 6-8-10-8-10-10 lykkjur eftir á öxl). Prjónið 1 umferð yfir allar 30-32-34-36-38-42 lykkjur, fellið af. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm fækkið um 3 lykkjur yfir hvern kaðal með 6 lykkjum og fækkið um 7 lykkjur yfir kaðal með 14 lykkjum. Þegar stykkið mælist 63-65-67-69-71-73 cm fellið af miðju 25-25-27-27-29-29 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 30-32-34-36-38-42 lykkjur eftir á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 100-104-110-114-120-128 lykkjur. Haldið áfram alveg eins og á bakstykki þar til stykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm. Fækkið nú um 3 lykkjur yfir hvern kaðal með 6 lykkjum og fækkið um 7 lykkjur yfir kaðal með 14 lykkjum. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm setjið miðju 21-21-23-23-25-25 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig JAFNFRAMT er prjónuð aflíðandi öxl eins og á bakstykki. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umverð frá hálsi þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 30-32-34-36-38-42 lykkjur eftir á öxl. Prjónið 2 umferðir garðaprjón og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 42-42-42-50-50-50 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið A.8A (= 12 lykkjur), A.9A (= 6 lykkjur), A.10A (= 12 lykkjur), * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 lykkja brugðið og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.8B yfir A.8A, A.9B yfir A.9A, A.10B yfir A.10A, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Þegar A.8B-A.10B er lokið eru 46-46-46-54-54-54 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 0-0-0-3-3-3 lykkjur sléttprjón, 5-5-5-6-6-6 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8C yfir A.8B, A.9C yfir A.9B og A.10C yfir A.10B, prjónið 5-5-5-6-6-6 lykkjur í garðaprjóni, 0-0-0-3-3-3 lykkjur í sléttprjóni og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 13-15-14-12-15-13 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út með 4½-3½-2½-3-2½-2½ cm millibili alls 9-11-12-10-11-13 sinnum = 64-68-70-74-76-80 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 53-52-51-50-49-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Fækkið nú lykkjum fyrir lítilli ermakúpu í hvorri hlið þannig: Fækkið um 7-7-8-8-9-9 lykkjur 2 sinnum og fækkið um 6-8-7-9-8-10 lykkjur 1 sinni – þegar síðasta úrtaka er gerð er fækkað að auki um 1 lykkju yfir hvern kaðal með gati og fækkað um 3 lykkjur yfir kaðla með 6 lykkjum. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist ca 55-54-53-52-51-50 cm með uppábroti. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkant þannig að það verða 4 umferðir garðaprjón ofan á öxl. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Brjótið kant á ermum út að hlið. HÁLSMÁL: Prjónið upp frá réttu ca 74-80 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið og jafnið lykkjufjöldanum út til 72-72-76-76-80-80 lykkjur. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið uppá kant í hálsmáli saman tvöfaldan inn að röngu og saumið niður með smáu fallegu spori – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #midnightcablessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 184-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.