Kari skrifaði:
Takk for svar ang. Lotta tunika. Hvis jeg ikke skal ha mønster hvordan øker jeg for å få 252 masker, når jeg har 105. Er det på hver pinne jeg øker, hvor mange, eller? Beklager at jeg ikke skjønner, men håper på en forklaring. MVH Kari nordstrand
24.06.2018 - 21:10DROPS Design svaraði:
Hei Kari, Du kan følge økningene i A.1 uten å strikke mønster. For eksempel, øk med 1 kast om pinnen hver 5. maske på omgang 3 og hver 6. maske på omgang 8 osv. God fornøyelse!
25.06.2018 - 06:17
Kari skrifaði:
Ser på oppskrift Lotta tunika , eller hvem som helst oppskrift hvor det sakl strikkes ovenifra, halsen, og ned, det står ikke hvor ofte en skal øke for å få det maksimale antall masker. her 252 str 3/4.
20.06.2018 - 15:41DROPS Design svaraði:
Hei Kari. Det står du skal strikke 21 rapporter av A.1 etter at halskanten er ferdig. Alle økingene er lagt inn i diagrammet, som du ser nederst på siden – det økes med kast som strikkes vridd på neste omgang for at det ikke skal bli hull. Husk at diagrammet leses fra bunnen og opp selv om plagget strikkes ovenfra og ned. God fornøyelse.
22.06.2018 - 07:37
Hélène skrifaði:
Bonjour, Concernant les augmentations, comment les faites-vous? Merci, Hélène
06.11.2017 - 15:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Hélène, les augmentations dans le diagramme (jacquard) sont faites avec 1 jeté (= 3ème symbole dans la légende) à tricoter torse à l'endroit au tour suivant pour éviter un trou (dans la vidéo ci-dessous, on le tricote torse à l'envers car l'échantillon se tricote en allers et retours). Bon tricot!
06.11.2017 - 15:54
Lotta#lottatunic |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð tunika fyrir börn með hringlaga berustykki og marglitu norrænu mynstri úr DROPS BabyMerino, prjónuð ofan frá og niður. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 30-8 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. LEIÐBEININGAR (á við um marglit mynstur): Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum aftan á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það strekkist á því. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Hægt er að prjóna smá upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur og að berustykkið verði hærra í hnakka. Þessari upphækkun er einnig hægt að sleppa, þá verður hálsmál alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu á upphækkun lengra niður í uppskrift. Eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Kantur á ermum er prjónaður í hring á sokkaprjóna ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-88-92-96-96-100 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með litnum rauður. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= miðja að aftan). Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 1½ cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt jafnframt er aukið út um 7-17-18-19-24-25 lykkjur jafnt yfir = 95-105-110-115-120-125 lykkjur. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka eða farið beint í að prjóna berustykki ef ekki er óskað eftir að hafa upphækkun. UPPHÆKKUN AFTAN Í HNAKKA: Hoppaðu yfir þennan kafla ef þig langar ekki að hafa upphækkun. Prjónið 8 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 16 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 24 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið 32 lykkjur brugðið til baka. Haldið áfram með að prjóna yfir 8 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónaðar hafa verið alls 48-48-48-64-64-80 lykkjur, snúið og prjónið sléttar lykkjur aftur fram að miðju að aftan. BERUSTYKKI: Prjónið síðan A.1 (= 19-21-22-23-24-25 mynstureiningar á breidd) og lesið LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Skiptið yfir á lengri hringprjón eftir þörf. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 228-252-264-276-288-300 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 236-252-260-280-292-304 lykkjur, haldið áfram með litnum rauður í 0-1-2-0-1-2 cm. Berustykki mælist nú ca 13-14-15-16-17-18 cm mælt við miðju að framan (mælt án stroffs í hálsmáli). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 35-38-39-42-44-46 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 48-50-52-56-58-60 lykkjur á þráð fyrir kant á ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur (= í hlið undir ermi), prjónið 70-76-78-84-88-92 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 48-50-52-56-58-60 lykkjur á þráð fyrir kant á ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur (= í hlið undir ermi), prjónið 35-38-39-42-44-46 lykkjur (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og kantur á ermum er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-172-184-192-200 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og litnum rauður. Þegar stykkið mælist 19-22-25-28-31-34 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-4-4-0-0-0 lykkjur jafnt yfir = 152-168-176-184-192-200 lykkjur. Prjónið A.2 yfir allar lykkjur (= 19-21-22-23-24-25 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið áfram með litnum rauður þegar A.2 hefur verið prjónað til loka. Prjónið 1 umferð brugðið (= umferð með uppábroti), prjónið síðan sléttprjón í 7 cm. Fellið af. KANTUR Á ERMI: Setjið lykkjur frá öðrum þræðinum á sokkaprjóna 2,5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi með litnum rauður = 54-56-60-64-66-68 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-8-8 lykkjur = mitt undir ermi. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 2-0-0-0-2-0 lykkjur jafnt yfir = 56-56-60-64-68-68 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 1½ cm, fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kant á ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið neðstu 7 cm á fram- og bakstykki inn að röngu á stykkinu (við umferð með uppábroti) og saumið niður með fallegu smáu spori. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lottatunic eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 30-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.