Anna Post skrifaði:
I am not experienced with diagrams. I learned already to read from bottom right to left. So I made the first Patern row: A1a, A2a,A2b,A2c and A1b. OK. But then the wrong side: 1.Do I go the opposite way: A1b,A2c,A2b,A2a,A1a and work from left to right. Or 2. Do I have to go the same as the first row, and just take the wrong side option for the stithes? 3. De I have to go the same as the first row, but knit the wrong side stitches from left to right? What to do?
17.09.2017 - 23:23DROPS Design svaraði:
Dear Anna, the diagrams always show each row of the patterns from the right side. So, whenever you knot these patterns back and forth (like with this cardigan) you do have to read every other row (every wrong side row) from left to right. Whenever you knit in the round (like the sleeves of this cardigan) in every row, you knit from right to left. I hope this helps. Happy Knitting!
18.09.2017 - 00:17
Denise skrifaði:
Lovely! The accent at the neckline gives the cardigan a very feminine look.
19.06.2017 - 03:47
Helene skrifaði:
Joli modèle! Il plaira et aux petites filles.
18.06.2017 - 13:05
Conny skrifaði:
Farbe, Form, Muster, da stimmt alles!
09.06.2017 - 07:10
MC Hunt skrifaði:
No set in sleeves, cardigan, charm and a new twist. Lovely
07.06.2017 - 04:38
MC Hunt skrifaði:
This is so appealing - it draws interest in a new way. Love it.
07.06.2017 - 04:35
Angelique skrifaði:
Very cute and versatile
01.06.2017 - 22:45
Namdalen Jacket#namdalenjacket |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, laskalínu og áferð, prjónuð ofan frá og niður, prjónuð úr DROPS Puna eða DROPS Sky. Stærð S - XXXL.
DROPS 179-2 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 254 lykkjur), mínus kanta að framan (= 14 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 30. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 30. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir kant að framan. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við þau prjónamerki sem eftir eru í umferð (= 8 lykkjur fleiri í hverri umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægir kant að framan. Þ.e.a.s. fellið af fyrir hnappagati í lok umferðar frá réttu. 1 HNAPPAGAT = Prjónið þriðju og fjórðu kantlykkju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 2, 11, 20, 29, 38 og 47 cm M: 2, 11, 20, 29, 39 og 49 cm L: 2, 11, 21, 31, 41 og 51 cm XL: 2, 11, 21, 31, 41 og 51 cm XXL: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm XXXL: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 128-134-140-146-152-158 lykkjur á hringprjón 3,5 með Puna eða Sky. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þannig: Prjónið A.1a (= 7 kantlykkjur að framan), prjónið a.2a (= 2 lykkjur í fyrstu umferð), prjónið A.2b (= 36-38-40-42-44-46 mynstureiningar 3 lykkjur í fyrstu umferð), prjónið A.2c (= 4 lykkjur í fyrstu umferð), prjónið A.1b (= 7 kantlykkjur að framan). Þegar prjónaðar hafa verið 6 umferðir af mynsturteikningu (til og með umferð merktri með ör í mynsturteikningu) skiptið yfir á hringprjón 4. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Kantlykkjur að framan eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1a og A.1b til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2a, A.2b og A.2c hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 242-254-266-278-290-302 lykkjur í umferð og stykkið mælist 10 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið 2 umferðir sléttprjón þar sem auknar eru út 2-8-16-24-20-34 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – lesið ÚTAUKNING = 244-262-282-302-310-336 lykkjur. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna: Setjið 1. prjónamerki eftir 41-43-46-50-53-58 lykkjur. 2. prjónamerki eftir 47-52-56-58-56-59 lykkjur, 3. prjónamerki eftir 68-72-78-86-92-102 lykkjur og 4. prjónamerki eftir 47-52-56-58-56-59 lykkjur. Nú eru 41-43-46-50-53-58 lykkjur eftir í umferð. Prjónið síðan sléttprjón og kantlykkjur í hvorri hlið eins og áður og í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í 4. hverri umferð (= önnur hver umferð frá réttu) alls 6-8-9-10-12-13 sinnum = 292-326-354-382-406-440 lykkjur. Haldið síðan áfram í sléttprjóni án þess að auka út lykkjur þar til stykkið mælist 23-25-27-29-31-33 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umferð er frá röngu og er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 47-51-55-60-65-71 lykkjur (= hálft hægra framstykki), setjið næstu 59-68-74-78-80-85 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 80-88-96-106-116-128 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 59-68-74-78-80-85 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið þær 47-51-55-60-65-71 lykkjur sem eftir eru í umferð (= hálft vinstra framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 190-206-226-246-270-294 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir ermum í hvorri hlið (= 4-4-5-5-6-6 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið sléttprjón með 7 kantlykkjum að framan í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm er prjónað A.3 (= 6 lykkjur) mitt undir hvorri ermi þannig að það verða 3 lykkjur af mynsturteikningu hvoru megin í umferð. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið svona áfram þar til A.3 hefur verið prjónað 11 sinnum á hæðina = 234-250-270-290-314-338 lykkjur. Stykkið mælist ca 27 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem auknar eru út 20-22-23-24-27-30 lykkjur jafnt yfir = 254-272-293-314-341-368 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið nú stroff þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, 1 lykkja brugðið, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Þegar stroffið mælist 4 cm – stillið af að síðasta umferð sé prjónuð frá réttu, skiptið til baka yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur notið e.t.v. grófari prjóna eða sláið uppá prjóninn á eftir ca 4. hverri lykkju. Uppslátturinn er síðan felldur af eins og venjuleg lykkja. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Setjið 59-68-74-78-80-85 lykkjur af þræði á sokkaprjón 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 67-76-84-88-92-97 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur = mitt undir ermi. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 8.-6.-5.-4.-4.-3. hverri umferð alls 11-14-16-18-19-20 sinnum = 45-48-52-52-54-57 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 0-0-1-1-0-0 lykkjur = 45-48-51-51-54-57 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni hringinn þar til stykkið mælist 35-33-32-30-28-27 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið nú stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 4 cm. Skiptið til baka yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt. Fellið síðan af með sléttum lykkjum. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur notið e.t.v. grófari prjóna eða sláið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Uppslátturinn er síðan felldur af eins og venjuleg lykkja. Ermin mælist ca 39-37-36-34-32-31 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #namdalenjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 179-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.