De Buysser M.J. skrifaði:
Beste, Ik heb een vraag ivm het patroon drops 179/1. Mijn vraag is of het patroon A2 juist op de site staat. Er staat dat iedere keer A4 gebreid is er 4 steken gemeerderd zijn, doch volgens de tekening zijn er maar 2 steken gemeerderd. Mvg M.J. De buysser
14.02.2018 - 20:00DROPS Design svaraði:
Dag De Buysser M.J., Dat komt omdat je A.2 2 maal op de toer breit, namelijk onder elke mouw. Dus je meerdert 2 steken onder elke mouw = totaal 4 steken.
15.02.2018 - 21:21
Anita Sjursen skrifaði:
Hei! Jeg har nå strikket mønsteret oppe og dette blir 2 cm lenger enn oppskriften. Jeg strikket prøvelapp med glattstrikk og dette stemte med pinnestørrelse og cm så jeg lurer på om mønsteret stemmer?
27.01.2018 - 12:17DROPS Design svaraði:
Hei Anita. Mønstret skal stemme. Husk at både masker (bredden) og pinner (høyden) på prøvelappen må stemme når strikkefastheten sjekkes.mvh Drops design
30.01.2018 - 09:46
Céline Giaffreda skrifaði:
Concernant les augmentations pour le raglan, y a t'il une erreur? 10x 1 augmentation de chaque côté du marqueur font bien 20 mailles mais pour la première série de mailles on passe de 43 à seulement 53 mailles, pour les autres augmentations on a bien 20 mailles à chaque fois. Je suis en pleine réalisation de ce super modèle en puna et j'adore le résultat mais là je pense qu'il y a erreur , non?
20.01.2018 - 23:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Giaffreda, on a 4 marqueurs et on augmente 1 m de chaque côté de chaque marqueur = 8 augmentations par tour d'augmentations. Quand on augmente 10 fois de chaque côté de chaque marqueur, on va augmenter 10 x 8 m = 80 m + 288 m avant le raglan = 368 m après le raglan. Bon tricot!
22.01.2018 - 09:43
Marion skrifaði:
Bonjour, j'aimerais beaucoup tricoter ce modèle, mais avant de commander la laine je voudrais avoir une petite précision, s'il vous plait : sur le diagramme des tailles, l'encolure mesure 18cm de large en taille S et sur la photo, l'encolure a l'air beaucoup plus large. Pourriez-vous me dire si je dois me fier à la photo ou au diagramme? Merci pour votre réponse, bonne nouvelle année à vous et à toute l'équipe!! :) Marion
30.12.2017 - 09:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Marion, si votre tension est correcte, vous devriez avoir le même résultat que sur la photo, pensez à bien conserver la même tension que pour votre échantillon. Bon tricot!
02.01.2018 - 10:48
Lucia skrifaði:
Salve, nella descrizione degli aumenti dice di aumentare ogni 4 giri, devo aumentare al 4° o al 5° giro? Grazie mille per la disponibilità.
20.11.2017 - 17:24DROPS Design svaraði:
Buonasera Lucia. Deve aumentare al 5° giro. Quindi: giro con aumenti, 3 giri senza aumenti, giro con aumenti. Buon lavoro!
20.11.2017 - 20:54
Françoise skrifaði:
Bonjour, je souhaiterais tricoter ce bonnet en aller retour. Je pense ajouter 2 mailles pour la couture. Concernant le diagramme, puis-je le suivre comme il est présenté? Merci de votre éclairage.
02.11.2017 - 10:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Françoise, il vous faudra ajuster les rangs du diagramme pour avoir un endroit et un envers (le rang avec le 3ème symbole doit être sur l'endroit et ajuster le rang avec le 4ème symbole que vous ferez sur l'envers et non sur l'endroit). Bon tricot!
02.11.2017 - 11:44Annette Schøler skrifaði:
Hej. Jeg er i tvivl om det stykke, hvor der står, at men skal slå x antal masker op UNDER ærmerne?? Hvor skal de slås op, det fatter jeg ikke rigtigt 😨. Kan I evt vise det på en video? Mvh. Annette
21.10.2017 - 17:34DROPS Design svaraði:
Hej Annette, Her ser du hvordan du gør, du kan hoppe frem til tiden omkring 6 minutter
How to knit a jumper top down from Garnstudio Drops design on Vimeo.
31.10.2017 - 13:53
Tina skrifaði:
Forstår ikke det tegn med 4 og 5 m. Kan i ikke lave en video med mønstret
06.07.2017 - 08:30DROPS Design svaraði:
Hei Tine. Jo, selvsagt. Her er en link til en video til diagram A.1 / begynnelsen av bærestykket. Om du bare trenger å se på hvordan 3. diagramikon skal strikkes (mellom 4. og 5. maske), kan du spole deg frem til tiden 04:03 Hvordan strikke A.1 - starten på bærestykket til DROPS 179-1 God Fornøyelse.
06.07.2017 - 11:05
Amber Shepherd skrifaði:
I love this pattern. It's quite beautiful. It could be easily done in a variety of colors and yarns. Also, the sleeves and total length could be altered per individual taste. So this sweater should appeal to all age groups equally. The hat is really cute, too.
05.07.2017 - 20:27
De Mol Monque skrifaði:
Mooie ronde pas aan de trui en ook de muts is zeer mooi
04.07.2017 - 08:43
Namdalen#namdalensweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Settið samanstendur af: Prjónaðri húfu með áferð og peysu með hringlaga berustykki, laskalínu og áferð, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Settið er prjónað úr DROPS Puna.
DROPS 179-1 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Húfa: Sjá mynsturteikningu A.3 og A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 240 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 30. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 30. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við þau prjónamerki sem eftir eru í umferð (= 8 lykkjur fleiri í hverri umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Byrjun á umferð = miðja að aftan. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjón/stuttan hringprjón. PEYSA: Fitjið upp 114-120-126-132-138-144 lykkjur á hringprjón 3,5 með Puna. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, eftir mynsturteikningu A.1 (= 38-40-42-44-46-48 mynstureiningar 3 lykkjur í fyrstu umferð). Þegar prjónaðar hafa verið 6 umferðir af mynsturteikningu (til og með umferð merktri með ör í mynsturteikningu) skiptið yfir á hringprjón 4. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið síðan áfram þar til A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina. Nú eru 228-240-252-264-276-288 lykkjur í umferð og stykkið mælist 10 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið 2 umferðir sléttprjón og aukið út um 2-8-16-24-20-34 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð – lesið ÚTAUKNING – sjá útskýringu að ofan = 230-248-268-288-296-322 lykkjur. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna: Setjið 1. prjónamerki eftir 34-36-39-43-46-51 lykkjur, 2. prjónamerki eftir 47-52-56-58-56-59 lykkjur, 3. prjónamerki eftir 68-72-78-86-92-102 lykkjur og 4. prjónamerki eftir 47-52-56-58-56-59 lykkjur. Nú eru 34-36-39-43-46-51 lykkjur eftir í umferð. Prjónið nú sléttprjón og í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í 4. hverri umferð alls 6-8-9-10-12-13 sinnum = 278-312-340-368-392-426 lykkjur. Haldið síðan áfram í sléttprjóni án þess að auka út lykkjur þar til stykkið mælist 23-25-27-29-31-33 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 40-44-48-53-58-64 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 59-68-74-78-80-85 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 80-88-96-106-116-128 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 59-68-74-78-80-85 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 40-44-48-53-58-64 lykkjur í umferð (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 176-192-212-232-256-280 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir ermum í hvorri hlið (= 4-4-5-5-6-6 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm er prjónað A.2 (= 6 lykkjur) mitt undir hvorri ermi þannig að það verða 3 lykkjur af mynsturteikningu hvoru megin við prjónamerki. Í hvert skipti sem A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina hefur verið aukið út um 4 lykkjur í umferð. Nýjar lykkjur er prjónaðar í sléttprjóni. Haldið svona áfram þar til A.2 hefur verið prjónað til loka 11 sinnum á hæðina = 220-236-256-276-300-324 lykkjur. Stykkið mælist ca 27 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-22-23-24-27-30 lykkjur jafnt yfir = 240-258-279-300-327-354 lykkjur. Prjónið 1 umferð. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið nú stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt og fellið af með sléttum lykkjum. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur notið e.t.v. grófari prjóna eða sláið uppá prjóninn á eftir ca 4. hverri lykkju. Uppslátturinn er síðan felldur af eins og venjuleg lykkja. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. Setjið 59-68-74-78-80-85 lykkjur af þræði á sokkaprjón 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 67-76-84-88-92-97 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur = mitt undir ermi. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 8.-6.-5.-4.-4.-3. hverri umferð alls 11-14-16-18-19-20 sinnum = 45-48-52-52-54-57 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 0-0-1-1-0-0 lykkjur = 45-48-51-51-54-57 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni hringinn þar til stykkið mælist 35-33-32-30-28-27 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið nú stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 4 cm. Skiptið til baka yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt. Fellið síðan af með sléttum lykkjum. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur notið e.t.v. grófari prjóna eða sláið 1 sinni prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Uppslátturinn er síðan felldur af eins og venjuleg lykkja. Ermin mælist ca 39-37-36-34-32-31 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður á sokkaprjóna. Skiptið yfir á stuttan hringprjón eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 11-12 lykkjur á sokkaprjón 4 með Puna. ATH: Skiljið eftir enda ca 30 cm til að draga saman toppinn á húfunni í lokin! UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: Prjónið 1-1 lykkju slétt, * 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-*= 21-23 lykkjur. UMFERÐ 3: Prjónið slétt. Allur uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið nú MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þannig: Prjónið mynsturteikningu a.3 (= 1 lykkja í fyrstu umferð) 21-23 sinnum í umferð. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 126-138 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið mynsturteikningu A.4 (= 6 lykkjur) yfir hverja mynsturteikningu A.3. Þegar A.4 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæðina mælist stykkið ca 26 cm. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til húfan mælist 28-28 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Dragið toppinn saman á húfunni með því að þræða endann upp og niður í lykkjurnar eina og eina, herðið að og festið enda. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #namdalensweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 179-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.