Cecilie skrifaði:
Når du skal gjenta 1. Til 8. Omgang/pinne til ferdig mål, skal du da også felle under armen som tidligere når du øker midt foran og bak?
06.07.2024 - 17:09DROPS Design svaraði:
Hei Cecilie. Når du gjentar pinne 1.-8., feller du under ermene på 2.-4.-6. pinne. mvh DROPS Design
09.07.2024 - 10:15
Christiane G skrifaði:
Bonjour. Je n arrive pas à avoir le bon échantillon. Avec les aiguilles indiquees j ai un demi centimetre de moins. Avec des aiguilles 6 j ai un demi centimetre de plus. Quelles aiguilles choisir pour etre la plus precise possible pourla taille XL? Merci
12.04.2022 - 16:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Christiane, essayez de bloquer votre échantillon (avec les aiguilles 5,5) pour voir si la hauteur s'en trouve ajustée - un blocage (ou même un simple lavage/séchage) aide à donner un air plus régulier aux mailles et peut vous permettre d'obtenir la bonne hauteur (tout en conservant la bonne largeur). Bon tricot!
19.04.2022 - 08:51
Kasia skrifaði:
Mam pytanie może trochę dziwne czy w schematach są pokazane rzędy parzyste i nieparzyste Z góry dziękuje za odpowiedz
18.05.2021 - 21:13DROPS Design svaraði:
Witaj Kasiu, pytaj zawsze kiedy musisz, nie ma dziwnych pytań :) Schemat przedstawia wszystkie rzędy (parzyste i nieparzyste), widok jest taki jak na prawej stronie robótki. Szczegółowo ten temat jest opisany w kursie TUTAJ. Pozdrawiamy!
19.05.2021 - 18:09
Majbritt Teglgaard skrifaði:
Jeg har problemer med antallet af masker i diagrammetA1a. Jeg vil strikke str xxl. Af diagrammet fremgår det, at der er 23 masker . Af teksten fremgår det, at jeg skal strikke diagrammet over 25 masker. Hvordan gør jeg? Hvis det er over 25 går det op med omgangens samlede antal masker, men hvordan får jeg det til at passe med diagrammet?
27.01.2021 - 00:21DROPS Design svaraði:
Hei Majbritt. Du strikker A.1a over 23 masker og så strikker du 2 masker av begynnelsen av A.1a = 25 masker av A.1a. God Fornøyelse!
01.02.2021 - 11:09
Marita Sløgedal skrifaði:
Det er nødt til å være feil i forklaringen på økning med raglan. Det står at det skal økes etter merke 1 og 3 og før 2 og 4. Da blir det jo bare 4 masker til erme.....
29.05.2020 - 14:25DROPS Design svaraði:
Hei Marita. Nei, det er ikke feil. Det økes også i diagrammene på for- og bakstykket, se diagrammene. God Fornøyelse!
03.06.2020 - 10:46
Stef skrifaði:
Bonjour quand vous dites TOUR/RANG 1 : Tricoter 1 tour/rang comme avant (=1 tour/rang sans les jetés dans les diagrammes) cela veut dire ne pas faire de jetés dans tous les diagrammes du rang ou seulement dans les diagrammes A.5a et A.6a. merci
23.06.2017 - 23:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Stef, seulement dans A.5a et A.6a pour conserver le point fantaisie ajouré. Bon tricot!
26.06.2017 - 09:25
Lisa-Sophia skrifaði:
Liebes Drops-Team, vielen Dank für dieses wunderschöne Strickmuster! Ich habe eine Frage zum Aufnehmen ganz am Anfang nach den 2 Krausrippen: Welche Technik sollte ich hierfür verwenden. Bei den Videos ist nur Aufnehmen 5 mit Umschlag. Was hierfür nehme ich an ungeeignet ist. Vielen Dank und herzliche Grüße!
20.06.2017 - 17:06DROPS Design svaraði:
Liebe Lisa-Sophia, hier können Sie mit Ihrem Lieblingstechnick zunehmen. Viel Spaß beim stricken!
21.06.2017 - 10:01
Anne Marie Frolunde skrifaði:
Jeg har problemer med moensteret. Det er blokken A1 og A4 i str XL. Det er den del af moensteret, hvor der skal laves huller. jeg har ikke masker nok til at lave moensteret. I anden pind fra neden strikker jeg i A1 r,v,r,v,r,v,4r,v,slå om,r,sla om,r loes af, r, den loese over retten,2 r sammen,sla om,og så skulle det være 2r men der er kun 1 maske tilbage inden den gennemgaende retmaske. Hvad goer jeg forkert? Hilsen Anne Marie
09.06.2017 - 11:47DROPS Design svaraði:
Hej Anne Marie, hvis du sætter en mærketråd på hver side af diagrammet, så du er sikker på at du har 23 masker til at strikke A.1 og A.4 og husk at du ikke skal strikke den rude som er helt sort, den tager du først ud til på 2.pind. God fornøjelse!
09.06.2017 - 15:43
LAGUNA skrifaði:
Bonjour, Comment avez-vous réussi à aller au delà des 2 premiers rangs du point fantaisie? Je suis coincée, je n'arrive pas à savoir quoi faire de mes jetés qui ont créer des mailles, ce qui fait que je n'ai pas du tout de même rendu dans la constitution des diagrammes, je suis sans arrêt décalée. Je désire faire cette tunique pour cet été. Merci d'avance. MINA
19.05.2017 - 15:23DROPS Design svaraði:
Voir réponse ci-dessous :)
19.05.2017 - 15:32
Elizabeth Frost skrifaði:
Hej Hvor finder jeg mål på størrelsen i opskriften f.eks hvad er målene i omkreds på XL i opskriften Tunika med hulmønster, som jeg har fået mail på str går fra S til XXXL men jeg kan ikke finde cm mål på de forskellige størrelser. Vil jo hverken have den for lille eller foe stor. Hilsen Elizabeth
19.03.2017 - 12:48DROPS Design svaraði:
Hej Elizabeth. Se nederst paa opskriften, her finder du alle maal i cm per störrelse. Laes ogsaa her nogle tips hvordan du vaelger den rette störrelse
20.03.2017 - 13:22
Peach Ballet#peachballetsweater |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð tunika með gatamynstri, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 175-6 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Á ermum er aukið út fyrir laskalínu með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Aukið út þannig: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki þannig: Aukið út í hverri umferð alls 0-2-4-0-0-0 sinnum. Aukið út í annarri hverri umferð alls 22-23-23-27-24-26 sinnum. Aukið út í 4. hverri umferð alls 0-0-0-0-2-2 sinnum (= alls 22-25-27-27-26-28 sinnum) = alls 48-54-60-60-62-66 lykkjur á hvorri ermi. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. ÚRTAKA-1: Þegar prjónað er í hring er lykkjum fækkað þannig: Fækkið lykkjum við hvert prjónamerki þannig: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-5-6-6 lykkjur á undan prjónamerki, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 2-2-2-6-8-8 lykkjur garðaprjón (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Þegar prjónað er fram og til baka er fækkað þannig: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Prjónið 3-3-3-3-4-4 lykkjur garðaprjón, takið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið mynstur eins og áður þar til eftir eru 5-5-5-5-6-6 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), endið með 3-3-3-3-4-4 lykkjur garðaprjón. ÚRTAKA-2 (á við um ermar): Fækkið lykkjum við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 2 lykkjur slétt (prjónamerk er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). AFFELLING: Ef affellingarkanturinn verðu of stífur er hægt að fella af með ½-1 prjónanúmeri stærra. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring ofan frá og niður. TUNIKA: Fitjið upp 80-84-86-92-96-102 lykkjur á hringprjóna 4,5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna 5,5. Prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er aukið út um 22-18-20-22-26-28 lykkjur jafnt yfir = 102-102-106-114-122-130 lykkjur. Í næstu umferð er prjónað mynstur og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, þannig: Prjónið A.1a yfir fyrstu 21-21-21-23-23-25 lykkjur, A.2a yfir næstu lykkju, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt (= miðja að aftan), 1 lykkja brugðið, A.3a yfir næstu lykkju, A.4a yfir næstu 21-21-21-23-23-25 lykkjur (= bakstykki), setjið 1. prjónamerki, 4-4-6-6-10-10 sléttar lykkjur, setjið 2. prjónamerki (= ermi), A.1a yfir næstu 21-21-21-23-23-25 lykkjur, A.2a yfir næstu lykkju, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt (= miðja að framan), 1 lykkja brugðið, A.3a yfir næstu lykkju, A.4a yfir næstu 21-21-21-23-23-25 lykkjur (= framstykki), setjið 3. prjónamerki, 4-4-6-6-10-10 lykkjur slétt, setjið 4. prjónamerki (= ermi). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1a og A.4a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1b og A.4b á hæðina. Þegar A.2a og A.3a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 298-318-362-378-402-430 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 22-24-25-27-28-30 cm þar sem það er styst. Næsta umferð er prjónuð þannig: Haldið áfram með A.1b yfir fyrstu 22-22-22-24-24-26 lykkjur eins og áður, A.2b yfir næstu 27-29-37-39-44-47 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt (= miðja að aftan), 1 lykkja brugðið, sláið uppá prjóninn, A.3b yfir næstu 27-29-37-39-44-47 lykkjur, A.4b yfir næstu 22-22-22-24-24-26 lykkjur, setjið næstu 48-54-60-60-62-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-10-12-12 l undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja (= hliðarmerki), A.1b yfir næstu 22-22-22-24-24-26 eins og áður, A.2b yfir næstu 27-29-37-39-44-47 l, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt (= miðja að framan), 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.3b yfir næstu 27-29-37-39-44-47 lykkjur, A.4b yfir næstu 22-22-22-24-24-26 lykkjur, setjið næstu 48-54-60-60-62-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-10-12-12 lykkjur undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja (= hliðarmerki) = 218-226-258-282-306-326 lykkjur. Prjónið 1 umferð mynstur, uppsláttur við miðju að framan og við miðju að aftan eru prjónaðir slétt, það eiga að myndast göt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Haldið áfram með * A.1b yfir fyrstu 22-22-22-24-24-26 lykkjur eins og áður, A.2b yfir næstu 27-29-37-39-44-47 lykkjur, A.5a yfir næstu lykkju (aukið út um 1 lykkju í A.5a), 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt (= miðja aftan/framan), 1 lykkja brugðið, A.6a yfir næstu lykkju (aukið út um 1 lykkju í A.6a), A.3b yfir næstu 27-29-37-39-44-47 lykkjur, A.4b yfir næstu 22-22-22-24-24-26 lykkjur eins og áður, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 2-2-2-6-8-8 lykkjur garðaprjón, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri) *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum. Í þessari umferð er aukið út um 2 lykkju við miðju að framan og við miðju að aftan og fækkað er um 2 lykkju í hvorri hlið á stykki, þ.e.a.s. lykkjufjöldinn verði sá sami. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið síðan í hring þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 1 umferð með mynstri eins og áður (= umferð án uppsláttar í mynsturteikningu). UMFERÐ 2: Prjónið mynstur eins og áður og fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvert hliðarmerki – LESIÐ ÚRTAKA-1. Í þessari umferð er aukið út um 2 lykkjur við miðju að framan og við miðju að aftan og fækkað er um 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki, þ.e.a.s. lykkjufjöldinn heldur áfram að vera sá sami. UMFERÐ 3: Prjónið eins og umferð 1. UMFERÐ 4: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 5: Prjónið eins og umferð 1. UMFERÐ 6: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 7: Prjónið eins og umferð 1. UMFERÐ 8: Prjónið mynstur eins og áður. Í þessari umferð er aukið út um 2 lykkjur við miðju að framan og við miðju að aftan = alls 4 lykkjur fleiri. Ekki er lykkjum fækkað á undan eða á eftir hliðarmerkjum. Endurtakið umferð 1 til 8 til loka. Þegar A.5a og A.6a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.5b og A.6b á hæðina. Nú er prjónað A.7 á eftir A.5b og A.8 á undan A.6a við miðju að framan og við miðju að aftan til loka, þ.e.a.s. útauknar lykkjur við miðju að framan/aftan eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 18 cm frá prjónamerki undir ermi, passið uppá að síðasta umferðin sé 1 umferð með uppslætti, skiptið stykkinu upp við hliðarmerki, framstykki og bakstykki eru nú prjónuð til loka hvort fyrir sig fram og til baka. FRAMSTYKKI: (Byrjið við vinstra hliðarmerki. Fyrsta umferð = frá röngu). Prjónið mynstur og endurtakið umferð 1 til 8 eins og áður, en í 3-3-3-3-4-4 síðustu lykkjur í hvorri hlið á stykki eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 30 cm frá prjónamerki undir ermi, skiptið yfir á hringprjóna 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af – LESIÐ AFFELLING. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki. ERMI: = 48-54-60-60-62-66 lykkjur. Ermin er prjónuð í sléttprjóni, hringinn á sokkaprjóna. Setjið til baka lykkjur af þræði á sokkaprjóna 5,5 og fitjið upp 6-6-6-10-12-12 lykkjur undir ermi = 54-60-66-70-74-78 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn og setjið eitt prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja undir ermi (þ.e.a.s. 3-3-3-5-6-6 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA-2! Fækkið svona með ca 3½-2½-2-2-2-1½ cm millibili alls 9-12-14-15-16-17 sinnum = 36-36-38-40-42-44 lykkjur. Þegar ermin mælist 43-42-42-41-41-40 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #peachballetsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 175-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.