Judy skrifaði:
We do not have a Drops store in Harrisburg, NC. Can you please tell me how many balls of No.10 cotton thread this will take for X XL? I'm also trying to figure out how to read this pattern! Thanks for your help.
21.06.2017 - 16:52DROPS Design svaraði:
Dear Judy, you will find here the list of DROPS Stores in/shipping to US, you can contact them per mail or telephone if required, they will provide you any assistance choosing the yarn and any individual help with the pattern you may require. Happy crocheting!
21.06.2017 - 17:10
Amy skrifaði:
Hello, I don't really understand this part: Work A.3 (the middle of A.3 shows beginning and end of every round, i.e. work from middle of A.3), A.4 12 times in total, finish with the other half of A.3 - AT THE SAME TIME on last round increase 7 double crochet evenly (increase by working 2 double crochet in same double crochet) = 202 double crochet on round. Am I increasing by 7 during the 2nd half of A3? if so, which stitches? because there are 9 in the 2nd half. Thanks
11.06.2017 - 07:37DROPS Design svaraði:
Dear Amy, when working last row in A.3/A.4, inc 7 sts evenly on the round in A.3 and A.4, so that you get a total of 202 dc at this round. Happy crocheting!
12.06.2017 - 09:31
Maryse skrifaði:
Je ne trouve pas les instructions pour insérer les manches. Comment on fait les Trou et où on les fais
04.06.2017 - 15:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Maryse, les emmanchures sont expliquées pour chaque taille, après le paragraphe où le cercle mesure environ 40 cm de diamètre. Pour chaque taille, vous allez crocheter une chaînette et sauter des mailles à 2 reprises pour créer les trous pour les emmanchures, et au tour suivant, crocheter dans les 2 arceaux. Bon crochet!
06.06.2017 - 09:25
Liz Kiefer skrifaði:
Love the pattern what yarn would you recommend to use for a swimsuit cover up?
03.06.2017 - 21:51DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Kiefer, you will find at the bottom of the pattern all measurements for each size in cm - compare these to a similar garment you like the shape to find out the matching size. Read more about sizing and convert into inches here. Happy crocheting!
06.06.2017 - 08:38
Michelle skrifaði:
USA does not have numbers on crochet hooks it's either g h I l J k etc. Just might help out Either go up one or go down . Depending on how tight you crochet. Hopefully this helps every one .
06.05.2017 - 01:53
Michelle skrifaði:
I can read a graph this is hard how many to go around. Thus graphic says only one stitch .the picture shows more I believe that is what everyone is asking also . It's not clear
05.05.2017 - 18:07DROPS Design svaraði:
Dear Michelle, Basically the cirle at the back is made out of six parts, in five of these you should crochet pattern A.2, and one, at the beginning and end or the round with pattern A.1. As the pattern says: the round starts at the middle of A.1 (look for the black dot on the chart) crochet half of the A.1 (from the middle of the A.1's chart), repeat A.2 five times, and finish with the other part of A.1. I hope this helped. Happy crocheting!
06.05.2017 - 00:00
Anneli Nymoen skrifaði:
Jag får det endast till 130 st när A1/A2 är färdig virkat vad gör jag för fel eller står det fel i mönstret?
11.04.2017 - 13:37DROPS Design svaraði:
Hej Anneli, jo om du virkar början på A.1 (3 lm + 7st=8), A.2 (26st) 5 ggr och slutet på A.1 (18 m) = 156 st. Se diagram för placering! Lycka till
26.04.2017 - 15:22
Nea skrifaði:
Ohjeessa ei mainita etukappaleiden aloituskohtaa. Apuvoimien kanssa selvitimme lopussa olevan kaavion merkityksen ja onnistuimme laskemaan oikean aloituspaikan. Mielestäni erittäin vaikeasti ymmärrettävissä, sillä samassa kaaviossa on senttejä ja ketjusilmukkakaaria, ilman erittelyä. Etukappaleiden ohjeen alussa pitäisi olla maininta siitä, mistä kohtaa ne tulee aloittaa suhteessa niskan aloituspisteeseen, tai edes viittaus lopussa olevaan kaavioon ja sen selitykset.
03.04.2017 - 22:33
Dock skrifaði:
J'avais finalement compris. A force de chercher ! ;-) au total, il y a, 6xA2. j'ai le compte 156, 202, etc merci beaucoup
30.03.2017 - 10:59
Dock skrifaði:
Bonjour, merci pour votre explication. En fait, j'ai bien 5x26 (donc 130 brides) pour A2, mais dans ce cas je n'ai pas compris A1, je ne vois pas d'où viennent ces 26 mailles. merci de votre patience.
28.03.2017 - 19:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dock, les tours commencent au niveau de A.1 et se terminent dans A.1 (pas au début d'un diagramme comme d'habitude), vous retrouvez le symbole du début des tours dans la légende pour chaque tour. Au dernier tour, on commence par A.1: on a 3 ml (= 1 B), puis 7 B (= 8 B) et on termine par A.1 soit 18 B, on va donc avoir dans A.1: 8-18=26 B. Bon crochet!
29.03.2017 - 09:24
A Flair for Spring#aflairforspringjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð hringpeysa með gatamynstri úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-10 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. A.1 sýnir byrjun og lokin á hverri umferð, A.2 er heklað alls 5 sinnum hringinn. A.3 sýnir byrjun og lokin á hverri umferð, A.4 er heklað alls 12 sinum hringinn. Heklið A.5/A.6/A.7 hringinn – A.x sýnir byrjun og lokin á hverri umferð. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta stuðul í byrjun umferðar er skipt út fyrir 3 loftlykkjur, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um ermi): Eftir síðustu fastalykkju í umferð, heklið 6 loftlykkju og haldið áfram að næstu umferð með 1 fastalykkju um næsta loftlykkjuboga (= fyrsti loftlykkjuboginn í næstu umferð). ATH: Merkið byrjun umferðar með 1 prjónamerki á milli síðustu loftlykkju í umferð og fyrstu fastalykkju í næstu umferð, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. ATH: PASSIÐ VEL UPPÁ AÐ PRJÓNAMERKIÐ FÆRIST EKKI ÚR STAÐ! ÚRTAKA: Heklið 1 fastalykkju um næsta loftlykkjuboga, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið næstu fastalykkju um næsta loftlykkjuboga (ekki eru heklaðar 6 loftlykkjur á milli fastalykkja), þegar þráðurinn er dreginn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HRINGPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. HRINGPEYSA: Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 4,5 með Paris og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið síðan þannig: Heklið A.1 (miðja á A.1 sýnir byrjun og lok hverrar umferðar, þ.e.a.s. heklið frá miðju á A.1), A.2 alls 5 sinnum, endið með hinn helminginn á A.1. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1/A.2 er lokið á hæðina eru 156-156-156 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 30 cm að þvermáli. Heklið síðan þannig: Heklið A.3 (miðja á A.3 sýnir byrjun og lok hverrar umferðar, þ.e.a.s. heklið frá miðju á A.3), A.4 alls 12 sinnum, endið með hinn helminginn af A.3 – JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 7 stuðla jafnt yfir (aukið með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul) = 202 stuðlar í umferð. Þegar A.3/A.4 er lokið á hæðina mælist stykkið ca 40 cm að þvermáli. Heklið 1 keðjulykkju í hverja og eina af fyrstu 2 stuðlunum, næsta umferð byrjar héðan (þ.e.a.s. við miðju að aftan við hnakka). Mismunandi er heklað eftir stærðum. STÆRÐ S/M: UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 30 stuðlum, heklið 32 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 32 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 78 stuðlum, heklið 32 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 32 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af síðustu 30 stuðlum = 202 lykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 32 stuðla um hvern loftlykkjuboga – JAFNFRAMT er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir = 216 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 12 stuðla jafnt yfir = 228 stuðlar. STÆRÐ L/XL: UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir = 216 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 32 stuðlum, heklið 35 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 35 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 82 stuðlum, heklið 35 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 35 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af síðustu 32 stuðlum = 216 lykkjur. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 35 stuðla um hvern loftlykkjuboga – JAFNFRAMT er aukið út um 12 stuðla jafnt yfir = 228 stuðlar. STÆRÐ XXL/XXXL: UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir = 216 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 24 stuðla jafnt yfir = 240 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern af 34 stuðlum, heklið 38 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 38 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 96 stuðlum, heklið 38 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 38 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af síðustu 34 stuðlum = 240 lykkjur. UMFERÐ 4: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 38 stuðla um hvern loftlykkjuboga – JAFNFRAMT er aukið út um 12 stuðla jafnt yfir = 252 stuðlar. UMFERÐ 5: Heklið 1. umferð í A.5 = 84 loftlykkjubogar. UMFERÐ 6: Heklið 2. umferð í A.5 JAFNFRAMT er aukið út um 12 stuðla jafnt yfir = 264 stuðlar. ALLAR STÆRÐIR: = 228-228-264 stuðlar. Heklið nú hringinn eftir A.5 (A.x sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), JAFNFRAMT er aukið út (aukið er út í umferð með ör) þannig: UMFERÐ 1 (engin útaukningu): = 76-76-88 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Aukið út um 33-33-33 stuðla jafnt yfir (ATH: aukið út í fastalykkjum, ekki um loftlykkjubogana) = 261-261-297 stuðlar. UMFERÐ 3: Aukið út um 15-15-15 stuðla jafnt yfir = 276-276-312 stuðlar. UMFERÐ 4: Aukið út um 18-18-18 stuðla jafnt yfir = 294-294-330 stuðlar. Þegar A.5 er lokið á hæðina mælist hringurinn ca 29-29-33 cm frá miðju (= 58-58-66 cm að þvermáli). Heklið nú hringinn eftir mynsturteikningu A.6 (A.x sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), JAFNFRAMT er aukið út um (aukið er út í umferð með ör) þannig: UMFERÐ 1 (engin útaukning): = 49-49-55 sólfjöður. UMFERÐ 2 (útaukning í mynsturteikningu): (24-24-27 mynsturteikning 13 stuðlar og 1 mynsturteikning a 7 stuðlar) = 319-319-358 stuðlar. UMFERÐ 3: Aukið út um 23-23-23 stuðlar jafnt yfir = 342-342-381 stuðlar. Þegar A.6 er lokið á hæðina mælist hringurinn ca 34-34-38 cm frá miðju (= 68-68-76 cm að þvermáli). Heklið nú hringinn eftir A.7 (A.x sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), JAFNFRAMT er aukið út um (aukið er út í umferð með ör) þannig: UMFERÐ 1 (engin útaukning): = 114-114-127 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2 (engin útaukning): = 114-114-127 loftlykkjubogar. UMFERÐ 3: Aukið út um 20-20-20 loftlykkjubogar jafnt yfir (aukið út með því að hekla 1 stuðul, 2 loftlykkjur, 1 stuðull og 2 loftlykkjur um sama loftlykkjuboga = 1 loftlykkja fleiri) = 134-134-147 loftlykkjubogar. UMFERÐ 4 (engin útaukning) = 402-402-441 stuðlar. UMFERÐ 5. Aukið út um 15-15-15 stuðlar jafnt yfir = 417-417-456 stuðlar. Endurtakið 1. og 2. umferð í A.7 (án útaukninga) = 139-139-152 loftlykkjubogar. Í stærð S/M er klippt frá. Heklið nú áfram í stærð L-XXXL, þannig: STÆRÐ L/XL - XXL/XXXL: Endurtakið 2. umferð í A.7 JAFNFRAMT er aukið út þannig: UMFERÐ 6: Aukið út um 6-6 loftlykkjuboga jafnt yfir (aukið er út með því að hekla 1 fastalykkju, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkju og 2 loftlykkjur um sama loftlykkjuboga = 1 loftlykkjubogi fleiri) = 145-158 loftlykkjubogar. UMFERÐ 7 (engin útaukning): = 145-158 loftlykkjubogar. UMFERÐ 8: Aukið út um 5-6 loftlykkjuboga jafnt yfir = 150-164 loftlykkjubogar UMFERÐ 9 (engin útaukning): = 150-164 loftlykkjubogar. Klippið frá. ALLAR STÆRÐIR: = 139-150-164 loftlykkjubogar. Heklið nú einungis yfir 39-42-45 loftlykkjuboga í hvorri hlið – þ.e.a.s. ekki er lengur heklað yfir 30-33-37 loftlykkjuboga efst í hnakka og 31-33-37 loftlykkjuboga neðst á baki. Haldið áfram og lesið útskýringu undir vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 39-42-45 loftlykkjubogar. Haldið áfram fram og til baka þannig: UMFERÐ 1. Heklið keðjulykkjur fram að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, 1 fastalykkja, * heklið 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* endið með 1 fastalykkju um síðasta loftlykkjubogann = 38-41-44 loftlykkjubogar. Endurtakið 1. umferð 3-3-7 sinnum til viðbótar. Nú eru 35-38-37 loftlykkjubogar eftir yst á framstykki. Klippið frá . HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið alveg eins og vinstra framstykki, yfir 39-42-45 loftlykkjuboga á hægri hlið. Klippið frá. KANTUR Í LOKIN: Heklið kant í kringum allan hringinn þannig: Endurtakið 3. og 5. umferð í A.7 (og A.x), með útaukningu, þannig: UMFERÐ 3 (engin útaukning): Þ.e.a.s. um hvern loftlykkjuboga er heklaður 1 stuðull og 2 loftlykkjur = 147-158-180 loftlykkjubogar. UMFERÐ 4: Aukið út um 15-27-18 stuðla jafnt yfir = 456-501-558 stuðlar. UMFERÐ 5: Aukið út um 12-27-18 stuðla jafnt yfir = 468-528-576 stuðlar. Endurtakið 1. og 2. umferð í A.6 (og A.x), þannig: UMFERÐ 1 (engin útaukning): = 78-88-96 sólfjaðrir. UMFERÐ 2 (engin útaukning): (39-44-48 mynstureiningar 13 stuðlar) = 507-572-624 stuðlar. Klippið frá og festið enda. Hringurinn mælist ca 51-59-63 cm frá miðju að aftan (= 102-118-126 cm að þvermáli á hæðina) og ca 58-66-77 cm frá miðju út að hlið (= 116-132-154 cm að þvermáli á breidd). ERMI: Stykkið er heklað í hring frá handveg og niður, byrjið mitt undir ermi (= 64-70-76 stuðlar í handveg). UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið * 1 fastalykkju í stuðul, 6 loftlykkjur, hoppið yfir ca 4 stuðla *, endurtakið frá *-* í kringum allan handveginn, það eiga að vera 15-18-21 loftlykkjubogar í kringum handveg. Haldið áfram að hekla 6 loftlykkjur og 1 fastalykkju um hvern loftlykkjuboga. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 loftlykkjuboga á undan prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku til skiptis hvoru megin við prjónamerki með 4 cm millibili 4-5-6 sinnum til viðbótar = 10-12-14 loftlykkjubogar. Þegar stykkið mælist 38-39-40 cm heklið síðustu umferð þannig: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar = 40-48-56 stuðlar. Ermin mælist ca 39-40-41 cm. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #aflairforspringjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.