Kristine skrifaði:
Hei. Jeg lurer på størrelsen. Jeg er usikker på om jeg skal hekle s/m eller l/xl. Hvordan og hvor skal jeg måle på meg selv for å finne riktig størrelse?
01.04.2025 - 17:21DROPS Design svaraði:
Hei Kristine. Alle mål til jakken finner du på målskissen, den finner du nederst på oppskriften. mvh DROPS Design
07.04.2025 - 10:54
Sophia (Sonja) Stoddart skrifaði:
Can i Buy the video ??? Love your patterns i have some just add this to message send already i need help to Finnish this i like tbut i need help visual please \r\nthank you request please
08.07.2024 - 23:36
Sophia (Sonja) Stoddart skrifaði:
I finish up so start all sizes i don\'t understand what you mean by Starting A 5 and the rest what is 76_76_78 etc from the rest of the pattern I\'m very confused
08.07.2024 - 23:22
Lia Bogerd skrifaði:
Is dit patroon ook te verkrijgen met dun garen voor haaknaald 1,5. Wil graag een fijn vest ( dus dun garen)van dit patroon maken. Al vast bedankt
15.05.2024 - 12:59DROPS Design svaraði:
Dag Lia,
Nee, helaas alleen voor naald 4,5 mm. Sowieso is het dunste garen (garencategorie A) dat we hebben voor aanbevolen naalddikte 3mm.
15.05.2024 - 18:57
Cindy Haesevoets skrifaði:
Het patroon vanaf a3 is niet duidelijk, moet ik de ganse toer haken of de helft en hoe moet a4 gehaakt?
06.11.2023 - 16:04DROPS Design svaraði:
Dag Cindy,
Je haakt eerst de eerste helft van A.3, deze begint bij het pijnt waar je het eerste stokje vervangt door 3 lossen. Dan haak je A.4 12 keer in de breedte en tot slot haakje het laatste stukje van A.3.
13.11.2023 - 06:51
Åsa Loord skrifaði:
Hej! Har fastnat i början. Har gjort första stycket och har mycket riktigt 156 stolpar. Men när jag ska fortsätta med A.3 och A.4 ser det ut som jag ska öka 24 eller 26 maskor och då ska jag ha 202 stolpar? Hur går det till! Dessutom ska arbetet ökat med 10 cm i diameter och det handlar bara om 2 varv. Vad är det jag inte förstår?
15.06.2023 - 21:17DROPS Design svaraði:
Hei Åsa. Jo, du har 156 staver når du starter å hekle A.3 / A.4. På siste omgang er det 15 masker i A.3 og 15 masker i A.4 (som hekles 12 ganger = 15 x 12 = 180 masker). Så da har du 15+180 = 195 masker, og på siste omgang skal det økes 7 masker jevnt fordelt = 195 +7 = 202 staver på omgangen. Omgangene i A.3 / A.4 består av dobbeltstaver og staver = arbeidet strekker seg godt i høyden. mvh DROPS Design
19.06.2023 - 08:23
Sandra Riedmeier skrifaði:
Hallo zusammen, ich bin bei A6 und habe von Muster her zum Schluss ein leeres Dreieck =2 Stäbchen.. Nun soll ich in der 2. Reihe A6 24 Rapporte und 1x 7 Stäbchen häkeln wie soll ich das machen? Wenn ich das Muster häkel incl Zunahmen bleiben zum Schluss nur die 2 Luftmaachen übrig wo ich 2 Stäbchen häkeln kann...??? Ich habe dann nur 317 Maschen...
07.05.2023 - 18:57DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Riedmeier, über die 294 Maschen wird A.6 24,5 Mal wiederholt, über die ersten 24 Rapporte nehmen Sie jeweils 1 Stäbchen zu und über die letzten 6 Maschen nehmen Sie 1 Stäbchen zu = 25 Zunahmen insgesamt + 294 = 319 Stäbchen. Viel Spaß beim häkeln!
08.05.2023 - 08:21
Delorme skrifaði:
Je désire réaliser la veste au crochet modèle w632. Comment définir la taille car les mesures données sur le diagramme sont difficiles à rapprocher d un tour de poitrine. Pour un tour de poitrine de 95 cm quelle taille dois je choisir ? Merci pour votre réponse. Très cordialement
15.03.2023 - 14:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Delorme, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme pour comparer ainsi la largeur dos (entre les emmanchures) soit 38-40-42 cm, ainsi que les différentes autres longueurs et largeurs. Retrouvez ici plus d'infos sur les schémas. Bon crochet!
15.03.2023 - 16:00
Nicole skrifaði:
DROPS 177-10 Ich bin jetzt mit den Runden soweit durch und möchte nun die Seitenteile häkeln. In der Anleitung steht, das man 30 Maschen frei lassen soll, bevor man mit dem Seitenteil anfängt. Leider hat sich mein Rundenbeginn, aufgrund der Luftmaschenbögen, so verschoben, das ich jetzt gar nicht weiß, wo die Mitte liegt. Was habe ich falsch gemacht? LG Nicole
23.02.2023 - 14:09DROPS Design svaraði:
Liebe Nicole, falten Sie die Arbeit in der Mitte, so daß die Armausschnitte einander gegenüberliegen, setzen Sie oben und unten (in der Mitte) je eine Markierung ein, Legen Sie die Arbeit wieder flach hin, und so können Sie die 30 Luftmaschenbogen oben und die 31 Luftmaschenbogen unten zählen - schneiden Sie den Faden ab wenn nötig ist. Viel Spaß beim häkeln!
23.02.2023 - 14:52
Suzanne CARION skrifaði:
Je vies de commencer ce modèle aïs je bloque pcq je ne comprends plus à partir de A3 ET A4. MERCI de m'aider g vraiment besoin de vous
02.06.2022 - 20:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Carion, tout comme pour A.1, les tours commencent et se terminent avant la fin de A.3, autrement dit, vous commencez le tour par les 3 mailles en l'air, puis terminez A.3, répétez A.4 tout le tour et terminez par les premières mailles de A.3. Au 2ème (dernier) tour des diagrammes, augmentez en même temps 7 brides à intervalles réguliers (cf cette leçon). Bon crochet!
03.06.2022 - 07:14
A Flair for Spring#aflairforspringjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð hringpeysa með gatamynstri úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-10 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. A.1 sýnir byrjun og lokin á hverri umferð, A.2 er heklað alls 5 sinnum hringinn. A.3 sýnir byrjun og lokin á hverri umferð, A.4 er heklað alls 12 sinum hringinn. Heklið A.5/A.6/A.7 hringinn – A.x sýnir byrjun og lokin á hverri umferð. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta stuðul í byrjun umferðar er skipt út fyrir 3 loftlykkjur, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um ermi): Eftir síðustu fastalykkju í umferð, heklið 6 loftlykkju og haldið áfram að næstu umferð með 1 fastalykkju um næsta loftlykkjuboga (= fyrsti loftlykkjuboginn í næstu umferð). ATH: Merkið byrjun umferðar með 1 prjónamerki á milli síðustu loftlykkju í umferð og fyrstu fastalykkju í næstu umferð, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. ATH: PASSIÐ VEL UPPÁ AÐ PRJÓNAMERKIÐ FÆRIST EKKI ÚR STAÐ! ÚRTAKA: Heklið 1 fastalykkju um næsta loftlykkjuboga, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið næstu fastalykkju um næsta loftlykkjuboga (ekki eru heklaðar 6 loftlykkjur á milli fastalykkja), þegar þráðurinn er dreginn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HRINGPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. HRINGPEYSA: Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 4,5 með Paris og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið síðan þannig: Heklið A.1 (miðja á A.1 sýnir byrjun og lok hverrar umferðar, þ.e.a.s. heklið frá miðju á A.1), A.2 alls 5 sinnum, endið með hinn helminginn á A.1. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1/A.2 er lokið á hæðina eru 156-156-156 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 30 cm að þvermáli. Heklið síðan þannig: Heklið A.3 (miðja á A.3 sýnir byrjun og lok hverrar umferðar, þ.e.a.s. heklið frá miðju á A.3), A.4 alls 12 sinnum, endið með hinn helminginn af A.3 – JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 7 stuðla jafnt yfir (aukið með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul) = 202 stuðlar í umferð. Þegar A.3/A.4 er lokið á hæðina mælist stykkið ca 40 cm að þvermáli. Heklið 1 keðjulykkju í hverja og eina af fyrstu 2 stuðlunum, næsta umferð byrjar héðan (þ.e.a.s. við miðju að aftan við hnakka). Mismunandi er heklað eftir stærðum. STÆRÐ S/M: UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 30 stuðlum, heklið 32 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 32 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 78 stuðlum, heklið 32 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 32 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af síðustu 30 stuðlum = 202 lykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 32 stuðla um hvern loftlykkjuboga – JAFNFRAMT er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir = 216 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 12 stuðla jafnt yfir = 228 stuðlar. STÆRÐ L/XL: UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir = 216 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 32 stuðlum, heklið 35 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 35 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 82 stuðlum, heklið 35 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 35 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af síðustu 32 stuðlum = 216 lykkjur. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 35 stuðla um hvern loftlykkjuboga – JAFNFRAMT er aukið út um 12 stuðla jafnt yfir = 228 stuðlar. STÆRÐ XXL/XXXL: UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir = 216 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 24 stuðla jafnt yfir = 240 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern af 34 stuðlum, heklið 38 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 38 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 96 stuðlum, heklið 38 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 38 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af síðustu 34 stuðlum = 240 lykkjur. UMFERÐ 4: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 38 stuðla um hvern loftlykkjuboga – JAFNFRAMT er aukið út um 12 stuðla jafnt yfir = 252 stuðlar. UMFERÐ 5: Heklið 1. umferð í A.5 = 84 loftlykkjubogar. UMFERÐ 6: Heklið 2. umferð í A.5 JAFNFRAMT er aukið út um 12 stuðla jafnt yfir = 264 stuðlar. ALLAR STÆRÐIR: = 228-228-264 stuðlar. Heklið nú hringinn eftir A.5 (A.x sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), JAFNFRAMT er aukið út (aukið er út í umferð með ör) þannig: UMFERÐ 1 (engin útaukningu): = 76-76-88 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Aukið út um 33-33-33 stuðla jafnt yfir (ATH: aukið út í fastalykkjum, ekki um loftlykkjubogana) = 261-261-297 stuðlar. UMFERÐ 3: Aukið út um 15-15-15 stuðla jafnt yfir = 276-276-312 stuðlar. UMFERÐ 4: Aukið út um 18-18-18 stuðla jafnt yfir = 294-294-330 stuðlar. Þegar A.5 er lokið á hæðina mælist hringurinn ca 29-29-33 cm frá miðju (= 58-58-66 cm að þvermáli). Heklið nú hringinn eftir mynsturteikningu A.6 (A.x sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), JAFNFRAMT er aukið út um (aukið er út í umferð með ör) þannig: UMFERÐ 1 (engin útaukning): = 49-49-55 sólfjöður. UMFERÐ 2 (útaukning í mynsturteikningu): (24-24-27 mynsturteikning 13 stuðlar og 1 mynsturteikning a 7 stuðlar) = 319-319-358 stuðlar. UMFERÐ 3: Aukið út um 23-23-23 stuðlar jafnt yfir = 342-342-381 stuðlar. Þegar A.6 er lokið á hæðina mælist hringurinn ca 34-34-38 cm frá miðju (= 68-68-76 cm að þvermáli). Heklið nú hringinn eftir A.7 (A.x sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), JAFNFRAMT er aukið út um (aukið er út í umferð með ör) þannig: UMFERÐ 1 (engin útaukning): = 114-114-127 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2 (engin útaukning): = 114-114-127 loftlykkjubogar. UMFERÐ 3: Aukið út um 20-20-20 loftlykkjubogar jafnt yfir (aukið út með því að hekla 1 stuðul, 2 loftlykkjur, 1 stuðull og 2 loftlykkjur um sama loftlykkjuboga = 1 loftlykkja fleiri) = 134-134-147 loftlykkjubogar. UMFERÐ 4 (engin útaukning) = 402-402-441 stuðlar. UMFERÐ 5. Aukið út um 15-15-15 stuðlar jafnt yfir = 417-417-456 stuðlar. Endurtakið 1. og 2. umferð í A.7 (án útaukninga) = 139-139-152 loftlykkjubogar. Í stærð S/M er klippt frá. Heklið nú áfram í stærð L-XXXL, þannig: STÆRÐ L/XL - XXL/XXXL: Endurtakið 2. umferð í A.7 JAFNFRAMT er aukið út þannig: UMFERÐ 6: Aukið út um 6-6 loftlykkjuboga jafnt yfir (aukið er út með því að hekla 1 fastalykkju, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkju og 2 loftlykkjur um sama loftlykkjuboga = 1 loftlykkjubogi fleiri) = 145-158 loftlykkjubogar. UMFERÐ 7 (engin útaukning): = 145-158 loftlykkjubogar. UMFERÐ 8: Aukið út um 5-6 loftlykkjuboga jafnt yfir = 150-164 loftlykkjubogar UMFERÐ 9 (engin útaukning): = 150-164 loftlykkjubogar. Klippið frá. ALLAR STÆRÐIR: = 139-150-164 loftlykkjubogar. Heklið nú einungis yfir 39-42-45 loftlykkjuboga í hvorri hlið – þ.e.a.s. ekki er lengur heklað yfir 30-33-37 loftlykkjuboga efst í hnakka og 31-33-37 loftlykkjuboga neðst á baki. Haldið áfram og lesið útskýringu undir vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 39-42-45 loftlykkjubogar. Haldið áfram fram og til baka þannig: UMFERÐ 1. Heklið keðjulykkjur fram að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, 1 fastalykkja, * heklið 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* endið með 1 fastalykkju um síðasta loftlykkjubogann = 38-41-44 loftlykkjubogar. Endurtakið 1. umferð 3-3-7 sinnum til viðbótar. Nú eru 35-38-37 loftlykkjubogar eftir yst á framstykki. Klippið frá . HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið alveg eins og vinstra framstykki, yfir 39-42-45 loftlykkjuboga á hægri hlið. Klippið frá. KANTUR Í LOKIN: Heklið kant í kringum allan hringinn þannig: Endurtakið 3. og 5. umferð í A.7 (og A.x), með útaukningu, þannig: UMFERÐ 3 (engin útaukning): Þ.e.a.s. um hvern loftlykkjuboga er heklaður 1 stuðull og 2 loftlykkjur = 147-158-180 loftlykkjubogar. UMFERÐ 4: Aukið út um 15-27-18 stuðla jafnt yfir = 456-501-558 stuðlar. UMFERÐ 5: Aukið út um 12-27-18 stuðla jafnt yfir = 468-528-576 stuðlar. Endurtakið 1. og 2. umferð í A.6 (og A.x), þannig: UMFERÐ 1 (engin útaukning): = 78-88-96 sólfjaðrir. UMFERÐ 2 (engin útaukning): (39-44-48 mynstureiningar 13 stuðlar) = 507-572-624 stuðlar. Klippið frá og festið enda. Hringurinn mælist ca 51-59-63 cm frá miðju að aftan (= 102-118-126 cm að þvermáli á hæðina) og ca 58-66-77 cm frá miðju út að hlið (= 116-132-154 cm að þvermáli á breidd). ERMI: Stykkið er heklað í hring frá handveg og niður, byrjið mitt undir ermi (= 64-70-76 stuðlar í handveg). UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið * 1 fastalykkju í stuðul, 6 loftlykkjur, hoppið yfir ca 4 stuðla *, endurtakið frá *-* í kringum allan handveginn, það eiga að vera 15-18-21 loftlykkjubogar í kringum handveg. Haldið áfram að hekla 6 loftlykkjur og 1 fastalykkju um hvern loftlykkjuboga. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 loftlykkjuboga á undan prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku til skiptis hvoru megin við prjónamerki með 4 cm millibili 4-5-6 sinnum til viðbótar = 10-12-14 loftlykkjubogar. Þegar stykkið mælist 38-39-40 cm heklið síðustu umferð þannig: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar = 40-48-56 stuðlar. Ermin mælist ca 39-40-41 cm. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #aflairforspringjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.