Kim Oliver skrifaði:
At body increases every 10th row - I have done the arithmetic and don't think these should include side increases, just those on either side of the cables? Thanks for your ongoing help, Kim
11.07.2019 - 14:29DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Oliver, on body you increase first in the P-sections you first decreased (= 6 sts increased), then increase every 10th row on each side of the cables: 18 sts increased a total of 7 times. There were 144-160-172 sts + 6 + (18 sts x 7) = 276-292-304 sts in size S-M-L. Happy knitting!
11.07.2019 - 14:55
Kim Oliver skrifaði:
Hallo again, just checking the pattern correction for the body. I cannot see what is different in the correction. Do I work straight for 4cm before beg my decreases? Many thanks, Kim
07.07.2019 - 13:46DROPS Design svaraði:
Dear Kim, our pattern texts are updated immediately as there appears some correction - thats why you cant see any difference, i.e. pattern is correct, tab with correction details is for info what was corrected. Decreasing: after dividing piece you just continue with knitting pattern as before until piece measures 4 cm (from dividing); afterwards you start decreasing. Happy knitting!
07.07.2019 - 22:09
Kim Oliver skrifaði:
Hello looking for advice with this pattern. I am knitting the smallest size and have charted the instructions starting at: ‘Now work pattern as follows from RS: 4 band sts in garter st, P 1, A.1 (= 4 sts) 2-2-2-3-3-3 times, P…’ the instructions that indicate where the garment is divided into sections, such as left front and then sleeve do not appear to be correct. Additionally, the instructions for increasing refer to A2 on raglan body and sleeve however if you read the pattern as
19.06.2019 - 15:10DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Oliver, in size S you will work and increase for raglan as follows: 4 band sts in garter st, P1, A.1 (= 4 sts) 2 times, P1, K1, increase for raglan on front piece here (= left front piece), A.2 (= 8 sts on 1st row), increase on sleeve here, K14 increase on sleeve here (= sleeve), A.2, increase on back piece here K1, P1, A.1 5 times, P1, K1, increase on back piece here (= back piece), A.2, K14, increase on sleeve here (= sleeve), A.2, increase on front piece hereK1, P1, A.1 2 times, P1, 4 band sts in garter st. - see increase on body and sleeve for your size. Happy knitting!
19.06.2019 - 15:43
Kim Oliver skrifaði:
Thank you. I understand the way to read the diagram - it is the stitches in between that I am unsure about. On the WS how should I interpret the pattern? Do I use the same instructions and repeat the stitches except for the changes to diagram stitches? Should I be purling where I previously knitted? Thanks! Kim.
06.05.2019 - 16:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Oliver, the stitches between diagrams should be worked with K over K and P over P, ie where you worked at the end of RS row: P1, band sts, you will work band sts, K1 - and the sts worked K from RS will be P from WS. Happy knitting!
06.05.2019 - 16:05
Kim Oliver skrifaði:
Yoke: 'Work one row from WS same way' - how do I read the instructions for the stitches between the chart. Do I begin : Band, P1, A1 - or do I change all purl stitches between the chart to knit?
06.05.2019 - 12:30DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Oliver, from WS work the diagrams reading from the left towards the right (= 2nd row = WS), and K over K, P over P remaining stitches (with the 4 front band sts in garter st as before). Read more about diagrams here. Happy knitting!
06.05.2019 - 14:48
Kim Oliver skrifaði:
Yoke: First set of elevations, then a purl row. My garment suggests the next row should be knit, not purl after elevations have been worked. Am I wrong? Thanks - Kim
30.04.2019 - 15:33DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Oliver, the last short row on elevation is worked over 24-24-28-28-32-32 sts from WS, then turn and work from RS to the end of the row, turn and purl next row from WS over all sts (with 4 sts in garter st on each side), next row is now from RS. Happy knitting!
30.04.2019 - 16:52
Bonita Poirier skrifaði:
Please disregard previous question. I tried to delete it but could not. Thank you!
04.04.2019 - 19:22
Bonita Poirier skrifaði:
I have tried to alter the pattern to a size between what is given in the instructions. I am now at the part where I need to divide for sleeves. I am unable to tell from pictures whether or not the pattern on the raglan continues down the sleeve. I.e. when setting aside the stitches for the sleeve, are the pattern raglan stitches included? One raglan - from the front, or back or both?
04.04.2019 - 18:32DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Poirier, when you divide piece for sleeves the raglan stitches will be divided in two, one part for sleeve and one part for front/back pieces, ie you divide in the middle of the raglan stitches. Happy knitting!
05.04.2019 - 09:10
Ingrid skrifaði:
In A1, the K between cables instead of P, is this every 11th row until the end? Thank you
08.02.2019 - 10:31DROPS Design svaraði:
Dear Ingrid, correct, you will K the sts between cables every 11 row, ie every time you work row 11 in A.1 to the end. Happy knitting!
08.02.2019 - 11:59
Chris Durb skrifaði:
BODY: Inc 2 sts every other row 4-4-5-6-7-9 times and 1 st every other row 11-14-14-14-15-14 times ; Do I knit all 2 sts increase rows (row 1, 3, 5, 7 for Small) before I start the inc 1 st (for example starting with row 9 for small? Or am I to alternate 2 sts inc with the 1 st increase rows?
27.01.2019 - 22:18DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Durb, on the first increase row in size S, inc 2 sts on front pieces + on back piece and only 1 st on sleeves (=12 sts inc) 1 time, then inc 1 st on body and sleeves (= 8 sts inc) on every other round. Happy knitting!
28.01.2019 - 12:03
Lobelia#lobeliacardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal með laskalínu og köðlum, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S-XXXL.
DROPS 171-14 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út í umf, teljið fjölda lykkja í umf (t.d. 97), mínus kant að framan (t.d. 8 l) og deilið þessum l með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20 l) = 4,4. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er aukið út um 1 l til skiptis á undan ca 4. og 5. hverri l (ekki er aukið út yfir kant að framan). ÚTAUKNING-2 (fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA Á ERMI: Aukið út um 1 l á eftir/á undan A.2 á ermi með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (= 2 l fleiri á hvorri ermi). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður brugðið svo það myndist gat. LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út fyrst 2 l á undan/á eftir A.2 á fram- og bakstykki (= alls 8 l fleiri), aukið síðan út um 1 l á undan/á eftir A.2 á fram- og bakstykki (= alls 4 l fleiri). Aukið út 2 l á undan A.2 þannig: Prjónið þar til 1 l er eftir á undan A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið út 2 l á eftir A.2 þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn. ATH: Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður næst A.2 br svo það myndist gat. Aðrir uppslættir eru prjónaðir snúnir br svo að ekki myndist gat. Aukið út 1 l á undan/á eftir A.2 þannig: Aukið út 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður br svo það myndist gat. ÚRTAKA-1 (fram- og bakstykki): Prjónið þar til 4 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa), takið næstu l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Endurtakið í hinni hliðinni (= 4 l færri í umf). ÚRTAKA-2 (ermi): Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan A.2, prjónið 2 l slétt saman, A.2, takið næstu l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. Þ.e.a.s. kantur að framan í lok umf séð frá réttu. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrri hnappagötum þegar stykkið mælist (frá uppfitjunarkanti og meðfram kanti að framan): STÆRÐ S: 2, 11, 20, 29, 38 og 47 cm. STÆRÐ M: 2, 11, 20, 29, 38 og 47 cm. STÆRÐ L: 2, 12, 21, 31, 40 og 50 cm. STÆRÐ XL: 2, 12, 21, 31, 40 og 50 cm. STÆRÐ XXL: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm. STÆRÐ XXXL: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm. AFFELLING: Ef affellingarkanturinn verður of stífur þá er fellt af með ½ nr grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 97-99-103-109-111-117 l (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni) á hringprjóna nr 4,5. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og aukið út 17-19-19-25-27-25 l jafnt yfir í síðustu umf frá réttu – LESIÐ ÚTAUKNING-1 = 114-118-122-134-138-142 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið nú upphækkun í sléttprjóni aftan í hnakka þannig: Prjónið fyrstu 61-63-67-73-77-79 l, snúið við og prjónið 16-16-20-20-24-24 l til baka, snúið við og prjónið 20-20-24-24-28-28 l, snúið við og prjónið 24-24-28-28-32-32 l, snúið við og prjónið út umf. Prjónið síðan 1 umf br með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT! Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 1 l br, A.1 (= 4 l) 2-2-2-3-3-3 sinnum, 1 l br, 1-2-2-1-2-3 l sl (= vinstra framstykki), A.2 (= 8 l í 1. umf), 14-14-16-16-16-16 l sl (= ermi), A.2, 1-2-2-1-2-3 l sl, 1 l br, A.1 5-5-5-7-7-7 sinnum, 1 l br, 1-2-2-1-2-3 l sl, (= bakstykki) A.2, 14-14-16-16-16-16 l sl (= ermi), A.2, 1-2-2-1-2-3 l sl, 1 l br, A.1 2-2-2-3-3-3 sinnum, 1 l br, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið 1 umf til baka frá röngu á sama hátt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umf frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI og LASKALÍNA Á ERMI – sjá útskýringu að ofan. ATH: Aukið er út mismunandi á ermum og á fram- og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út um 2 l í annarri hverri umf 4-4-5-6-7-9 sinnum og 1 l í annarri hverri umf 11-14-14-14-15-14 sinnum (= alls 15-18-19-20-22-23 sinnum). ERMAR: Aukið svona út í annarri hverri umf alls 15-18-19-20-22-23 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 250-278-294-318-342-362 l í umf. Nú er prjónað frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 38-42-44-49-53-57 l (= hægra framstykki), setjið næstu 52-58-62-64-68-70 l á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-10-12 l undir ermi, prjónið næstu 70-78-82-92-100-108 l (= bakstykki), setjið næstu 52-58-62-64-68-70 l á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-10-12 l undir ermi, prjónið þær 38-42-44-49-53-57 l sem eftir eru (= vinstra framstykki). Stykkið mælist ca 15-17-18-19-21-22 cm meðfram kanti að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 158-174-186-206-226-246 l fyrir fram- og bakstykki. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður og setjið eitt prjónamerki í miðju á nýju l undir ermi í hvorri hlið. Fækkið nú l í hvorri hlið og í mynstri þannig: ÚRTAKA Á HLIÐUM: Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerkin á hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA-1 (fram- og bakstykki). Fækkið l svona í 8. hverri umf alls 2 sinnum = alls 8 l færri. ÚRTAKA Í MYNSTRI: Þegar stykkið mælist 6 cm er fækkað um 1 l br með því að prjóna 2 l br saman í hverri einingu með br á milli 2 kaðla = 6-6-6-10-10-10 l færri (þ.e.a.s. fækkið um 1-1-1-2-2-2 l á hvoru framstykki og 4-4-4-6-6-6 l á bakstykki). Þegar öll úrtaka hefur verið gerð eru 144-160-172-188-208-228 l í umf. Þegar stykkið mælist 15-15-16-16-16-16 cm aukið út um 1 l br í hverri einingu með br sem l var fækkað í – LESIÐ ÚTAUKNING-2 (= 6-6-6-10-10-10 l fleiri) = 150-166-178-198-218-238 l. Í næstu umf frá réttu er aukið út um 1 l br hvoru megin við hvern kaðal (= 18-18-18-26-26-26 l fleiri í umf). Aukið svona út í 10.-10.-10.-14.-14.-14. hverri umf (= 5.-5.-5.-7.-7.-7. hverri umf frá réttu) alls 7-7-7-5-5-5 sinnum = 276-292-304-328-348-368 l. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar er haldið áfram fram og til baka í mynstri. Þegar stykkið mælist 56-56-57-57-57-57 cm – passið uppá að endað sé eftir 4. eða 8. umf í mynstri og prjónið 2 umf sléttprjón innan við 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4,5 og prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af – LESIÐ AFFELLING. ERMI: Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. Setjið 52-58-62-64-68-70 l af þræði á sokkaprjóna nr 5 og prjónið upp 1 l í hverja af 6-6-8-8-10-12 nýju l sem fitjaðar voru upp undir ermum = 58-64-70-72-78-82 l. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið A.2 (= 8 l í 1. umf) mitt undir ermi (þ.e.a.s. það eru 4 l í A.2 hvoru megin við prjónamerkin), þær l sem eftir eru í umf eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við A.2 – LESIÐ ÚRTAKA-2 (ermi). Fækkið l svona í 8.-6.-5.-4.-4.-4. hverri umf alls 11-14-15-19-18-19 sinnum = 36-36-40-40-42-44 l. Þegar ermin mælist 48-47-46-45-44-44 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lobeliacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 171-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.