 Barbara Straatsma skrifaði:
 
																									Barbara Straatsma skrifaði:
												
Ik heb de boord en de verhoging achter klaar. Als ik het patroon ga breien, moet ik de av naald dan ook volgens patroon breien? Is dat de volgende toer volgens het patroon? Of is dat dezelfde kleur als de r naald? Groetjes Barbara
24.04.2021 - 15:35DROPS Design svaraði:
Dag Barbara,
Ja, de averechtse naald brei je ook volgens patroon, dus op de verkeerde kant. In het telpatroon zijn alle naalden aangegeven, dus zowel de naalden aan de goede kant als aan de verkeerde kant. De heengaande naalden zijn steeds de oneven naalden in het patroon en de teruggaande naalden zijn de even naalden in het patroon.
25.04.2021 - 17:58
																									 Anne skrifaði:
 
																									Anne skrifaði:
												
Jeg søker med valg «nedenfra opp». Hvorfor vises disse som er ovenfra ned ?
07.12.2019 - 20:00DROPS Design svaraði:
Hei Anne! Dessverre er vår søkemotor ikke perfekt, sannsynligvis får du opp plagg som strikkes ovenfra og ned fordi ordet "opp" er inkludert i ditt søk. Du kan prøve å bare søke på nedenfra, ellers har Ravelry.com en mer avansert søkemotor der det er mulig å spesifisere ditt søk enda mer. Alle våre mønstre finnes på Ravelry.com, bare søk på Garnstudio. Lykke til!
09.12.2019 - 10:36
																									 Ricci skrifaði:
 
																									Ricci skrifaði:
												
Bonjour je craque littéralement pour ce gilet , les couleurs sont superbe! Mais voilà je n' ai jamais tricoté de jacquard. Me le conseillez vous pour une débutante d' autant que j' ai découvert la technique du steek et j' aimerai également me lancer car tricoter un gilet à plat je n' aime pas trop. Qu' en pensez vous? Je vous remercie pour tous vos conseils qui sont toujours très bons ! Si vous avez des modèles pour debutantes je veux bien aussi
23.11.2019 - 16:25
																									 Judith Butler skrifaði:
 
																									Judith Butler skrifaði:
												
This website won't allow me to download the free pdf. Please advise
25.10.2019 - 07:43DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Butler, our patterns can only be printed (by clicking on the icon button "Print", but choosing a virtual printer will allow you to save them as a .PDF file. Happy knitting!
25.10.2019 - 09:58
																									 Graziella skrifaði:
 
																									Graziella skrifaði:
												
Ora vedo il simbolo su questo schema in inglese. Sullo schema in italiano c’è un quadrato vuoto, probabilmente un errore di trascrizione e quindi non capivo. Grazie molte
15.01.2019 - 21:36
																									 Graziella skrifaði:
 
																									Graziella skrifaði:
												
Non riesco a capire il simbolo del quadrato con la X cosa sia. Grazie
15.01.2019 - 20:39DROPS Design svaraði:
Buonasera Graziella. Il quadrato con la X indica che deve lavorare quella maglia con il colore rosa scuro. Buon lavoro!
15.01.2019 - 21:28
																									 Caroline M skrifaði:
 
																									Caroline M skrifaði:
												
Ma mère m'a tricoté ce magnifique gilet. La laine est incroyablement chaude et douce ! Elle a préféré le tricoter de bas en haut, et sur aiguilles droites, à son habitude. J'adore mon gilet !
11.08.2018 - 11:10
																									 Kim skrifaði:
 
																									Kim skrifaði:
												
I would like to make this in cotton. Can it be made with Safran and if so what would be the corresponding colors?
06.06.2018 - 07:52DROPS Design svaraði:
Dear Kim, DROPS Safran is a good alternative. Propositions of colours: Alpaca (A) 2923>Safran (S) 11, A 2925>S28, A 3770>S 02, A 6309>S 51, A7233>S31, A 9020 >S 17 or 18?, A 9022>S 12. But the decision is yours :) Happy knitting!
06.06.2018 - 08:40
																									 Anna skrifaði:
 
																									Anna skrifaði:
												
Hallo, ich habe Probleme mit der Symetrie in A1. Sie schreiben ja in der Anleitung, dass man am Ende der rechts- Reihe noch die erste Masche von A1 stricken muss, damit das Muster an beiden Seiten symetrisc h wird. Heit das dann, dass ich in der folgenden Rückreihe links die erste Masche von A1 quasi zweimal stricken muss? Meine Maschengesamtzahl stimmt genau, dennoch liegen die einzelnen Muster der verschiedenen Farben nicht so übereinander wie auf der Abbildung...
27.04.2018 - 21:16DROPS Design svaraði:
Liebe Anna, bei der Hin-Reihe wiederholen Sie die 5 M in A.1 von rechts nach links, dann stricken Sie die 1. Masche an der rechten Seite. Bei der Hin-Reihe stricken Sie die 1. M an der rechten Seiten, dann wiederholen Sie die 5 M in A.1 von links nach rechts. Viel Spaß beim stricken!
30.04.2018 - 09:45
																									 Jacqueline skrifaði:
 
																									Jacqueline skrifaði:
												
Hallo wo finde ich denn die zunehmen im Diagramm ?
16.11.2016 - 14:56DROPS Design svaraði:
Liebe Jacqueline, die Zunahmen im Diagram sind mit 1 Umschlag gezeichnet - siehe 10. Symbol - in der nächsten Reihe stricken Sie den Umschlag verschränkt (= kein Loch). Viel Spaß beim stricken!
17.11.2016 - 08:58| Stavanger Cardigan#stavangercardigancardigan | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 
 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca prjónuð ofan frá og niður með hringlaga berustykki og marglitu mynstri. Stærð S - XXXL.
							DROPS 173-50 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hversu oft eigi að fella af/auka út í umf, teljið fjölda lykkja í umf (t.d. 132 l) mínus kant að framan (t.d. 10 l) og deilið með fjölda úrtöku/útaukningar sem á að gera (t.d. 26) = 4,7. Þ.e.a.s. í þessu dæmi á að prjóna til skiptis 3. og 4. hverja l og 4. og 5. hverja l slétt saman þegar l er fækkað og ekki er l fækkað yfir kant að framan. Ef auka á út þá er það gert til skiptist í ca 4. og 5. hverja l. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR-1 (á við kant að framan): Í þeim umf með mynsturbekk í kanti er grunnlitur einnig prjónaður í kanti með mynsturbekk yfir 5 kantlykkjur í hvorri hlið. LEIÐBEININGAR-2: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykkið. Skiptið e.t.v. yfir í grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það verður of stíft. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki og mitt undir ermi): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Byrjið 4 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ÚTAUKNING-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 2 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 l eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu l slétt saman og prjónið síðustu l slétt. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo ekki myndist gat. Fyrsta hnappagatið er fellt af þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af 6-6-7-7-7-7 næstu með ca 8-8-7½-7½-7-7 cm á milli hverra. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá miðju að framan, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 132-140-148-156-160-160 l (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 2,5 með litnum dökk bleikur. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 7 l eru eftir á prjóni og endið með 2 l sl og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umf slétt frá réttu þar sem fækkað er um 26-29-27-25-24-24 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 106-111-121-131-136-136 l. Skiptið yfir á hringprjóna 3. Til að flíkin passi betur er prjónuð upphækkun aftan við hnakka þannig: Setjið 1 prjónamerki mitt að aftan. Byrjið frá röngu með litnum dökk bleikur og prjónið br þar til prjónaðar hafa verið 9-10-11-11-12-12 l framhjá prjónamerki (kantur að framan er prjónaður slétt), snúið við, herðið á þræði og prjónið 18-20-22-22-24-24 l sl til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 27-30-33-33-36-36 l br, snúið við, herðið á þræði og prjónið 36-40-44-44-48-48 l sl til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 45-50-55-55-60-60 l br, snúið við, herðið á þræði og prjónið 54-60-66-66-72-72 l sl til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 63-70-77-77-84-84 l br, snúið við, herðið á þræði og prjónið 72-80-88-88-96-96 l sl til baka. Snúið við og prjónið br umf út (kantur að framan er prjónaður slétt). Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið mynsturteikningu A.1 þar til 6 l eru eftir á prjóni (= 19-20-22-24-25-25 mynstureiningar með 5 lykkjum). ATH: Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð - í stærð XXL + XXXL er fyrst prjónað eftir mynsturteikningu A.1A og eftir það A.1B), prjónið fyrstu l í A.1 (svo að mynstrið byrji og endi alveg eins í hvorri hlið við miðju að framan – ATH. Ekki er aukið út í þessum l) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynstri. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í umf merktri með ör í mynstri er aukið út um 1-3-0-0-9-11 l jafnt yfir (aukið út í mynstureiningu með litnum ljós beige og ekki er aukið út yfir kant að framan). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 354-374-407-443-470-497 l í umf og stykkið mælist ca 18-19-20-22-24-26 cm (mælt frá miðju að framan án stroffs í hálsi). Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið eins og áður með litnum ljós beige yfir fyrstu 55-57-61-68-74-80 l (= hægra framstykki), setjið næstu 72-78-86-90-92-94 l á þráð (= ermi), fitjið upp 6-8-10-10-14-16 nýjar l á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 100-104-113-127-138-149 l (= bakstykki), setjið næstu 72-78-86-90-92-94 l á þráð (= ermi), fitjið upp 6-8-10-10-14-16 nýjar l á prjóni (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir þær 55-57-61-68-74-80 l sem eftir eru (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar eru síðan prjónuð hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 222-234-255-283-314-341 l. Setjið 1 prjónamerki 58-61-66-73-81-88 l inn frá hvorri hlið (= 106-112-123-137-152-165 l á milli prjónamerkja á bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka með litnum ljós beige og sléttprjóni með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 2-2-2-3-3-4 cm fækkið um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-1 (= 4 l færri). Fækkið l svona með 2½-2½-2½-3-3-4 cm millibili alls 5-5-5-4-4-3 sinnum í hvorri hlið = 202-214-235-267-298-329 l. Þegar stykkið mælist 16-17-18-18-18-18 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING-1 (= 4 l fleiri). Aukið svona út með 3-3-3-4-4-5 cm millibili alls 5-5-5-4-4-3 sinnum í hvorri hlið = 222-234-255-283-314-341 l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 29-30-31-31-31-31 cm (peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl). Prjónið 1 umf slétt frá réttu þar sem aukið er út um 62-74-77-81-82-87 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 284-308-332-364-396-428 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið næstu umf frá röngu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 7 l eru í umf og endið með 2 l br og 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 6 cm (peysan mælist nú ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl) aukið út um 1 l í hverri skiptingu á milli 2 l sl og 2 l br með því að slá uppá prjóninn (= 68-74-80-88-96-104 l fleiri) = 352-382-412-452-492-532 l í umf (þessi útaukning er gerð til að kanturinn verði ekki of stífur þegar fellt er af). Í næstu umf er fellt af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sl yfir sl og br yfir br (uppslátturinn er prjónaður snúinn áður en fellt er af eins og venjuleg l). ERMI: Ermin er prjónuð í hring á stutta hringprjóna og prjónað er ofan frá og niður. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. Setjið 72-78-86-90-92-94 l af þræði í annarri hlið á stykki á stutta hringprjóna nr 3 og prjónið að auki upp 1 l í hverja af 6-8-10-10-14-16 l sem fitjaðar voru upp undir ermi = 78-86-96-100-106-110 l. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-8-10-10-14-16 l undir ermi (= byrjun umf). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með ljós beige. Þegar ermin mælist 1-1-3-3-1-3 cm fækkið um 2 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚRTAKA-1. Fækkið l svona með 3-2½-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 13-15-19-20-22-23 sinnum = 52-56-58-60-62-64 l. Þegar stykkið mælist 38-37-36-34-33-32 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) prjónið 1 umf slétt þar sem aukið er út um 16-16-18-20-22-24 l jafnt yfir = 68-72-76-80-84-88 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 2 l sl, 2 l br). Þegar stroffið mælist 8 cm (eða að óskaðri lengd) er aukið út um 1 l í hverri skiptingu á milli 2 l sl og 2 l br með því að slá uppá prjóninn (= 17-18-19-20-21-22 l fleiri) = 85-90-95-100-105-110 l. Í næstu umf er fellt af með sl yfir sl og br yfir br (uppslátturinn er prjónaður snúinn áður en fellt er af eins og venjuleg l). Stykkið mælist ca 46-45-44-42-41-40 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Skýringar á teikningu | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 
 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #stavangercardigancardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-50
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.