Eli Saksgård skrifaði:
Hei! Takk for svar, men dere forstår visst ikke hva jeg mener.... jeg har ingen problemer med å lese mønsterraportene, eller forstå hva som står i mønsteret. Problemet er: se på mønster A1 for str L, så er det ikke tre hele blader der. Det er et helt i midten, og to halve på hver side. Fellingene til andre halvdel av disse bladene starter ikke før i mønstereapport A12/A3/A13, altså etter at de 39 maskene for halskant er satt på tråd.
02.06.2016 - 14:12
Eli Saksgård skrifaði:
Hei, igjen! Det er det som er problemet, at mønster A1 inneholder ikke 3 hele blader.... Mvh Eli S
01.06.2016 - 17:52DROPS Design svaraði:
Hej Eli. Du skal strikke hele A.1 i höjden för du gaar videre. Det er 1 helt blad. Har du set den her video (det er godt nok forstykket, men samme mönster A.1)
02.06.2016 - 11:07
Eli Saksgård skrifaði:
Hei! Jeg har en liten krise her... Strikker denne i str L, og har strikket A1 på bakstykket. Etter hva jeg forstår, skal det deretter strikkes én omgang *A12,A3,A13* over de første 3 117 maskene (3×39), mens de siste 39 m settes på tråd til halskant. Er det meningen at de to løvbladene i ytterkantene ikke skal bli hele? De er jo det på bildet her? Mine er bare halvveis ferdige når det står at maskene skal settes på vent.... håper på kjapt svar! Mvh Eli S
29.05.2016 - 20:08DROPS Design svaraði:
Hej Eli. Du er faerdig med A.1 (3 hele blomsterblade), du strikker saa A.12 = 39 m, A.3 = 39 m og A.13 = 39 og saetter de sidste 39 m paa en traad = hals. Saet först 11 nye masker op efter A.13, strik frem og tilbage og saet ogsaa 11 nye masker op efter A.12: 12 + 39 + 39 + 39 + 12 m. Du strikker saa één hel gentagelse af mönstrene i höjden. Du skulle ikke have nogle halve mönstre nogensteds.
01.06.2016 - 15:55
Maria Alice Leite Nassar skrifaði:
Estou sentindo muita dificuldade de visualizar os diagramas. Estão muito pequenos. Sera que vocês poderiam fazer eles individualmente para que eu possa aumentar na hora da impressão
24.05.2016 - 21:50
Tineke skrifaði:
Ik hoop dat je een fijne vakantie hebt gehad. Wil je mijn vraag van 30-4 nog beantwoorden alvast dank
10.05.2016 - 14:02DROPS Design svaraði:
Hoi Tineke. Natuurlijk, als ik zo ver ben - je bent niet de enige :-) Fijne dag nog!
10.05.2016 - 16:09
Heidi DeWalt skrifaði:
I am making this top in a size small. There are special short row instructions for each size but I don't see instructions for size Small. Please clarify how to do the short rows for size Small. Thank you, Heidi
06.05.2016 - 19:31DROPS Design svaraði:
Dear Mrs DeWalt, in size S, you are working only 2 short rows after 2 rows of A.5 to A.8 have been worked: work until 26 sts remain, turn and work until 26 sts remain - then continue following next part called "ALL SIZES". Happy knitting!
09.05.2016 - 09:07
Tineke skrifaði:
Ik weet niet of mijn vraag van 30 april is gezien. Ik snap de omschrijving van de verkorte toeren niet. Ik weet wel hoe je ze moet breien. Maar niet hoeveel keer of dat moet.
03.05.2016 - 13:08DROPS Design svaraði:
Hoi Tineke. Ik ben deze week met vakantie, dus volgende week zal ik ernaar kijken. Je kan ook altijd vragen in de winkel :-)
03.05.2016 - 17:00
Tineke skrifaði:
Vraag over hoeveel x de verkorte toeren breien. Ik brei maat l-xl. Ik snap de regel: brei 6 st minder voor elk keerpunt 1-2 keer aan elke kant van het werk (doe je dat 1 of 2x) brei dan 4 st minder elke keer 3-2 keer aan elke kant van het werk. (Doe je dat 3 of 2x). 170-4 is een erg leuk truitje
30.04.2016 - 20:37DROPS Design svaraði:
Hoi Tineke. Je leest het als volgt: Je breit 6 st minder voor elk keerpunt 1x voor maat L en 2x voor maat XL. En 4 st minder voor elk keerpunt 3x voor maat L en 2x voor maat XL
11.05.2016 - 17:18
Heidi DeWalt skrifaði:
I am wondering why this sleeveless top takes the same amount of yarn as the same style with sleeves, 170-3? Most sleeveless tops out of Drops Belle seem to call for less yarn. Was there perhaps an error in publishing this pattern? I would not like to order more yarn than I need.
17.04.2016 - 23:07DROPS Design svaraði:
Dear Heidi, thanks for let us know: the US page is not updated, the right amount of yarn for this pattern is 250-300-300-350-400-400 g, you can check the UK page here. We're going to correct it as soon as possible. Happy knitting!
18.04.2016 - 10:17
TSCHANZ skrifaði:
Bonjour, Je ne comprend pas le paragraphe ci-dessous, J'aimerai savoir s'il faut faire les rangs raccourcis et en même temps les diminutions. A la fin de toutes ces diminution il nous reste combien de maille. Tricoter ensuite des rangs raccourcis selon la taille ainsi:TAILLE L-XL: Tricoter 6 m en moins à chaque fois avant de tourner, 1-2 fois de chaque côté, puis tricoter 4 m en moins à chaque fois avant de tourner, 3-2 fois de chaque côté. Merci Mme TSCHANZ
08.04.2016 - 06:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tschanz, en taille L et XL, vous avez 183 m et tricotez comme indiqué avec A.5-A.8 (augmentez comme indiqué dans les diagrammes) et commencez les rangs raccourcis en même temps: 2 rangs en laissant 24-23 m non tricotées en fin de rang, continuez comme avant (avec les augm. dans A.5-A.8) et laissez en attente 1-2 fois 6 m de chaque côté (= 30-35 m de chaque côté), puis laissez en attente 3-2 fois 4 m de chaque côté (= 42-43 m de chaque côté). On augmente de 20 m au total quand A.5-A.8 sont tricotés 1 fois en hauteur (= 8 rangs). Bon tricot!
08.04.2016 - 09:16
Butterfly Heart Top#butterflyhearttop |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Belle með gatamynstri og V-hálsmáli. Prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 170-4 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.13. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. STUTTAR UMFERÐIR: Þegar snúið er við í stuttum umferðum, takið fyrstu l óprjónaða. Herðið á þræði og passið uppá að það myndist ekki of stórt gat. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br til að koma í veg fyrir gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá miðju á v-hálsmáli og út í 3 þríhyrningum á framstykki og 4 þríhyrningum á bakstykki, síðan er prjónað niður úr. FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, frá hálsmáli og niður. Fitjið upp 8 l á hringprjóna nr 4 með Belle. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið á 1 l sl = 15 l á prjóni. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá réttu): Uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið 3 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1, setjið 1. prjónamerki, A.1, setjið 2. prjónamerki, A.1 (= A.1 er endurtekið alls 3 sinnum í umf), endið á 3 l garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 123-123-123-123-129-129 l í umf. Stykkið mælist ca 11-11-11-11-12-12 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 42-42-42-42-44-44 l, A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.4 yfir síðustu 42-42-42-42-44-44 l, eftir A.4 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Prjónið A.4 til A.2 til baka í næstu umf, eftir A.2 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l í umf. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNIÐ MYNSTUR JAFNT SEM PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR Í HVORRI HLIÐ Á STYKKI. MYNSTUR: Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, A.5 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.6 yfir næstu 6 l, 43-43-53-53-57-57 l sléttprjón, A.7 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.8 yfir næstu 6 l, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, endið á 1 l garðaprjón. Endurtakið A.5 til A.8 yfir 6 l hvoru megin við hvert prjónamerki alls 2-3-2-3-4-5 sinnum, síðan eru endurteknar fyrstu 0-0-6-4-4-4 umf af A.5 til A.8 1 sinni til viðbótar. STUTTAR UMFERÐIR: JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2-6-0-2-0-6 l af A.5 til A.8 eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan – í hvorri hlið á stykki þannig: Prjónið þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l í umf (prjónið A.5 til A.8 eins og áður, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l, snúið við. Prjónið síðan stuttar umf mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ M: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ L-XL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-2 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 3-2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ XXL-XXXL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-1 sinni í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-4 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 2 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-5 sinnum í hvorri hlið á stykki. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka er prjónuð síðast umf út frá röngu, þannig að næsta umf byrjar frá öxl. Prjónið síðan yfir allar l frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir fyrstu 42-44-46-48-50-52 l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir, prjónið eins og áður (þ.e.a.s. A.5 til A.8 og sléttprjón þar til eftir eru 42-44-46-48-50-52 l, prjónið garðaprjón yfir síðustu l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir (= 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki). Prjónið 3 umf garðaprjón yfir síðustu 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki, mynstur og sléttprjón yfir þær l sem eftir eru. Í næstu umf frá röngu er prjónað þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi, prjónið 2 l garðaprjón, prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður þar til eftir eru 42-46-50-52-56-58 l, 2 l garðaprjón, prjónið sl yfir næstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi. Klippið frá. Nú eru eftir 8-8-8-12-12-12 umf af A.5 til A.8. Næsta umf byrjar frá réttu. Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir fyrstu og síðustu 2 l í hvorri hlið á stykki. Þegar A.5 til A.8 hefur verið prjónað til loka eru 23-25-26-27-32-34 l á undan 1. prjónamerki, 79-91-99-107-123-135 l á milli 1. og 2. prjónamerkis og 23-25-26-27-32-34 l á eftir 2. prjónamerki = alls 125-141-151-161-187-203 l á prjóni. Stykkið mælist ca 21-24-25-27-32-35 cm þar sem það er breiðast mælt frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Í næstu umf frá réttu eru felldar af fyrstu 22-24-25-26-31-33 l laust af með sl, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, (prjónamerki), prjónið A.9 yfir fyrstu 6 l á eftir prjónamerki, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.10 yfir síðustu 6 l á undan öðru prjónamerki, (prjónamerki), 1 kantlykkja í garðaprjóni, fellið laust af síðustu 22-24-25-26-31-33 l með sl = 81-93-101-109-125-137 l eftir á prjóni. Klippið frá. Prjónið næstu umf frá röngu yfir þær l sem eftir eru þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.10 eins og áður, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.9 eins og áður, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.9 og A.10 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í sléttprjóni með 1 l kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 l í hvorri hlið á stykki innan við 1 kantlykkju (= 2 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 12-10-12-14-12-13 sinnum = 105-113-125-137-149-163 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 23-23-24-24-23-23 cm frá prjónamerki (stykkið mælist alls 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl), passið uppá að næsta umf sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.11 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, prjónið fyrstu l í A.11, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í umf með gati (þ.e.a.s. umf 7) er prjónuð næst síðasta l slétt. Fellið af þegar A.11 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. BAKSTYKKI: Stykkið er fyrst prjónað í hring, síðan er það prjónað áfram eins og framstykki. Fitjið upp 6 l á sokkaprjóna nr 4 með Belle, skiptið yfir á hringprjóna eftir þörf. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* = 12 l á prjóni, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið A.1 alls 4 sinnum, setjið 1 prjónamerki á milli hverra A.1 (= prjónamerki). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 156-156-156-156-164-164 l á prjóni. Prjónið síðan þannig: A12 yfir fyrstu 39-39-39-39-41-41 l, prjónið A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.13 yfir síðustu 39-39-39-39-41-41 l, setjið þær l sem eftir eru á þráð fyrir hálsmáli (= 39-39-39-39-41-41 l), eftir A.13 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynsturteikningu). Stykkið er síðan prjónað fram og til baka. Prjónið A.13/A.3/A.12 til baka í næstu umf, eftir A.12 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynsturteikningu). Þegar A.12/A.3/A.13 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið nú bakstykkið á sama hátt og framstykkið. HÁLSMÁL: Stykkið er prjónað fram og til baka. Setjið til baka l af þræði fyrir kant í hálsmáli á bakstykki á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Saumið niður garðaprjón þar sem l voru fitjaðar upp fyrir öxl. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið axlasauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Dragið að miðju (þ.e.a.s. uppfitjunarkantinn) bæði á framstykki og á bakstykki. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #butterflyhearttop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 170-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.