Angeline skrifaði:
Thanks. I'm sorry, I still don't understand that. Do you mean after 6th turn, carry on until the end of row 5 of A5-A8 diagram, then another full row of all stitches, then start on RS on row 7 of A5-A8 diagram? But how can I do the increase row (row 7, RS), work 3 rows with garter (row 8,1,2 of diagrams) and next instruction is "on next row from WS..."? A RS row + 3 rows will mean next row is RS again, no? Thank you so much
05.10.2020 - 10:45DROPS Design svaraði:
Dear Angeline, after you have worked all short rows, you turn and work one row from RS over sts on needle to the end of the row then work next row from WS over all sts = from one shoulder to the other shoulder. Happy knitting!
05.10.2020 - 11:30
Angeline skrifaði:
Hi, another question please, size M, after I do 6 short rows (over rows 7,8,1,2,3,4 of pattern) what does "when short rows have been worked, work last row from WS"? Do I carry on row 4 of pattern so next (increase) row is row 5 of pattern? But if I do, then next doing 3 rows of garter/pattern, the following row (row with slipping sts on holder) is RS (row1 pattern) not WS as pattern states. Thanks for your help.
03.10.2020 - 10:34DROPS Design svaraði:
Dear Angeline, after the short rows have been worked, you need to work one more row from RS over sts on needle + sts unworked on one side, then turn and work next row over all sts on needle + sts unworked on the other side = all stitches have now been worked and the row start from the beg = towards shoulder. Happy knitting!
05.10.2020 - 09:11
Angeline skrifaði:
Hi I'm confused. Pattern says repeat A5-A8 over the 6 sts 3 times total (size M). Does that mean the full A5-A8 diagram x3 or just row 1 (which is 6 sts long) repeated 3 times? Thanks
30.09.2020 - 22:55DROPS Design svaraði:
Dear Angeline, this means to repeat the diagrams A.5 to A.8 in height a total of 3 times in 2nd size (= 8 rows x 3 = 24 rows in total). Happy knitting!
01.10.2020 - 10:15
Crina Petroianu skrifaði:
It will be a major change to the look of the pattern if I use regular purl instead of Norwegian purl?
29.07.2020 - 17:40DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Petroianu, Norwegian purl is the regular purl in Norway :) You can work your purl stitches as you are used to, this will not affect the pattern. Happy knitting!
30.07.2020 - 08:43
Sandra Armand skrifaði:
Bonjour. Pour le dos qd on a tricoté A1 1× on a 156m. Puis vs ns demandé de tricoter A12 39m A3 39m A13 39m. Il reste 39 m on les tricote comment ?
12.06.2020 - 10:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Armand, on ne les tricote pas, on les met en attente pour l'encolure - mais on monte 13 m pour l'épaule à la fin du rang on a donc: A.12, A.3, A.13 (vu sur l'endroit). Bon tricot!
12.06.2020 - 12:28
Birgitte Bjergø skrifaði:
Jeg er kommet til ærmerne, men jeg forstår ikke helt. Skal de forkortede pinde ikke strikkes henover skuldersøm? Men hvordan tager man så ind i siderne? Alternativt strikkes de forkortede pinde over under armen og der tages ind i midten her, men så bliver der en synlig ærmesøm over armen. Eller skal man først strikke forkortede pinde i den ene side og derefter den anden - jeg har meget svært ved at se det for mig.
03.06.2020 - 13:12DROPS Design svaraði:
Hej Birgitte, når du har sat maskerne på rundpinden, så starter du midt i den ene side ( i den maske som står ud for din størrelse i opskriften) strikker op langs ærmet over skulderen og ned på den anden side. Vender og strikker over 2 masker mere for hver gang du vender. Det gør du for at forme til ærmekuppel. Til sidst er du kommet ned til midt under ærmet (ærmegabet) og nu strikkes det rundt. Således bliver der ingen søm. God fornøjelse!
05.06.2020 - 11:54
Jenny Strick skrifaði:
Ich stricke den Pulli in Größe S. Bei den verkürzten Reihen muss ein Fehler in der Anleitung sein. Zuerst heißt es für alle Größen Hin bis noch 26 M auf der Nadel, wenden, Rück bis noch 26 M auf der Nadel sind. Einen Sonderteil für Größe S gibt es nicht. Also geht es weiter mit alle Größen. Dies beginnt mit einer Rückrunde welche bis Ende gestrickt werden soll. Ich befinde mich allerdings gerade in einer Rückreihe welche nur bis 26 vor Ende gehen sollte.
18.05.2020 - 20:38DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Strick, bei Grösse S stricken Sie nur 2 verkürzten Reihen, dann, stricken Sie 1 Hin-Reihe Maschen, 1 Rück-Reihe über alle Maschen und dann stricken die krausrippen über die 42 Maschen auf beiden Seiten. Viel Spaß beim stricken!
19.05.2020 - 07:44
Ellen Black skrifaði:
I have progressed to the bottom of the main body of this sweater. The instructions reference chart A.11, however, I cannot find that chart. Based on the instructions, I think I am supposed to work on a set of 2 stitches and do K2TOG, YO. Is that correct? Many thanks!!!
16.04.2020 - 16:10DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Black, you will find A.11 between A.1 size S-M and A.1 size L-XL, ie between both diagrams, it's a small diagram worked over 2 sts and 14 rows. Happy knitting!
16.04.2020 - 16:38
Hedström Eva skrifaði:
Stickar st M, har stickat A.5 till A.8 en gång. Ska upprepas 3 ggr enl mönstret. Men så står det ”samtidigt när det har stickats 6 p av A.5 till A.8 stickas det förkortade v. ” Vad menas med 6 p? När ska det förkortade v börja?
14.04.2020 - 15:57DROPS Design svaraði:
Hej Där har det blivit ett skrivfel som nu är rättat. Det ska stå v, du börjar alltså med de förkortade varven när du stickat 6 varv av A.5 till A.8. Mvh DROPS Design
16.04.2020 - 07:52
Bloem skrifaði:
Goedenavond, ik brei maat M en ben klaar met de verkorte toeren (in A.5 t/m A.8). Mijn vraag is ook door anderen gesteld, maar helaas begrijp ik het antwoord nog steeds niet... Mijn laatste verkorte toer valt aan het (verkorte) eind van een averechte naald (dus aan de verkeerde kant van het werk). Als ik deze helemaal uitbrei zoals in de beschrijving staat, heb ik 1 verkorte toer te weinig gemaakt. Wat is nu precies de bedoeling? Dank voor uw hulp.
01.03.2020 - 20:22DROPS Design svaraði:
Dag Bloem,
Ik zie inderdaad dat je niet uitkomt op die manier. Ik heb de neiging om te zeggen, begin 2 naalden eerder met de verkorte toeren of brei nog een keer heen en terug. Wellicht zit er een foutje in maat M, ik zal dit even doorgeven aan de design afdeling.
04.03.2020 - 16:03
Butterfly Heart#butterflyheartsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle með gatamynstri og V-hálsmáli. Prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 170-3 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.13. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. STUTTAR UMFERÐIR: Þegar snúið er við í stuttum umferðum, takið fyrstu l óprjónaða. Herðið á þræði og passið uppá að það myndist ekki of stórt gat. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br til að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið um 1 l í byrjun umf þannig: Prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið um 1 l í lok umf þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir (meðtaldar 2 nýjar l sem prjónað er yfir í fyrsta skiptið), 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá miðju á v-hálsmáli og út í 3 þríhyrningum á framstykki og 4 þríhyrningum á bakstykki, síðan er prjónað niður úr. FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, frá hálsmáli og niður. Fitjið upp 8 l á hringprjóna nr 4 með Belle. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið á 1 l sl = 15 l á prjóni. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá réttu): Uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið 3 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1, setjið 1. prjónamerki, A.1, setjið 2. prjónamerki, A.1 (= A.1 er endurtekið alls 3 sinnum í umf), endið á 3 l garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 123-123-123-123-129-129 l í umf. Stykkið mælist ca 11-11-11-11-12-12 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 42-42-42-42-44-44 l, A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.4 yfir síðustu 42-42-42-42-44-44 l, eftir A.4 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Prjónið A.4 til A.2 til baka í næstu umf, eftir A.2 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l í umf. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNIÐ MYNSTUR JAFNT SEM PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR Í HVORRI HLIÐ Á STYKKI. MYNSTUR: Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, A.5 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.6 yfir næstu 6 l, 43-43-53-53-57-57 l sléttprjón, A.7 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.8 yfir næstu 6 l, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, endið á 1 l garðaprjón. Endurtakið A.5 til A.8 yfir 6 l hvoru megin við hvert prjónamerki alls 2-3-2-3-4-5 sinnum, síðan eru endurteknar fyrstu 0-0-6-4-4-4 umf af A.5 til A.8 1 sinni til viðbótar. STUTTAR UMFERÐIR: JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2-6-0-2-0-6 l af A.5 til A.8 eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan – í hvorri hlið á stykki þannig: Prjónið þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l í umf (prjónið A.5 til A.8 eins og áður, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l, snúið við. Prjónið síðan stuttar umferðir mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ M: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ L-XL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-2 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 3-2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ XXL-XXXL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-1 sinni í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-4 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 2 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-5 sinnum í hvorri hlið á stykki. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka er prjónuð síðasta umf út frá röngu, þannig að næsta umf byrji frá öxl. Prjónið síðan yfir allar l frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir fyrstu 42-44-46-48-50-52 l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir, prjónið eins og áður (þ.e.a.s. A.5 til A.8 og sléttprjón þar til eftir eru 42-44-46-48-50-52 l, prjónið garðaprjón yfir síðustu l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir (= 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki). Prjónið 3 umf garðaprjón yfir síðustu 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki, mynstur og sléttprjón yfir þær l sem eftir eru. Í næstu umf frá röngu er prjónað þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi, prjónið 2 l garðaprjón, prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður þar til eftir eru 42-46-50-52-56-58 l, 2 l garðaprjón, prjónið sl yfir næstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi. Klippið frá. Nú eru eftir 8-8-8-12-12-12 umf af A.5 til A.8. Næsta umf byrjar frá réttu. Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir fyrstu og síðustu 2 l í hvorri hlið á stykki. Þegar A.5 til A.8 hefur verið prjónað til loka eru 23-25-26-27-32-34 l á undan 1. prjónamerki, 79-91-99-107-123-135 l á milli 1. og 2. prjónamerkis og 23-25-26-27-32-34 l á eftir 2. prjónamerki = alls 125-141-151-161-187-203 l á prjóni. Stykkið mælist ca 21-24-25-27-32-35 cm þar sem það er breiðast mælt frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Í næstu umf frá réttu eru felldar af fyrstu 22-24-25-26-31-33 l laust af með sl, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, (prjónamerki), prjónið A.9 yfir fyrstu 6 l á eftir prjónamerki, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.10 yfir síðustu 6 l á undan öðru prjónamerki, (prjónamerki), 1 kantlykkja í garðaprjóni, fellið laust af síðustu 22-24-25-26-31-33 l með sl = 81-93-101-109-125-137 l eftir á prjóni. Klippið frá. Prjónið næstu umf frá röngu yfir þær l sem eftir eru þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.10 eins og áður, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.9 eins og áður, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.9 og A.10 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í sléttprjóni með 1 l kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 l í hvorri hlið á stykki innan við 1 kantlykkju (= 2 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 12-10-12-14-12-13 sinnum = 105-113-125-137-149-163 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 23-23-24-24-23-23 cm frá prjónamerki (stykkið mælist alls 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl), passið uppá að næsta umf sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.11 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, prjónið fyrstu l í A.11, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í umf með gati (þ.e.a.s. umf 7) er prjónuð næst síðasta l slétt. Fellið af þegar A.11 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. BAKSTYKKI: Stykkið er fyrst prjónað í hring, síðan er það prjónað áfram eins og framstykki. Fitjið upp 6 l á sokkaprjóna nr 4 með Belle, skiptið yfir á hringprjóna eftir þörfum. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* = 12 l á prjóni, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið A.1 alls 4 sinnum, setjið 1 prjónamerki á milli hverra A.1 (= prjónamerki). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 156-156-156-156-164-164 l á prjóni. Prjónið síðan þannig: A12 yfir fyrstu 39-39-39-39-41-41 l, prjónið A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.13 yfir síðustu 39-39-39-39-41-41 l, setjið þær l sem eftir eru á band fyrir hálsmáli (= 39-39-39-39-41-41 l), eftir A.13 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá teikningu). Stykkið er síðan prjónað fram og til baka. Prjónið A.13/A.3/A.12 til baka í næstu umf, eftir A.12 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynsturteikningu). Þegar A.12/A.3/A.13 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er bakstykkið prjónað áfram á sama hátt og framstykkið. HÁLSMÁL: Stykkið er prjónað fram og til baka. Setjið til baka l af þræði fyrir kant í hálsmáli á bakstykki á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Saumið niður garðaprjón þar sem l voru fitjaðar upp fyrir öxl. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið axlasauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Dragið að miðju (þ.e.a.s. uppfitjunarkaninn) bæði á framstykki og á bakstykki. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í sléttprjóni. Setjið til baka l af 2 þráðum (á framstykki og á bakstykki) á aðra hliðina við stykkið á hringprjóna nr 4 = 80-88-96-100-108-112 l. Prjónið stuttar umf fyrir ermakúpu þannig: Byrjið á að prjóna í 25.-29.-31.-35.-43.-45. l (þ.e.a.s. það eru 24-28-30-34-42-44 l í annarri hlið sem ekki er prjónað yfir). Prjónið frá réttu 34-34-38-34-26-26 l sléttprjón, snúið við (= 22-26-28-32-40-42 l eftir í umf). Prjónið sléttprjón til baka yfir 36-36-40-36-28-28 l, snúið við. Prjónið yfir 2 l fleiri fyrir hvert skipti sem snúið er við í hvorri hlið á stykkið þar til prjónað hefur verið yfir allar l. JAFNFRAMT er fækkað um 1 l í hvorri hlið á stykki (= 2 l færri), innan við 1 l í 4.-4.-2.-4.-4.-4. hverri umf alls 4-6-8-8-10-10 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA = 72-76-80-84-88-92 l á prjóni. Prjónið 8-8-8-12-12-12 umf sléttprjón yfir allar l, setjið 1 prjónamerki í stykkið (hliðarsaum á ermi á síðar að sauma hingað). STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Fitjið upp 1 kantlykkju í lok 2 næstu umf = 74-78-82-86-90-94 l. Kantlykkja er prjónuð í garðaprjóni til loka. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l innan við 2 l í hvorri hlið á stykki (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku með 2½-2-2-1½-1-1 cm millibili 9-10-11-12-13-13 sinnum til viðbótar = 54-56-58-60-62-66 l á prjóni. Þegar ermin mælist 31-30-29-27-24-23 cm, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermasauma upp þar sem fitjuð var upp 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Saumið sauma undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #butterflyheartsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 170-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.